Morgunblaðið - 11.06.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.06.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997 35 SKÓLASLIT Morgunblaðið/Halldór UM 1.000 manns voru við brautskráningu úr Kennaraháskóla íslands í Hallgrímskirkju. Brautskráning úr Kennaraháskóla íslands Fjölmenni við útskriftarathöfn ÞANN 7. júní sl. fór fram braut- skráning kandidata frá Kenn- araháskóla íslands. Athöfnin, sem að venju var haldin í Hallgríms- kirkju, var óvenjufjölmenn en þar voru um 1000 manns. 118 kandí- datar voru brautskráðir úr al- mennu kennaranámi til B.Ed.- prófs en fyrr á þessu skólaári hafa 67 kandídatar verið braut- skráðir. Brautskráning fer að öllu jöfnu fram þrisvar á ári, í októ- ber, í febrúar og í júní, og er vorútskriftin þeirra fjölmennust. A síðastliðnu ári fór einnig fram brautskráning í ágúst en þá var brautskráður fyrsti hópurinn sem lýkur B.Ed.-gráðu með fjarnámi. B.Ed.-gráða er skipulögð sem 3ja ára nám og auk hinna 118 sem luku almennu kennaranámi þá lauk einn starfandi kennari námi í nýrri valgrein og bætti þannig 30 einingum við fyrra nám sitt. Þá brautskráðust 19 kandidatar úr námi í uppeldis- og kennslu- fræðum fyrir framhaldsskóla- kennara. Það nám er til 30 ein- inga en dreifist jafnt á 2 ár þar sem það er tekið samhliða starfi. 5 kandídatar voru brautskráðir með meistaragráðu, M.Ed.- gráðu, í uppeldis- og kennshi- fræðum. Nám til meistaragráðu er 60 eininga framhaldsnám, það dreifist á nokkur ár þar sem það er yfirleitt stundað jafnhliða staírfi. Við brautskráningu voru veitt verðlaun úr Minningarsjóði As- geirs Björnssonar. Verðlaunin eru árlega veitt fyrir kennslurit- gerð sem þykir sérstaklega at- hyglisverð og vel unnin. Að þessu sinni hlutu verðlaunin Jóna Björk Siguijónsdóttir og Reynir Þór Sigurðsson. Lokaritgerð þeirra til B.Ed.-prófs, „Á ég að gæta bróður míns?“ fjallar um hvemig tekið er á samkynhneigð í námsefni grunnskóla. Kennaraháskólanum bárust góðar gjafir frá afmælisár- göngum sem fögnuðu 40, 50 og 60 ára kennaraafmæli en fjöldi þessara kennara var viðstaddur brautskráningu og þáði boð skól- ans að henni lokinni. JÓNA Björk Siguijónsdóttir og Reynir Þór Sigurðsson hlutu verðlaun fyrir lokaritgerð sína um það hvernig tekið er á sam- kynhneigð í námsefni grunnskóla. Morgunblaðið/Kristján KAMPAKÁTIR svæðisleiðsögumenn að lokinni útskrift sem fram fór á veitingastaðnum Við Pollinn. F.v. Eggert Siguijónsson, Birna Frið- riksdóttir, Magnús D. Ásbjömsson, María Jespersen, Sævar Sigurðs- son, Herdís Gunnlaugsdóttir, Róbert Sigurðsson, Juliane Kauertz, Claudia Lobindzus, Kristín Sigfúsdóttir og Ragnheiður Gestsdóttir. Á myndina vantar Bjöm Sverrisson og Anke-María Steinke. Leiðsögumenn útskrifaðir NÁMSKEIÐI fyrir svæðisleiðsögu- menn á Norðurlandi eystra lauk nýlega á Akureyri og voru 13 leið- sögumenn útskrifaðir. Námskeiðið var haldið undir handleiðslu Leið- söguskóla íslands í Kópavogi en bóknámskennsla fór fram í húsnæði Menntaskólans á Akureyri. Mikill skortur hefur verið á svæð- isleiðsögumönnum á Norðurlandi eystra og sóttu ferðaþjónustuaðilar það stíft að fá námskeið sett upp fyrir norðan. Námið hefur staðið yfir frá því í septemberlok á síðasta ári og áherslan lögð á bóklega þátt- inn fram að áramótum. Eftir áramót var m.a. ferðast um svæðið með nemendur, frá Skagafirði austur í Öxarfjörð og Mývatnssveit. Ferðaþjónustuaðilar aðstoðuðu við námskeiðshaldið og m.a. voru allar ferðir um svæðið í boði Sérleyf- isbíla Akureyrar. Einnig komu starf- andi leiðsögumenn að námskeiðinu. Skólaslit Tónlistarskólans í Reykjavík 20 nemendur brautskráðir BRAUTSKRÁÐIR nemendur vorið 1997 ásamt skólastjóra, Halldóri Haraldssyni. TÓNLISTARSKÓLANUM í Reykja- vík var slitið 30. maí sl. í Háteigs- kirkju í 67. sinn. Við upphaf athafn- ar lék Lindberg-kvintettinn, skipað- ur nemendum úr blásaradeild skól- ans, Þijá forna dansa eftir Ferenc Farkas. Skólastjórinn, Halldór Har- aldsson, flutti ræðu um helstu at- burði skólaársins. Að því loknu af- henti hann burtfararprófsnemendum skírteini sín. Að þessu sinni braut- skráðust 20 nemendur með 21 loka- próf, en einn nemandi lauk tvenns konar prófum. Fjórir nemendur luku tónmenntakennaraprófí, fjórir loka- prófi frá tónfræðideild, sjö blásara- kennaraprófi, einn söngkennara- prófi, einn píanókennaraprófi, þrír burtfararprófi og einn einsöngsprófi. Ýmsir góðir gestir sóttu skólann heim og héldu fyrirlestra, námskeið eða tónleika. Prófessor Reinhard Ring frá Tónlistarskólanum í Hanno- ver leiðbeindi nemendum í spuna og rytmik, hinn þekkti fiðluleikari og konsertmeistari, Sidney Harth, hélt námskeið fyrir strengjakennara og nemendur, Gregory A. Myers hélt fyrirlestur um búlgarska nútímatónl- ist og kona hans, Anna Levy héit tónleika með píanóverkum rúss- neskra tónskálda, Atli Heimir Sveins- son hélt fyrirlestur um sönglagið og Sigvalda Kaldalóns, hinn þekkti bas- saklarínettleikari, Harry Spamaay, hélt fyrirlestur um tækni hljóðfæris síns með tóndæmum og að lokum héldu þeir Paul Griffiths og Sean Gregory, kennarar frá Guildhall School of Music and Drama í Lond- on, námskeið í spuna og tónlistarm- iðlum sem endaði með þátttöku 12 ára nemenda í Æfingadeild KHÍ. Aukin samvinna við erlenda skóla Samvinna við skóla erlendis hefur haldið áfram og eflst. Tveir nemend- ur frá hinum Norðurlöndunum, einn frá Finnlandi og einn frá Svíþjóð stunduðu nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, einn nemandi frá Tón- listarskólanum stundaði nám við Tónlistarháskólann í Kaupmanna- höfn og einn nemandi stundaði nám sem Erasmus-nemandi við Salford College á Englandi. í október tók skólinn þátt í stofn- un Samtaka tónlistarskóla í Reykja- vík, STÍR, sem stefnir að öflugra samstarfi tónlistaskólanna í Reykja- vík á ýmsum sviðum. í mars stóð skólinn að forkeppni að Tónlistar- keppni Norðurlanda eða NordSol ’97 á vegum Norræna tónlistarháskólar- áðsins sem Tónlistarskólinn í Reykjavík er aðili að og var Pálína Árnadóttir, fiðluleikari, valin fulltrúi íslands í lokariðli keppninnar, sem fer fram dagana 9.-13. júní nk. í Þrándheimi, sem á þúsund ára af- mæli á þessu ári. 45 tónleikar yfir veturinn Tónleikahald var með mesta móti, en haldnir voru alls 45 tónleikar yfir veturinn, þar af 14 opinberir. Hljómsveit skólans hélt tvenna tón- leika, þeir síðari með einsöngvara- prófi og tónverkum tónskálda í tón- fræðadeild, þrennir tónieikar strengjasveita skólans og tónieikar með kór skólans. Þá fluttu nemend- ur skólans óperuna „Amahl og næt- urgestirnir," eftir Menotti í tónleika- formi rétt fyrir jól í umsjá Sieglinde Kahmann Björnsson og sá hún einn- ig um tónleika á vorönn með atriðum úr ýmsum óperum í sal skólans að Laugavegi 178, „Stekk“. Júbílantasjóður í lok skólaslita gáfu nemendur þeir sem brautskráðust frá skólanum bókasafni skólans magnara ásamt heymartólum. Fyrir munn 10 ára júbílanta talaði Kristrún Björnsdóttir sem gaf skólanum fyrir þeirra hönd peningagjöf sem stofnfé að sjóði júbílanta sem gæti orðið skólanum stuðningur á ýmsum sviðum. Orð fyrir 30 _ára júbílöntum hafði Jón Hlöðver Áskelsson, tónskáld og fyrr- verandi skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri, sem hélt sköruglega ræðu og afhenti skólanum myndar- lega gjöf nemenda og júbílanta og skilaði kveðjum frá Hólmfríði Sigur- jónsdóttur, fyrrum yfirkennara og skólastjóra Tónlistarskólans í Reykjavík, sem á 50 ára útskriftar- afmæli á þessu vori. ÚTSKRIFTARNEMAR Fjölbrautaskóla Akraness á vorönn ásamt Herði Helgasyni, skólameistara, og Birnu Gunnlaugsdóttur, aðstoðarskólameistara. Skólaslit Fjölbrautaskóla Vesturlands Brautskráð í 20. sinn FJÖLBRAUTASKÓLA Vestur- lands á Akranesi var slitið í tuttugasta sinn 23. maí sl. Þá voru brautskráðir 73 nemendur af 19 námsbrautum, þar af 42 stúdentar. 686 nemendur stunduðu nám við skólann í vetur, þar af 41 í Stykkishólmi og 28 í framhalds- deildinni í Snæfellsbæ. Auk stúd- entanna 42 luku 9 nemendur iðn- námi, 3 af uppeldisbraut, 2 af sjúkraliðabraut, 2 af viðskipta- braut, 2 af starfsbraut, 2 af vél- stjórabraut 1. stigs og einn nem- andi af fyrri bluta tæknibrautar. 5 nemendur luku rafsuðubraut sem boðið var upp á í öldunga- deild í vetur og 5 nemendur luku grunndeild verknámsbrautar. Þá lauk 21 nemandi ársnámi í Reyk- holti en skólinn hefur verið rek- inn þar í 2 ár sem tilraunaverk- efni Fjölbrautaskóla Vesturlands um ársnám. Óvíst er hvaða starf- semi verður í Reykholti næsta skólaár en starfshópur vinnur að tillögum um það. Að sögn Harðar Helgasonar, skólameistara, gekk skólastarfið vel í vetur. Starfsemi skólans er mjög fjölbreytt og félagslíf nem- enda gott. Að vanda voru veittar fjölmargar viðurkenningar fyrir námsárangur og félagsstörf. Þrír nemendur; Eiríkur Jónsson, Hrefna María Eiríksdóttir og Hannes Þjóðbjörnsson þóttu standa sig best og fengu þau fjölda viðurkenninga. Athyglis- vert er að þessir þrír nemendur fá viðurkenningar bæði fyrir námsárangur og félagsmála- störf. Nemendur sem útskrifuðust frá skólanum á haustönn 1986 og vorönn 1987 voru viðstaddir brautskráninguna nú og færðu skólanum að gjöf vegglistaverk eftir einn úr þeirra hópi, Lárus Guttormsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.