Morgunblaðið - 11.06.1997, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 11.06.1997, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ1997 33 MINNINGAR Guðmundur Þórðarson hefur kvatt. Hávaðalaust og af hæversku á sama hátt og hann lifði lífinu. Við hittumst fyrst um borð í Gull- fossi, þar sem hann var bryti. Þéttur á velli, þéttur í lund, eins og sönnum sæfara sæmir. Ég ung, fákunnandi og feimin, nýkomin í fjölskylduna, sem tengdi okkur. Strax þá og ævin- lega síðan þótti mér hann viðmóts- þýður og þægilegur, þó ekki væri hann margorður að fyrra bragði. Snyrtimenni og sjarmerandi maður með brosandi augu og góða nær- veru. Fundum okkar bar því miður ekki oft saman, en ævinlega til ánægju, hvort heldur var á manna- móti eða bara í búðinni hennar Þór- unnar dóttur hans og „gömlu“ barn- fóstrunnar minnar. Ellin er sannar- lega ekki kvíðvænleg, klæði hún mann jafn vel og Guðmund Þórðar- son. Eg kveð sannan sjentilmann með söknuði og sendi Sæju og fjöl- skyldunni allri mínar innilegustu samúðarkveðjur. Áslaug Ben. Enginn verður mikill nema af sjálf- um sér, segir í góðri bók. Er þá yfir- leitt einhver eftirsókn í því að verða mikill? Hugur einn það veit. Hitt er staðreynd að margir þeirra sem lítt hafa sig í frammi og fara með lönd- um í starfi og leik verða oft hugleikn- astir þeim er þá þekktu. Þeir sem kynntust Guðmundi M. Þórðarsyni munu eflaust ekki gleyma honum. Þeim sem náðu að þekkja Guðmund eða starfa með honum duldist heldur ekki, að þar fór heill maður. — Bæði í starfí og leik. Ég var einn þeirra sem kynntust Guðmundi allvel. Hann var þá bryti á M/s Gullfossi, sem var að koma til landsins, árið 1950. Vel hafði verið vandað til vals áhafnar, ekki síst fjjölmenns þjónustuliðs, sem þurfti til að sinna 209 farþegum um borð á þessu flaggskipi Islendinga. Þegar á leið fyrsta sumarið sem skip- ið sigldi, tók að bera á því að ungir menn sem höfðu verið ráðnir í skipsr- úm til aðstoðar hinum góðu fagmönn- um sem þar störfuðu við veitinga- reksturinn, svo sem matreiðslu- og framreiðslumönnum, höfðu ekki ávallt erindi sem erfiði. Stóðu ekki undir þeim kröfum sem gerðar voru. Þannig stóð á þetta sumar að ég vann á Hótel Borg til aðstoðar í veit- ingasölum hótelsins. Guðmundur bryti hafði þá leitað eftir aðstoð- armönnum með einhveija reynslu í veitingafaginu til starfa á Gullfossi. Það varð úr að ég réðst um borð þar til Gullfoss var leigður til Frakklands um haustið. — Um vorið kom Gull- foss aftur í reglulegar siglingar milli Reykjavíkur, Leith og Kaupmanna- hafnar og hélt ég þar starfi áfram sumarlangt í skólahléum Verslunar- skóla íslands. Um borð í Gullfossi ríkti sérstakur og framandlegur andi, ólíkur því sem ungur og óreyndur strákur þekkti, og aukinheldur uppal- inn nær ystu tá Garðskaga. Það var líklega ekki síst vegna þessa síðastnefnda, að góður kunn- ingsskapur tókst með okkur Guð- mundi. Hann var einmitt fæddur og alinn upp á Garðskaganum, þar til hann fluttist til Akureyrar. Við Guð- mundur fórum upp á dekk nánast í hvert sinn sem siglt var fýrir Garð- skagaflösina á leið frá Reykjvík, að líta æskuslóðir af sjó. Gullfoss var á þessum árum raun- ar stærsta hótel íslendinga, 209 manna farþegaskipið. Þar var allt til reiðu og einskis vant. Um það sá bryti skipsins. Guðmundur, sem Eimskipaélag íslands hafði valið í þá ábyrgðarmiklu stöðu, en hann hafði starfað hjá félaginu um ára- bil. Guðmundur hafði sterka stjórn- unarhæfíleika. Hann notaði ekki orðaflaum eða hafði uppi hávaða- samar fyrirskipanir, hann þekkti hæfni síns starfsfólks og um leið takmörk þess og umhverfisins sem það var bundið. Frábær mannþekking Guðmundar kom manni oft á óvart, og sam- skipti hans við skipsfélaga voru öll á einn veg. Gagnkvæm virðing ríkti því milli Guðmundar og annarra um borð. Bryti á farþegaskipi eins og Gullfossi var í raun einn seðsti ráða- maðurinn, næst á eftir skipstjóra, og starfslið brytans var að sjálfsögðu fjölrnennast. Á þessum byijunarárum Gullfoss, og svo á árunum milli 1950-60 var veitingamennska að_ taka stakka- skiptum á íslandi. Ég fullyrði, að flaggskip Eimskipafélagsins, Gull- foss, hafi verið fyrirmynd og fordæmi á flestan hátt fyrir framþróun í veit- ingamennsku hér á landi þennan ára- tug. Þar átti Guðmundur Þórðarson því stóran þátt. Margir þeirra sem störfuðu í þjónustuliði Gullfoss tóku að sér forystuhlutverk á sviði veit- inga- og hótelmála í landinu, og sér þess enn staði. Frábærir fagmenn í lykilstöðum veitingamennskunnar, matreiðslu og framreiðslu, störfuðu á Gullfossi um árabil. Það var hvatn- ing fyrir unga menn að starfa með þeim. Ekki er vafi að sá er þetta rit- ar komst fyrst í kynni við áhrif fran- skrar veitingamenningar á Gullfossi, skipið nýkomið úr siglingum frá Frakklandi og um borð fagmenn sem vitnuðu ákaft í flest er var á „franska vísu“. Það lá þvi í loftinu fyrir ungan mann að æskja inngöngu í víðfrægan skóla þeirra Svisslendinga í Lausanne. Þangað þurfti meðmæli. Þau voru fúslega veitt, m.a. af Guð- mundi Þóiðarsyni. Margt fleira væri viðeigandi að telja upp eftir kynni mín af Guðmundi Þórðarsyni. Ég lít þó fremur á þessi orð mín sem eins konar friðþægingarskrif sjálfs mín. Ég hafði vanrælrt samband mitt við Guðmund á seinni árum. Hann hitti ég þó glaðan og reifan á 80. afmæl- isdegi hans, sem haldinn var í húsa- kynnum góðvinar hans og velunnara, Halldórs Júlíussonar veitingamanns. Það var gott og lærdómsríkt að kynn- ast Guðmundi. Hann hafði ekki hátt en var sjálfur háttvís og heiðarlegur. Hann var forgöngumaður, en ekki sporgöngumaður í íslenskum veit- ingamálum. Tíminn líður hratt og enn búast menn til ferðar með ýmsum farartækjum. Tíminn er líka sifellt naumur. Það er afar áberandi í þjóðfélagi eins og okkar sem einskis vill í missa. Það er því mikilvægt að finna rétta forskrift í upphafi. Hana má fá hjá samferðamönnum, sem hafa gefið sér tíma til að öðlast við- ari sýn á því hlutverki sem allir menn fæðast til; að greina hin heilbrigðu víxláhrif sem sífellt eiga sér stað milli einstaklings og þjóðfélags — þá látlausu viðleitni á báðar hliðar í þá átt að komast að viðunandi málamiðl- un \ starfi og leik. Ég sendi samúðarkveðjur til Sæ- mundu Pétursdóttur, eftirlifandi eig- inkonu Guðmundar og bama. Geir R. Andersen. Nú þegar vinur minn og velgjörð- armaður, Guðmundur Þórðarson, hefur kvatt þennan heim, koma upp í huga mér margar minningar um samskipti okkar á þeim 47 árum sem við höfum þekkst. Ég var fimmtán ára gamall óharðnaður unglingur, feiminn og óframfærinn, þegar ég kom um borð í Gullfoss til vinnu í eldhúsinu. Eng- inn skóli hefði reynst mér betur, því, undir handleiðslu hans, sem ein- kenndist af aga, ráðdeild og sam- viskusemi, varð ekki hjá því komist að taka framförum. Guðmundur var hlédrægur og dagfarsprúður maður, einstaklega skipulagður og vandvirkur í öllum sínum störfum, og ætlaðist til þess sama af sínum undirmönnum, enda átti starf hans sem bryta stóran þátt í því orðspori sem fór af flagg- skipi Islands Gullfossi. Þótt ég væri ungur að árum sýndi Guðmundur mér snemma trúnað og fól mér ýmis störf eftir því sem reynsla mín og þekking leyfði. Eftir níu ára starf undir hans handleiðslu á Gullfossi, var ég fyrir tilstilli hans ráðinn sem bryti á Brúarfossi, þar sem kennsla hans og trúnaður kom mér til góða og alla tíð slðan. Þegar ég hóf veitingarekstur í Glæsibæ, leitaði ég ráða hjá vini mínum, eins og svo oft áður, og voru þau fúslega gefin og af heilind- um. Þegar Guðmundur lét af störf- um hjá Eimskip vegna aldurs, var ég svo lánsamur að fá hann til starfa þjá fyrirtæki mínu, sem hann gegndi til síðasta dags. Þegar Magnús sonur minn hóf störf þjá fyrirtækinu, miðlaði Guð- mundur honum af reynslu sinni og milli þeirra tókst einstök vinátta og samstarf sem aldrei bar skugga á. Guðmundur var mikill vinur vina sinna og naut fjölskylda mín þess I ríkum mæli baeði í leik og starfi, sérstaklega ber að minnast veiði- ferða við vötn eða ár þar sem Guð- mundur var hrókur alls fagnaðar. Örlagavaldur í lífi mínu hefur kvatt þennan heim, og hans er sárt saknað með þakklæti fyrir það sem hann gerði fyrir mig sem ungan dreng og allar götur síðan. Fyrir hönd fjölskyldu minnar og starfsfólks sendi ég Sæmundu og öðrum aðstandendum Guðmundar innilegar samúðarkveðjur. Halldór Júliusson. • Fleiri minningnrgreinar um Guðmund M. Þórðarson bíða birtingar og munu birtasti blaðinu næstu daga. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS KRISTJÁNSSON tollvörður, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 5. júní sl. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 13. júnikl. 14.00. Kristln Magnúsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarsson, Gunnar Magnússon, Steinunn Bjömsdóttir, Magnús Magnússon, Helgi Magnússon, Ama Arnórsdóttir, barnabörn og barnabamabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ERLA Þ. EGILSON, Eskihlfð 10A, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni ( dag, miðvikudaginn 11. júní kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er vinsamlega bent á Slysavarnafélag íslands. Þórarinn Ólafsson, Björg Ólafsson, Skúli Ólafsson, Sigrún Ragnarsdóttir, Elísabet Ólafsd. Paulson, Olaf Paulson, barnabörn og barnabamaböm. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR HELGASON fyrrverandi bóndi, Þyrli sem lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 8. júnl, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju I Saurbær, Hvalfjarðarströnd, laugardaginn 14. júní kl. 14.00. Helgi Sigurðsson, Laufey Sigurðardóttir, Guðrún Sígurðardóttir, Ingvar Ingvarsson, Ingvi Böðvarsson, bamaböm og bamabamaböm. Lokað Vegna jarðarfarar GUÐMUNDAR M. ÞÓRÐARSONAR verður fyrirtækið lokað milli kl. 13.00—16.00 í dag. Veislan, veitingaeldhús, Austurströnd 12, Seltjarnamesi. Lokað Vegna jarðarfarar GUÐMUNDAR M. ÞÓRÐARSONAR verður verslunin lokuð frá kl. 13.00 í dag. Katel, Listhúsinu í Laugardal. ATVINNU AUGLÝSINGA Almenn hótelstörf Vantar starfsmann á Edduhóteliö í Dýrafiröi viö almenn hótelstörf. Reynsla æskileg en ekki skilyrði. Þeir, sem hafa áhuga vinsamlega hafi sam- band í síma 456 8222. „Au pair" Noregur (Ósló) Fjölskylda í Ósló leitar að „au pair" til að passa tvo stráka, tveggja og þriggja og hálfs árs. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Hefurðu gaman af að vera í sólinni við sjóinn? í júlí dveljumst við í sumarhúsinu. Hafirðu áhuga, vinsamlega sendu umsókn £ með uppl. til Mbl., merkta: „Ósló — 97/98." Leikskólastjóra vantarað leikskólanum Lindinni, Laugarvatni, frá 1. sept. 1997. Áskilin full réttindi. íbúðtil staðar. Umsóknir berist á skrifstofu Laugardalshrepps, Árnessýslu, fyrir 20. júní nk. „Au pair" — Kaupmannahöfn óskastfrá 1. júlí nk. í 1/2—1 ár. Reyklaus, ekki yngri en 20 ára. Nánari upplýsingar gefur Ingibjörg í síma (0045) 4492 8025, Kaupmannahöfn. Kennara vantar Kennara vantar við Hússtjórnarskólann á Hall- ormsstað, um er að ræða kennslu í matreiðslu, þjónustu og handmennt. Umsóknarfrestur er til 19. júní. Upplýsingar gefur formaður skólanefndar, Helga Hreinsdóttir í símum 471 1673,474 1235, og skólameistari, Signý Ormarsdóttir í símum 471 1761 og 471 2627. Starfskraftur Röskur starfskraftur óskast til dreifingar á bók- um til bóksala á Stór-Reykjavíkursvæðinu fyrir lítið bókaútgáfufyrirtæki. Vinnutími er 3 — 4 klst. 3 daga vikunnar, eftir hádegi. Þarf að hafa bíl til umráða. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendisttil Mbl. fyrir helgi, merktar: „Bækur"

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.