Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 19 ERLENT Framkvæmdastj óri NATO reynir að friða ríki sem ekki fá aðild Solana segir Madrídarfund- inn marka upphaf stækkunar Brussel, París, Prag. Reuter. JAVIER Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, sagði í gær að fundur bandalagsins í Madríd í næstu viku, þar sem nokkrum fyrrum kommúnistalönd- um verður boðin aðild, muni marka upphaf en ekki endi stækkunar bandalagsins. „Madríd verður sú andrá þegar NATO verður skil- greint fyrir nýja Evrópu," sagði Solana við fréttamenn. Fréttaskýrendur segja orðum Solanas augljóslega ætlað að friða stjórnir þeirra ríkja sem ekki verður boðin aðild. Talið er víst að Pól- landi, Ungveijalandi og Tékklandi verði boðið að ganga í hóp banda- lagsríkjanna, en Frakkar og ítalir, ásamt fleiri Evrópuþjóðum, vilja að Rúmenía og Slóvenía verði einnig í hópnum. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, hefur útilokað frekari stækk- un, og sagt að einungis þijú fyrst- nefndu ríkin séu nú reiðubúin til aðildar, en heitið því að útiloka ekki aðild annarra Mið- og Austur- Evrópuríkja síðar meir. Háttsettur embættismaður NATO sagði í gær að stækkun yrði að stuðla að auknu öryggi í Evrópu í heild, og eins og staðan væri nú þætti nokkrum aðil- um að aðild sumra ríkja myndi ekki stuðla að því. Fulltrúi franska utanríkisráðu- Aðild er „skylda við komandi kynslóð- ir“ segir forseti Tékklands Havel neytisins sagði i gær að það væri mat Frakka að fimm ríki væru hæf til aðildar, en þeir væru einnig þeirrar skoðunar að veita bæri þrem ríkjum aðild. Stækkun NATO væri hinsvegar þróun sem ekki væri lokið. Haft var eftir embættismönnum bandalagsins í gær að endanleg ákvörðun um hveijum verði boðin aðild hljóti að verða rædd á þriðju- dag, fyrri dag ráðstefnunnar í Madríd, af æðstu mönnum stjórna ríkjanna sextán. Af hálfu banda- lagsins hefur verið gerð grein fyrir því viðhorfi að einungis ríki með blandað hagkerfi og virkt lýðræði, og þar með lýðræðislega stjórn her- afla, sem ekki eigi í neinum útistöð- um við nágrannaríki komi til greina sem aðildarríki. Vegna komandi kynslóða Václav Havel, forseti Tékklands, sagði í viðtali við Reuters í gær, að Blindir ósáttir við Magga nærsýna New York. The Daily Telegraph. MAGGI nærsýni, teiknimyndafíg- úra sem Walt Disney skapaði á sjötta áratugnum, hefur nú kallað reiði minnihlutahópa og fatlaðra yfir Disney-samsteypuna. Hafa áðurnefndir hópar krafist þess að þegar í stað verði hætt gerð kvik- myndar um Magga nærsýna, þar sem hún sé mógðun við blinda og nærsýna. Með hlutverk Magga fer gamanleikarinn Leslie Nielsen og stendur til að frumsýna hana um jólin. Eins og nafnið gefur til kynna sér Maggi afar illa og ganga sög- urnar út á ýmsar hremmingar sem hann lendir í sökum sjóndeprunnar. Maggi hefur ekki öðlast sömu frægð og ýmsar aðrar fígúrur sem spruttu úr penna Disneys og er það vel að mati blindra. „Nú hefur fólk- ið hjá Disney hins vegar dregið Magga nærsýna fram úr gleymsk- unnar dái, þar sem hann átti rétti- lega heima, í von um að Bandaríkja- mönnum finnist það fyndið að horfa Koro^ov. Reuter. ÁHÖFN rússnesku geimstöðvarinn- ar Mír þarf meiri tíma til að und- irbúa viðgerð í rannsóknarstofunni Spektr, sem er ein eining stöðvar- innar, að sögn Vladímírs Solovjovs, stjómanda Mír-áætlunarinnar. Gat kom á byrðing Spektr við árekstur birgðafars í síðustu viku og sólrafhlöður, sem eru utan á rannsóknarstofunni og sjá Mír fyrir um helmingi raforku sinnar, löskuð- ust. Gert hafði verið ráð fyrir að geimfararnir myndu freista við- gerðar á rafhlöðunum í næstu viku, tengja þær orkukerfi Mír með því að tengja þær framhjá rafkerfi saga biturrar reynslu gerði Tékk- lendingum skylt að ganga í NATO vegna komandi kynslóða. Forsetinn sagði að með aðild gæfíst landinu sögulegt tækifæri til þess að bindast evrópska öiyggiskerfínu sem standi vörð um lýðræðisleg gildi. „í augnablikinu ógnar enginn Tékklandi. Ég veit ekki til þess að erlendur herafli sitji við landamæri okkar og búi sig undir innrás, en við vitum ekki hvað kann að gerast eftir 10, 20, 30 ár,“ sagði Havel og vísaði til þess er sovéskur her réðst inn í Tékkóslóvakíu 1968 og batt enda á „vorið í Prag“, sem hafði verið tilraun til „mannlegs sósíalisma." Havel, sem koma mun til ráð- stefnunnar í Madríd, hefur sagt að NATO sé fulltrúi þeirra gilda sem ný lýðræðisríki Austur-Evrópu deili með Vestrænum ríkjum. Hann sagði að önnur samtök, þá sérstak- lega Evrópuráðið, hefðu haft meiri afskipti af þróun og gæslu þessara gilda, en hernaðarmáttur NATO væri enn mikilvægur. Lýst yfir neyðarástandi Guayaquil. Reuter. FABIAN Alarcon, forseti Ekvadors, lýsti í gær yfir neyðarástandi í land- inu til að gera stjóminni kleift að bregðast við úrhelli og flóðum af völdum E1 Nino, heitum sjávar- straumi sem veldur usla í ríkjum við Kyrrahaf. Veðurfræðingar hafa spáð miklum flóðum á næstu mánuðum og talið er að bændur verði fyrir miklum búsifjum, einkum í strandhéruðunum. Úrhellið hófst í vikunni sem leið og fregnir herma að flóð hafí þegar valdið tjóni á hrísgijóna-, banana- og sykurreyrsökrum. Búist er við að flóðin nái hámarki í september. Ekvador varð síðast fyrir barðinu á E1 Nino á árunum 1982-83 og tjón- ið er talið hafa numið jafnvirði 45 milljarða króna. Stjómin hefur þegar ákveðið að veija jafnvirði 550 milljóna króna í framkvæmdir á vegum, brúm og holræsum til að reyna að draga úr tjóninu. Kolaportið fær kaupstaðarréttindi á skapstyggan og vanhæfan blind- an mann hrasa um hluti og mis- skilja allt í umhverfi sínu,“ sagði Marc Maurer, formaður landssam- taka blindra í Bandaríkjunum. Disney-samsteypan hyggst ekki láta undan þrýstingnum og segir kvikmyndina ekki á nokkurn hátt geta talist móðgun við blinda. Maggi sé „nærsýnn, ekki blindur og þótt sjóndepra hans verði tilefni nokkurra hlægilegra uppákoma, kemur hún ekki í veg fyrir að hann leysir glæpagátu og stendur uppi sem hetja myndarinnar.“ En blindir hafa ekki látið sann- færast, auk þess sem Maggi nær- sýni vekur upp vondar minningar hjá mörgum nærsýnum, sem máttu þola það sem börn að vera sýknt og heilagt líkt við Magga vegna þess að þeir voru með gleraugu. Hafa blindir og sjónskertir verið hvattir til þess að grípa til þeirra aðgerða sem þeir telja viðeigandi gegn myndinni. esti bærmn i boramm Um helgina fær Kolaportið kaupstaðar- réttindi og verður því fagnað ó sunnudag kl. 14:00-16:00. Kolaportið mun í framtíðinni leigja út lóðir undir kaupmennsku. Leigutakar verða að samþykkja að selja aðeins góða og vandaða vöru á lágu verði. Helstu broddborgar hins nýja bœjarfélags verða á ferli á sunnudeginum í sínu besta pússi, börnin fá blöðrur og hljómlistarmenn koma í heimsókn. Fresta viðgerð í Mír Spektr, en nú hefur viðgerðinni verið frestað fram til 17. eða 18. júlí. „Þetta er fremur flókin viðgerð og því verður að fresta henni,“ sagði Solovjov. Solovjov sagði að gert væri ráð fyrir að geimfararnir myndu gera við siglingakerfi geimstöðvarinnar, sem bilaði óvænt í fyrradag. Sér- stakir snúðvitar sem snúa geim- stöðinni sem best gagnvart sólu biluðu. Gert var ráð fyrir að það yrði komið í lag áður en nýtt Progr- ess-birgðafar á stefnumót við Mír á mánudag, en því verður skotið á loft í dag. Ny götunöfn Allar götur í Kolaportinu fá nafh og um næstu helgar verða götuhátíðir með tilboðum og kynningum á íbúum. Aukastræti, Baragata, Céstvallatröð, Dropabraut, Efstabúð, Fimmaurasund og Gleðistígur. ALMENNT VERÐ Á LÓÐUM n*2S > r áiaryá tíð Matarporti Kolaportsins 010 síldortegondir hjó Bergi ITiu gómsætar tegundir, allar án rotvarnarefna Þú ættir að prófa Púrtvínssíld, Paprikusíld, Appelssínusíld og allt hitt síldarsælgætið hjá Bergi. O Taðrcyktar rcgnbogasilunqur Pantanir á regnbogasilungi óskast sóttar hið fyrsta Gylfi er einnig allar helgar með laxinn sinn góða og harðfiskinn. Verðið svíkur engan, það er eitt sem víst er. 6 Ódýrt grsnmeti d grillið INýir og ferskir ávextir, allt í salatið og ávaxtasultur Magnea er með grænmeti og býður einnig upp á ávaxtasultur, bökunarkartöflur, rófúr og allt í salatið. O Nýr, reyktur og grafinn lax IEinnig glænýr taðreyktur Mývatnssiiungur. Fiskurinn er góður hjá Skarphéðni. Einnig rækjur í sérflokki og fjallaharðfiskur að hætti Everestfara. © Marinerad grillhrossakjöt ITilboð kr. 499,- kg á marineruðu grillhrossakjöti Þú færð hvergi svona kjöt nema hjá Benna. Einnig úrval af öðru grillkjöti, áleggi, hangikjöti og saltkjöti. © Kolaportshdkarlinn lyktgódi Hákarla-Kristinn er einnig með isfirskan harðfisk Hákarlinn i Kolaportinu er borðaöur eins og sælgæti hjá Kristni og nú geta allir fengið sér ísfirskan harðfisk. O Fiskurinn frd Grundarfirði ITangi með úrval af fiski s.s. hafbeitarlax kr. 400 kg. Ámi mætir líka með signa ýsu og þorsk, gellur og kinnar, skötu, nýjan Steinbít, skelfisk, harðfisk og fl. © Vinsnla Eyrartúns kartöflarner IMjölmiklar Guliauga og Ólafsrauðar kartöfiur Systkinin frá Eyrartúni hafa vcrið i Kolaportinu í níu ár og komið upp stórum hópi fastra kaupenda. O Kleinur, skonsur og rúgbrauð Rósa er líka með snyttubrauð a frábæru verði Hún Rósa er engu lík þégar kemur að kleinum, skonsum og soðnu brauði. Þú ættir að fá þér að smakka. «9« Kompudagar eru alltaf síðustu helgi í hverjum mánuði og þá lækkar leigan ipð^BARNA- OG ^IJNGLINGALÓÐIR fJH^^HANDVlRKS- SALA ALLAR HELGAR Lóðaskráning er í síma 562 5030 alla virka daga kl. 10:00-16:00 KOIAPORTIÐ Markaðstort) Holaportsins er opið allar helgar kl. IV-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.