Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJfSMBLIS, / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1
LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Samkomu-
lagi náð í
Kolbeinseyj-
ardeilunni
SAMKOMULAG hefur náðst um að
skipta hafsvæðinu umdeilda vegna
Kolbeinseyjar þannig að 30% komi
í hlut íslendinga og 70% í hlut Græn-
lendinga. Einnig felur samkomulag-
ið í sér viðurkenningu á fullum áhrif-
um Grímseyjar við afmörkunina.
Samkomulagið var samþykkt á
ríkisstjórnarfundi sl. þriðjudag og
verður lagt fyrir Alþingi í haust.
Niðurstaðan byggist á heildarmati á
öllum þeim þáttum sem hafa áhrif
við afmörkunina, svo sem grunnlín-
um, viðmiðunarpunktum, því að hve
miklu leyti löndin eru háð fiskveið-
um, lengd viðkomandi stranda og
nauðsyn stöðugleika og varanleika.
Ný markalína verður virt á yfir-
standandi loðnuvertíð.
„Samkomulagið sýnir að ná-
grannalönd á Norðaustur-Atlants-
hafi geta með góðum vilja leyst deil-
ur sínar með friðsamlegum hætti
þannig að allir aðilar geti við unað,“
segir Tómas H. Heiðar formaður
íslensku samninganefndarinnar.
■ ísland fær/6
■ Skiptir mestu/30
-----» ♦ ♦
Guðjón byrj-
aður með
landsliðið
GUÐJÓN Þórðarson er þegar farinn
að huga að landsleik íslands og
Noregs á Laugardalsvelli 20. júlí,
en greint var frá
ráðningu hans í
stöðu landsliðs-
þjálfara í gær.
Eggert Magn-
ússon, formaður
KSÍ, beitti sér
fyrir lausn á deilu
Guðjóns og
Knattspyrnufé-
lags ÍA árla dags
en eftir að hann hafði höggvið á
þann hnút var eftirleikurinn auð-
veldur.
■ Góður endir/Dl
Norska loðnuveiðiskipið var kyrrsett í Vestmannaeyjum
Rannsóknin beinist að-
eins að veiðidagbókum
RANNSÓKN vegna meintra brota skipstjórans á
norska loðnuskipinu Kristian Ryggefjord á ís-
lenskum reglugerðum um loðnuveiðar Norðmanna
í íslenskri lögsögu stóð fram á kvöld í gær og
henni verður fram haldið í dag. Skipið kom til
hafnar í Vestmannaeyjum í gær. í kjölfar skoðun-
ar á skipsskjölum ákvað Georg Lárusson, sýslu-
maður í Vestmannaeyjum, að kyrrsetja skipið og
var haffærnisskírteini og leiðarbók gerð upptæk.
Georg segir að leiði rannsóknin til ákæru verði
málið tekið fýrir í Héraðsdómi Suðurlands og flutt
í Vestmannaeyjum klukkan 17 í dag.
Georg segir að m.a. verði gerð krafa um það
fyrir dómnum, leiði rannsóknin til ákæru, að skip-
ið verði svipt veiðileyfi. Hann segir að lögreg-
lurannsóknin beinist einvörðungu að veiðidagbók-
um skipsins.
Veiðidagbækur hugsanlega falsaðar
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins leikur
grunur á því að skipstjórinn hafi falsað veiðidag-
bók. Þótti greinilegt að ein þeirra sem hann af-
henti Landhelgisgæslunni hefði nýiega verið færð.
Var því hótað að gerð yrði leit í skipinu að dag-
bók sem talið var að vantaði og gæti sú leit tekið
marga daga eða vikur. Afhenti skipstjórinn þá
réttu veiðidagbókina sem hann hafði falið í skipinu.
Skipstjórinn tilkynnti Landhelgisgæslunni sl.
fimmtudag um löndun á rúmlega 700 tonnum
af loðnu í Vestmannaeyjum og að 400 tonn afl-
ans hefðu fengist í lögsögu Jan Mayen. Landhelg-
isgæslan telur sig hafa upplýsingar um að bátur-
inn hafi verið með tómar lestar þegar hann kom
til veiða inn í íslenska lögsögu.
■ Skipstjórinn/4
Morgunblaðið/Golli
SÝSLUMAÐURINN í Vestmannaeyjum, fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Tollgæslunnar fóru um borð í norska loðnuskipið Kristian
Ryggefjord þegar það kom til hafnar í Vestmannaeyjum í gær.
Rætt um mögnleika
á olíuhreinsistöð
Morgunblaðið/Þorkell
Mikil ferðamannahelgi
MIKILL ferðahugur er í lands-
mönnum um helgina og virðist
straumurinn helst liggja til Hafnar
í Hornafirði, til Akureyrar og á
landsmótið í Borgamesi. Einnig
ætla margir til Þórsmerkur eins
og venja er fyrstu helgina í júlí.
Hjá Flugfélagi íslands var
mesta sveiflan í flugi fyrir helgina
til Hafnar i Hornafirði en um
helgina er Humarhátíð á Höfn.
Þangað vom farnar fjórar ferðir
í gær en venjulega eru tvær áætl-
unarferðir.
Á Akureyri em tvö knatt-
spyrnumót um helgina, Pollamót-
ið og ESSO-mótið.
Samkvæmt upplýsingum frá
Umferðarmiðstöðinni vom flestir
á leið til Þórsmerkur og klukkan
20 í gærkvöldi fóru um 200 manns
með rútum þangað. Alls verða um
1.500 manns í Þórsmörk um helg-
ina.
Stúlkurnar á myndinni vom á
Umferðarmiðstöðinni í gær-
kvöldi og var ferðinni heitið í
Þórsmörk.
TIL tals hefur komið hvort hag-
kvæmt geti verið að reisa olíu-
hreinsistöð hér á landi. Málið er
ekki komið langt á veg en Finnur
Ingólfsson iðnaðarráðherra stað-
festi að rússneskir og bandarískir
aðilar hafi sýnt því áhuga.
Þetta mál hefur verið lítilsháttar
athugað á vegum Fjárfestingar-
skrifstofu íslands og embættis-
manna utanríkisráðuneytisins og
tengist að sögn Ólafs Egilssonar
sendiherra aukinni samvinnu ríkja
á norðurslóðum í kjölfar stofnunar
Norðurskautsráðsins og Barents-
ráðsins. í því sambandi hafi menn
velt fyrir sér ýmsum möguleikum
á nýjum fjárfestingum. Fram hafi
komið að í Norður-Rússlandi eru
Rússneskir o g
bandarískir að-
ilar sýna áhuga
svæði þar sem olía er í jörðu en
vinnsla er ekki hafin og í tengslum
við það hefðu verið rifjaðar upp
gamlar hugmyndir um að reisa
olíuhreinsistöð hér á landi.
Hefur verið
kannað áður
Ólafur sagði að kannað hafi
verið nokkrum sinnum á síðustu
áratugum hvort grundvöllur væri
fyrir að reisa slíka stöð en svo
hefði ekki verið og ekki væri ljóst
enn hvort þær forsendur hefðu
breyst. Grundvöllur slíkrar verk-
smiðju væri samstarf annars vegar
við land sem byggi yfir olíu og
land þar sem væri tryggur
markaður fyrir afurðirnar og
vænst væri upplýsinga frá fyrir-
tækjum sem yrðu skoðaðar nánar
þegar þær bærust.
Olafur sagði að ekkert Iægi fyr-
ir um hvar umrædd verksmiðja
kynni að rísa eða hvað hún gæti
orðið stór. „Þetta eru afar lausleg-
ir þankar og menn bíða eftir að
það skýrist nánar hvort málið fái
á sig þá mynd að ástæða sé fyrir
stjórnvöld að skoða það,“ sagði
Ólafur Egilsson.