Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
f
I
I
i
I
I
i
I
i
í
4
1
i
4
1
4
4
i
i
i
<
i
<
i
i
ótal trúnaðarstörfum fyrir flokk,
verkalýðshreyfingu og íþróttaæsk-
una í bænum. En það breytti engu.
Jóhann hafði alltaf nægan tíma fyr-
ir það sem mestu máli skipti. Og
upphefðin steig honum seint tii höf-
uðs. Hann var jafn sporléttur fyrir
því í þjónustu við þann málstað, sem
hann ungur sór sína hollustueiða.
Á formannsárum mínum í Alþýðu-
flokknum kom ég oft til funda á
Siglufirði. Þar ríkir enn sérstök
fundahefð, sem ber með sér blæ
Rauða bæjarins og kreppuáranna.
Fundirnir eru betur sóttir en í öðrum
sóknum. En það sem sker sig úr er
að fulltrúar allra flokka og sjónarm-
iða mæta og taka til máls og kveða
margir fast að orði. En í fundarlok,
um eða upp úr miðnættinu, var það
óbrigðult að eldhugi siglfirzkra jafn-
aðarmanna, gamli verkstjórinn minn
úr Síldarbræðslunni, kvaddi sér
hljóðs. Hann las framsögumönnum
og fundargestum pistilinn um bar-
áttuna fyrir réttlætinu, um göfgi
jafnaðarstefnunnar og um skylduna
og trúnaðinn við hugsjónina; um
freisi, jafnrétti og bræðralag. Að svo
mæltu var fundi slitið. Enda fundu
aliir innst inni að nú hafði sá talað,
sem bezt fór á að hefði síðasta orðið.
Þær eru margar eldmessurnar
sem við jafnaðarmenn höfum heyrt
af vörum Jóhanns G. Möllers, á
flokksstjórnarfundum og á flokks-
þingum. Þar kom hann ávallt fram
sem sá vinur er til vamms segir.
Og orðum hans, sem mælt voru fram
af heitu geði hugsjónamannsins,
fylgdi meiri þungi en ella vegna
þess að öll vissum við að Jóhann var
jafnaðarmaður af lífí og sál, jafnt í
orði sem á borði. Þess vegna var
tónninn aldrei falskur.
Jóhann G. Möller á að baki langt
og farsælt ævistarf í þágu bernsku-
hugsjónar sinnar og heimabyggðar,
sem hann unni hugástum. Forsjónin
hefur líka kunnað að meta hann að
verðleikum því hún hefur fært hon-
um þá hamingju í einkalífi sem er
óforgengileg. Hamingja Jóhanns
heitir Helena Sigtryggsdóttir frá
Árskógsströnd, væn kona og mikil
ættmóðir. Þeim varð sex barna auð-
ið, sem öll eru hvert öðru mannvæn-
legra. Þau eru því umvafin barna-
láni, sem heitir öðrum orðum guðs-
blessun. Þess vegna getum við nú
að leiðarlokum kvatt vin okkar með
gleði um leið og við jafnaðarmenn
þökkum þessum félaga okkar eftir-
minnilega og ánægjulega samfylgd.
Jón Baldvin Hannibaisson.
Djúp skörð hafa undanfarið verið
höggvin í raðir íslenskra jafnaðar-
manna. Bestu menn verkalýðshreyf-
ingarinnar eru horfnir af vettvangi.
Vart var fréttin af andláti Guðmund-
ar J. Guðmundssonar komin til vit-
undar er sú frétt barst að Jóhann
G. Möller væri farinn sömu leið.
Þeir voru um margt líkir. Hvor í sín-
um stjórnmálaflokknum, en þó af
sama meiði. Fullir réttlætiskenndar
í endalausri baráttu fyrir bættum
kjörum alþýðufólks, ástríðupólitfk-
usar, sem létu hjartað ráða. Annar
bassi, hinn tenór.
Ég kynntist Jóhanni, vart orðinn
táningur, er ég hafði séð um af-
greiðslu Alþýðublaðsins á Siglufirði
í fjarveru hans er hann þurfti að
sækja vinnu suður um heiðar um
skeið. Seinna reyndist hann meira
en haukur í horni er við strákarnir
á Siglufirði gengum í að endurreisa
KS eftir nokkurn dvala. Bragi Magg,
Helgi Sveins, Jónas Ásgeirs og Elli
Magg voru boðnir og búnir sem eldri
og reyndari menn að beina ákafa
okkar strákana á réttar brautir, en
Jóhann var sá sem var tilbúinn að
taka að sér forystuna með þeim
smitandi dugnaði sem einkenndi
hann. Þannig var hann ætíð.
Dugnaður Jóhanns var með ólík-
indum. Hann var ekki bara verka-
lýðsleiðtogi. Hann var líka verka-
maður, sem stóð sína pligt á sínum
vinnustað í Síldarverksmiðjunum.
Jóhann var ekki bara einn af forystu-
mönnum Alþýðuflokksins á Siglu-
firði um árabil. Hann bar líka út
Alþýðublaðið í hvert hús, sá um
flokksheimilið og vann verkin. Jó-
hann var ekki bara bæjarfulltrúi sitj-
andi í fjölda nefnda og í fjölda
stjórna. Ég sé hann enn ljóslifandi
fyrir mér á síldarverksmiðjulóðinni
með ijölda verkamanna í kring um
sig ræðandi málefni líðandi stundar.
Það var nefndin, þar sem hann naut
sín best. Ég sé Jóhann ljóslifandi
fyrir mér á síldarþrónum reynandi
að koma vitinu fyrir hrokafullan
ungan marxista frá Vestfjörðum,
sem reyndar átti síðar eftir að verða
formaður Alþýðuflokksins og sam-
mála Jóhanni í einu og öllu. Jóhann
var ekki bara formaður KS. Hann
var líka leikmaður og skipuleggj-
andi. Ég sé hann enn fyrir mér með
sinn sérkennilega leikstíl, hendurnar
uppfettar, sem lýsti þeirri umhyggju
sem hann bar fyrir góðri boltameð-
ferð. Sömu umhyggju og hann bar
til fólksins, verkalýðshreyfingarinn-
ar, flokksins, blaðsins og fjölskyld-
unnar. Jóhann var ekki bara. Hann
var allt í öllu.
Jóhann Möller var gæfumaður.
Þau Lena áttu sex sérstaklega
mannvænleg börn, mikinn kvenna-
blóma, fimm stúlkur og einn strák.
Helga, sem var elst, var skólasystir
okkar hjóna. Hún dó við mikinn
söknuð fyrir fimm árum. Kristján,
sem var yngstur, er forseti bæjar-
stjórnar á Siglufirði og baráttufélagi
í Álþýðuflokknum. Við Bigga vottum
þeim öllum og fjölskyldum þeirra
okkar innilegustu samúð.
í kosningabaráttu fjögurra Al-
þingiskosninga naut ég stuðnings
Jóhanns Möller með ráðum og dáð.
Stuðningur hans var jafn einlægur
og skammirnar sem hann veitti mér
fyrir að voga mér í prófkjör á móti
sitjandi þingmanni þar áður. Hvoru
tveggja fæ ég honum seint fullþakk-
að. Kjördæmið þolir ekki neina
sundrungu í okkar röðum. Siglfírsk-
ir jafnaðarmenn sjá nú á bak sínum
einarðasta baráttumanni. En hug-
sjónir hans lifa með okkur áfram
og það verður okkar hlutverk að
bera þær fram til sigurs. Þannig
hlúum við best að minningu Jóhanns
G. Möller.
Jón Sæmundur Sigurjónsson.
Fyrstu kynni mín af Jóhanni Möll-
er voru á knattspyrnuvelli. Það var
17. júní 1934. Það var í öðrum ald-
ursflokki. Við vorum mótheijar þá.
Hann var með KS en ég með ÍVS.
Hvor fór með sigur af hólmi skiptir
ekki lengur máli, en ég kynntist þá
góðum dreng og íþróttamanni. Síðan
héldu kynni okkar áfram að þróast
á þessu sviði og þá vorum við sam-
heijar í liði KS og stjórn þess. Dugn-
aði Jóhanns á þeim vettvangi var
við brugðið. Hann lék iengur með
liðinu en nú þykir fært. Eg hafði
gaman af því að fýlgjast með er
ungir og sprækir strákar komu inn
í liðið. Þeir stóðu honum ekki á
sporði, þótt hann væri allt að því
helmingi eldri. Alltaf lék hann af
sama áhuga og krafti.
Fyrir nokkrum árum var Jóhann
kjörinn heiðursfélagi Knattspyrnu-
félags Siglfirðinga.
í verkalýðsmálum var Jóhann eld-
huginn, sem ekkert dró af sér, ein-
lægur, sanngjarn en harður. Hann
var tiltölulega ungur kjörinn í bæjar-
stjórn fyrir Alþýðuflokkinn og
gegndi því trúnaðarstarfi um árabil.
Við vorum ekki sammála í pólitík.
Ég var kommi en hann krati. Krati
eins og ég kynntist þeim bestum,
þ.e. Ísaíjarðarkrötum, sem ég er af
sprottinn. En aldrei brá skugga á
sameiginleg áhugamál okkar vegna
stjórnmála. Jóhann lagði ekki þann
kvarða við samferðamenn sína.
Siglufjörður verður ekki samur
að Jóhanni gengnum. Hann var fyr-
ir löngu orðinn snar þáttur í bæjarlíf-
inu og vinsæll fyrir ötula framgöngu
í hagsmunamálum bæjarfélagsins.
Núna þegar leiðir skiljast, þykir
mer vænt um að hafa kynnst slíkum
manni sem Jóhanni og þakka fyrir
samfylgdina.
Eiginkonu Jóhanns, afkomendum
og tengdafólki votta ég mína dýpstu
samúð.
Bragi Magnússon.
• Fleirí minningargrcinar um
Jóhmm Georg Möller bíða birting-
ar og munu birtast i blaðinu næstu
daga.
MINNINGAR
ÓSKAR
VIGFÚSSON
+ Óskar Vigfús-
son fæddist í
Reykjavík 25. maí
1910. Hann lést á
Sjúkrahúsinu í
Vestmannaeyjum
28. júní síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Guðrún Magn-
úsdóttir, f. 12.5.
1882, d. 19.8. 1965,
og Vigfús Einars-
son, f. 14.12. 1888,
d. 29.10. 1957. Al-
systur Óskars eru
Lovísa Vigfúsdótt-
ir, f. 1.10. 1911 (lát-
in), og Þuríður Rósa Vigfús-
dóttir, f. 19.8.1917 (látin). Hálf-
systkin hans frá móður Ólafur
Kristján og Karolína; frá föður
Guðlaug og Einar.
Hinn 27. október 1939 giftist
Óskar Guðrúnu Björnsdóttur
frá Vestmannaeyjum. Foreldr-
ar hennar voru Steinunn Jóns-
dóttir, f. 28.6. 1885, d. 23.3.
1968, og Björn Jakobsson, f.
29.8. 1893, d. 2.2. 1974.
Börn Óskars og Guðrúnar
eru fjögur: 1) Sveinbjörg, f. 5.1.
1941, búsett í Vest-
mannaeyjunij maki
Stefán B. Olafsson,
f. 14.5.1938, þau eiga
þrjú börn og átta
barnabörn. 2) Elín, f.
23.5. 1942, maki Ey-
steinn Hafberg, f.
15.8. 1940, búsett í
Hafnarfirði, þau eiga
þijú börn og eitt
barnabarn. 3) Sigur-
steinn, f. 7.8._ 1945,
maki Sigrún Ágústs-
dóttir, f. 22.11. 1944,
búsett í Vestmanna-
eyjum, þau eiga þijár
dætur, ein þeirra er látin, og
tvö barnabörn. 4) Birgir, f. 8.9.
1950, maki Pálína J. Guð-
brandsdóttir, f. 21.11. 1951,
búsett á Hvolsvelli, þau eiga
þrjú börn og þijú barnabörn.
Óskar starfaði við sjó-
mennsku og almenna verka-
mannavinnu. Síðustu árin sem
hann starfaði vann hann við
netavinnu hjá Berg og Kap.
Útför Óskars fer fram frá
Landakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Óskar Vigfússon frá Hálsi er til
moldar borinn í dag. Óskar var einn
af þeim mönnum sem eftir var tek-
ið. Hann var alltaf sérlega snyrti-
lega klæddur og mjög glæsilegur
maður. Á höfðinu bar hann kask-
eiti, en undir var sérlega fallegt silf-
urgrátt hár. Snyrtimennskan var
honum mjög eðlislæg og var alltaf
allt í röð og reglu í kringum hann
á vinnustað sem og annars staðar.
Ég kynntist Óskari árið 1974, er
hann hóf störf á Geirseyri við neta-
gerð. Þá var ég nýtekinn við starfí
og var gott að hafa Óskar hjá sér
og oft sátum við og skröfuðum og
fræddist ég mikið af honum.
Á vinnustað er starfsandinn lyk-
ill að góðum árangri. Óskar var einn
þeirra manna sem ég þakka fyrir
að hafa mátt eiga að samstarsf-
manni. Hann starfaði samfellt hjá
okkur til ársins 1990, er hann lét
af störfum fyrir aldurs sakir. Ljúf-
mennska og lipurð i öllum samskipt-
um var aðalsmerki Óskars. Ailtaf
fann hann lausnir á viðfangsefnum
og lét sér annt um að bátarnir fengju
veiðarfæri eftir þörfum. Hagsýni
hans og útsjónarsemi var einstök
og máttu sjómenn reiða sig á þjón-
ustu hans. Hann lét aldrei standa
upp á sig að hafa netin klár þegar
til átti að taka, og jafnvel þegar
mikið gekk á og spjótin stóðu á
netagerðarmönnum var Óskar hinn
yfirvegaðasti og vann verk sín af
festu og öryggi. Þeir sjómenn sem
umgengust hann var öllum hlýtt til
hans.
Óskari féll aldrei verk úr hendi.
Þegar netavertíð stóð ekki yfir og
almennt rólegt á netaverkstæði okk-
ar fann hann sér alltaf eitthvað að
LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1997 35
" ■ . "" '.M' I-T-T-T-—“T-TT>
gera, svo sem að mála og var Geirs-
eyrin alltaf nýmáluð að innan sem
utan. Eitt sinn gleymdi Óskar sér
með pensilinn og málaði hann kló-
settsetuna. Var oft gantast með
máluðu setuna, en þetta sýnir aðeins
að Óskar vildi að allt liti vel út hvar
sem var og ekkert var undan skilið.
Ég kveð góðan vin og votta að-
standendum samúð við fráfall góðs
drengs.
Magnús Kristinsson.
Okkur langar að minnast Óskars
Vigfússonar í örfáum orðum. Lífs-
krafturinn var ótrúlegur í Óskari,
það sýndi hann í sínum veikindum.
Vorum við systurnar stundum að
segja okkar á milli að Óskar ætlaði
ekki að skiija hana Gunnu sína eft-
ir. Alla tíð voru þvílíkir kærleikar á
milli þeirra, það geislaði hlýja og
blíða af þeirra sambandi sem hafði
áhrif á samferðafólk þeirra og lét
engan ósnortinn.
Oskar var alltaf góður við okkur
systkinin og hafði gaman af að
gleðja lítil hjörtu.
Lena, yngsta systir okkar, minn-
ist þess er Oskar tók upp á því að
kalla hana gömluna sína og fann
þá Lena upp á því að kalla hann
ungann sinn. Var þetta skondið því
rúmlega 50 ára aldursmunur var á
þeim.
Frá því að Einar 17 ára hitti
Óskar bróður sinn í fyrsta skipti
hafa verið óijúfanleg bönd á milli
þeirra og miklir kærleikar og langar
Einar að kveðja bróður sinn með
þessum erindum eftir Einar Ben.
Látum það verða lokaorðin. Við
vottum fjölskyldunni allri samúð
okkar. Guð blessi góðan dreng.
Frá öllum heimsins hörmum,
svo hægt í friðar örmum
þú hvílist hels við lin. -
Nú ertu af þeim borinn
hin allra síðstu sporin,
sem með þér unnu og minnast þín.
Með tiyggð til máls og manna.
Á mátt hins góða og sanna.
Þú trúðir traust og fast.
Hér er nú starfsins endi.
í æðri stjómar hendi'
er það, sem heitt i hug þú barst.
Systumar frá Hjaltabakka,
Einar og Ásta.
+ Dagmar Guðný
Björg Stef-
ándóttir var fædd á
Eskifirði 11. októ-
ber 1922. Hún lést
á sjúkrahúsinu í
Neskaupstað 27.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
vom Stefán Guð-
mundsson frá Borg-
um, f. 15.2. 1863,
d. 13.3. 1945, og
seinni kona hans,
Þórhildur Björns-
dóttir, f. 8.6. 1893,
d. 14.3. 1946. Þór-
hildur og Stefán eignuðust
fjögur börn, Kristínu, Ingi-
björgu, Björn og Dagmar. Þau
em nú öll látin. Fyrir átti Stef-
án með Vilborgu fyrri konu
sinni Guðmund á Bjargi á Eski-
firði, Ingibjörgu og Guðnýju,
Eskifirði, sem einnig eru látin.
Hinn 24. desember 1942 gift-
ist Dagmar Stefáni Guttorms-
syni frá Fjarðarseli á Seyðis-
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp rannin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem.)
í dag drúpi ég höfði er ég kveð
firði, f. 24.5. 1918,
d. 13.3. 1997. Synir
þeirra eru: 1) Einar
Guðmundur, f. 14.8.
1943, kvæntur
Birnu Maríu Gísla-
dóttur og eiga þau
fjögur böm og
fimni barnabörn. 2)
Stefán Þórir, f.
19.9. 1944, sambýl-
iskona Kristín Guð-
jónsdóttir og eiga
þau einn son og
Þórir á fósturson,
son Kristínar. 3)
Guttormur Örn, f.
27.3. 1946, kvæntur Helgu Osk
Jónsdóttur og eiga þau fjórar
dætur, en sonur Helgu, Óskar,
er fóstursonur Guttorms, þau
eiga sjö barnabörn. 4) Sigfús
Arnar, f. 28.10. 1950, ókvænt-
ur. 5) Smári, f. 20.11. 1951,
ókvæntur.
Dagmar verður jarðsungin
frá Rcyðarfjarðarkirkju I dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
hana Döggu móðursystur mína.
Hún var fædd á Eskifirði, yngsta
af fjórum börnum þeirra Þórhildar
Bjömsdóttur frá Vaði í Skriðdal og
Stefáns Guðmundssonar frá Borg-
um. Hún naut ástríks uppeldis í
faðmi fjölskyldunnar, samheldni
systkina þurfti því faðir þeirra varð
blindur er þau voru ung að árum.
Frændrækni var í blóð borin enda
gestkvæmt með eindæmum hjá
Þórhildi og Stefáni. Hún gekk að
eiga Stefán Guttormsson hinn 24.
desember 1942. Þar var hún lánsöm
kona því Stefán var heiðursmaður,
tryggur, samviskusamur og ljúfur
lífsförunautur, hún naut hans við
þar til í mars síðastliðinn er hans
lífsgöngu lauk. Þau voru höfðingjar
heim að sækja, bjuggu myndarbúi,
fyrst í Árbæ á Reyðarfirði, síðan á
Mánagötu 12 á sama stað. Heimili
þeirra í Árbæ er mér í fersku minni
er ég kom sjö ára gömul með
mömmu og systrum mínum austur
á land. Þá var ein kýr úti í fjósi
og spenvolg mjólk á boðstólum.
Stutt var að hlaupa niður að á til
að leika sér, alltaf skein sólin.
Kannski gerði hún það ekki en þeg-
ar þú ert velkomin og í góðu yfir-
læti hjá myndarfólki þá er það svo
að í hjartanu skín sól. Sonalán
fylgdi þeim Döggu og Stebba, þau
eignuðust fímm syni sem allir búa
á Reyðarfirði og eiga myndarleg
börn og bamabörn.
Lífið strýkur okkur mönnunum
misblíðum strokum, Dagga mín átti
við mikla vanheilsu að stríða. Hún
hafði fengið í vöggugjöf létta lund
og mikil glettni skein úr augunum
hennar. Mér fínnst sem þessir eigin-
leikar hennar hafi hjálpað á erfíð-
ustu stundunum. Ég og mín fjöl-
skylda höfum notið gestrisni þeirra
Döggu og Stebba í gegnum árin,
þar sem borð svignuðu undan hnall-
þórum, svo ekki sé talað um miklar
og myndarlegar matarveislur. Fyrir
góð kynni vil ég þakka, ég sendi
sonum, tengdadætrum, börnum
þeirra og barnabömum einlægar
samúðarkveðjur. Elsku Dagga mín,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Guðrún Erla Gunnarsdóttir.
DAGMAR
GUÐNÝ BJÖRG
STEFÁNSDÓTTIR