Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1997 25 skálps kom tU íslands og nam Hjaltadal at ráði Kolbeins ok bjó at Hofi...“ Líkur benda til að Hof hafi snemma farið í eyði en býlið flust að Hólum, sennilega þegar á 11. öld og Hof þá orðið stekkur eða fjárhús Hólastaðar. Arið 1955 var komið niður á kirkjugarð er Páll Sigurðs- son, þá bóndi á Hofi, var að láta taka grunn að nýju íbúðarhúsi. Rannsókn benti til að kirkja og kirkjugarður hefði þar verið snemma, þ.e. áður en Hólar urðu höfuðbólið í dalnum. Að öllu saman- lögðu má segja að vagga kristilegs guðsþjónustuhalds á Islandi sé í Hjaltadal, eins og sr. Bjöm Bjöms- son, prófastur á Hólum orðar það í Tíðindum, riti Prestafélags Hólastiftis árið 1975. Þorvarður Spak-Böðvarsson, ötull fylgismaður kristninnar En hver var Þorvarður Spak- Böðvarsson, sem hafði svo einbeitt- an viija til þess að útbreiða kristna trú? Hann var einn helsti höfðingi landsins, sonarsonur Öndótts land- námsmanns í Viðvík en móðir hans var Arnfríður, dóttir Sleitu-Bjamar er bjó þar sem nú heita Sleitustaðir. Sagnir eru til um það að Þorvarður hafi kynnst kristnum sið á Englandi þótt hitt sé vafalaust nær sanni að hann hafi tekið kristna trú af Þor- valdi víðfórla og Friðreki trúboðs- biskupi. Eftir að Þorvarður tók kristni varð honum umhugað um að efla trúna og lét reisa ldrkjuna á bæ sínum. Hefur þá Friðrik biskup vígt hana og fengið einn af prestunum sem fylgdu þeim Þorvaldi til að þjóna við kirkjuna. Andstæðingar hins kristna siðar, heiðnir menn, litu að vonum kirkj- una í Ási illu auga, svo og þá guðs- dýrkun sem fór þar fram. I Kristni sögu er greint frá þessu og á köflum með ævintýrablæ. Frá því segir að mikils háttar maður, Klaufi, sonur Þorvaldar Refssonar frá Barði í Fljótum, hafi lagt á ráðin og fengið bræður Þorvarðar í Asi þá Arngeir og Þórð í lið með sér. Klaufi gaf þeim bræðrum tvo kosti. Annað- hvort skyldu þeir drepa prestinn eða brenna kirkjuna. Arngeir latti menn nyög þess að presturinn yrði drepinn „...því að Þorvarður bróðir minn hefir fyrrum grimmilega hefnt smærri meingerða en ég get að hon- um þyki þessi. En hins vil ég eggja, að þú brennir kirkjuna." (Þorvaldar þáttur). Það reyndi Klaufi en þegar hann kom að kirkjunni, við tíunda mann sýndist þeim kirkjan þegar standa í björtu báli og fóru þeir á brott. Öðru sinni fór Arngeir við marga menn til kirkjunnar sömu er- inda. Þeir brutu upp hurðina og hugðist Amgeir kveikja eld í fjall- drapa en illa logaði. Hann lagðist þá inn yfir þröskuldinn til að blása að glóðinni. Þá kom ör utan úr myrkr- inu og stóð föst í kirkjugólfinu all- nærri honum og önnur rétt síðar og svo nærri að hún nísti klæði hans svo að örin flaug milli síðu hans og skyrtunnar sem hann klæddist. Svo segir í Þorvaldar þætti: „Hann (þ.e. Arngeir) hljóp þá upp hart og mælti: Svo flaug þessi örin nærri síðu minni að ég er ráðinn í að bíða hér eigi hinnar þriðju." Og áfram segir í sömu heimild: „Nú hlífði guð svo húsi sínu. Fór Arngeir á brott með sína menn og leituðu heiðingjar eigi oftar að brenna þá kirkju." Þor- varður Spak-Böðvarsson kemur meira við sögu kristni í landinu þar sem hann var einn áhrifamesti fylg- ismaður kristnitökunnar á Alþingi árið 1000. Hann var annar tveggja manna úr Norðlendingafjórðungi sem þar gegndu lykilhlutverki. Heiðnir menn hétu þar fast á goðin og völdu tvo menn úr hverjum landsfjórðungi að fómfæra goðun- um til þess að kristnin gengi ekki yfir landið. Kristnir menn fóru þess hins vegar á leit að tveir menn úr hverjum fjórðungi skyldu gefa sig Kristi að sigurgjöf og helga líf sitt Guði. Það gerðu hinir kristnu og var Þorvarður Spak-Böðvarsson annar þeirra sem stigu fram fyrir Norð- lendingafjórðung. í bókinni Heim að Hólum segir höfundurinn, Brynleifur Tobíasson svo: „Enginn vafi getur leikið á því að úrslitin á Alþingi árið 1000 hafi fengið Þorvarði ins mesta fagnaðar. Hann var einn merkasti brautryðj- andi kristninnar í landinu. Kirkja hans var fyrsta miðstöð kristninnar í landinu. Hverjum gat verið glað- ara í geði en einmitt honum á heim- leiðinni heim að Ási af Alþingi í sumardýrðinni þúsund ámm eftir fæðingu drottins hans og frelsara. Vér sjáum hann í anda, er hann kemur heim ganga inn í kirkjuna og gjalda guði þökk fyrir sigurinn á Al- þingi.“ Þáttur þessarar kirkju og hlutur Þorvarðar og síðar fleiri skag- firskra höfðingja sem koma við sögu kristnitökunnar er stór og er full ástæða til að sýna þætti þeirra virð- ingu og sóma nú þegar við tökum að minnast þess er þúsund ár verða frá því að kristni var lögtekin á Alþingi árið 1000. Það er m.a. hægt með því að gera fullnaðarrannsókn á rústum kirkju og kirkjugarðs að Neðra-Ási í Hjaltadal. Uppgröftur og rannsóknir Sig- urðar Bergsteinssonar 1997 Það er athyglisvert með tilliti til hinna fornu sagna, að nú í sumar fann Sigurður Bergsteinsson fom- leifafræðingur merki um bmna í grunninum. Er timbrið brannið og kolað og torfveggirnir hafa einnig brannið að hluta. Telja þeir Sigurð- ur og Þór líklegt að kirkjan hafi verið lík ldrkjunni sem fannst við bæjarhúsin á Stöng í Þjórsárdal. Eftir granni hennar og gerð var hún endursmíðuð sem tilgáta eða eftirmynd af fyrstu kirkjum á ís- landi, með timburgafli og torfveggj- um á þrjá vegu og með sérbyggðum kór. Eftirmyndin er uppsett á Þjóð- minjasafninu. í Neðra-Ási er gjóska yfir gröfunum og garðinum, sem telja má fullvíst að sé úr Heklugos- inu mikla árið 1104. En Sigurður fann fleira. Ofan á kirkjugranninum greindi hann tvö hús áður en fjár- Morgunblaðið/Halldór Blöndal GREINARHÖFUNDUR ásamt Svanhildi Steinsdóttur í Neðra-Ási. Hún staðfesti þá sögusögn að „Bænhúsið", sem var fjárhús, væri reist á kirkjugrunni. „BÆNHÚSIÐ" í Neðra-Ási, árið 1977. hús hafði verið reist. Telur hann að smiðja sömu stærðar að grannfleti og kirkjan hafi verið byggð á grann- inum. Til þess bendir móaska og mikið magn af gjalli og hafi þar e.t.v. verið rauðablástur. Ofan á smiðjunni era svo merki um enn eitt hús, nokkru breiðara, en óljóst er ennþá hverrar gerðar það hefur verið eða til hvers notað. Verður fróðlegt að fylgjast með frekari rannsóknum sérfræðinga á kirkju- granninum og mikilvægt að hætta ekki nú þegar svo merkilegar minj- ar hafa fundist. Skagafjörður og upphaf kristni á íslandi Kristnin festi greinilega snemma rætur í Skagafirði. Við sjáum það t.d. í því hversu fljótt eftir kristni- töku þar rísa kirkjur. Jarðvegurinn var greinilega vel undir það búinn. Einnig má auðveldlega sjá bein tengsl milli Áss og Hólastaðar þar sem svo stór þáttur í sögu þjóðar- innar og íslenskrar kristni er skráð- ur. Einnig tengslin milli Hofs og Hóla eins og áður er rakið. Upphaf- lega var það Oxi Hjaltason er bjó á Hólum, sem lét byggja veglega og vandaða kirkju á jörð sinni árið 1050. Um hana segir svo í Biskupa- sögum: „...þat hyggja menn, at sú kirkja hafi mest ger verit undir tré- þaki á öllu íslandi." Sú kirkja stóð raunar skamman tíma því að hún brann með öllu skrúði sínu. Síðan hafa risið á Húlum sex kirkjur. Tvær kirkjur fuku í aftakaveðri, sú fyrri í biskupstíð Jörandar Þor- steinssonar 22. október 1390, hin síðari í biskupstíð Guðbrandar Þor- lákssonar 16. nóvember árið 1624. Sú kirkja sem nú prýðir Hólastað var byggð á árunum 1757 - 1763. Þess má nú vænta eftir vandaða við- gerð hennar fyrir nokkram áram að hún eigi enn langa framtíð fyrir sér, en hún er 7. kirkjan á Hólum og 5. dómkirkjan. Á Hólastað eru margar merkar minjar geymdar í jörðu og er full ástæða til þess að Ijúka þeim upp til þess að sjá betur inn í fortíðina. Þjóðminjavörður hefur sagt mér að óvíða ef nokkurs staðar á landinu muni meiri fjársjóður falinn í forn- minjum en einmitt á Hólum enda er þar annað sögufrægasta kirkjusetur landsins við hlið Skálholts en að margra dómi auðugra að minjum í jörðu frá stórum stundum í lífi og sögu þjóðarinnar. Að mínu mati Morgunblaðið/Hjalti Pálsson væri það þarft fyrir trú, sögu og þjóðmenningu okkar að gera áætl- un til nokkurra ára um forn- leifagröft á Hólum. Hannes Péturs- son skáld hefur lýst tilfinningunni sem felst í þvi að ganga um hina sögufrægu staði og finna söguna undir fótum sér. Margir fleiri munu þvi sammála sem skáldið orðar svo vel. Með þeirri tækni sem við höfum yfir að ráða er það næsta fysilegt að gera söguna sýnilegri. Verðugt væri að gera vandaða rannsókn á staðn- um. Eðlilegt er að hún eigi sér stað í framhaldi af rannsóknum að Neðra- Ási og óneitanlega væri það rökrétt framhald. Með því móti styrkjum við undirstöður þjóðmenningarinn- ar og þann þátt í lífi nútímamanns- ins sem felst í því að þekkja söguna og draga lærdóm af henni. Gamlar kirkjur í Skagafirði Ég er ekki viss um að það sé til- viljun að á okkar dögum er Skaga- fjörður vel birgur af gömlum kirkj- um. Þar er elsta timburkirkja landsins, á Knappsstöðum í Stíflu, sem reist var 1838. Elsta steinkirkj- an í landinu er dómkirkjan á Hól- um, sem var vígð árið 1763. Þá er bænhúsið í Gröf á Höfðaströnd talið elst eða eitt það elsta af torfkirkjum sem stendur óbreytt, en það er frá áratugnum 1670-80. Kristján Eld- jám forseti, þá þjóðminjavörður, hlutaðist til um gagngera viðgerð á bænhúsinu árið 1953. Var bænhúsið endurvígt 12. júlí 1953 af sr. Sigurði Stefánssyni, vígslubiskupi, í pró- faststíð sr. Helga Konráðssonar á Sauðárkróki. Bænhúsið er merki- legt fyrir margra hluta sakir. Það er talið óbreytt að stofni til frá því fyr- ir siðbót. Og þar áttu m.a. ekkjur presta og biskupa athvarf á liðnum öldum. Sú merka kona Ragnheiður Jónsdóttir, kona Gísla Þorláksson- ar, eignaðist jörðina og flutti þang- að við fráfall manns síns 1684. Mynd af Ragnheiði prýðir fimmþús- undkróna seðil lýðveldisins. Sögu hennar hafa verið gerð ágæt skil, ekki síst af frú Aðalheiði Ormsdótt- ur. Saga segir að á ofanverðri 16. öld hafi biskupinn komið að Gröf á vísit- azíu. Hann steig af baki og spurði drenghnokka, sem þar stóð úti fyr- ir, út úr kristnum fræðum með þessum orðum: Hver hefur skapað þig skepnan mín? Skýrðu mér það núna. Hver hefúr fyrir þig hlotið pín? Hver hefur gefið þér trúna. Drengurinn svaraði: Guð faðir mig gjörði eitt sinn. Guðs sonur mig leysti. Guðs fyrir andann gafst mér inn guðlegur trúameisti. Þessi drengur var Hallgrímur Pétursson, en hann er talinn fædd- ur að Gröf á Höfðaströnd. Um alda- mótin 1600 bjó þar Guðmundur Hallgrímsson og synir hans, Hall- grímur og Pétur. Guðbrandur Þor- láksson biskup hafði eignast jörðina árið 1584 og eftir hann Þorlákur Skúlason, dóttursonur hans og Hólabiskup. Var með þeim biskup- um og fyrmefndum ábúendum að Gröf náin frændsemi. Þess má einnig geta að síðar kom Þorlákur biskup syni sínum Þórði, síðar Skál- holtsbiskupi, í fóstur að Gröf hjá Hallgrími Guðmundssyni. Á ung- lingsáram fór Hallgrímur Péturs- son heim að Hólum til náms og starfa þar sem faðir hans var hringjari við kirkjuna. Hallgrímur komst raunar í ónáð hjá staðarhald- aranum, fræðimanninum Arngrími Jónssyni lærða, með því að yrkja um hann í kerskni (Eins og forinn feitur o.s.frv.). En saga sr. Hall- gríms er flestum kunn frá því hann var fenginn til þess, lærlingur í jámsmíði í Kaupmannahöfn, að hressa upp á kunnáttu þeirra í kristnum fræðum sem áttu aftur- kvæmt til landsins eftir Tyrkjarán- ið. Gildi sögunnar fyrir samtíðina Margt er það í sögunni sem ástæða er til að muna betur og upp- rifjun og rannsóknir væra til þess fallnar að styrkja vitund fólks um merka þjóðarsögu. Við eigum þeim skuld að gjalda sem hafa skilað okk- ur merkum heimildum með skrift- um sínum til foma. Við svo örðugar aðstæður sem þeir bjuggu má undr- um sæta hversu við eram rík af heimildum. Þær mættum við efa- laust nýta betur í samtíðinni okkur til gagns og tímamótaárið 2000 er kjörið tilefni til átaks í þeim efnum. í þessu sambandi vil ég að endingu vitna í Jón Helgason prófessor þar sem hann yrkir til höfundar Hung- urvöku: Það féll í hlut minn að hyggja um sinn að handaverkunum þínum, mér fannst sem ættir þú arfinn þinn undir trúnaði mínum. Þétt enn sé margt sem er illa lest og aldimar leifðu skörðu, er flækjan greidd sem ég gat það best, gamlimaðuríjörðu. Margar flækjur er greiddar. Ein er hálfgreidd að Neðra-Ási í Hjalta- dal. Við höfum alla möguleika á að greiða úr henni og vænti ég þess að áður en langt líður verði því verki haldið áfram og því vonandi lokið fyrir árið 2000. Sannarlega er það verðugt viðfangsefni til að minnast brautryðjenda kristins siðai’ á Is- landi og eignast með því verðmæti fyrir samtíðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.