Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 9 FRÉTTIR •• Ollum tilboðum í byggingu yfir skautasvellið Laugardal hafnað Leitað verður nýrra lausna ÞREMUR tiiboðum sem bárust í al- útboð íþróttabandalags Reykjavíkur um byggingu yfir skautasvell Reykjavíkur hefur verið hafnað á þeim forsendum að þau séu ekki innan þess fjárhagsramma sem lagt var upp með þegar efnt var til út- boðsins. Leitað verður aftur til verktak- anna til að athuga hvort þeir geti boðið upp á ódýrari lausnir eða hvort grundvöllur sé fyrir yfirbyggingu almennt miðað við gefnar forsendur. Verður þá einnig rætt við ístak sem skilaði ekki tilboði á tilsettum tíma vegna misskilnings. Frestur tvisvar framlengdur Misskilninginn má rekja til þess, að sögn Reynis Ragnarssonar, for- manns íþróttabandalags Reykjavík- ur, að frestur til að skila tilboðum hafði tvisvar verið framlengdur. Fyrst vegna þess að Félag arki- tekta hafði sent út þau tilmæli til félagsmanna sinna að þeir tækju ekki þátt í útboðinu, þ.e. ynnu ekki neina hönnunarvinnu fyrir umrædda verktaka. Ástæðan var sú að félagið taldi að hönnuður aðstöðunnar við skautasvellið hefði einnig rétt á að hanna viðbygginguna, samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg. Það reyndist á þeim misskilningi byggt, að sögn Reynis, að Reykja- víkurborg væri ábyrg fyrir fram- kvæmdunum þegar það var í raun íþróttabandalag Reykjavíkur. „Þarna myndaðist óvissuástand í smátíma og kvörtuðu verktakarnir undan knöppum tíma til að skila til- boðum,“ segir Reynir. „Til þess að greiða úr þessum málum lengdum við frestinn um hálfan mánuð eða til 4. júní.“ Upphaflega hafði sex verk- tökum verið boðið að skila inn til- boði. Þegar þarna var komið sögu voru tveir búnir að draga sig í hlé. Barst svo ósk frá einum verktaka um að fresturinn yrði framlengdur í nokkra daga og var fallist á að framlengja hann til 10. júní. „Tilboðsfresturinn hafði fram að þessu verið til klukkan 15, en í loka- frestinum var kveðið á um að tilboð- um yrði skilað klukkan 10 um morg- uninn,“ segir Reynir. „Við þá opnun mætti ístak ekki vegna þess að þeir höfðu misskilið tímasetninguna og haldið að skilafrestur væri til klukk- an 15 eins og áður. Barst þess vegna ekki tilboð frá ístaki.“ Tilboðin ekki nógu lág Tilboðin þijú sem bárust á réttum tíma voru opnuð að bjóðendum við- stöddum. „Þeim var öllum hafnað," segir Reynir. „Ástæðan var sú að í alútboðsgögnum höfðum við gefið upp ákveðinn fjárhagsramma upp á 150 milljónir, sem eru þeir fjármun- ir sem við höfum til ráðstöfunar í þessa viðbyggingu. Tilboðin sem okkur bárust voru öll langtum hærri eða frá tæplega 218 milljónum upp í rúmlega 238 milljónir. Einnig sáum við að ýmis- legt vantaði í tilboðin og hefði raun- kostnaður því hækkað töluvert hjá þessum þremur aðilum.“ Hann segir að nú verði beðið þar til tilboðsfrestur renni út, sem verði 10. júlí. „Þá munum við væntanlega ræða við þá verktaka aftur, sem voru búnir að lýsa því yfir að þeir tækju þátt í útboðinu og athuga hvort flötur sé á því yfirleitt að byggja hús fyrir þessa fjármuni." Hagi vinnubrögð- um eftir aðstæðum FULLYRÐINGAR bandaríska skip- stjórans Jims Florents um mun á öryggi skipa með hliðargálga og þeim sem eru með gálga í skut og sagt var frá í blaðinu í gær voru bornar undir Guðmund Guðmunds- son, forstöðumann skipaskoðunar- sviðs Siglingastofnunar. Florent sagði að reynsla hans væri sú að skelbátar með gálgann í skutnum færust miklu oftar en þeir sem væru með hliðargálga. Nýtt skip íslensks skelfisks, Skel, er fyrsta skipið, sem gert er út hérlendis með hliðargálga. Guðmundur sagði að um væri að ræða tvær útfærslur af veiðarfæra- búnaði og menn yrðu að haga vinnu- brögðum samkvæmt því. Menn þekktu skipin kannski ekki nógu vel og þyrftu hugsanlega að vara sig betur á annarri tegundinni en hinni. Aðspurður um það hvort fullyrð- ingar Florents þættu athygliverðar og hugsanlega tilefni til að kanna mál nánar, sagði Guðmundur að öll mál er tengdust þessum skipum væru til skoðunar hjá Siglingastofn- un. Tómas Tómasson „Út vil ek“ VEGFARENDUR hafa veitt því um. Reyndar eru það starfsmenn athygli að Leifur heppni er horf- ístaks, sem eru hér að flytja inn af stalli sínum á Skólavörðu- kappann til geymslu um sinn í holtinu. Síðast sást til ferða Leifs Sundaskála. Leifur vék af stalli í Sundahöfn. Er talið að honum sl. fimmtudag vegna viðgerða á hafi ekki haldið nein bönd þegar undirstöðum og lóðafrágangs við knerrir Eimskips blöstu við hon- Hallgrímskirkju. ÚtS ^Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10—18.30 og laugardaga frá kl 10-15 Viltu sýnast númeri grennri yfir mjaðmir? Töfraundirpilsin komin TESS VdX, Opiðvirkadaga kl.9-18, sími 562 2230 laugardaga kl. 10-14. Langur laugardag- ur í mið- borginni LANGUR laugardagur verð- ur í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 5. júlí með til- heyrandi tilboðum, sumar- stemmningu og verslunar- fjöri. Verslanir verða opnar kl. 10-17 og fram á kvöld verð- ur hægt að setjast á kaffi- hús. Felstar verslanir, kaffi- hús og veitingastaðir eru með tilboð í tilefni dagsins. Boðið verður upp á leik- tæki fyrir börnin á Lækjar- torgi og Ingólfstorgi og fría barnagæslu í safnaðarheimili Aðventista, Ingólfsstræti 19 kl. 13-18. Þar fá börnin einn- ig andlitsmálun og boðið verður upp á uppákomur, sögustundir og fleira. IAIAI lONNl'DUI 20% afsláttur af öllum vörum á löngum laugardegi Gerið góð kaup Opiðtilkl. 10-17 Laugavegi 58, sími 551 3311 i . m Langur laugardagur 'jU-- 15% afsláttur af öllum vörum IL ■ cibecitcil Sgj !>•!. i V. : . H Laugavegi 4, sími 551 4473 Fræðsludagskrá um pöddur ásamt gönguferð og greiningu á pöddum. Gómsætur pastaréttur í boði KÁ-verslana á Suðurlandi. Umhverfisfræðslusetrið ÍAiviðru, sími 482 1109 Þátttaka er ókeypis og öllum heimil. verslanir Suðurlandi I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.