Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1997 41 FRÉTTIR Á MYNDINNI eru frá vinstri: Bergsteinn ísleifsson, Laufey Jónsdóttir, Sara Lind, auglýsingastjóri Vífilfells og Sebastian Alexanderson, sölumaður Jöfurs. Sumarleikur Coca Cola Fyrsti bíllinn farinn Náttúruverndarsamtök íslands um Nesjavallalínu 1 Andvíg þeirri leið sem kynnt hefur verið Hópur frá Utah með kvöldvöku HÓPUR fimmtán Vestur-íslend- inga frá Utah í Bandaríkjunum, sem staddir eru hér á landi og eru af- komendur þeirra íslendinga sem tóku mormónatrú og settust að í Spanish Fork í Utah, munu halda kvöldvökur í Vestmannaeyjum mánudaginn 7. júlí og í Reykjavík miðvikudaginn 9. júlí. Kvöldvakan í Reykjavík verður haldin í kirkjubyggingunni að Skólavörðustíg 46 og hefst klukkan 20. Gestirnir frá Bandaríkjunum munu _sjá um kvöldvökuna að öllu leyti. í fréttatilkynningu segir að þeir verði með fjölbreytta og skemmtilega dagskrá og muni með- al annars vera með fræðslu um forfeður sína sem fluttust frá Is- landi. Sumardvalar- ferð aldraðra á Vestfjörðum SUMARDVALARFERÐ aldraðra á vegum Rauða kross deildanna á Vestfjörðum verður farin dagana 20.-26. ágúst nk. Dvalið verður á Hótel Eddu, Stórutjörnum, Þingeyj- arsýslu. Pantanir og frekari upplýsingar verða veittar 7. júlí kl. 18-20 hjá Sigrúnu G. Gísladóttur á Sólbakka og Helgu Jónasdóttur, Tálknafirði. FRAM hefur komið í fréttum að koltvíoxíðútstreymi á íslandi hafi aukist um 12,5% á árunum 1990- 1995, skv. skýrslu á vegum Sam- einuðu þjóðanna, sem kynnt var í Genf í gær. Hér er um villandi upplýsingar að ræða, en rétt tala er 6,3%. Séu allar helstu gróðurhú- salofttegundir teknar með (s.s. metan, tviköfnunarefnisoxíð og ýmis flúorsambönd) í reikninginn kemur í ljós að útstreymi á íslandi dróst saman um 3,3% á tímabilinu, segir í frétt frá umhverfisráðuneyt- inu. Ennfremur segir: „Skv. upplýs- ingum ráðuneytisins er heimildin sem gefin er upp í umræddri skýrslu ritið „BP Statistical Review of World Energy". Þetta getur ekki talist áreiðanlegasta heimildin um koltvíoxíðútstreymi sem völ er á og vekur upp spurningar hvers vegna stuðst er við hana. ísland skilar ásamt öðrum ríkjum inn nákvæmum upplýsingum um út- streymi koltvíoxíðs og annarra góðurhúsalofttegunda til skrif- stofu loftslagssamnings Samein- uðu þjóðanna (UNFCCC) í Bonn í Þýskalandi. Þær upplýsingar eru fengnar með útreikningum skv. forskrift SÞ og eiga að gefa eins nákvæma mynd og hægt er af útstreymi í einstökum ríkjum. Skv. skýrslu sem gefin var út á vegum UNFCCC í janúar kemur fram að aukning á útstreymi koltvíoxíðs hér á landi hafi verið um 6% á tíma- bilinu 1990-1995 (nákvæmari út- reikningar sem nú liggja fyrir sýna 6,3% aukningu, eins og áður er getið). Ekki liggja fyrir skýringar á því hvers vegna útstreymisbók- hald UNFCCC liggur ekki til grundvallar í skýrslu sem gefin er út í nafni SÞ. Skv. Rammasamningi SÞ um loftslagsbreytingar stefna helstu iðnríki heims, ásamt ríkjum Aust- ur-Evrópu og fyrrum Sovétríkj- KÍKTU í tappann er sumarleik- ur Coca Cola og geta heppnir neytendur unnið til tugþúsunda vinniga og þar ber helst að nefna Peugout 406 SL en þar er fyrsti bíllinn farinn. Bergsteinn og Laufey kíktu í tappann á Coca Cola flöskunni sinni og uppgötvuðu að þau væru búin að vinna spánýjan Peugeout 406 SL. Svo skemmti- anna, að því að sameiginlegt út- streymi þeirra af gróðurhúsaloft- tegundum verði ekki meira árið 2000 en það var árið 1990. Ein- stök ríki hafa síðan sett sér mark- mið innan þessa ramma. íslensk stjórnvöld hafa sett sér það mark- mið að heildarútstreymi gróðurhú- salofttegunda á íslandi verði ekki meira um aldamótin en árið 1990. Undanþegið frá þessu markmiði er útstreymi frá nýrri stóriðju sem nýtir hreinar orkulindir landsins, þar sem með nýtingu hreinna orku- linda sé tryggt lægsta mögulegt útstreymi á heimsvísu (málm- bræðsla sem nýtir jarðefnaelds- neyti sem orkugjafa veldur u.þ.b. tíföldu útstreymi koltvíoxíðs á við málmbræðslu sem nýtir endurnýj- anlega orkugjafa). íslandi hefur hingað til tekist að halda sér innan þessa ramma (þar sem heildarút- streymi gróðurhúsalofttegunda dróst saman um 3,3% á tímabilinu 1990-1995). Óvíst er hvort tekst að ná markmiðinu árið 2000. Bráðabirgðatölur benda til þess að heildarútstreymi gróðurhúsaloft- tegunda kunni að aukast um 16% 1990-2000 að óbreyttu, en að aukningin verði lítil eða engin ef ný stóriðja er undanskilin, eins og tilgreint er í yfirlýstum markmið- um íslenskra stjórnvalda. Nú standa yfir samningaviðræð- ur um að styrkja Rammasamning SÞ um loftslagsbreytingar og er stefnt að því að skrifa undir bind- andi samning í Kyoto í Japan í desember 1997. Ekki er ljóst hver niðurstaðan þar verður, eða hvort fallist verður á sjónarmið íslend- inga varðandi nýtingu hreinna or- kulinda, en hitt er ljóst að út- streymi gróðurhúsalofttegunda á íslandi hefur ekki farið fram úr núgildandi viðmiðunum Ramma- samningsins eða þeim markmiðum sem íslensk stjórnvöld hafa sett sér. lega vildi til að á sama tíma var í fullum gangi afmælisveisla 6 ára dóttur þeirra Elsu Mjallar og brutust því út mikil fagnað- arlæti meðal gesta. Eftir í pottinum eru tveir bíl- ar, 10 ferðavinningar með Flug- leiðum að upphæð 100.000 hver, Coca-Cola skúta 11 ft, Coca- Cola sundlaug og svo mætti lengi telja. ÍSTRAKTOR, Smiðsbúð 2 í Garðabæ, forsýnir helgina 5. og 6. júlí nýjan Lancia Y frá kl. 13-17 báða dagana. Þessi nýja Lancia kemur búin staðalbúnaði sem ekki þekkist í þessum stærðaflokki bíla, svo sem ABS bremsum, tveimur loftpúð- um, rafmagnsrúðum, samlæsing- um o.fl. og er þetta frumkynning LUKKA ehf. á Hellissandi festi fyrir skömmu kaup á bát sem gerð- ur er út til sjóstangaveiði og skoð- unarferða frá Rifi. Báturinn tekur tíu farþega og gengur 12-14 sjóm- ílur. Skipstjóri og umsjónarmaður bátsins, sem ber nafnið Lukka SH-800, er Heimir B. Gíslason á Hellissandi. Náttúrufegurð við utanverðan Breiðafjörð er mikil og frá Rifi er stutt inn að Vallnabjargi við Ólafs- vík og sömuleiðis vestur með og suður í Skarðsvík, að Svörtuloft- um, Öndverðarnesi og fleiri stöð- um sem búa yfir stórkostlegri feg- urð frá sjó. Um þessar mundir er STJÓRN Náttúruverndarsamtaka Islands leggst eindregið gegn þeirri línuleið sem kynnt hefur verið sem vænlegasti kostur af framkvæmda- aðilum vegna lagningar 132 kv línu frá_ Nesjavöllum. I frétt sem Morgunblaðinu hefur borist kemur fram að ástæðurnar fyrir þessari afstöðu eru þær að lögð er lína um áður óraskað svæði á Mosfellsheiði. Þá séu þegar fyrir a.m.k. tvær aðrar línur á þessu svæði sem fylgja mætti og nýta þar t.d. línuveg. Sjónræn áhrif línunar yrðu veruleg þar sem hún lægi um flatlenda mosavaxna Mosfellsheið- ina. Jazztríó á ferð JAZZTRÍÓ Sunnu Gunnlaugsdótt- ur spilar á Sauðárkróki laugardag- inn 5. júlí og á ísafirði sunnudag- inn 6. júlí. Leikið verður efni af nýútkomn- um geisladiski sem heitir, „Far far away“ í bland við þekkt jazzlög og íslenskt efni. á Norðurlöndum. Sérstakt lita- kerfi hefur verið hannað fyrir bíl- inn og eru í boði 112 mismunandi litir, segir í fréttatilkynningu. Fiat Brava og Marea Weekend með 1.61 og 2.01 vélum verða sýndir og boðið verður upp á prufuakstur. Alfa Romeo 146 TI fjölskyldusportbíll ineð 2 1 Twin Spark vél verður einnig sýndur. fiskur um allan Breiðafjörð og því bregst ekki að menn fái fisk á sjó- stöngina, segir í frétt frá Lukku. Boðið er upp á hvalaskoðunar- ferðir með Lukku en útifyrir Breiðafirði eru oft stórhveli á ferð- inni og inni á firðinum hefur verið mikið um háhyrninga, hnísur og höfrunga í sumar. Ferðir Lukku eru ekki bundnar neinni fastri áætlun heldur er far- ið með hæfilea stóra hópa eftir því sem óskað er. Upplýsingar um ferðirnar fást hjá Lukku ehf. á Hellissandi og ennfremur hjá Gisti- húsinu Gimli á Hellissandi og Gisti- heimili Ólafsvíkur. „Stjórn NSÍ telur að vænlegra sé að leggja línuna í jörðu Sogslínu 3 (meðfram hitaveituvegi til Nesja- valla) að Geithálsi og þaðan með Korpulínu 1 að spennistöðinni við Korpu. Með því yrði fylgt áður markaðri línuleið og jafnframt mætti nýta þá vegi og slóða sem þegar eru, við framkvæmdirnar. Annar besti kostur að mati stjórnar NSÍ er að Jeggja loftlínu sömu leið. Stjórn NSÍ vekur athygli á að nái núverandi áform um línuleið fram að ganga, yrði dregið verulega úr gildi svæðis sem nú þegar er mikil- vægt og vinsælt útivistarsvæði íbúa höfuðborgarsvæðisins. “ Ferðir FI um helgina FERÐAFÉLAG íslands fer eftir- farandi sunnudagsferðir 6. júlí: Kl. 8 er farin dagsferð í Þórs- mörk með möguleika á að dvelja til mánudags eða miðvikudags en þá daga eru einnig dagsferðir. Næsta helgarferð í Þórsmörk er 11.-13. jú!í en frá þeim tíma verð- ur einnig farið um hveija helgi á Fimmvörðuháls. Kl. 9 er farin árbókaferð í Hítar- dal. Ekið verður í Hítardal á Vest- urlandi og gengið á Háleiksmúla (3-4 klst. ganga). Fararstjóri verð- ur Guðrún Ása Grímsdóttir annar aðalhöfundur bókarinnar nýju í fjallahögum milli Mýra og Dala. Áth. að laugardagsferð í Hítardal verður ekki. Verð 3.000 kr. Kl. 10.30 er seljaferð í Vatns- leysustrandahreppi. Gengið verður um Strandarheiði og hugað að minjum um seljabúskap. Verð 1.200 kr. Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Sumar-íslenska fyrir útlendinga og nýbúa FULLORÐINSFRÆÐSLAN í Gerðubergi 1 býður nú upp á 5 vikna sumarnámskeið í íslensku fyrir útlendinga og nýbúa. Kennt er með svonefndri móð- urmálstækni eða „Inter Lingual Learning Technique". Boðið er upp á stig I fyrir hádegi og stig II eft- ir hádegi og er kennt 3 stundir á dag 5 daga vikunnar. Námskeiðinu lýkur 7. ágúst. LEIÐRÉTT Rangur heildarafli ÞAU mistök voru gerð í frétt um heildarafla krókabáta á næsta fiskveiðiári í Morgunblaðinu í gær, að þeim var ætlaður meiri afli, en þeir eiga rétt á. í fréttinni var sagt að leyfilegur heildarafli krókabáta á þorskaflahámarki yrði 28.802 tonn á næsta fiskveið- iári, en hið rétta er að hann verð- ur um 24.640 tonn og er það um 17,5% aukning frá yfirstandandi fiskveiðiári. Ferðaskrifstofu Reykja- víkur ekki getið í FRÉTT um 17. júní-hátíðarhöld í Benidorm í blaðinu í gær láðist að geta þess að Ferðaskrifstofa Reykjavíkur átti þátt í að skipu- leggja þau. Þá var fararstjóri frá Ferðaskrifstofu Reykjavíkur á einn myndinni, en hann var sagður vera frá Heimsferðum. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. Umhverfisráðuneytið Rangar upplýs- ingar í skýrslu SÞ LANCIA Y verður forsýndur um helgina. Nýr Lancia Y forsýndur LUKKA SH-800 á siglingu fyrir utan Rif. Skoðunarferðir frá Rifí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.