Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1997 11 Aukið sjálfstæði í reynd en lögin óskýr BIRGIR ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri segist aðspurðurtelja þörfina fyrir seðlabanka hér á landi jafnvel enn brýnni en áður. Frjáls fjármagnsviðskipti og markaðskerfi séu alls staðar að ná yfirhöndinni og í því sambandi séu seðlabankar farnir að gegna mjög mikilvægu hlutverki við stjórn efna- hagsmála. Eiríkur Guðnason seðlabanka- stjóri tekur í sama streng. Hann segir góða verkaskiptingu vera milli stofnana sem annast hagrannsóknir hérlendis og þess gætt að ekki sé um tvíverknað að ræða. Birgir ísleifur var spurður um sjálfstæði bankans og lagaákvæði í þeim efnum. „Við getum gert mun á annars vegar lögunum um Seðlabankann eins og þau eru núna, þau eru frá 1986. Þegar þau eru lesin ofan í kjölinn hefur okkar seðla- banki ekki mikið sjálfstæði miðað við seðla- banka í ýmsum öðrum löndum. Markmið hans eru auk þess dálítið óljós og þau eru á tvist og bast, stangast jafnvel á. Ef við hins vegar könnum hvernig þetta hefur orðið í raun hafa málin þróast þann- ig að sjálfstæði bankans er hér mjög áþekkt því sem er í löndunum í kringum okkur. Að auki hefur Seðlabankinn haft í reynd vald til að ákveða vexti á lánamarkaði, vald sem t.d. Englandsbanki hefur ekki haft þar til í sumar. Um þetta vald okkar er þó ekki kveðið á í lögum, þetta er frem- ur þróun sem hefur orðið og byggist ýmist á skriflegu samkomulagi, þegjandi sam- komulagi eða hefðum sem hafa verið að skapast hér. Á hinn bóginn þyrfti auðvitað að fara yfir lögin og fylgja þessu svolítið eftir í þeim.“ Á móti tímans straumi - Má ekki segja að ríkisstjórnin á hverj- um tíma gæti umsvifalaust skipt um skoð- un, sagt allt íeinu að nú vilji hún sjálfráða vöxtum? „Fræðilega er þetta alveg hugsanlegt en ég held hins vegar að það þurfi mikið að ganga á áður en menn hverfa aftur til gámla fyrirkomulagsins sem er orðið úrelt og þekkist hvergi í nálægum ríkjum. Menn þyrftu að synda ansi sterklega á móti tímans straumi til þess. Þetta hugtak, sjálfstæði seðlabanka, er stundum dálítið óljóst, stundum misskilið. í rauninni er þetta einkum spurning um að verkaskipting í efnahagslífinu sé alveg klár, hver eigi að gera hvað.“ - Nú virðist oft vera greinileg togstreita milli rík- isstjórnar og seðlabanka í Bandaríkjunum. Þarna er eins og tvö stórveldi séu að kljást; forsetinn og seðla- bankastjórinn. „Já á sínu afmarkaða sviði hefur bandaríski seðlabank- inn töluvert sjálfstæði, það er enginn vafi á því. En lítum á dæmigerðan seðlabanka í Evrópu og helstu fyrirmynd: ina, þýska seðlabankann. í Maastricht-samningnum er gert ráð fyrir að þýski bank- inn verði fyrirmynd seðla- bankanna í hverju aðildarríki væntanlegs myntbandalags og verið er að undirbúa lög- gjöf til að tryggja það í lönd- um sem hyggjast taka þátt í bandalaginu,". Birgir segir smæð hag- kerfisins veita okkur nokkra vernd gagnvart spákaup- mennsku með krónuna en leggur áherslu á að ekki megi sofa á verðinum. „Ástæðan fyrir slíkum vandamálum er yfirleitt sú að það verður til eitthvert misvægi í efnahagslífinu sjálfu, einhveijar mikilvægar forsendur þess eru að bresta. Sé efnahagsstjómin í lagi hjá okkur er hættan mun minni en ella.“ Verkaskipting i gagnasöfnun Hagrannsóknir og gagnasöfnun um íslensk efnahags- og fjármál eru stunduð í Seðla- bankanum og nokkrum öðrum stofnunum. Er ekki hætta á tvíverknaði? „Það er ágæt verkaskipting milli t.d. Seðlabankans og Hagstofunn- ar,“ segir Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri. „Við önn- umst fyrst og fremst rannsókn- ir og gagnasöfnun á því sviði sem að bankanum snýr og þá á ég við peningamálin og gjald- eyrismálin. Hagstofan lætur bankanum þetta eftir, fær gögn á þessum sviðum frá Seðlabankanum og safnar ekki efnahagsreikningum frá bönk- um og þess háttar. Þjóðhags- stofnun beinir síðan athygli sinni að þjóðhagsreikningum og ýmsum almennum efna- hagsmálum og segir auðvitað sína skoðun á peningamálum." - Hlutverk Seðlabankans hefur breyst mikið. Einu sinni var sagt að stofnunin hefði upphaflega ekki verið nema ein skúffa í Landsbankanum. . . „Það var mjög snjall ræðu- maður sem komst svona að orði og ummælin hafa lifað. En það er rétt, hlutverkin hafa breyst. Við höfum lagt af af- urðalánin og lækkað bindi- skyldu. Gjaldeyriseftirlitið var stór deild hjá okkur en var lögð niður með auknu frelsi í þeim efnum. Aðrar deildir hafa hins vegar stækkað, sérstaklega banka- eftirlitið og sama er að segja um deildir sem sinna mörkuð- um. Við höfum tekið mikinn þátt í að byggja upp verðbréfa- og peningamarkaðinn hér, fyrst með því að stofna Verðbréfaþing. Fyrir fjórum árum settum við á laggirnar milli- bankamarkað fyrir gjaldeyri og þar byggj- ast viðskiptin á reglum sem Seðlabankinn setur í samstarfi við bankana.“ Birgir ísleifur Gunnarsson Eirikur Guðnason Stöðugleikinn er pólitískt markmið VALUR Valsson, banka- stjóri íslandsbanka, segir að eftir að fijálsræði og samkeppni hafi leyst af hólmi þvingaðar ráðstafanir og fyrir- mæli stjórnvalda í efnahagslífinu hafi hlutverk Seðlabankans ger- breyst. Enn eimi þó eftir af gömlum tíma, hann nefnir sem dæmi ákvæði um lausafjárskyldu og bindiskyldu á innlánsstofnanir sem voru hluti af þessu gamla kerfi en eiga fáa for- mælendur núna, að sögn Vals. „Seðlabankinn ætti fyrst og fremst að hafa það hlutverk sem almennt á við um seðlabanka á Vest- urlöndum núna, að vinna að því pólitíska markmiði að halda verðlagi stöðugu. Mér sýnist að seðlabankinn hér hafi verið að færa sig inn á þessa braut. Hann grípur núna inn með almennum aðgerðum á mark- aðnum til að hafa áhrif á vexti og gengi og það á hann að gera.“ -Hörðustu markaðshyggjumenn segja að það eigi að láta markaðsöfl- in um að ákvarða vexti og gengi. „Já en ef markmiðið er að halda verðlagi stöðugu þá hefur Seðla- bankinn hlutverki að gegna. Án að- gerða til að halda verðlagi stöðugu má gera ráð fyrir að sveiflur í gengi og vöxtum yrðu meiri. Auk þess má nú ekki gleyma að Seðlabankinn hefur ákveðnu hlutverki að gegna meðan við erum með sjálfstæðan gjaldmiðil." Veikleikinn verður augljósari -Getur jafn lítið hagkerfi og okkar verið með sjálfstæðan gjald- miðil til frambúðar? „Við þurfum að líta á málið í al- þjóðlegu samhengi. Það stefnir allt í sameiginlegt myntkerfi og einn gjaldmiðil í stórum hluta Evrópu. Þetta getur tekið einhvern tíma en ég held að fáir efist um að þetta verði lokaniðurstaðan. Þegar þannig verður komið hef ég miklar efasemdir um gildi eða gagnsemi þess að íslendingar haldi uppi sjálfstæðum gjaldmiðli. Veikleiki hans verður þá enn augljósari en nú í sam- anburði við stóru mynt- svæðin og kostnaður- inn við að halda uppi slíkri mynt gæti orðið óréttlætanlegur. Annars vegar gæti vaxtamunurinn orðið of mikill, útlendingar myndu áskilja sér svo hátt áhættuálag í við- skiptum með íslenskar krónur og hins vegar myndi krónan eiga á hættu að á hana yrði ráðist á alþjóðlegum markaði. Miklu öflugri gjaldmiðlar en íslenska krónan hafa lent í þeim vanda. Við njótum þess núna að aðrir hafa til þessa ekki viljað eiga íslensk- ar krónur, þær eru í stórum dráttum í okkar eigin höndum. En við eru búnir að opna fyrir það að útlending- ar geti átt krónur og íslendingar geta keypt gjaldeyri að vild á stund- argengi eða framvirkt. Ef mál þró- ast hér með sama hætti og gerist í grannlöndunum mun koma sá dagur að fátt geti verndað okkur fyrir sams konar gengissveiflum og við höfum orðið vitni að annars staðar.“ Valur segir að það myndi ekki breyta heildarmyndinni þótt Bretar og Danir stæðu utan við nýja kerfið. Eftir sem áður yrði íslenska krónan eins konar örmynt borið saman við mynt stóru svæðanna. hann segist telja að ekki verði komist hjá ákvörð- un á næsta áratug um tengingu með einum eða öðrum hætti við Evrópu- myntina. Sjálfstæði seðlabanka Hann er spurður um seðlabanka- lögin, hvort auka þurfi sjálfstæði bankans gagnvart stjórnmálamönn- um eins og gert hefur verið á Nýja- Sjálandi og víðar. „Ákvæðin um hlut- verk bankans eru dálítið óljós í gildandi lögum,“ segir Valur. „Þótt ekk- ert annað væri gert held ég að það væri mikil- vægt fyrir bankann að hlutverkið væri skil- greint betur, starfsum- hverfið og allt efna- hagslífið hefur gjör- breyst. Það er rétt að bank- inn getur á ýmsan hátt lagað sig að breyttum aðstæðum án laga- breytinga og það hefur hann gert. En eftir sem áður hlýtur að vera óþægilegt fyrir ráðamenn hans að þetta skuli ekki vera skýrara en það er. Jafnvel þótt seðlabanki fái sam- kvæmt lögum það hlutverk að halda verðlagi stöðugu held ég að það gerist ekki í raun án þess að um sé að ræða pólitískt markmið sem stjórn og þing á hveijum tíma hafa orðið ásátt um að sé mikilvægt." -Ætti að gera einhveijar breyt- ingar á skipulagi bankaeftirlitsins? „Ég hygg að það verði ekki umflú- ið að sameina með einhveijum hætti tryggingaeftirlit og bankaeftirlit. Fyrirtæki á þessum sviðum eru hér að sameinast og það væri óskynsamlegt ef tveir aðilar ættu að hafa eftirlit með sömu stofnun eða fyrirtæki. Deilur gætu komið upp milli eftirlitsaðila um verka- skiptingu og misvísandi fyrirmæli verið send til stofnananna. Hvar sameiginlegt eftirlit ætti að vera í kerfinu finnst mér aðallega vera spurning um hagkvæmni. Sam- vinna bankaeftirlitsins og seðla- bankans hefur út af fyrir sig gengið ágætlega en það er engin forsenda fyrir starfsemi bankaeftirlits að það sé í Seðlabankanum. Það getur vel verið staðsett annars staðar eða ver- ið alveg sjálfstætt." Valur Valsson Fitubrennslunámskeið heima í stofunni! Við kynnum fyrir til að ná aukakílóunum í stofu. Þú færð sent heim sem til þarf. Æfingar á myndbandi tvö æfingakerfi sem bera árangur. áfe Ráðgjöf -fræðsla á hljóðsnældu se tilsögn um hvernig þú getur loksins náð að missa fitu fyrir fullt og allt Q í formi til framtíðar - nýr frábr um allt sem þú vilt vita um fituminna staðreyndir sem þú þarft að vita til Uppskriftir að léttum slegið hefurígegn. 150 uppskriftir kökum og eftirréttum. :róðleiksmolar - Ýmsar góðar ijálfun. Lesefni sem hjálpar þér að iví til frambúðar. Matardagbók - þú fyllir út sendir okkur, og við sendum þ athugasemdum svo þú getir Leiðbeiningar - þú áttað gera á Einkaráðgjöf - við bjóðum þér svo að hringja til okkar og fá persónulega ráðgjöf I gegn um síma. ® Allt þetta - fyrir aðeins kr. 6.790.- Við höfum margra ára reynslu af því að hjálpa fólki að ná af sér óvelkominni fitu og við getum líka hjálpað þér þó að þú komist ekki til okkar. antaðu Hrinadu strax o Mimim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.