Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ * JONFREYR SNORRASON + Jón Freyr Snorrason var fæddur 19. janúar 1963 í Vestmanna- eyjum. Hann lést af slysförum 14. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Snorri Sigur- vin Ólafsson, f. 10.8.1938, og Svala Sigríður Auð- björnsdóttir, f. 17.12. 1938, d. 5.7. 1991. Systkini Jóns Freys eru: Nikolína Theodóra, f. 25.8. 1957, maki Smári H. Kristjánsson og eiga þau tvö börn. Sigurvin Olafur, f. 25.1. 1960, og á hann tvær dætur. Anna Marý, f. 12.11. 1960, d. 30.5. 1992, eftirlifandi sambýlismaður er Sigmundur Jóhannesson og eignuðust þau tvær dætur. Þorbjörg, f. 13.1. 1966, og á hún eina dóttur. Jón Freyr eignaðist eina dóttur, Kolbrúnu, f. 24.2. 1988. Hinn 18. maí 1996 kvæntist Jón Freyr eftirlifandi eiginkonu sinni Svövu Huld Þórðardóttur, f. 10.2. 1969. Jón Freyr gekk hinn hefðbundna menntaveg og lauk tveimur stigum í Vél- skóla íslands. Hann vann við jámiðnað- arstörf þar til 1989 er hann hélt til Kanada til þess að láta draum sinn rætast að læra þyrluflug. Og hefur hann síðastliðin ár starfað nær óslitið hjá Þyrlu- þjónustunni og Kjarnaglugg- um. Útför Jóns Freys fer fram frá Akraneskirkju á morgun, mánudag, og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi minn. Ég ætla að kveðja þig með nokkrum orðum. Mér fannst þú svo góður pabbi. Ég man eftir mörgum skemmtilegum stundum sem við áttum saman. Það var svo gaman þegar þú komst stundum hjólandi úr vinnunni til mín og svo hjóluðum við saman gegnum Elliðaárdalinn og upp í Arbæjarlaug. Við fórum svo oft í sund saman og í sumar kenndir þú mér að stinga mér í laugina. Og þyrluferðirnar með þér voru meiriháttar. Og pabbi, manstu allar ferðirnar sem ég, þú og Svava fór- um upp á Akranes? í fyrra fórum við til Portúgals og þeirri ferð mun ég aldrei gleyma. Elsku pabbi. Ég veit núna að þú ert kominn til ömmu Svölu og Önnu Mary og ég er viss um að þér líður vel. Vertu sæll pabbi minn. Guð geymi þig. Ég hugsa til þín hrygg í lund þú hjartans vinur kær. Við áttum marga ögurstund, því er þín minning tær. Margir vilja spyija og spá og spreytt hafa sig nóg, nú ert þú vinur fallinn frá og fengið hefur ró. M varst svo hlýr og vildir gott og væn og góð þín lund, birta og ylur bar þess vott og ber hann alla stund. Eilífðin er öllum trú þar allir hitta sína og samúð mína sendi nú er syrgja brottför þína. (J.G.) Þín Kolbrún. Hvflík sorgarfregn. Mig setur hljóða þegar frétt um sviplegt and- lát elskulegs vinar berst hingað vestur um haf. Jón Freyr Snorrason var aðeins 34 ára gamall þegar hann fórst í hræðilegu þyrluslysi hinn 14. september sl. Ég kynntist Jóni Frey þegar hann var 17 ára gamall og þá þegar hafði hann ein- sett sér að verða þyrluflugmaður. Hann fylgdi því eftir af þeirri seiglu sem einkenndi skapgerð hans, að kosta sig á skóla í Kanada og hafði nú um hríð stundað sitt drauma- starf. Minningar um samverustund- ir með Jóni Frey hrannast upp fyr- ir hugskotsjónum, oftast í gleði en einnig í sorg. Jón Freyr var yndis- leg blanda af kletti og grínista. Hann var fastur fyrir og þrautseig- ur og stóð eins og klettur í hafínu við Vestmannaeyjar þegar fjöl- skyldan varð fyrir áföllum. Fyrir fimm árum lést móðir hans og syst- ir hans aðeins 10 mánuðum síðar, báðar eftir erfiða sjúkdómslegu. Við hlið Jóns Freys stóð í gegnum þykkt og þunnt Svava Huld, eftirlif- andi eiginkona hans. Jón Freyr átti eina dóttur, Kolbrúnu, sem nú er 9 ára gömul og býr að staðaldri hjá móður sinni. Kolbrún átti alltaf ör- uggt skjól hjá föður sínum og Svövu Huld sem tóku hana til sín hvenær sem því var við komið og sinnti Jón Freyr henni aðdáunarvel alveg frá unga aldri. Jón Freyr var léttur í lund, sér- staklega hnyttinn í tilsvörum og gerði grín að flestu í kringum sig, hann átti gott með að snúa gráti í skellihlátur og náði vel til bama. Hann var ljúfur, hjálpsamur og vin- sæll maður. Frá því ég fyrst man eftir Jóni Frey var hann aldrei einn á ferð, hann var alltaf með stroll- una af vinum og kunningjum á eft- ir sér og alla tíð var hann vinmarg- ur með afbrigðum og ræktaði vel samband við vini sína, ekki síst gamla vinahópinn frá Vestmanna- eyjum, en Jón Freyr var mikill Eyja- maður. Elsku Svava Huld, Kolbrún, Lána, Sigurvin, Þorbjörg og aðrir að- standendur og vinir, ég finn hræði- lega mikið til með ykkur. Það er erfitt að vera langt í burtu og geta ekki faðmað ykkur, en hugurinn er hjá ykkur. Minningin um góðan dreng lifir. Kristrún Kristinsdóttir, St. Louis. Syrti í lofti og sól byrgði ský sá ei til vegar í mistrinu því. Reykandi störðu og ráðþrota menn, rök geta brugðist, það fundu hér enn særðir og syrgjandi vinir. (Þ.K.) Á þessari stundu er mér fyrst og fremst þakklæti í huga fyrir að hafa kynnst Jóni Frey og fengið að eiga hlutdeild í lífi hans. Kynni okkar stóðu í allt of stuttan tíma en eftir á að hyggja, þá er það ekki tímalengd sem skiptir máli, heldur hvernig kynni og vinátta þróast. Í fyrstu höfðum við ekki um margt að tala, en fljótlega var farið að ræða áríðandi mál, við skipt- umst á skoðunum en vorum aldrei ósátt. Við krufðum meðal annars eilífðarmálin. í huga hans toguðust á trú og efi en ég held að hann hafi haft trú á líf að loknu þessu, á sinn hátt. Jón Freyr var besti vinur og fé- lagi föður síns og ég fékk hlutdeild í þeirri vináttu. Hann var ætíð til staðar ef vantaði aðstoð og föður sinn studdi Jón Freyr ómetanlega er hann átti í veikindum á síðasta ári. Hann var mjög vinmargur mað- ur; hrókur alls fagnaðar og naut sín aldrei betur en þegar vinirnir voru saman. Og hann hélt fast utan um sín vináttubönd; gladdist ef vel gekk og hikaði aldrei við að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda. Mér fannst sem sólin kæmi upp þegar hann birtist, ætíð svo hlýr og léttur í lundu. En samverustundimar urðu allt of fáar, enda miklar annir hjá Jóni Frey rétt eins og mörgu öðru ungu fólki sem er að koma undir sig fót- unum. Það em samt margir fundir sem koma upp í hugann, eins og óvænt kvöldheimsókn í sumarbú- staðinn til okkar í Biskupstungum í sumar, og gæsaskytterí fyrir aust- an sem endaði í músaveiðum. Það var svo gjaman komið við hjá okk- ur í bústaðnum ef tími var til; ann- aðhvort þyrlunni lent eða rennt að á bíl, hringt eða litið inn og sagt: „Hæ, er gott að borða héma núna?“ Á laugardaginn 13. september, réttardegi Tungnamanna, hátíðis- degi sveitarinnar, var Jón Freyr með gamlan sveitunga í ljósmynda- flugi yfir afréttalöndum Biskups- tungna. Það var sól og himneskt veður og þá flaug hann yfír bústað- inn, veifaði og við veifuðum á móti. Síðar sama dag birtist þyrlan aftur yfír Kjamholtum, þar sem við vor- um stödd, og Jón Freyr veifaði föð- ur sínum; það var hans hinsta kveðja á þessari jörðu. En ég veit að hann lítur niður til okkar úr sinni eilífðarvél og veifar eins og svo oft áður. Ég þakka Guði fyrir að hafa átt Jón Frey að vini þennan stutta tíma; söknuður og tregi fylla hug minn. Guð styrki Svövu, Kolbrúnu, Snorra og aðra ættingja og vini. Elínborg. Okkur systmm er þungt í huga að þurfa að kveðja þennan dásam- lega mann, hann Jón Frey frænda okkar. Við fómm að gráta. Hann var öllum góður og alltaf léttur í skapinu. Þetta slys var alveg hörmulegur atburður sem enginn átti von á og við systur samhryggj- umst innilega Svövu, Kolbrúnu og öðmm aðstandendum. Rannveig og Þorbjörg Sigurvinsdætur. Til minningar um frænda minn Ég kem inn, hress og glaður. Mamma segir að þú sért dáinn. Ég felli tár, sorgartár sem enginn mundi vilja fella. Nú á ég aðeins minninguna eina eftir. Ég hef misst meira en bara frænda, ég hef misst hetju og góð- an vin. Þú ert farinn, farinn af jarðríki, í paradís sem enginn yfírgefur. En ég hugga mig við að hugsa: Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Hvíldu í friði, kæri vinur. Bjarki Eiríksson. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja að sumarið líður alltof fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Maðurinn má sín lítils gagnvart örlögunum. Þegar fréttin af hræði- legu slysi og láti Jóns Freys barst okkur snemma á mánudagsmorgun þá setti okkur hljóð. Sólin sem ann- ars skein á þessum mánudegi náði ekki að ylja okkur, í huga okkar verður þessi dagur ætíð svartur og dimmur. Á stundum sem þessari reikar hugurinn aftur. Brúðkaups- dagur Jóns Freys og Svövu kemur fram í hugann. Sólin skein á þessum fallega vordegi og var sem einskon- ar tákn um bjarta og gæfuríka framtíð. Það var einnig fallegur sumardagur þegar við sáum Jón Frey í síðasta sinn. Fjölskylda Svövu hafði komið saman í Heið- mörk til að grilla og skemmta sér saman. Jón Freyr og Svava voru hress og kát, skemmtu sér hið besta og allt virtist leika í lyndi. Daginn eftir flaug Jón Freyr með afa og fleiri á þyrlunni upp á Akranes. Sú ferð verður án efa ógleymanleg, sérstaklega fyrir afa. Elsku Svava, við vitum að missir- inn er mikill og sársaukinn kvelj- andi á stundum. Hins vegar mátt þú vita að við stöndum öll að baki þér og styðjum eftir fremsta megni. Mundu allar góðu stundimar ykkar Jóns Freys og haltu utan um minn- ingamar, þær em ómetanlegar á erfiðum tímum. Öðmm aðstandendum Jóns Freys sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð varðveiti ykkur í sorginni. „Þegar þú grætur, skoðaðu þá hug þinn aftur og þú sérð að þú grætur vegna þess sem var gleðin í lífi þínu.“ (Kahlil Gibran.) , ÓIi, Ásta, Sigurborg, Óli Magnús og Anna Kristin. Það er síðsumar. Við strákamir að fara á fjöll. Nú er ætlunin að sigla á gúmbát eftir 22 km löngum Langasjó - alveg inn að Vatna- jökli. Jón Freyr samþykkir brosandi að koma með og bætir við: „Það er eins gott að ég fari með til að passa upp á ykkur ef eitthvað kem- ur upp á.“ Þessi minning og mörg hundmð fleiri koma upp í hugann þegar ég hugsa um dýrmæt kynni af góðum dreng. Ég man einnig þegar hann kom eitt sinn á vinnustað okkar beggja og sagði: „Hér vinnur enginn hand- tak það sem eftir er dagsins af því að ég er orðinn pabbi!“ Það skein einlæg gleði úr augum hans. Ávallt síðan hefur Kolbrún verið mikil pabbastelpa og það duldist engum hvaða strengur tengdi þau. Þegar þau komu í heimsókn til okkar í Fannafoldina, sátu þau feðginin alltaf saman. Ég hugsa einnig um það þegar Jón Freyr átti von á Svövu Huld frá námi í Englandi. Hann gat ekki hamið tilhlökkunina að fá ástina sína heim til íslands. Það hefur einnig verið yndislegt að sjá þau saman i þessi allt of fáu ár. Sam- stíga gengu þau saman í fjöru lífs- ins og ýttu fleyi sínu á flot. Áratök þeirra vom jöfn og taktföst út á lífsins ólgusjó. Ég hugsa núna um umhyggju hans fyrir fjölskyldu sinni og vinum. Að eiga vin, eins bjargfastan og Jón Frey, auðnast manni sjaldan nema einu sinni á lífsleiðinni. Á kveðjustund er efst í huga þakk- læti fyrir þann tíma sem hann gaf okkur í þessu lífi. Ég veit að hann er nú kominn í gott skjól hjá móður sinni og systur sem honum þótti svo vænt um. Megi góður Guð sefa sorg Svövu, Kolbrúnar og annarra ástvina Jóns Freys. Minningin um hann lifír áfram með okkur. Alltaf. Halldór Jón Theodórsson og fjölskylda, Fannafold. Af hveiju er heimurinn svona grimmur? Þetta var mín fyrsta hugsun eft- ir að mér barst sú frétt að Jón Freyr hefði látist í hörmulegu slysi. Eina huggunin er sú að honum er ætlað stórt hlutverk fyrir handan sem enginn annar ræður við. Ég kynntist Jóni Frey og Svövu Huld fyrir rúmum fjórum árum og höfum við átt margar gleðistundir saman síðan. Tjaldútilegur, sumar- bústaðaferðir, matarboð og heim- sóknir hafa gert daga okkar svo skemmtilega að í huga mínum er eins og við höfum þekkst svo miklu lengur. Prakkaraskapurinn í Jóni Frey var alltaf til staðar og naut hann þess sérstaklega að plata mig upp úr skónum. Ég man sérstaklega eftir einu skipti þegar ég hringdi og ætlaði að fá að tala vi^Svövu Huld. „Nei, því miður er hún ekki heima, hún fór á fluguhnýtingarnámskeið með pabba sínum.“ Þessu trúði ég að sjálfsögðu ekki en eftir korters sannfæringu kvaddi ég og hafði að sjálfsögðu látið gabbast. Mínútu síðar hringdi Svava skellihlæjandi að uppátæki mannsins síns. Þessa minningu ætla ég að geyma í hjarta mínu ásamt svo mörgum öðrum minningum. Jón Freyr átti marga góða að og þá sérstaklega heitt elskaða eig- inkonu og yndislega dóttur sem voru honum allt. Hann var mikill fjölskyldumaður og hugsaði fyrir öllu ef með þurfti. Fyrir stuttu áttu þau hjónin eins árs brúðkaupsafmæli og vissi hann að það kallast pappírsbrúðkaup. Hann átti engan sinn líka því viku fyrir brúðkaupsafmælið hringir hann til mín og spyr mig hvort ég treysti mér til að útbúa pappírs- blómvönd fyrir sig því hann langi að gleðja Svövu í tilefni dagsins. Svona gæti ég haldið endalaust áfram því uppátæki hans voru svo ótal mörg. Stórt skarð hefur mynd- ast í huga mínum sem seint á eftir að gróa en minningin um ánægju- legar stundir með frábærum vini verður alltaf til staðar. Elsku Svava Huld, Kolbrún, Snorri, Dóra, Doddi og fjölskyldur ykkar allra; Guð veri með ykkur og styrki ykkur öll. Ó, hvar ert þú, ljós sem að lifðir í gær, þú lifir víst enn, þó að bærist þú fjær, því birtan þín hverfur ei bjarta frá mér, né blíðan og varminn sem streymdi M þér. (Vindína.) Guðfinna Rósantsdóttir. Það hvarflaði ekki að nokkrum manni eftir fyrstu knattspymuæf- ingu vetrarins, sunnudaginn 7. september sl., þegar Jón Freyr, sem séð hefur um að halda þessum hópi saman undanfama fímm vetur, til- kynnti okkur um að hann myndi ekki koma aftur fyrr en að nokkrum vikum liðnum vegna þyrluverkefna, hefði mætt á sína síðustu æfíngu. Það er oft eins og það þurfi slys af því tagi sem átti sér stað fyrir austan sunnudaginn 14. september sl. til þess að minna mann á það hversu tilveran getur verið hverful. Þar er ekki hægt að ganga að neinu sem vísu. Þessi staðreynd birtist í sínu tærasta formi, þegar menn í blóma lífsins em kallaðir brott án nokkurra skýringa og eftir stendur mannfólkið með spurningar, sem engin svör fást við. Þegar við félagarnir horfum til baka og minnumst látins félaga, verður myndin um heiðarleika, hreinskilni, einstaka fórnfýsi og hjálpsemi öllu yfírsterkari. Hann hafði í ríkum mæli til að bera þessa eiginieika, sem em að verða alltof sjaldgæfír nú á tímum. Hann virtist alltaf hafa tíma til að hjálpa til og aðstoða, ætti hann þess nokkurn kost; borgun var eitthvað sem hann mátti aldrei heyra á minnst. Það er vandfundinn sá maður, sem sagði skoðun sína á jafn hrein- skilinn og umbúðalausan hátt og Jón Freyr, því ef það var eitthvað sem honum mislíkaði var það óheið- arleiki, yfírborðs- og auglýsinga- mennska. Hann taldi það ekki vera sitt hlutverk að ganga í augu sam- ferðamanna með háttalagi; sem honum var ekki eðlislægt. I sam- skiptum var alltaf öruggt að þú vissir hvar þú hafðir hann; undir- ferli var ekki til. í raun og vem var Jón Freyr einn þeirra manna sem leyfði sér þann munað að vera hann sjálfur, hvað sem öllum ímyndar- sköpunum og tískustraumum sam- tímans leið. Fyrir það ávann hann sér virðingu okkar allra. Undanfarna fimm vetur hefur Jón Freyr haldið utan um þennan hóp, sem að mestu er samsettur af Vestmanneyingum, en þar ólst Jón Freyr upp, sem nú kveður hann með þessum fátæklegu orðum. Fyrir hans atbeina og dugnað höf- um við félagarnir komið saman a.m.k. einu sinni í viku undanfarin ár, auk ýmissa annarra uppákoma sem hann var frumkvöðull að. Það er því ljóst að við fráfall hans hef- ur verið höggvið stórt skarð í okk- ar raðir; skarð sem ekki verður fyllt. Merking gömlu kennisetning- arinnar um „að enginn viti hvað átt hafi fyrr en misst hefur“ hefur kristallast í hugskoti okkar félag- anna undanfarna daga, en eftir stendur minningin um Jón Frey; minning sem geymir mynd af góð- um dreng. Við viljum því senda ljölskyldu Jóns Freys, eiginkonunni Svövu Huld, dótturinni Kolbrúnu, föðurn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.