Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 IflKU m MORGUNBLAÐIÐ í HEIMSÓKN HJÁ ÁSU HLÍN OG STEFÁNI JÓNSSVNI LEIKARA Aá hamast í kyrrðina VIÐ sumarsólstöður, á einum bjartasta degi ársins, heimsæki ég Stefán Jónsson leikara og Asu Hlín Svavarsdóttur leikstjóra. Þau búa í leiguíbúð á efstu hæð í fjögurra hæða steinhúsi við Skólavörðustíg. Húsið er við hornið á Skólavörðu- stíg og Njálsgötu og er stórt þrílyft hús og fyllir út í lóðina þvert yfír á Njálsgötu en forhliðin snýr að Klapparstíg. Þetta er gott fúnkis- hús með sterkum og einfóldum lín- um, teiknað af Einari Erlendssyni 1935 en neðsta hæðin var reyndar risin áður. Það var Guðríður Bramm, eignandi Fatabúðarinnar, sem átti þetta hús hér fyrr á árum og var verslun hennar lengi Klapp- arstígsmegin í húsinu. Það er gengið upp lúinn tréstiga upp í íbúð þeirra Asu og Stefáns. Það kemur sjálfum mér á óvart að ég hleyp upp stigann líkt og þraut- þjálfaður grindahlaupari og er allt í einu kominn upp á skörina í íbúð þeirra hjóna. „Velkominn og gjörðu svo vel,“ segir Stefán og röddin lætur kunnulega í eyrum og við göngum yfir í stofuna. Skyndilega birtist Asa með yngri son þeirra hjóna, Jón Gunnar, eins árs, í fanginu og heilsar og brosir. Jóhann Kristó- fer, fimm ára, eldri sonurinn á heimilinu, ljósskolhærður, fjörmik- ill drengur, þarf greinilega á at- hyglinni að halda og hleypur um íbúðina sem er látlaus en smekkleg og í ljósum litum. Auk Jóhanns Kristófers og Jóns Gunnars á Stef- án sex ára son, Harald Ara sem Ása Hlín Svavarsdóttir og Stefán Jónsson búa í leiguíbúð í stóru steinhúsi við Skóla- vörðustíginn. A þriðju hæð er heimili Asu og Stefáns og þar er líf og fjör og skemmti- legt fólk, eins og Ólafur Ormsson komst að þegar hann heimsótti fjölskylduna. „Ég er nú að reyna að koma mér upp veiðibakteríu. Það eru nokkrir kollegar mínir helteknir af henni og ég er með góðan snert af bakt- eríunni og er að koma mér upp græjum og ætla að einbeita mér að þessu. Ég stunda mikið útiveru, sund og líkamsrækt. Ég hef farið í veiði í Sogið, Reynisvatn og fer nú síðar í sumar í Svartá í Blöndu. ekki er á staðnum þessa stundina. I stofunni er stórt og voldugt píanó og myndir og málverk á veggj- um og bókahillur fullar af ýmis konar bókmenntum. I íbúðinni er rúmgott hlýlegt eldhús, tvö svefnherbergi og snyrting. Það er hásumar og sýn- ingar í Þjóðleikhúsinu til mánaðamóta júní-júlí og Stefán er í hlutverki í Fiðlaranum. Asa fer yfir á snyrtinguna og drengimir með henni. Stefán sest í stól við borð í her- bergi inn af stof- unni þar sem eru alls konar blöð og bæklingar. Ég skima út um stofuglugga og hef orð á því að nú sé blessað sumarið komið í allri sinni dýrð. Sumarið er tími útiveru og það kemur glampi í augu Stefáns þegar hann hugsar til þess sem framundan er. 1/e/ctí - ag sumarbústaðarlíf LEIKARINN - „Ég er að reyna að koma mér upp veiði- bakteríu...“ Morgunblaðið/Ásdís FJÖLSKYLDAN-Frá vinstri Jón Gunnar, Stefán, Ása Hlín og Jóhann Kristófer. Elsti sonur Stefáns, Haraldur Ari, var ekki á staðnum þessa stundina. Það er nauðsynlegt að hafa eitthvert tóm- sundagaman að hverfa að og að njóta þess að vera úti.“ Ætlar fjölskyldan að ferðast eitthvað í sumar? „Já, við förum venjulega í sumarbústað í Borgar- fjörðinn og síðar í Vatnsdal. Þar eru sumarbústaðir á vegum SFR og Félags íslenskra leikara. Það er ómentanlegt að dvelja í sumarbú- stað í nokkrar vikur og að komast burt úr borgarstressinu og í kyrrð- ina. Ég hef gaman af tónlist, hlusta á klassíska tónlist, kórsöng og hlusta mikið á RÁS 1 og helst ekki á aðra stöð og er kominn með ofnæmi fyr- ir síbyljunni, hún er forheimskandi. Ég hef reyndar mjög breiðan tón- listarsmekk. Ég verð miður mín þegar ég hlusta á þjóðarsálina á Rás 2 ogþetta gaspur og fer að líða illa sem Islendingi og spyr: „Er ég partur af þessu ?“ Ása Hlín kemur að nýju yfir í stofuna með drengina. Það er von á ljósmyndara og fjölskyldan er tilbú- in í myndatöku og hún er ekki fyrr sest í sófa í stofunni að dyrabjallan hringir. Ásdís, ljósmyndari er kom- in og birtist allt í einu í íbúðinni með stóra og volduga ljósmyndavél og Stefán spyr Jóhann Kristófer hvort hann vilji vera með sólgleraugu á myndinni og Ása segir við yngri drenginn: - Sjáðu ljósið sem kem- ur. Og svo er smellt af myndum og Ásdís er ánægð og kveður. Fordómar og tilfinningalegt vægi orða GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Ég á geðveikan son og mér finnst það niðurlægjandi fyrir bæði hann og mig að nota þetta orð, geðveikur. Er ekki hægt að finna nýtt nafn, sem ekki hefur jafnnei- kvæða merkingu, yfir þennan sjúk- dóm? Svar: Orð og heiti hafa mikið vægi í hugum okkar og oft er tilfinninga- gildi þeirra mikilvægara en eiginleg merking þeirra. Þetta á ekki hvað síst við um allt er lýtur að geðrænu ástandi manna. Fyrir fáum áratug- um voru útlend orð mest notuð af læknum og öðru geðheilbrigðisfólki, þegar rætt var og ritað um geðsjúk- dóma. Vegna þess að útlend orð eru okkur meira framandi öðlast þau ekki sama tilfinningagildi og íslensk orð yfir sömu fyrirbæri. Á móður- málinu hafa orðin tilhneigingu til að litast af þeim hugtengslum sem þau hafa í fór með sér, t.d. ótta við það sem við eigum erfitt með að skilja, og skapa þannig fordóma. Þannig eru þessi orð oft notuð sem skammaryrði eða gefa tilefni til aulafyndni. Eins og í flestum eða öllum fræðigreinum hefur á seinni árum verið gert lofsvert átak til að íslenska heiti yfir geðsjúkdóma og einkenni þeirra og þá einnig að koma með ný orð í stað þeirra eldri. Bæði er það til þess að gera merk- ingu þessara orða skýrari í ljósi nýrrar þekkingar og viðhorfa, en einnig, meðvitað eða ómeðvitað, til að ryðja brott orðum sem hafa öðl- ast sterkt neikvætt og fordóma- skapandi gildi. Orðið geðveiki er í sjálfu sér ágætlega lýsandi um þann sjúkdóm sem við er átt og hefur verið notað um langan aldur, þótt önnur orð eins og sturlun hafi verið endurvak- in á seinni árum. Engu að síður hneigjast menn oft til að nota orð sem þeim finnst að hafi ekki eins neikvæða merkingu, en eru þá al- mennari og óljósari, eins og geð- truflanir eða geðræn vandamál. Taugaveiklun er orð sem lengi hefur verið notað um aðra og vægari tegund geðsjúkdóma. Stundum verður vart við að menn noti það í niðrandi merkingu, þannig að tauga- veiklun sé merki um aumingjaskap. Nýlegi-a orð, hugsýki, sem sumum finnst enn nokkuð hátíðlegt, er óneit- anlega fallegra. En hvort það fær aðra tilfinningalega merkingu en hið gamla heiti vitum við ekki enn, og fer það tæpast eftir orðinu sem slíku heldur fremur eftir því hugarfari sem fólk ber til geðsjúkdóma. Þeir sem í dag nefnast þroska- heftir hafa í gegnum tíðina mátt bera mörg heiti yfir ástand sitt og Geðsjúklingar hafa nafnaskipti á þeim verið óvenju ör. Eldri nafngiftir á þroska- hömlun höfðu mjög niðrandi merk- ingu, sem yfirfærðist fljótt yfir á ný nöfn. Þroskahömlun og þroskaheft- ur eru góð orð sem lýsa vel orsök og eðli þessa andlega veikleika. Hvort það er nóg til að vega upp á móti til- finningagildinu og fordómunum verður tíminn að leiða í ljós. Nú þegar gætir þess svolítið að orðið sé notað í neikvæðri merkingu og sum- ir foreldrar þroskaheftra barna grípa til annarra orða, eins og mis- þroska, þótt það hafi talsvert aðra merkingu. Kleppur er nafn sem öðrum frem- ur tengist fordómum á geðsjúkdóm- um. Orð eins og klepptækur, kleppsvinna og önnur ámóta eru lýsandi fyrir afstöðu almennings til geðsjúkdóma og geðsjúklinga, þeg- ar fordómar gagnvart þeim voru hvað mestir. Kleppur var lengi vel lokuð stofnun og framan af öldinni voru möguleikar til geðlækninga mjög takmarkaðir. Margir sjúkling- ar dvöldu þar svo árum skipti. Al- menningur hafði litla hugmynd um hvað þar fór fram, en gerði sér ýms- ar hugmyndir sem lituðust bæði af forvitni og ótta við hið óþekkta. Fyrir allmörgum árum kom til mín inn á Klepp málsmetandi maður með son snn, sem þurfti að gangast undir rannsókn vegna geðrænna einkenna. Það var augljóst að hon- um þótti ákaflega óþægilegt að koma í slíkum erindagerðum inn á þennan óttalega stað. Hann sagði að það væri löngu orðið tímabært að breyta nafninu á staðnum í eitthvað þekkilegra. Margoft hafa komið upp hugmyndir um að breyta nafninu á Kleppi, en það hafa ekki allir áttað sig á að fordómarnir stafa ekki af nafninu. Á síðustu áratugum hefur orðið gerbylting í geðlækningum. Þúsundir Islendinga hafa fengið góðan bata á Kleppi og á öðrum nýrri geðdeildum. Sífellt fleiri hafa kynnst geðsjúkdómum, beint sem sjúklingar eða óbeint sem aðstand- endur, og við það hafa fordómarnir minnkað. Menn hafa gert sér ljóst að vænlegasta leiðin til að vinna gegn fordómum er að opna spítal- ann, gefa fólki kost á að kynnast líf- inu þar innan dyra og fræðast um geðsjúkdóma. Á móti þvi vegur síð- an virðing fyrir einkalífi sjúklingsins og tilhneiging til að vernda hann fyrir umhverfinu. Undanfarín ár hefur ekki aðeins umræðan um geðsjúkdóma aukist, heldur hafa margir sjúklingar „kom- ið út úr skápnum" og lýst reynslu sinni opinberlega og af hreinskilni. Þetta hefur öðru fremur orðið til þess að almenningur sér hlutina í nýju ljósi. Að vera alkóhólisti hefur ekki lengur jafnneikvæða merkingu eftir að fjöldi kunnra einstaklinga fór að tala um vandamál sín af hreinskilni og takast á við þau. Það sama gildir um ýmsa sem hafa opin- berlega lýst baráttu sinni við þung- lyndi og aðra geðsjúkdóma. Ný orð geta verið til bóta fyrir skýrari merkingu og betra mál, en þau eru ekki einhlít leið til að vinna gegn fordómum. Hætt er við að til- finningalegt gildi eldri heitanna færist smám saman yfir á þau nýju og þá verður aftur að fara að leita að nýjum orðum og þannig koll af kolli. Þekking, opin umræða og ný viðhorf eru betur fallin til þess að skapa jákvæðara hugarfar til geð- sjúkdóma og sjá þá í réttu ljósi. OLesendur Morg-unblaðsins geta spurt lækniim uni það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum ilögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða simbréfum merkt: vikulok, Fnx: 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.