Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 6
ERLENT Jiang Zemin styrkir stöðu sína sem leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins Zhu Rongji nær öraggur um að verða forsætisráðherra Reuter JIANG Zemin, forseti Kína (t.v.), ásamt Li Peng forsætisráðherra og Zhu Rongji aðstoðarforsætisráðherra. Jiang Zemin styrkti stöðu sína sem for- seti Kína og leiðtogi kommúnistaflokks- ins á flokksþinginu á dögunum og bandamaður hans, Zhu Rongji, er nú orðinn þriðji valda- mesti maður flokksins. Talið er því nánast öruggt að Zhu verði næsti forsætisráðherra landsins. ZHU Rongji, aðstoðarfor- sætisráðherra Kína, varð þriðji valdamesti maður- inn í framkvæmdastjórn kommúnistaflokksins á föstudag, en hann hefur verið fimmti í valda- röðinni. Því er talið nánast öruggt að hann verði næsti forsætisráð- herra Kína í mars á næsta ári þegar Li Peng lætur af embættinu vegna stjómarskrárákvæðis um að enginn megi gegna því lengur en í tvö kjör- tímabil. Fréttaskýrendur segja að aukin völd Zhus merki að hann verði forgöngumaður stjómarinnar í að framfylgja einkavæðingarstefnu Jiangs Zem- ins forseta. Jiang vill að stór hluti 370.000 ríkisfyrirtækja, sem hafa verið rekin með miklu tapi, verði seldur og fyrirtækin keppi síðan sín í milli á fijálsum markaði. Þessar umbætur hafa dregist þar sem ráðamennirnir hafa óttast að þær geti leitt til mikils atvinnu- leysis og ólgu í landinu. „Kínveijar hafa ekki lengur efni á því að slá slíkum umbótum á frest,“ sagði Qu Hongbin, sérfræð- ingur í kínverskum efnahagsmál- um í Hong Kong. „Þeir þurfa mann eins og Zhu Rongji, sem er nógu hugrakkur til að taka erfiðar ákvarðanir og koma stefnunni í framkvæmd." Harðskeyttur miðjumaður Zhu er einn af sjö mönnum sem eiga sæti í fastanefnd fram- kvæmdastjórnarinnar og hann hefur átt stóran þátt í að móta efnahagsstefnuna. Sem fyrrver- andi seðlabankastjóri er hann einnig talinn eiga heiður- inn af því að Kínveijum tókst að afstýra því að verðbólgan færi úr bönd- unum. Zhu er lýst sem harð- skeyttum miðjumanni og tilraunir hans til að koma reglum yfir fjármálamarkaðina hafa orðið til þess að margir embættismenn í héruðunum og spákaupmenn hafa hom í síðu hans. Fréttaský- rendur telja að uppgangur hans sé góðs viti fyrir fjármálamarkað- ina til lengri tíma litið og nokkrir þeirra hafa sagt að Zhu vilji beita markaðsöflunum til að koma á umbótum í ríkisfyrirtækjunum en sé tregur til að veita fjármála- mönnum og spákaupmönnum of mikið frelsi. „Hann er harðskeyttur maður og nýtur þess að stjórna,“ sagði hagfræðingur i Hong Kong. Zhu átti stóran þátt í að framfylgja þeirri stefnu ráðamanna í Peking að auka miðstýringuna að nýju í efnahagsmálum og draga úr þeim völdum sem héraðsstjórnimar fengu á fyrstu árum umbótanna sem Deng Xiaoping hleypti af stað. Nýlega hefur hann staðið fyrir herferð gegn spákaupmennsku á hlutabréfamarkaðnum og sett skorður við áhættuútlánum, sem vom talin geta grafið undan MARGIR helstu sérfræðinga Bandaríkjanna á sviði alnæmis- rannsókna brugðust ókvæða við harkalegri gagnrýni á siðferðis- legar forsendur rannsókna á sjúkdómnum í þriðja heiminum, og sögðu þeir að þar væri farið eftir sömu leiðbeiningum og væru rannsóknirnar gerðar í Bandaríkjunum. Gagnrýnin kemur fram í nýj- asta tölublaði timaritsins New England Journal of Medicine, en sérfræðingarnir segja að það sé augljóst, að rannsóknir á því hvemig koma megi í veg fyrir smitun HIV veirunnar, er veld- ur alnæmi, frá móður til barns miði að því að hjálpa þeim kon- um er rannsóknin sé gerð á. í leiðara í timaritinu era fimmtán rannsóknarverkefni, sem bandaríska heilsugæslu- stofnunin og fleiri ríki kosta, boraar saman við hina alræmdu Tuskegeetilraun sem gerð var í Bandaríkjunum, og fór þannig fram, að fátækir, bandarískir blökkumenn með sýfilis fengu enga meðhöndlun við sjúk- dómnum i 40 ár til þess að vís- indamenn gætu athugað hvera- ig náttúruleg þróun sjúkdóms- ins væri. „Réttlætingin minnir á það sem sagt var um Tuskegeerann- sóknina: Konur í þriðja heimin- um myndu hvort eð er ekki fá neina meðferð við retróveirum bankakerfinu. „í hjarta sínu treystir hann ekki mörkuðunum,“ sagði annar hagfræðingur. Andstæðingum ýtt til hliðar Efnahagsstefna Jiangs fékk eindreginn stuðning á flokksþingi kommúnistaflokksins, sem haldið er á fimm ára fresti og lauk á fimmtudag. Forsetanum og bandamönnum hans tókst einnig að ýta nokkrum af helstu andstæð- [alnæmisveirum], svo að rann- sakendurnir eru bara að fylgj- ast með því hvað myndi verða um hvítvoðunga viðfangsefn- anna ef engin rannsókn stæði yfir,“ skrifaði ritstjóri Journal, Marcia Angell. „Að svo mikið sem nefna Tuskegee í sömu málsgrein er meira en ég fæ skilið,“ sagði Anthony Fauci, yfirmaður of- næmis- og smitsjúkdómadeildar bandarísku heilsugæslustofnun- arinnar. „Maður hefur sið- ferðislegar skyldur við fólk í þróunarlöndunum," sagði hann við fréttamenn á árlegum fundi V eirufræðistofnunar Háskólans í Baltimore. Fauci sagðist óttast að fólki yrði meinað um með- ferð er gæti bjargað lífi þess ef rökræða kæmi i veg fyrir tilraunir. Leiðari Journal er byggður á skýrslu, sem birt er í sama tölu- blaði, eftir Peter Lurie og Sidn- ey Wolfe, sem starfa með Rann- sóknarhópi almannaheilsu- gæslu, sem hefur aðsetur í Was- hington. Lurie og Wolfe segja að við framkvæmd fimmtán rannsóknarverkefna í þriðja- heimslöndum hafi láðst að veita barashafandi sjálfboðaliðum við- unandi meðhöndlun, en mark- mið rannsóknanna var að fínna ódýrara lyf, sem komið gæti í stað AZT, við meðhöndlun á al- næmi, en AZT kostar allt að ingum hans til hliðar. Þegar Jiang varð leiðtogi flokksins árið 1989 lýstu margir erlendir fréttaskýr- endur honum sem valdalausum bráðabirgðaleiðtoga, sem myndi víkja um leið og Deng Xiaoping félli frá. Hann var þá lítt þekktur utan Shanghai, þar sem hann var borgarstjóri og síðan forystumað- ur kommúnistaflokksins í borg- inni, og ólíkt fyrri leiðtogum Kína hafði hann enga reynslu af stríði eða herþjónustu. Jiang hefur þó tekist að styrkja stöðu sína jafnt og þétt með því að koma bandamönnum sínum í valdastöður og afla sér stuðnings áhrifamikilla hershöfðingja. Á flokksþinginu tókst Jiang t.a.m. að koma helsta andstæðingi sínum, Qiao Shi, forseta þingsins, úr miðstjórn flokksins. Skjólstæð- ingur Qiao var hins vegar kjörinn í miðstjórnina og þykir það til marks um að vilji flokksleiðtogans nái ekki alltaf fram að ganga. Staða Jiangs styrkist innan hersins Jiang vann þó enn einn sigurinn á föstudag þegar honum tókst að halda helstu bandamönnum sínum í hermálanefnd flokksins. Tveir aldnir hershöfðingjar úr röðum andstæðinga hans, Liu Huaqing og Zhang Zhen, sem eru báðir yfir áttrætt, drógu sig hins vegar í hlé og létu af störfum sem vara- formenn hermálanefndarinnar. Tveir af bandamönnum Jiangs, hershöfðingjarnir Chi Haotian og Zhang Wannian, verða áfram varaformenn nefndarinnar og eru því valdamestu hershöfðingjar landsins. Nánasti aðstoðarmaður Jiangs, Wang Ruilin hershöfðingi, hélt einnig sæti sínu í nefndinni og stjórnarerindrekar sögðu það styrkja stöðu flokksleiðtogans frekar innan hersins. Þótt stefna Jiangs hafi fengið eindreginn stuðning fer því fjarri að hann hafi jafn mikil völd og fyrirrennarar hans, Deng Xiaoping og Mao Zedong. Fyrsta flokks- þingið eftir andlát Dengs sýnir þó að Jiang er ekki eins valtur í sessi og búist var við þegar hann varð leiðtogi flokksins fyrir átta árum. 3000 Bandarílgadöhim á ári, eða sem svarar rúmlega 200 þúsund íslenskum krónum. Með tilraununum átti að leiða í [jós hvort unnt væri að koma í veg fyrir smit frá móður til baras með ódýrum aðferðum í þeim löndum sem ekki hafa efni á dýrum lyfjum. Rannsakendur hafa komist að þvi, að hægt er að minnka líkur á smiti úr 25% í 8% með því að gefa móðurinni AZT í nokkrar vikur áður en hún fæðir, og á formi dreypilyfs á meðan fæðingu stendur og gefa síðan barainu lyfið þar til það er sex vikna. Vandinn er þó sá að þessi meðferð er allt of kostnaðarsöm fyrir flest ríki. Jay Berzofsky, við Krabba- meinsfélag Bandaríkjanna, sagðist leggja áhersiu á, að við tilraunir sem gerðar væru í löndum utan Bandaríkjanna væru gerðar sömu siðferðiskr- öfur og í Bandaríkjunum. Heil- sugæslustofnunin hefði sett strangar reglur um þetta. „Það er ekki eins og maður geti gert í öðrum löndum það sem maður getur ekki gert í Bandaríkjun- um,“ sagði hann. „Ástæðan fyr- ir því að tilraun er gerð í þriðja- heimsríki er ekki sú, að þar séu siðferðiskröfurnar vægari - það er vegna þess að þar eru svo margfalt fleiri [sýktir af al- næmi] og þess vegna fást niður- stöður fyrr.“ H O N D A 5 - D Y R A með 115 . hestafla VTEC vél og tveimur \ loftpúðum J 1.480.000,- .4 rgerð 1998 HONDA Harðskeyttur maður og nýt- ur þess að stjórna Alnæmisrannsóknir í þriðja heiminum gagnrýndar Líkt við Tuskegeetilraunina Baltimore. Reuter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.