Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1997 35 + Sigurður Þor- steinsson fædd- ist á Sauðárkróki 19.4. 1950. Hann lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga 15. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Þóra Helgadóttir, f. 11.4. 1924, Jóns- sonar, bónda í Merkigarði, og Þorsteinn Sigurðs- son, f. 16.3. 1918, bóndi í Hjalta- staðahvammi. Sig- urður var við nám í rafvirkjun við Iðnskóla Sauðárkróks frá 1968 til 1972 og lauk sveins- prófi árið 1975. Hann varð löggiltur rafvirlqameistari 1979 og starfaði hann við iðn sína í Skagafirði. Útför Sigurðar fer fram frá Reykjakirkju á morgun, mánu- dag, og hefst athöfnin klukkan 14. Þá er komið að því að frændi minn, Sigurður Þorsteinsson frá Merkigarði, fari af stað í ferðina miklu, sem er leiðin okkar allra að lokum. Hann fór yngri af stað en flestir aðrir og var aðdragandi ferðar hans bæði langur og erfiður. Móðir Sigurðar, Þóra Helgadótt- ir, var móðursystir mín, húsfreyja í Merkigarði í Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði. Þar ólst hann upp á sveitabæ, þar sem gamlar hefðir voru í fyrirrúmi. Hann undi þó lítt við sveitastörfin þótt hann tæki duglega til hendinni þegar á þurfti að halda, því hugur hans beindist fremur að öðrum hlutum en bú- störfum. Sigurður fór hefðbundna leið í gegnum mennta- kerfið, sem lauk með því að hann varð lögg- iltur rafvirkjameistari og starfaði að lokum sem slíkur í Rafsýn á Sauðárkróki, en það fyrirtæki stofnsetti hann ásamt vinnufé- lögum sínum árið 1979. Er Sigurður gerðist rafvirki á Sauðárkróki settist hann að í lítilli íbúð við Suðurgötu. Hann var þá orðinn ástríðufullur safnari og safnaði að sér ýmsum hlutum og þá aðallega bókum. Fyrir nokkrum árum flutti móðir hans til Sauðárkróks og keyptu þau þá saman mjög stórt hús, sem rúmar þó varla í dag safngripi og bóka- safn Sigurðar, sem er orðið stórt í sniðum. Þó við Sigurður byggjum í sömu sveit í uppvextinum áttum við ekki margar stundir samanfýrr en hann fór að leita sér lækninga í Reykja- vík. En eftir það urðu þær margar stundirnar sem við sátum og spjöll- uðum annað hvort heima hjá mér eða á Rauðakrosshótelinu. Þessara stunda minnist ég með ánægju því Sigurður var víðlesinn, minnugur og kunni skemmtilegar sögur um menn og málefni. í byijun veikinda hans var það hann sem talaði og ég hlustaði. í síðustu ferð hans til Reykjavíkur snerist þetta við, því þegar hann byrjaði að segja frá einhveiju endaði sagan fljótt á orð- unum „þú veist“. Eftir að Sigurður veiktist var sama hvar ég kom í Skagafirði. Ég var alltaf spurður um líðan hans og þá fylgdu gjaman sögur um hve góður verkmaður hann hefði verið og hve skjótur hann hefði verið að bregða við er bú- störf stöðvuðust vegna bilaðs raf- tækis. Er ég kveð í hinsta sinn genginn samferðamann og frænda, vil ég senda móður hans innilegar samúðarkveðjur. Missir þinn er mikill, Þóra mín, þú hefur misst einstakan son. Ólafur Guðmundsson. Stórt skarð hefur myndast í litlu ljölskylduna okkar nú þegar þú ert farinn, elsku frændi. Með söknuði kveðjum við þig og viljum þakka þér fyrir allar samverustundimar í gegnum árin. Það linar sorgina að vita að nú ertu á góðum stað og þér líður vel. Minning þín mun lifa áfram með okkur. Elsku Þóra okkar. Hugur okkar hefur verið með þér síðustu vikur. Okkur hefur þótt erfitt hversu langt er til þín og að þú hafir þurft að ganga í gegnum þetta ein. Fal- legar hugsanir hjálpa lítið til á erfiðum tímum. Guð veiti þér styrk í sorginni. Gráttu ekki af því að ég er dáin, ég er innra með þér alltaf þú hefur röddina Hún er í þér Hana getur þú heyrt þegar þú vilt. Þú hefur andlitið, Líkamann, Ég er í þér. Þú getur séð mig fyrir þér þegar þú vilt. Allt sem er eftir Af mér er innra með þér, þannig erum við alltaf saman. (Barbo Lindgren.) Elva Ösp og íris Eik Ólafsdætur. SIGURÐUR ÞORSTEINSSON HARALDUR KRISTINSSON + Haraldur Krist- insson var fæddur á Önguls- stöðum í Eyjafjarð- arsveit hinn 4. apríl 1923. Hann lést á Kristnesspítala 13. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Kristinn Sigurgeirsson bóndi á Önguls- stöðum, f. 8. apríl 1890, d. 14. nóvem- ber 1966 og kona hans Guðný Teits- dóttir, f. 30. sept- ember 1892 á Lambleiksstöð- um á Mýrum í Austur-Skafta- fellssýslu, d. 20. júní 1979. Haraldur átti 7 systkini, þau eru Helga, f. 10. apríl 1918, Sigríður, f. 9. maí 1920, Ásta, f. 14. nóvember 1925, Guðrún, f. 29. jan- úar 1928, Þórdís, f. 26. apríl 1930, Regína, f. 19. febr- úar 1934 og Bald- ur, f. 19. febrúar 1934. Haraldur stundaði búskap á Öngulsstöðum ásamt foreldrum sínum, meðan þeirra naut við og þremur systkynum sínum, þeim Helgu, Sigríði og Baldri. Útför Haraldar fer fram frá Munkaþverárkirkju á morgun, mánudag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. í örfáum orðum langar mig að minnast móðurbróður míns Har- aldar eða Hæja eins og hans nán- ustu ættingjar og vinir kölluðu hann. Hæji var bóndi af lífi og sál og dugnaður hans mikill meðan heilsa hans leyfði, en aðeins 55 ára gamall veiktist hann alvarlega en komst þó til nokkurrar heilsu ári síðar og gat unnið sín störf. En fljótlega fékk hann annað áfall og upp frá því var hann sjúkling- ur. Það var alltaf gaman að koma að Öngulsstöðum, þar var örlætið ávallt í fyrirrúmi, eins var gaman að setjast við rúmstokkinn hjá Hæja og spjalla, því hann var ræð- inn og skemmtilegt var að eiga orðaskipti við hann. Síðastliðin 4 ár hefur hann dvalist á Kristnes- spítala, ég hafði nú ekki mörg tækifæri til að hitta hann þar, vegna búsetu minnar sunnanlands, en þegar ég skrapp norður reyndi ég ávallt að kíkja til hans. Það var alveg sama hvemig stóð á hjá honum, hress eða þjáður ávallt tók hann brosandi á móti manni, og Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins i bréfasíma 5691115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíð- um. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum. nú þegar hugurinn reikar aftur til baka og minningamar hrannast upp stendur þetta bjarta bros ljós- lifandi í minningunni og þar mun það ávallt geymast. Elsku frændi nú er komið að kveðjustund, Guð blessi minningu þína. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnasi, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þín systurdóttir, Gunnfríður Harðardóttir. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJÖRTUR V. WÍUM VILHJÁLMSSON bifreiðastjóri, Hjallavegi 2, sem lést miðvikudaginn 10. september sl., verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 23. september kl. 15.00. Ólafur Hjartarson, Herborg Ólafsdóttir, Vilhjálmur Hjartarson, Harpa Jónsdóttir, Guðbjörn Hjartarson, Sigríður Hjartardóttir, Hreiðar Gíslason, Sævar Hjartarson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, DAGMAR LÚÐVÍKSDÓTTIR, Neshaga 6, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum sunnudaginn 14. september sl., verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 23. septem- ber kl. 13.30. Sigríður Gizurardóttir, Lúðvík Gizurarson, Valgerður Einarsdóttir, Bergsteinn Gizurarson, Marta Bergmann, Sigurður Gizurarson, Guðrún Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför dóttur minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, UNNAR KRISTJÁNSDÓTTUR sjúkraliða, Stórateigi 16, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A-7 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Karitas. Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Sigurbjörg Sverrisdóttir, Gylfi Þór Þórisson, Anna Björk Sverrisdóttir, Hilmar Bjarnason, Sverrir Bergþór Sverrisson, Greta Jessen, Daníel Gylfason. t Við þökkum öllum, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför systur okkar, UNNAR BJARNADÓTTUR, Kleppsvegi 34, Reykjavík. Guðrún, Maria og Guðfinna Bjarnadætur. Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla MOSAIK Hamarshöfdi 4 - Reykjavik simi: 587 1960 -fax: 587 1986
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.