Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Grettir ..JfÖEKTAÐ-CJH HUM'UAAM-UH... Ef það bítur á hjá mér Núna! þá grípur þú háfinn ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329 Grafarvogskirkja Sj ’ipfcr ^jí j i . V ; . i i í) ®t 1 Jl JPI1 Vetrarstarf Grafarvogskirkju Frá starfsfólki Grafarvogskirkju: EITT af því jákvæðasta við komu haustsins er að þá hefst allt félags- og menningarstarf að nýju og er safnaðarstarf kirkjunnar þáttur í þvi. Nýr prestur. Næstkomandi sunnudag verður Anna Sigríður Pálsdóttir guðfræðingur vígð til að gegna aðstoðarprestsembætti í Grafarvogssókn. Athöfnin hefst kl. 10.30 í Dómkirkjunni. Kór Grafar- vogskirkju mun syngja ásamt Dóm- kórnum. Grafarvogsbúar eru vel- komnir. Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30. Sunnudaginn 21. september verður sameiginleg guðsþjónusta fyrir söfn- uði í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra í Grafarvogskirkju. Prestar í prófastsdæminu þjóna fyrir altari og prédika. Kór Grafarvogskirkju og Ungiingakór kirkjunnar syngja við guðsþjónustuna. Allir eru boðnir velkomnir. Kaffiveitingar verða í boði prófastsdæmisins eftir guðs- þjónustuna. Barnaguðsþjónustur hefjast í Grafarvogskirkju sunnudaginn 21. september nk. og í Engjaskóla 28. sept. nk. Á báðum stöðum verða barnaguðsþjónustur hvern sunnudag kl. 11.00. Æskulýðsfélagið mun á komandi vetri starfa í þremur deildum. Fund- ir í yngri deild, fyrir unglinga sem fermast næsta vor, hefjast þriðju- daginn 7. okt. kl. 20.00. Eldri deild, fyrir unglinga í 9-10 bekk mun hefjast fimmtudaginn 25. sept. kl. 20.00. Öldungadeild sem er fyrir ungt fólk á aldrinum 16-20 ára verður með fund 2 sinnum í mánuði í vetur, og verður það auglýst síðar. Starf KFUM og K verður áfram í vetur. Fundir verða fyrir drengi á aldrinum 9-12 ára á þriðjudögum kl. 17.30-18.30 og heflast þeir 30. september. Fundir verða fyrir stúlk- ur á aldrinum 9-12 ára á miðviku- dögum á sama tíma og hefjast þeir 1. október nk. Mömmumorgnar hófu göngu sína fimmtudaginn 7. september kl. 10.00. Dagskráin í vetur verður fjöl- breytt og boðið verður upp á áhuga- verða fyrirlestra og skemmtilegar samverustundir. Kirkjukórinn er að hefja vetrar- starf sitt undir stjórn Harðar Braga- sonar organista. Kórinn sem er orð- inn fjölmennur getur enn bætt við góðum röddum, einkum karlarödd- um, því ætlunin er að skipta honum í tvo messusönghópa. Barnakórinn og unglingakórinn starfa áfram í vetur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur. Starfið í kórnum hefur verið blómlegt og fjölbreytt dagskrá er framundan. Safnaðarfélagið er að helja sitt áttunda starfsár. Starf þess hefur haft góð áhrif á allt safnaðarstarfið. Félagið er öllum opið, félagsgjöld eru engin. Fundir félagsins eru haldnir fyrsta mánudag í hveijum mánuði og er dagskrá þeirra mjög fjölbreytt. Haustfundur félagsins verður mánudaginn 6. október kl. 20.30. Gestur fundarins verður séra Þorvaldur Karl Helgason, forstöðu- maður Fjölskylduþjónustu kirkjunn- ar. Verið velkomin. Eldri borgarar. Ekki má gleyma hinu ágæta starfí eldri borgaranna hér í sókninni. Þátttakendum í starf- inu fer fjölgandi og er von okkar að enn bætist í þann góða hóp. Eldri borgarar hittast í kirkjunni alla þricju- daga kl. 13.30. Starfið hófst með því að farið var í haustferð, upp í Reyk- holt í Borgarfirði, 16. september sl. Hópur sem fjallar um sorg og sorgarviðbrögð mun starfa við kirkj- una í vetur líkt og síðastliðna vetur. Áætlað er að hafa vikulega kyrrðar- stund í Grafarvogskirkju í vetur, en það verður auglýst síðar. Bænahópur hittist í kirkjunni á sunnudögum kl. 20.00. Alanon-hópur er með fundi á föstudögum kl. 21.00. Fermingarbörn eiga að mæta samkvæmt stundaskrá frá og með þriðjudeginum 23. september. Frá og með fimmtudeginum 9. október og vikulega út október verða fyrirlestrar um unglinga og. líf þeirra, haldnir á Borgarbókasafni - Foldasafn í Grafarvogskirkju á veg- um Reykjavíkurprófastsdæmis eystra og hefjast þeir kl. 20.30. Ali- ir þeir sem áhuga hafa á málefnum unglinga eru hvattir til að koma, en auðvitað eru allir velkomnir. Framkvæmdir. Þessar vikurnar standa yfir samningar við stjórnvöld og lánastofnanir er lúta að því tak- marki að vígja kirkjuna okkar á af- mæli kristnitökunnar árið 2000. Samningsfundir gefa tilefni til bjart- sýni. Einnig er unnið að því að koma upp kirkjuseli í Engjahverfi. Sima- og viðtalstímar prestanna eru frá kl. 11.00-12.00 þriðjudaga til föstudaga. Viðtöl samkvæmt nán- ara samkomulagi. Símar kirkjunnar eru 587-9070 og 587-9080. Tökum þátt í starfi kirkjunnar okkar. F.h. sóknarnefndar, félaga, kóra, starfsmanna og presta. VIGFÚS ÞÓR ÁRNASON. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.