Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 15
15 milljóna hagnaður hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. fyrstu átta mánuði rekstrarársins
Miklu tapi
snúið í
hagnað
Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. Milliunngiftr ^ ^
1. sept. '96 - 30. apríl '97 1/9 '96 til 30/4 1/9 '95 til 31/8
Rekstrarreikningur Miiijonir króna 1997 1996
Rekstrartekjur 1.435,9 1.584,1
Rekstrargjöld 1.196.3 1.629,0
Hagnaður fyrir afskriftir 239,6 (44,9)
Afskriftir Fjármagnsqjöld umfram tekjur (103,6) (123.81 (79,1) (74.0)
Hagnaður (tap) af reglulegri starfsemi 12,2 (197,9)
Hagnaður (tap) tímabilsins 15,1 (186,0)
Efnahagsreikningur 30/4 '97 31/8 '96
| E/gnir: I Milljónir króna
Veltufjármunir 643,6 607,3
Fastafjármunir 1.396,5 1.474,0
Eignir samtals 2.040,1 2.081,3
I Skuldir og eigið fé: | Milliónir króna
Skammtímaskuldir 763,0 905,5
Langtímaskuldir 994,3 909,5
Eigið fé 282,8 266,4
Skuldir og eigið fá alls 2.040,1 2.081,3
HAGNAÐUR Fiskiðjusamlags
Húsavíkur hf. fyrstu átta mánuði
rekstrarársins (september til apríl)
nam rúmum 15 milljónum króna.
Þetta eru mikil umskipti frá síð-
asta rekstrarári en þá nam tapið
186 milljónum. Fyrstu átta mán-
uðina nam hagnaðurinn 239 millj-
ónum króna fyrir afskriftir og fjár-
magnskostnað og ef einungis er
litið á afkomu af reglulegri starf-
semi sést að afkoman er 210 millj-
ónum krónum betri en allt síðasta
rekstrarár. Afskriftir námu 103
milljónum króna og fjármagns-
kostnaður 124 milljónum fyrstu
átta mánuðina.
Uppstokkun skilar árangri
Mikil uppstokkun hefur átt sér
stað hjá Fiskiðjusamlaginu á
rekstrarárinu, sem virðist nú vera
farin að skila árangri. Fiskiðju-
samlagið sameinaðist Höfða hf. á
Húsavík á síðastliðnu hausti og
hefur sameiningin orðið mikil lyfti-
stöng fyrir félagið, að sögn Einars
Svanssonar framkvæmdastjóra.
„Það er ánægjulegt að sjá að það
markmið hefur náðst að rekstur-
inn skili hagnaði. Útgerðin hefur
gengið vel og það mun styrkja
reksturinn enn frekar á næsta ári
að um 70% af aflaheimildum fé-
lagsins eru í rækju og þorski en
það eru þær tegundir, sem veiðar
aukast mest á næsta kvótaár. Þá
hefur rækjuverð komist í jafnvægi
á ný eftir mikia niðursveiflu í
fyrra. Rækjuverð erlendis hefur
lítið hækkað enn sem komið er en
pundið hefur hækkað og það hefur
hjálpað til. Þá hafa sölumál geng-
ið vel og birgðir minnkað."
Minni skuldir - meiri framlegð
í maí keypti Fiskiðjusamlagið
rækjutogarann Pétur Jónsson RE
69 en hann er eitt fullkomnasta
skip flotans. í staðinn var togarinn
Júlíus Havsteen ÞH 1 seldur til
Raufarhafnar og Kolbeinsey ÞH
10 er á söluskrá. Einar Svansson
segir að markmiðið með þessu sé
að auka hagkvæmni í veiðum og
vinnslu og styrkja þannig útgerð-
ina.
Skuldir fyrirtækisins hafa lækk-
að um 100 milljónir á rekstrarár-
inu og er stefnt að því að lækka
þær meira. Að þessari uppstokkun
lokinni er áætlað að heildarskuldir
verði svipaðar og 1. september sl.
en framlegð öllu meiri, að sögn
Einars. „Áætlanir okkar gerðu ráð
fyrir fimm milljóna króna hagnaði
af reglulegri starfsemi á rekstr-
arárinu en hann er nú þegar orð-
inn tólf milljónir á átta mánuðum
auk þriggja milljóna króna sölu-
hagnaðar. Þá stefndum við að 80
milljóna króna heildarhagnaði að
meðtöldum söluhagnaði hluta-
bréfa.
Við sjáum ekki annað en þetta
ætli að verða þokkalegasta ár þeg-
ar á heildina er litið og enn eru
góðir mánuðir eftir. Ef allt gengur
upp er ekki óraunhæft að heildar-
hagnaðurinn verði um 100 milljón-
ir á rekstrarárinu. Þá sýnist okkur
margt benda til að næsta rekstrar-
ár geti orðið enn betra en þetta,“
segir Einar..
Hagstofan gefur út sögulega tölfræðihandbók um ísland
Elstu tölurnar frá
byrjun sautjándu aldar
Lægsta
verðá
gulli í
12 ár
London. Reuter.
VERÐ á gulli heldur áfram að lækka
og er nálægt því að vera það lægsta
í tólf ár.
Sérfræðingar segja að lækkanirn-
ar sýni vaxandi vantrú spákaup-
manna og stofnana á verðmæti
málmsins.
Verðið hafði ekki verið lægra í
fjögur og hálft ár þegar ástralski
seðlabankinn tilkynnti 3. júlí að hann
hefði selt 167 tonn af varaforða sín-
um á undanfömum sex mánuðum.
Verðið hefur farið lækkandi vegna
sögusagna í marga mánuði um gull-
sölu evrópskra seðlabanka og eftir
ákvörðun ástralska seðlabankan
lækkaði gullverðið um 10 dollara
únsan í innan við 325 dollara — en
svo lágt hefur verðið ekki verið síðan
1985.
Meiri lækkunum spáð
Spákaupmenn segja sem svo að
ef seðlabankar selji gull sé til lítils
að hamstra. Sérfræðingar vilja ekki
útiloka að áfarmhaldandi spákaup-
mennska með gull leiði til annarrar
verðlækkunar. Það geti leitt til lækk-
unar í 300 dollara únsan og jafnvel
enn meiri verðlækkunar.
„Fréttin frá Ástralíu staðfesti að
seðlabönkum fínnst freistandi að
selja gullbirgðir,“ sagði sérfræðingur
í Zurich. „Nú hefur markaðurinn
sannfærzt um að framhald verði á
þessu og gullverðið lækki ennþá
meir.“
Verðið hefur farið lækkandi síðan
únsan seldist á 418 dollara í febrúar
í fyrra og er ástæðan hin mikla
gróska á verðbréfamörkuðum. Hraði
lækkananna jókst fyrr á þessu ári
vegna raunverulegrar, fyrirhugaðrar
eða ímyndaðrar gullsölu evrópskra
seðlabanka, Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins (IMF) og fleiri stofnana.
Seðlabankar og stofnanir eiga um
35.000 tonna gullvaraforða, en hug-
leiða í æ ríkari mæli möguleika á
að hækka gengi gulls, lána birgðir
eða selja hluta gullforðans.
Eigendum gulls og námamönnum
gremst mest að Ástralía er þriðji
mesti framleiðandi gulls í heiminum.
HALLGRÍMUR Snorrason, hagstofustjóri afhenti Davíð Oddssyni
fyrsta eintak Hagskinnu við hátíðlega athöfn í gær.
Til alvarlegrar
skoðunar að
lækka vexti
HAGSTOFA íslands gaf í gær út
sögulega tölfræðihandbók með
upplýsingum um íslenskt samfélag
og þróun þess í nærfellt fjórar
aldir. Elstu tölur í ritinu eru frá
1604, en þær yngstu frá 1990.
Margt af þeim upplýsingum sem
ritið hefur að geyma hefur verið
óaðgengilegt almenningi eða óbirt
fram til þessa, að því er fram kem-
ur í frétt frá Hagstofunni.
Ritið er eitt hið viðamesta sem
Hagstofan hefur gefið út frá upp-
hafi. Það skiptist í 19 kafla og
má þar nefna kafla um mann-
fjölda, atvinnuvegaskiptingu,
vöruskipti við útlönd, laun, neyslu,
verðlag vísitölur, fjármálastarf-
semi, þjóðarframleiðslu, félags- og
menningarmál, heilbrigðismál,
skólamál og kosningar.
Meðal efnisþátta um umhverfi
og veðráttu eru t.d. birtar tölur
yfir mánaðarlegan meðalhita í
Stykkishólmi 1841-1995. Þá er í
mannfjöldayfirliti ritsins t.d. fjall-
að um atvinnuskiptingu lands-
manna og þróun hennar frá sveita-
búskap og vermennsku til borgar-
samfélags. Fram kemur m.a. þátt-
taka kvenna í atvinnulífinu, vinnu-
aflsnotkun eftir atvinnugreinum,
atvinnuleysi og vinnustöðvanir.
í kafla um landbúnað er greint
frá fjölda jarða, fasteignamati
ábýla og jarðeignaskiptingu, ábúð-
arformi og jarðabótum, fjölda
búfjár allt frá 1703 og magni og
verðmæti landbúnaðarafurða.
Sjávarútvegi eru gerð hliðstæð
skil og sagt frá skipaeign lands-
manna og breytingar á henni rakt-
ar í tímans rás. Greint er frá afla-
brögðum, hagnýtingu fiskafla,
aflabrögðum, hagnýtingu fiskafla
og verðmætasköpun í sjávarút-
vegi. Sérstakir kaflar eru um aðra
atvinnuvegi.
í kafla um skóla, menningarmál
og tómstundastarf er tíunduð
skólasókn, fjöldi nemenda og
kennara og skipting kennslu-
stunda eftir námsgreinum í
skyldunámi allt frá upphafí 20.
aldar. Töflur eru um mannanöfn
á íslandi 1703-1990, útgáfu bóka,
blaða og tímarita frá 1887, dag-
skrá og útsendingar hljóðvarps og
sjónvarps, íþróttir og menningarlíf
af öðrum toga, svo dæmi séu tekin.
Samtímis gefin út á geisladiski
Hagskinna kom samtímis út á
bókarformi og á geisladiski. Bókin
er alls 957 blaðsíður að stærð og
hefur að geyma 326 töflur, auk
44 skýringarmynda og myndrita.
Á geisladisknum er talsvert efni
sem ekki er að fínna í bókinni.
Verð bókarinnar er 7.900 kr. og
verð geisladisksins 9.900 kr., en
veittur er 15% afsláttur ef bókin
er keypt ásamt geisladiski.
Ristjórar verksins eru þeir Guð-
mundur Jónsson og Magnús S.
Magnússon. Að vinnslu ritsins
kom að auki fjöldi sérfræðinga,
innan Hagstofu sem utan.
BÚNAÐARBANKINN hefur til
alvarlegrar skoðunar að lækka
inn- og útlánsvexti sína á næsta
vaxtabreytingardegi þann 11. júlí
nk. Endanleg ákvörðun um hvort
vextir verði lækkaðir eða hversu
mikið mun þó ekki liggja fyrir
fyrr en seinni hluta næstu viku.
Sigurjón Þ. Árnason, forstöðu-
maður í Búnaðarbankanum, segir
að ákvarðanir bankanna í vaxta-
málum byggist jafnan á þróun
vaxta á markaðnum, verðlagsþró-
un, lausafjárstöðunni á hveijum
tíma og eftirspurn eftir lánsfé.
„Lausafjárstaðan hefur heldur far-
ið batnandi að undanförnu, en
einnig hafa orðið nokkrar lækkan-
ir á vöxtum á markaðnum. Mis-
munurinn á milli vaxta verð-
tryggðra og óverðtryggðra lána
endurspeglar þær verðbólguvænt-
ingar sem við höfum. Kjörvextir
óverðtryggðra skuldabréfa eru
núna 9,40% á móti 6,35% af verð-
tryggðum bréfum, sem gefur til
kynna að búist sé við um 3% verð-
bólgu. Núna erum við byrjaðir að
hallast að því að verðbólgan verði
heldur minni þannig að tilefni geti
verið til að lækka vexti af óverð-
tryggðum liðum meiri en af verð-
tryggðum en vextir af óverð-
tryggðum liðum voru hækkaðir á
fyrri hluta ársins þegar vísbend-
ingar komu fram um að verðbólg-
an væri að aukast. Styrking krón-
unnar hefur áhrif á verðlag og
veldur því að verðbólga er minni
en ráð var fyrir gert. Við erum
því að skoða það alvarlega að
hreyfa vextina á næsta vaxta-
breytingardegi.
Það er greinilegt að að í ýmsum
greinum ríki það mikil samkeppni
að fyrirtæki telja sig ekki hafa
getað velt nýlegum launahækkun-
um út í verðlagið og því séu verð-
lagsáhrif kjarasamninganna
a.m.k. enn sem komið er minni
en búist var við.“
Hjá Landsbankanum og ís-
landsbanka fengust þær upplýs-
ingar að þessi mál væru til skoðun-
ar, en engar ákvarðanir lægju fyr-
ir.