Morgunblaðið - 23.09.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.09.1997, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 215. TBL. 85. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Flokkur fyrrverandi kommúnista tapar í kosningum í Póilandi Samstaða stefnir að því að mynda nýja stjórn Varsjá. Reuter. KOSNINGABANDALAG Samstöðu (AWS) var í gær líklegt til að komast til valda í Pól- landi eftir að hafa borið sigurorð af erki- fjanda sínum, Lýðræðislega vinstrabanda- laginu (SLD), flokki fyrrverandi kommún- ista, í þingkosningum á sunnudag. Samkvæmt kosningaspám, sem byggðar voru á tölum frá 1.000 kjörstöðum, fékk AWS 33,8% atkvæðanna en Lýðræðislega vinstrabandalagið aðeins 26,8%. Frjálslynd- ur flokkur, Frelsissambandið, sem á rætur að rekja til verkalýðssamtakanna Samstöðu eins og AWS, varð þriðji stærsti flokkurinn með 13,4% og afstaða hans ræður úrslitum um hvernig samsteypustjóm verður mynduð eftir kosningamar. Agreiningur í efnahagsmálum Forystumenn AWS, sem er bandalag 40 hægriflokka, sögðust ætla að hefja stjómar- myndunarviðræður við Frelsissambandið síðar í vikunni. Stjórnarmyndunin gæti þó reynst erfið þar sem AWS tortryggir frjáls- lynd viðhorf Frelsissambandsins í efnahags- málum. Lýðræðislega vinstrabandalagið vonast til þess að geta notfært sér þessa tortryggni og ætlar að reyna að fá Frelsissambandið til samstarfs við sig með því að bjóða leiðtoga flokksins, Leszek Balcerowicz, fyrrverandi fj ármálaráðherra, forsætisráðherraembætt- ið. Talsmaður Aleksanders Kwasniewskis forseta, sem er fyrrverandi kommúnisti, sagði í gær að hann vildi að leiðtogi Frelsis- sambandsins yrði næsti forsætisráðherra. ■ Frelsissambandið/22 Reuter KAZIMIERZ Dabrowki, atvinnulaus verkamaður, les um sigur kosningabanda- Iags Samstöðu í Gazeta Wyborcza, stærsta dagblaðinu í Póllandi. Sjukdómsfaraldur f Evrópu fyrir árþúsundum Stökkbreytt gen ver gegn alnæmi Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ERFÐABREYTINGAR í Norð- ur-Evrópubúum í kjölfar sjúk- dómsfai-aldurs, sem svipaði til alnæmis, gætu verið skýringin á því hvers vegna þeir virðast smitast síður af HlV-veiru og ganga lengur með hana en aðrir án þess að veikjast. Fyrir nokkrum árum var enn umdeilt hvort erfðabreytingar væru skýringin á ólíkri útbreiðslu al- næmis en nú er það talið senni- legt. Haraldur Briem smitsjúk- dómafræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið, að umrædd erfðabreyting væri fólgin í því, að það vantaði svokallaða viðbót- arlykla á yfirborði blóðfrumna en þá nýtti alnæmisveiran sér til að komast inn í frumuna. Rannsóknir á þeim, sem ganga lengi með HlV-veiruna án þess að veikjast, og ólík út- breiðsla alnæmis hafa leitt vís- indamenn á þá slóð, að það séu stökkbreytingar í ákveðnu geni, sem hafi þessi áhrif. Þeir, sem eru með stökkbreytt genapar, virðast ekki fá alnæmi og þeir, sem hafa annað genið stökk- breytt, veikjast síðar þótt þeir smitist. Allt að 30% með stökkbreytt gen I grein í bandaríska tímaritinu Science kemur fram, að vísinda- mennirnir áætla, að 20-25% Bandaríkjamanna hafi a.m.k. eitt stökkbreytt gen og rann- sóknir á Norðurlöndum benda til, að þar sé hlutfallið um 30%. Erfðabreytingamar sýni, að náttúran hafi fundið lækningu, sem virki án aukaverkana. Ef vísindamönnum takist að rekja þessar breytingar og skilja þær verði kannski hægt að þróa lækningar gegn alnæmi og hindra að HlV-veiran valdi sjúkdómnum. I Svenska Dagbladet segir Stephan O’Brien, yfirmaður rannsóknarhóps um alnæmi og gen hjá bandarísku krabba- meinsstofnuninni, að algengara sé meðal noirænna þjóða en annarra, að bæði genin eða genaparið sé stökkbreytt eða líklega 1,5% en um 1% meðal Bandaríkjamanna. Skýringin sé sú, að fyrir um 4.300 árum hafi sjúkdómur líkur alnæmi gengið yfir álfuna. Þeir, sem báru með sér þessi breyttu gen, stóðust hann betur en hinir og þannig jókst tíðni breytingarinnar með- al afkomendanna. Stökkbreyt- ingin er ekki fyrir hendi meðal Asíu- og Afríkuþjóða. Kann að hægja á smiti Haraldur Briem sagði að rúmt ár væri síðan kenningar hefðu komið fram um það að þeir, sem vantaði viðbótarlykil eða -lykla á yfirborði blóðfrumna, smituðust og sýktust síður en aðrir af al- næmi. Sagði hann að ýmislegt hefði þó komið fram sem benti til að ekki væri um fullkomna vörn að ræða, jafnvel þótt báða lyklana vantaði, en hugsanlegt væri að smitið væri eitthvað hægara. Reuter ÝMIS borgaraleg samtök efndu til mótniælafundar í Kuala Lumpur, höfuðborg Maiasíu, í gær og kröfðust þess að allt væri gert sem unnt væri til að slökkva eldana í Indónesíu. Skógareldarnir í Suðaustur-Asíu Reykjarkófið hylur stór svæði Singapore. Reuter. SERFRÆÐINGAR í umhverfis- málum sögðu í gær að búast mætti við vaxandi mótmælum almennings víða í Suðaustur-Asíu vegna hund- raða eða þúsunda skógarelda sem brunnið hafa í Indónesíu vikum saman. Liggur kæfandi reykjarmökkur yfir landinu og einnig yfir Malasíu og Singapore og er hann farinn að hafa alvarleg áhrif á líf fólks í þess- um löndum. Efnt var til mótmæla í Malasíu í gær vegna ástandsins og var þess krafist að stjórnvöld þar og í Indónesíu reyndu í alvöru að slökkva eldana. Hafa heilbrigðisyf- irvöld í löndunum þremur lýst yfir neyðarástandi á sumum svæðum og innanlandsflug til tveggja borga á sunnanverðum Filippseyjum lagðist niður í gær vegna kófsins. Mengunin í Kuching, höfuðstað Sarawak-héraðs í Malasíu, fór í gær yfir 500 á sérstökum loftmengunar- kvarða en þá er hún talin stór- hættuleg. Reynir fólk að bera grím- ur fyrir vitum sér til að draga úr áhrifunum en á síðustu dögum hef- ur þeim fjölgað mikið sem þjást af sjúkdómum í öndunarfærum. Eldarnir í Indónesíu geisa á um 100.000 hektara landi en talið er að jarðeigendur og fýrirtæki £ timbur- iðnaði hafi komið þeim flestum af stað. Sagt er að þessi sömu stórfyr- irtæki hafi síðan komið í veg fyrir að ráðist væri gegn eldhafmu. Clinton vill semja við SÞ Samcinuðu þjóðunum. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sagði í gær í ræðu er alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna kom saman, að Bandaríkjastjórn ætlaði að greiða skuldir sínar við samtökin en hvatti jafnframt til, að framlag hennar til þeirra yrði lækkað. Clinton sagði, að Bandaríkja- þing ynni að því að gera upp mest- an hluta skuldarinnar, sem er um 107 milljarðar ísl. kr., en utanríkis- málanefnd öldungadeildarinnar undir forystu Jesse Helms hefur samþykkt, að tveir þriðjungar skuldarinnar verði greiddir en með skilyrðum þó. Þau eru, að framlag Bandaríkjanna til SÞ verði lækkað úr 25% í 20%. Flest aðildarríki samtakanna eru andvíg þessari kröfu og krefjast þess, að Banda- ríkin greiði sína skuld skilyrðis- laust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.