Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Hversvegna hafa Afríkumenn stungið aðra hlaupara af á hlaupabrautum heimsins? HLAUPARAR af afrísku bergi brotnir sönnuðu enn einu sinni í sumar hversu djúp gjá hefur myndast á milli þeirra og hlaupara annarra þjóða. Þeir hafa ekki einatt nær undan- tekningarlaust komið fyrstir í mark heldur settu þeir einnig 11 heimsmet íhlaupagreinum, þar af sjö á tólf daga kaf la í ágústmánuði. Þar með eru tal- in met Danans Wilson Kipket- ers sem fæddur er og uppalinn í Kenýa, en flutti þaðan fyrir nokkrum árum. Þó svo hann eigi lögheimili sitt í Danmörku dvelur hann þar einungis nokkra daga á ári, en eyðir stærstum hluta ársins í Bandaríkjunum við æfingar sem byggðar eru upp á sama hátt og fyrrum landar hans byggja sínar æfingar auk þess sem grunnur hans kemur frá Afríku. Heimsmet fyrrverandi og núver- andi Afríkumanna í hlaupa- greinum voru þau einu sem sett voru í karlaflokki á keppnistímabil- inu sem nú er nær því lokið. Tvö þeirra komu í 800 m hlaupi hjá Kipketer auk þess sem hann jafn- aði 16 ára gamalt heimsmet Bret- ans Sebastians Coe einu sinni áður en hann lét til skarar skríða gegn því. í tvígang voru heimsmetin í tveggja mílu hlaupi bætt og í síð- ara skiptið var vegalengdin farin á skemmri tíma en 8 mínútum, 32 árum eftir að ein míla var fyrst hlaupin undir 4 mínútum. Einnig var metið í 3.000 m hindrunar- hlaupi bætt tvisvar og þar með bættust tveir hlauparar, Kenýu- menn, í flokk með Moses Kiptanui sem einn hafði hlaupið greinina á skemmri tíma en 8 mínútum fyrir keppnistímabilið. Síðast en ekki síst litu tvö heimsmet dagsins ljós í 5.000 og 10.000 m hlaupi. Ljóst er að sumrið 1997 mun lengi lifa í minningu hlaupara í Afríku og þeirra kynslóða sem á eftir þeim kemur. Ólíkar þjálfunaraðferðir Aðallega eru það fjórar þjóðir Afríku sem setja mark sitt á hlaupabrautirnar um þessar mund- ir og hafa nær alveg skilið Evr- ópubúa, svo dæmi sé tekið, eftir. Þetta eru Kenýa, Eþíópía, Marokkó og Aisír, en einnig á þjóð eins og Búrúndi mjög frambærilega hlaup- ara. En hver er skýringin á því að Afríkumenn hafa stungið aðra af á síðustu árum? Eflaust er engin einhlít skýring á því, en margt bendir til að lykillinn að velgengn- inni sé fólginn í þjálfunaraðferðun- um sem eru ólíkar þeim sem ger- ast t.d. í Evrópu. Einnig er það upplagið í hvetjum og einum auk hugsunarháttarins hjá ungum hlaupurum sem eru farnir að venj- ast því að landar þeirra séu þeir allra bestu. „Ég var fæddur til að verða meistari," segir Moses Kiptanui, fremsti hindrunarhlaupari Kenýu sl. ár og fyrrum heimsmethafi í greininni auk þess sem hann átti um tíma heimsmetið í 5.000 m hlaupi. „Þess vegna og einnig vegna þjálfunarinnar hef ég náð eins langt og raun ber vitni.“ Hæfileikar og þrotlaus vinna er hans svar og víst er að margir land- ar hans geta sagt hið sama. Gríðar- leg ósérhlífni virðist skilja Afríku- mennina frá öðrum hlaupurum, þeir æfa í hópum og hlaupa að jafnaði 200 km á viku. „Af hvetju erum við svo góðir?“ segir Kiptanui. „Að verða meistari í hlaupum kostar svita, blóð og jafnvel tár í a.m.k. fimm ár. Það er samt ekki allt. Uppeldi okkar er gjörólíkt því sem tíðkast í Evr- ópu og við erum heldur ekki eins góðu vanir í daglegu lífi. Mörgum Evrópubúum líkar illa að vera lengi ijarri heimili sínu og öllum þægind- unum. Því er ólíkt farið hjá okkur, við erum fjarri heimilum okkar um langan tíma bæði á æfingatímabil- ÞRÍEYKIÐ sem englnn hefur átt mögulelka á aö fylgja eftir í 3.000 m hlndrunarhlaupl á keppn- istímabilinu, frá vlnstrl: Wilson Boit Kipketer, sem varö helmsmeistari í Aþenu og bættl heims- metlð í Ziirich skömmu síðar, Bernard Barmasai og Moses Klptanui. Kostar svita, blóð og jafnvel tár í a.m.k. fimm ár að verða meistari inu og eins á keppnistímabilinu. Síðast en ekki sist æfum við í hóp- um, sem hefur mikla kosti að mínu mati, það er nokkuð sem fáir aðrir hafa tamið sér. Þannig styðjum við hver annan og stundum bæði já- kvæða og neikvæða gagnrýni hver á annan og æfingaáætlanir okkar.“ Kiptanui á búgarð í Kenýa þar sem kona hans býr ásamt nokkrum börnum þeirra. Hann segist vera heima hjá sér í tvo mánuði á ári því auk þess að æfa sjálfur hefur hann umsjón með þjálfun margra hlaupara frá heimalandinu, þ.á m. Daniels Komens heimsmethafans unga í 5.000 m hlaupi og fyrsta mannsins sem hleypur tvær mílur að skemmri tíma en 8 mínútum. „Ég hef hvorki þjálfað né æft með hæfileikaríkari manni en Komen,“ segir lærimeistarinn. „Hann hlust- ar, spyr og hlýðir vegna þess að hann vill vita meira og verða enn betri. Komen getur sett heimsmet hvenær sem er.“ Hann er einstakur hlaupari og hefur oft verið líkt við Marokkómanninn Said Aouita sem var upp á sitt besta á síðari hluta síðasta áratugar. Komen getur líkt og hann ógnað öllum heimsmetum frá 800 upp í 10.000 m. „Kiptanui er mér mikilvægur, ég æfí með honum og reyni að feta í fótspor hans. Það er lykillinn að árangri mínum," segir Komen um þjálfara sinn. „Fáir hlauparar frá Evrópu æfa í hópum, en þeir sem hafa reynt það eins og Þjóðveijarnir og Spán- veijarnir hafa tekið framförum við það,“ segir Kiptanui. „Spánverjar hlutu gull og silfur í maraþon- hlaupi á HM í sumar, Fermin Cac- ho, Spáni, varð annar í 1.500 m hlaupi á sama móti og Dieter Bau- mann sem æfði með okkur í Kenýa sl. vetur bætti nýverið Evrópumet- ið í 5.000 m hlaupi.“ Ódýr kostur Kiptanui heldur fast við þá skoðun að æfa í hópum sé best fyrir alla og bendir á árangurinn sem talar sínu máli. „Auk þess er þetta fyrir- komulag ódýrt og gott fyrir unga hlaupara sem ekki hafa efni á að ráða sér þjálfara. Þegar þeir koma inn í hóp eins og okkar fá þeir allar upplýsingar sem þeir þurfa og geta komist í fremstu röð fyrir lítið fé.“ Hann segist ekki sjá nein mörk á því hversu hratt menn geta hlaupið, svo fremi sem þeir æfi rétt og ieggi mikið á sig. Ég þekki ekki þjálfunar- aðferðir Evrópumanna til hlítar en mér sýnist að þeir hlaupi ekki nógu mikið og séu ekki tilbúnir að leggja eins mikið á sig til að ná árangri og við. Auðvitað eru til undantekn- ingar eins og þær sem ég nefndi áðan.“ Kiptanui nefnir sem dæmi hinn þýska Baumann sem æfði með Kenýamönnum í fyrravetur og síðan Bretann Andrew Pearson er einnig kom og æfði um tíma, en gafst snemma upp. „Hann treysti sér ekki til að æfa eins og við gerðum, hvem- ig getur hann þá ætlast til þess að ná árangri?" Steve Cram frá Bretlandi og heimsmethafí í 1.500 m hlaupi og mfluhlaupi á síðasta áratug segist hafa notað báðar aðferðir við þjálf- un, æft jafnt einn síns liðs og einn- ig með öðrum. Hann er ekki sam- mála þeirri fullyrðingu að Evrópubú- ar séu upp til hópa værukærir og ekki tilbúnir að leggja hart að sér til að ná árangri. Með hliðsjón af árangri Kenýumanna segir Cram hins vegar að það gæti hjálpað mik- ið að æfa í hópum. „Hópæfingar geta hjálpað mikið og ég tel að of margir Evrópubúar séu að æfa upp á eigin spýtur og við getum margt lært af þjálfunar- aðferðum annarra, en það er engin ein leið til á toppinn og þar skipta hæfileikar einnig máli. Hinsvegar tel ég ljóst að Afríkumenn eiga eftir að vera þeir bestu í millivega- og langhlaupum á næstu árum líkt og síðustu ár um leið og þeir bæta heimsmetin jafnt og þétt.“ Verðum að leika agað „MÉR leist vel á svissneska liðið, en það erjafnljóst að við verðum að gæta okkar vel gegn þeim og leika agaðan leik,“ sagði Þor- björn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattieik, en hann er ný- kominn frá Sviss þar sem hann sá heimamenn gera í tvígang jafntefli við Pólverja, 25:25 og 20:20. Næsta verkefni íslenska lands- liðsins er undankeppni Evrópu- mótsins o g fyrstu andsæðingar þess eru Svisslendingar. Fyrri leikurinn verður hér á landi á miðvikudaginn kemur og sá síð- ari ytra fjórum dögum síðar. Þorbjörn telur líklegt að Sviss- lendingar verði keppinautur ís- lenska liðsins um annað sætið í riðlinum, en tvö efstu sætin veita þátttökurétt í lokakeppni Evr- ópumótsins á Ítalíu næsta vor. Einnig eru Litháar og Júgóslavar með í riölinum. „Aðalmaðurinn þjá þeim er sem fyrr Marc Baumgartner og hann var bara með í fyrri leikn- um. Þá snerist leikur liðsins mik- ið í kringum hann. í síðari leikn- um fékk ég meira að sjá hvað aðrir geta og það var kærkom- ið.“ Þorbjörn sagði svissneska liðið ekki vera hávaxið. „Leik- menn er stuttir og mjög snöggir og því ljóst að við verðum að leika góða vöm gegn þeirn." Þeir brydda hins vegar ekki upp á íjölbreytni í vöminni þar sem eingöngu er leikin flöt 6-0 vörn. „Aðalmarkvörðurinn er mjög góður og hann gæti reynst okkur óþægur Ijár í þúfu, sýnist mér.“ Þorbjöm telur möguleika' ís- lenska liðsins gegn Sviss vera góða. „Til þess verðum við að koma af fullum krafti í leikina og einbeitingin þarf að vera al- gjör.“ Þorbjöm tilkynnir lands- liðshópinn vegna leikjanna tveggja á mánudaginn og kemur hann saman til æfrnga á þriðju- daginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.