Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1997 29 ENGINN A HJÓL ÁN HJÁLMS JltargiiiiÞIafeffe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NYTT AFLAMET ISKAFLI íslendinga hefur aldrei verið meiri en á nýliðnu fiskveiðiári, eða alls um 2,2 milljónir tonna. Loðnan er sem fyrr meginuppistaðan í aflanum og nam tæpum 1,3 milljónum tonna, sem er met- veiði eins og heildaraflinn sjálfur. Þorskveiðin nam 210 þúsund tonnum og jókst um 40 þúsund tonn frá árinu áður. Aflaheimildir ársins voru 186 þúsund tonn þannig að um- framaflinn nam 24 þúsund tonnum. Þegar aflatölur eru skoðaðar er tvennt sem vekur sérstaka athygli, annars vegar að veiðar á úthafskarfa og rækju á Flæmingjagrunni drógust verulega saman, svo og hitt, að löndun á bolfisks- afla til vinnslu í landi dróst saman um 30 þúsund tonn og jókst samsvarandi um borð í vinnsluskipunum. Þessi þróun hefur að sjálfsögðu áhrif á at- vinnu fólks í landi. Horfur eru á því, að heildar- afli landsmanna verði áfram mikill á nýbyijuðu fiskveiðiári. Þorskveiðiheimildir hafa verið auknar í 218 þúsund tonn og vonast er til, að aflaheimildir á loðnuveiðum verði ekki minni en á síðasta ári. Ástand helztu nytjastofna er gott, sérstak- lega loðnu og þorsks, og seiða- rannsóknir gefa vonir um, að svo verði áfram á meðan skil- yrði í hafinu eru hagstæð eins og verið hefur. Sérstök ástæða er til að fagna þessum miklu afla- brögðum eftir þann mikla samdrátt, sem sjávarútveg- urinn átti við að stríða um nokkurra ára skeið. Enginn vafi er á því, að fiskveiði- stjórnunin hefur skilað veru- legum árangri, auk þess sem stórbætt lífsskilyrði í sjónum segja fljótt til sín. TVEIR ungir drengir, 12 og 14 ára, liggja alvarlega slasaðir á spítala um þessar mundir eftir að hafa orðið fyr- ir slysi á reiðhjóli. Hvorugur var með hjálm er slysið varð. í Morgunblaðinu í gær er haft eftir lögreglunni að flest börn yngri en 11-12 ára noti reið- hjólahjálma, en þá hætti marg- ir að nota hjálm. í ljósi þeirra fjölmörgu at- vika, þar sem hjálmar hafa bjargað hjólreiðafólki frá al- varlegum meiðslum, fer ekki á milli mála að þetta er mikil- vægt og sjálfsagt öryggistæki. Ábyrgð foreldra á því að börn þeirra eigi og noti hjálma er að sjálfsögðu mikil. En við full- orðna fólkið erum líka hvert og eitt, hvort sem við eigum börn eða ekki, mikilvæg fyrir- mynd. í könnun, sem Slysavarnafé- lag íslands gerði í fyrra á bún- aði fullorðinna hjólreiða- manna, kom í ljós að aðeins um þriðjungur þeirra notaði öryggishjálm. Það er vonlítið að börn og unglingar fáist til að gæta að eigin öryggi, sjái þau fullorðna fólkið haga sér með þessum hætti. Kannski er ástæða þess að unglingarnir hætta að nota hjálm sú að þeir halda að þann- ig eigi fullorðið fólk að haga sér. Ekkert er fjær sanni. í Bókmenntaþáttum segir: „Hér er því við að bæta að góður rit- höfundur skrifar slíka ræðu eða samtal (eins og höfð er eftir Þor- varði Þórarinssyni í Þorgils sögu) sem eigin reynslu eða upplifun en ekki eins og páfagauk- ur. Auk þess er samsetning með orðinu horn að öllum líkindum ætt- uð úr Dölum vestur. Þessar sam- setningar hafa því áreiðanlega verið Sturlu Þórðarsyni eiginlegri en Þor- varði Þórarinssyni". Hornungur merkti í fornu máli frillusonur. Hann var afskiptur þeg- ar arfi var deilt. Þá gat homungur verið svipaðrar merkingar og horn- reka eða homkona. Orðið kemur fyrir í Laxdælu: „Hefír hann nú sýnt að hann vill ei vera hornungur lengur þess, er hann átti...“ (þ.e. Hrútur, föðurbróðir Hallgerðar). Með hornvon er átt við að setja einhvern til hliðar. Þá er púta ekkisíður athyglisvert orð í Njálu og samkvæmt Fritzner merkir það: portkona, skækja, og kemur allvíða fyrir í fornum ritum, t.a.m. Morkinnskinnu og Heilagra- manna sögum þarsem það er útmál- að fjálglegum orðum. Þetta er líka drastískt orð og vægðarlaust sem árétting við hornkerlingu í Njálu. En höfundur sögunnar vissi hvað hann söng, þegar hann grípur til þess í frásögn sinni. Sízt af öllu vildi Hallgerður lang- brók vera homkerling; hún vildi það ekkifrekar en Hrútur föðurbróðir hennar vill vera hornungur. Horn í samsetningum ýmiss konar var eit- ur í beinum ættmenna Höskulds Dala-Kollssonar vestur í Breiða- fjarðardölum. Ástæðan er sú, að Jómnn, móðir Hallgerðar, undi því ekki að Melkorka hin írska, frilla Höskulds, manns hennar, og móðir Ólafs pá væri á Höskuldsstöðum og hrökklaðist hún þá að Melkorku- stöðum sem fóru í eyði, en voru byggðir aftur upp sem Hornstaðir. Jörðin hefur e.t.v. þegar gengið undir því nafni er Sturlunga, Lax- dæla og Njála voru skrifaðar. Á Homstöðum hafði Melkorka verið homkerling í vitund þeirra sem lifðu á sturlungaöld. Hallgerður hafði sízt af öllu þann metnað að vera einskonar arf- taki frillu föður síns í þeim efnum, þótt Melkorka hafí verið konungsdóttir. Samtímamenn njáluhöfundar skildu skilaboðin hvaðsem okkur líður. Sá höfundur sem leggur Hall- gerði langbrók þau orð í munn þeg- ar langt er liðið á 13. öld, að hún vilji engin hornkerling vera, hefur orðin hornungur og homvon í huga og skírskotar í alkunn munnmæli til að lýsa eðlilegum viðbrögðum hennar. Hann hefur vissa samúð með þessu andlega afkvæmi sínu og er harla stoltur af því í aðra röndina. Hann nefnir hana til sög- unnar með þeim orðum að hún sé kvenna fríðust sýnum og mikil vexti og því langbrók kölluð, fagurhár og örlynd, en skaphörð einsog Hildi- gunnur. Höskuldur er hreykinn af þessari dóttur sinni og lýsir henni svo, að hún sé kurteis kona og yfír- litsgóð, þótt hörð sé í skapi. Skap- harkan hefur ekkisízt átt rætur að rekja til þeirrar smánar sem Hösk- uldur gerði henni og fólki hennar með niðurlægjandi kvennafari fyrir allra augum. Og skapið bitnar ekki- sízt á þeim karlmönnum sem hún gengur til fylgilags við. Það er arf- ur úr föðurhúsum. Njáluhöfundur lýsir inní uppmna Hallgerðar, þessarar stórlátu per- sónu sinnar, með dulbúinni viðmið- un við hornrekuna á Melkorkustöð- um, eða Homstöðum, og vísar til gamalla sárinda þeirra mæðgna, hennar og Jómnnar móður hennar, þvíað Melkorka var vissulega þyrn- ir í holdi þeirra og allrar ættarinnar augsýnilega og orsök þess særða stolts sem Hallgerður reyndi að skýla, en gat ekki, þrátt fyrir hlýjan hug sem hún bar til föðurins og hálfbróður, Ólafs pá. Það er ekki Njála ein sem bregð- ur ljósi á alla þessa þætti. Hún er einungis ein hlið þessarar saman- slungnu sögu úr Breiðafjarðardöl- um. Hinar blasa við okkur í Lax- dælu og Gunnlaugs sögu orms- tungu og fleiri ritum sem sturlung- ar hafa ritstýrt og skrifað útúr ætt sinni í Snorrungagoðorði. Það er höfðingi úr Dölum vestur sem leikur þessa fléttu af fingrum fram í Njáls sögu og ætlazt til að allir skilji, hvað fyrir honum vakir og það fyrren skellur í tönnum. í orðaleiknum um horn-samsetning- amar eru vísanir sem segja meiri sögu en við blasir á yfírborðinu; sögu mikilla sálrænna átaka sem nýtast höfundi ekkisíður en sálar- flækjur annarra áhrifavalda þess- ara listilegu smásagna sem Njáls saga er ofín úr, harmsögulegra persóna einsog Skarphéðins og þá ekkisíður Marðar Valgarðssonar sem felur sig í vefnum, skuggalaus einsog nóttin. Þannig er listaverkið fléttað sam- an úr mörgum smásögum sem mynda að lokum eina heild eins og mósaikmynd. Hallgerður 1 lætur hvorki Berg- þóru né nokkurn annan setja sig niður á Hornstaði þarsem frilla föð- ur hennar hafði búið í vitund al- mennings. Hún ver reisn sína af grimmd, ef ekki vill betur til. Eng- inn holar henni niður í niðurlægj- andi homið hjá Melkorku. Hún var réttgefin Gunnari; honum samboð- in, en engin hornkerling eða púta; engin Melkorka hvaðsem hyskið á Bergþórshvoli sagði(!) Hitt er svo annað mál að Gunnar maður hennar fullnægði ekki stór- lyndi hennar. í þessa ófullnægju hleypur ofvöxtur sem verður með tíð og tíma óupprætanlegt sálar- mein. Þetta sár er með sínum hætti álíka banvænt umhverfinu og ófull- nægður metnaður Marðar. Slíkar meinsemdir eru efínviður í harm- leik, ekkisízt þegar menn gera sér far um að strá salti í sárið og mis- skilja þá þætti sálarlífsins sem nauðsynlegt er að skilja. Höfundur Brennu-Njáls sögu heldur með þetta veganesti úr um- hverfí sínu við Breiðafjörð inní blóði drifinn örlagavef sögu sinnar. M. HELGI spjoll Æ TTFRÆÐIA- hugi fólks hef- ur aukizt mikið hin síðustu ár. Ljóst er þó að ættfræðiáhugi hefur lengi blundað undir niðri með íslendingnum, en tilkoma tölv- unnar og gagnlegra forrita til þess að geyma upplýsingar um fólk, hefur auðveld- að mjög vinnu við ættfræði. Sannast að segja er nær ótrúlegt að hugsa til þess, hvernig hinir gömlu ættfræðingar fóru að því að halda utan um þær upplýsingar, sem þeir söfnuðu á spjöld og hvernig þeir fóru að því að hafa yfirsýn yfir þær upplýs- ingar sem þeir söfnuðu. Nú sér tölvan um þetta. Menn vista hvern einstaklinginn á fætur öðrum inn í ættfræðiforritin og síð- an geta menn spurt tölvuna um skyldleika einstaklinganna, látið tölvuna mynda niðjatöl eða áatöl, rétt eftir því sem við á. Og ekki stendur á svarinu, tölvan setur þetta allt upp á skipulegan hátt í einni svipan. Með tilkomu tölvunnar hefur ættfræði- áhugi færzt mun neðar í aldursstigann. Hér áður fyrr fengu menn vart áhuga á ættfræði fyrr en þeir voru komnir um eða yfír miðjan aldur, en tölvan hefur fært yngri kynslóðum áhugann á ættfræði. Er það vel, því það er hveijum manni nauðsyn- legt að vita hver hann er og hvaða meiðar standa að honum. Ættfræði hefur einnig nýzt til vísindarannsókna og þá einkum í erfðagreiningu sjúkdóma og hafa vísinda- menn heimsins því beint augum sínum á siðari árum æ meir til íslands, þar sem þekking á ættfræði er meiri en gengur og gerist. Sagt er, að ættfræðiþekking íslendinga sé svo einstæð að aðeins tvær ættir í ver- öldinni geti státað af jafnmiklum upplýs- ingum um áa sína og íslendingar. Þessar ættir eru annars vegar keisaraættin í Kína og hins vegar þeir, sem eru afkomendur spámannsins Múhameðs. Meðal araba var ættfræði afar mikilvæg þegar löngu fyrir fæðingu spámannsins. Ættgöfgi lýsti stöðu fólks í samfélaginu. Múhameð var af ætt Quraish og allt fram á 17. öld varð íslamski kalífínn að vera af þeirri ætt. Enn í dag er það ákveðið stöðutákn að geta rakið ætt sína til Múhameðs og bera niðj- ar hans grænan eða svartan túrban og mittislinda. Shítarnir t.d., en ayatolla Khomeni var einn þeirra, þekkjast t.d. á svarta litnum og þeir hafa afar mikinn áhuga á ættfræði. Hver íslendingur, sem vill rekja ætt sína, getur fengið áatal eða framætt, sem telur hóp manna, sem er á bilinu 4.000 til 5.000 manns og er það einstætt. Engin þjóð getur státað af slíkri þekkingu á upp- runa sínum og ættum. Hvers vegna þessi áhugi? mikill að fornu? Því svarar Sigurður í áður- nefndu ávarpi og nefnir, að Ari fróði hafí ritað íslendingabók líklega á milli 1120 til 1130 og segir í formála að hann hafi ritað bókina „of hið sama far og eldri gerð ritsins fyrir utan ættartölu og kon- ungaævi“. íslendingabók endar á orð- unum: „Hér lýkst sjá bók“ og taka við tvær ættartölur biskupa íslendinga og ætt Ara sjálfs, en hún geymir nöfn langfeðga Ynglinga og Breiðfirðinga. Ættfræðin er nátengd upphafi ritaldar, segir Sigurður og var þar með skipað á bekk með því sem mikilvægast var talið að festa á bók. Hann telur að segja megi að hún kallist móðir íslenzkrar sagnaritun- ar. Hann segir: „Ættin er elzti félagsskapur manna og verður til á undan skipulegu lögbundnu þjóðfélagi. Og löngu eftir að komið hefur verið á það nokkurri skipan heldur ættin áfram að vera einhver mikilvægasta stofn- un þess. Þetta má ráða af skipan íslenzka þjóðveldisins. Framfærsla manna hvíldi á ættinni. Skyldan var því ríkari sem skyldleiki var nánari, en hann var í þessu tilfelli rakinn allt til fimmmenninga, en þá tók hreppur- inn við. Auk kirkjunnar var hann helzta félagsmálastofnun þjóðveldisins. Lögráð voru bundin við ættina. Nánasti lögráða- maður barns var faðir, síðan bróðir sam- feðra, þá móðir og því næst sá erfíngi sem næstur stóð til arfs. Réttur til fjárvörzlu fór eftir því hversu náinn skyldleiki var, en það var hagsmunamál, því sá sem varð- veitti fé ómaga naut vaxta af því. Erfðir voru einungis reistar á skyldleika og í lög- um þjóðveldisins eru ýmis ákvæði, sem takmarka ráðstöfunarrétt manna yfir eign- um sínum, enda stefndi löggjöfin að því að halda eignum í ætt. Skyldleiki til fimmta liðar var upphaflega hjúskapartálmi, en var færður til fjórmenninga eftir Latran- kirkjuþingið 1215. Kynmök milli ættingja voru bönnuð og þung viðurlög voru við frændsemis- og sifjaspellum. Skyldleiki í þriðja lið olli vanhæfí til setu í dómi eða kvið. Síðast en ekki sízt má nefna, að sá sem vildi tryggja eignarrétt sinn, einkum á löndum, sem hann hafði fengið að erfð- um, varð að kunna skil á ætt sinni. Ættar- talan varð ígildi þinglýstra eignarheimilda nú á dögum. Er mjög líklegt, að tilefni að ritun Landnámabókar hafí að minnsta kosti öðrum þræði verið að tryggja eignar- heimildir með skrásetningu - og þar með hafí höfðingjaættirnar ekki sízt verið að tryggja eigin hagsmuni." Ættfræði- áhugi minnkar um tíma AHUGAMENN um ættfræði eiga með sér félagsskap, sem er Ættfræðifé- lagið. Það gefur út fréttabréf, sem kemur út reglulega og þar er birtur ýmislegur fróðleikur um þessa fræðigrein. Félagið varð 50 ára á árinu 1995 og að því tilefni fékk félagið Sigurð Líndal lagaprófessor th þess að ávarpa afmælisfund félagsins. í félaginu eru nú um 700 manns. Sigurður Líndal flutti erindi, þar sem hann fjallaði um gildi ættfræðinnar og sagði m.a. að lögfræðingar hefðu lagt dijúgan skerf til ættfræði í gegnum tíð- ina. Nefndi hann m.a. Jón Espólín sýslu- mann, Jón Pétursson yfirdómara, Magnús Stephensen landshöfðingja, Klemens Jóns- son landritara, Pál Eggert Ólason prófess- or, Agnar Klemens Jónsson ráðuneytis- stjóra og sendiherra og Einar Bjarnason ríídsendurskoðanda. Hann var árið 1969 skipaður prófessor í ættfræði og gegndi því til ársins 1977. Embættið var innan lagadeildar og bundið nafni Einars. En hvers vegna var ættaráhugi svo REY K JAVIKURBREF Laugardagur 20. september asta farsótt, sem yfír ísland hefur gengið, geisaði hérlendis á árunum 1402 til 1404. I kjölfar hennar varð einnig vakning á ættfræði vegna erfðamála. Heilu ættirnar bókstaflega þurrkuðust út í sóttinni og upp úr henni eru dæmi um erfðir eigna í fimm- menning. Áhugi á ætt- fræði nú AF OFANRITUÐU má m.a. sjá að ætt- in hefur verið horn- steinn þjóðveldisins og á henni hefur byggst allt það vel- ferðarkerfí, sem gert hefur þetta tímabil svo áhugavert og einstætt. Enginn mátti líða skort án þess að kæmi til kasta ættmenna. En með auknum áhrifum kirkj- unnar dregur úr mikilvægi ættarinnar, einkum með baráttu kirkjunnar gegn ver- aldlegu valdi. Litið var á kirkjuna sem persónu að lögum og Sigurður segir, að henni hafi fylgt embætti óháð þeim, sem hveiju sinni gegndi því. Hún var stofnun, sem með fyrirmælum um ókvæni klerka skar á ættartengsl. Þeir áttu ekki börn eða börn þeirra urðu ekki arfgeng. Fólk var hvatt til erfðagerninga sér til sálar- heilla og með því var smuga opnuð til þess að eignir söfnuðust til kirkjunnar. Hlutur ættarinnar dvínaði og um tíma virð- ist svo sem menn hætti að hafa áhuga á ættfræði og gat myndast í upplýsingar um ættir um 1250. Þetta ástand varir í um tvær aldir eða þar til ættartöluritun hefst með auknum krafti með bömum Jóns biskups Arasonar. Þetta á vafalaust rót að rekja til harðvítugra átaka um erfða- rétt milli voldugustu ætta landsins á síð- ari hluta 14. aldar og á 15. og 16. öld. Svarti dauði, sem er einhver mannskæð- FYRIR RÚMUM áratug vaknaði áhugi á ættfræði hjá ungum tölvu- fræðingi, Friðriki Skúlasyni, sem vegnað hefur vel í sölu á veiruvarnarforritum. Ættfræðiáhuginn var tómstundagaman og hann skrifaði forrit, sem hann nefndi Espólín og er sér- hannaðfyriríslenzkaættfræðigrúskara.Naf nið á forritinu kemur frá Jóni Espólín sýslumanni, sem var mikilvirkur ættfræð- ingur. Hann var frá bænum Espihóli í Eyjafjarðarsveit og þaðan er ættarnafn hans komið. Allt í einu gátu menn náð tökum á ættfræðinni með aðstoð tölvu og þetta forrit varð strax mjög vinsælt meðal áhugamanna um ættfræði. Raunar vakti það áhuga margra á greininni, manna, sem ekkert höfðu áður hugsað um ættfræði. Allan þennan tíma hefur Friðrik safnað upplýsingum inn á forritið og í júnímánuði síðastliðnum kom fram í fréttum, að hann hefði vistað í gagnagrunn upplýsingar um 520 þúsund Islendinga, lífs og liðna. Er talið, að þar sé hann kominn með upplýs- ingar um nálega þriðjung allra íslendinga, sem uppi hafa verið. Víst er að aldrei verð- ur unnt að tæma þá upptalningu, því fyrr á öldum hirtu menn oft eigi um að rekja almúgaættir, m.a. vegna þess, að þar var um að ræða fátækt fólk og því ekki um að ræða neinar erfðir. Fyrirtækið íslensk erfðagreining hefur séð fyrir nytsemi þessa gagnasafns og því hefur það hafið samvinnu við Friðrik um að styrkja þessa vinnu sem áður var ein- ungis tómstundaiðja, svo að unnt yrði að ljúka verkinu. Kostnaður við gerð safnsins mun hlaupa á einhverjum tugum milljóna króna. Draumurinn er að unnt verði að rekja ættir allra íslendinga. Gert er ráð fyrir að tvær útgáfur verði að þessu safni, önnur fyrir íslenska erfðagreiningu, en hina ætlar Friðrik að gefa út á geisladiski til almennrar sölu. Guðmundur Sverrisson yfírmaður upplýsingasviðs íslenskrar erfðagreiningar hefur lýst því, að þessi gagnagrunnur muni valda mikilli breyt- ingu á starfsháttum fyrirtækisins, sérstak- lega þegar fram í sækir. Þannig mun þetta gagnasafn Friðriks þjóna læknisfræðileg- um rannsóknum í erfðafræði. Efasemdir um tölvu- skráningu LISTMÁLARINN Pavlov frá Jakútíu málar í Vestmannaeyjum Morgunblaðið/Rax NÝLEGA GAF Tölvunefnd út skýrslu um starf- semi sína fyrir árið 1996. Þorgeir Ör- lygsson lagapró- fessor og formaður nefndarinnar fjallar þar um ýmis áhyggjuefni fólks í sambandi við skráningu persónuupplýsinga. Hann segir í formála skýrslunnar, sem hann nefnir „Um friðhelgi einkalífs, vernd per- sónuupplýsinga og hlutverk Tölvunefnd- ar“, að sá málaflokkur, sem fyrirferðar- mestur sé á dagskrá nefndarinnar, sé upp- lýsingar um skráningu heilsufarsupplýs- inga. Ásókn í slíkar upplýsingar hafi stór- lega aukizt og nýjar tækniframfarir, sér- staklega á sviði erfðagreiningar, geri slík- ar upplýsingar verðmætari en flestar aðrar upplýsingar, sem til persónuupplýsinga teljist. Erlendis hafí borið á því, að menn, sem stunda viðskipti, hafí sózt eftir upplýs- ingum um einstaklinga með tiltekna erfða- eiginleika, í því skyni að útloka þá frá viðskiptum við sig. Þorgeir Örlygsson segir: „Þessi dæmi sýna, að persónuupplýsingar má nota bæði til góðs og ills. Það er hægt að nota upplýsingar um erfðaeiginleika til lækn- ingar, og er það til góðs. Til ills er hægt að nota slíkar upplýsingar, þegar farið er að nota þær til þess að útiloka einstakl- inga í þjóðfélaginu frá því að geta notið samfélagslegrar þjónustu í sama mæli og aðrir þegnar þjóðfélagsins gera. Annar málaflokkur, sem er nýr af nál- inni, er söfnun og skráning upplýsinga í þágu útgáfu ættfræðirita og ýmissa starfs- stéttatala. Tölvpnefnd verður þess vör í störfum sínum, að í vaxandi mæli hafa einstaklingar áhyggjur af þeirri skráningu, sem fram fer í slíkum tilgangi. Nú er það að vísu svo, samkvæmt 2. gr. tölvulaga, að skráning í þágu æviskrárrita fellur utan gildissviðs laganna. Eigi að síður er tekið fram í skýringum við þá lagagrein, að við slíka skráningu verði að gæta grunnreglna um friðhelgi einkalífs. Þær spurningar, sem einkum brenna á mönnum í þessu sambandi, eru aðallega tvær. í fyrsta lagi, hvort skrásetjarar og útgefendur slíkra rita hafí fullt og óskorað vald til þess að ákveða sjálfir, hvort tiltekinn maður, gegn vilja sínum, er tekinn með í slíkt rit, ef hann á annað borð tilheyrir ákveðinni ætt eða tiltekinni starfsstétt. í öðru lagi hvort sá, sem upplýsingarnar varðar, geti ekki að einhveiju leyti ráðið því sjálfur, hvaða upplýsingar um hann birtast í slíku riti. í þessu sambandi er mörgum spurningum ósvarað, og bíða nú ákvörðunar á borði Tölvunefndar nokkur mál af þessu tagi. Ekki er ætlunin hér að leggja mat á rétt- indi skráðra aðila að þessu leyti, en rétt er þó að leggja á það áherslu, að í þessu sambandi sem öðru hlýtur einstaklingurinn að hafa nokkurt forræði um það, hvers konar upplýsingar um hann birtast í slíkum ritum.“ lagt lögbann við því að umræddar upplýs- ingar um foreldra kjörbarnsins yrðu birt- ar. Var krafa hans reist á 66. grein stjórn- arskrárinnar um friðhelgi heimilis, sem er sama ákvæðið og er nú í 71. grein hennar um að „Allir skulu njóta friðhelgi einka- lífs, heimilis og fjölskyldu“, svo og þeirri reglu, sem fram kæmi í 229. grein al- mennra hegningarlaga um vernd gegn uppljóstrun um einkalíf borgaranna. Af hálfu höfundanna var þessu mótmælt, en dæmt var samkvæmt grunnreglum laga um þagnarvernd einkalífs og að læknirinn ætti rétt á að nöfn foreldra kjörbarnsins yrðu ekki birt í ritinu. Var lögbannið því staðfest. í hæstaréttardómnum var þó ekki vikið að tilvitnaðri grein stjórnar- skrárinnar. Þeir Lárus og Vilmundur voru mjög ósammála þessari niðurstöðu dómskerfis- ins og lýstu því í löngum formála að rit- inu, þar sem þeir sögðu m.a. að skorinorð fyrirmæli stjórnarskrár til tryggingar æv- arandi og ótálmuðu prentfrelsi á íslandi og önnur lagafyrirmæli, sem í sömu átt ganga, svo sem hveijum einum heimiluð birting opinberra skjala, „eru í þessu til- viki marklausir bókstafír að engu haf- andi. Einu röksemdimar fyrir því að kjör- foreldrar eigi kröfu á „þagnarvernd", er taki til ættfærslu kjörbarna þeirra er að finna í hinum staðfesta héraðsdómi, þar sem segir að ættleiðing sé „nokkurt við- kvæmnismál þeirra, sem hlut eiga að máli, og tengt persónulega einkalífi, enda tilkoma hennar með margvíslegu móti.““ Sagt er, að ætt- fræðiþekking Is- lendinga sé svo einstæð að aðeins tvær ættir í ver- öldinni geti státað af jafnmiklum upplýsingum um áa sína og Islend- ingar. Þessar ætt- ir eru annars veg- ar keisaraættin í Kína og hins veg- ar þeir, sem eru afkomendur spá- mannsins Múha- meðs. Deilt um upplýsingar í stéttartali ARIÐ 1970 KOM út önnur útgáfa stéttartalsins „Læknar á íslandi", allmikið ritverk í tveimur bindum. Ritið náði þó ekki nema til ársins 1964 og var það m.a. vegna þess að deilur höfðu orðið um útgáfu þess, sem fóru fyrir dóm- stóla. Dómsmálin töfðu útgáfuna. Höfund- arnir, Lárus H. Blöndal bókavörður og Vilmundur Jónsson fyrrum landlæknir, höfðu í gagnaöflunarskyni sent læknum eyðublað, þar sem m.a. var óskað upplýs- inga um börn þeirra. Var þess óskað að gefnar væru upplýsingar um foreldra kjör- barna. Læknir, sem ættleitt hafði barn, gat þess, er hann endursendi fyrrgreint eyðublað, að barnið væri kjörbarn, en svar- aði eigi hveijir væru foreldrar þess. Höf- undarnir öfluðu sér þá upplýsinga um þetta úr þjóðskrá og hugðust birta í ritinu. Læknirinn ásamt fleiri læknum fékk þá ■■■■■■■■■■ ALLAR ÞESSAR Nauðsyn bollaleggingar J syna, að aldrei er reglna nægilega varlega farið með skrán- ingu persónulegra upplýsinga um fólk. Samkvæmt 2. grein tölvulaganna, sem sett voru á árinu 1989, er skráning í þágu æviskrárrita utan gildissviðs laganna og því kannski ekki beint á verksviði Tölvu- nefndar. Engu að síður þarf eitthvert stjórnvald að setja þarna reglur, t.d. hvað heimilt sé að skrá og hvernig skuli haga vinnubrögðum við gerð niðjatala. Kannski ætti það að vera hlutverk Ættfræðifélags- ins að setja sér siðareglur í þessu efni, sem ættfræðiskrásetjarar gætu haft .til hlið- sjónar. Það er ef til vill ekki auðvelt að setja slíkar reglur. Eitt er viðkvæmt hjá Pétri og annað hjá Páli, en einhveijar viðmiðun- arreglur verða að vera til nú, þegar gerð niðjatala er orðin svo almenn í þjóðfélaginu - og auðveld með tilkomu tölvunnar og handhægra ættfræðiforrita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.