Morgunblaðið - 23.09.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.09.1997, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rúmlega fertugur maður úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir tvær árásir Stakk tvær stúlkur og særði aðra lífshættulega Morgunblaðið/Kristinn ÁRÁSARMAÐURINN stakk 17 ára stúlku með hnífi í Hafnarstræti, hijáp síðan fyrir hornið á Eimskipafélagshúsinu, norður eftír Póst- hússtrætí og stakk þar tvítuga stúlku sem særðist lífshættulega. Hálftími frá hnífstungu að skurðaðgerð TVÍTUG stúlka særðist lífshættu- lega þegar maður lagði til hennar með hníf í miðbænum aðfaranótt sunnudags. Maðurinn hafði nokkrum mínútum áður lagt með hnífnum til sautján ára stúlku en meiðsli hennar voru ekki alvarleg. Maðurinn, sem er i-úmlega fertugur og hefur ekki komið við sögu lög- reglu áður, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. október. Guð- mundur Guðjónsson yfirlögreglu- þjónn rannsóknadeildar vildi ekki tjá sig um aðdraganda þessara at- vika meðan rannsókn stæði yfir. Árásirnar voru gerðar um klukk- an 5 aðfaranótt sunnudagsins. Mað- urinn og félagi hans lentu í átökum við ungt par fyrir utan kaffihúsið Café Au Lait í Hafnarstræti. Mað- urinn otaði skyndilega hnífi að stúlkunni, sem er 17 ára, og lagði til hennar. Hún fékk sár á bringuna en við skoðun á slysadeild kom í ljós að það var ekki djúpt. Eftir árásina hljóp maðurinn í burtu eftir Hafnarstræti og fór norður Pósthússtræti. Þar mætti hann öðru pari. Samkvæmt upplýs- ingum lögreglu lagði hann einnig til stúlkunnar, sem er tuttugu ára, og gekk hnífsblaðið inn í hjarta hennar. Parið komst að miðborgarstöð lög- reglunnar í Tollhúsinu en maðurinn elti þau með hnífinn á lofti. Lög- reglumenn komu parinu undan og yfirbuguðu manninn. Að sögn Guðmundar Guðjónsson- ar þekkti maðurinn ekki stúlkurnar. Guðmundur sagði síðdegis í gær að þar sem rannsókn málsins væri ný- hafin væri ekki hægt að tíunda nán- ar hvort einhver aðdragandi hefði verið að árásunum eða hvort tilræð- ismaðurinn hefði verið undir áhrif- um áfengis eða annarra efna. Guð- mundur sagði Ijóst að eldri stúlkan hefði verið í mikilli lífshættu enda gekk hnífurinn í hjarta hennar. Lögreglan krafðist í gær gæslu- varðhalds yfir manninum til 29. október og var fallist á þá kröfu fyr- ir héraðsdómi. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir félaga hans. Enn er unnið að rannsókn málsins og til- drögum þess. Þau virðast ekki ljós eins og fyrr getur. AÐEINS leið um það bil hálftími frá því að stúlkan hlaut hníf- stungu í hjartastað í Pósthús- stræti og þar til hún var komin á skurðarborð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi. Sigur- geir Kjartansson, skurðlæknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, og Hörður Alfreðsson, hjartaskurð- læknir á Landspítala, gerðu þar að sári hennar. Sigurgeir sagði í samtali við Morgunblaðið að litlu hefði mátt muna að ekki tækist að bjarga lífi stúlkunnar. „Hún var lífs- hættulega særð. Þetta var ein hnífstunga, hrein stunga beint inn í hjartað. Gollurhúsið fylltist af blóði.“ Sigurgeir sagði að áverkar á hjarta væru misalvarlegir eftir hvar þeir lentu og stúlkan hefði verið heppin að því leyti að lagið kom ekki í taugakerfi hjartans heldur á svæði sem ekki breytir miklu um hjartsláttinn. Sigurgeir sagði að áverkar eftir ofbeldisverk og hnífstung- ur hefðu færst mikið í vöxt á undanförnum árum en þó væri ekki hægt að segja að aðgerðir vegna slíkra tilfella væru veru- legur þáttur í starfi skurðlækna. Alvarlegur áverki sem ekki þoldi bið Um það að aðgerðin var framkvæmd af læknum af Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Landspítala í sameiningu, sem kallaðir voru út hvor í sínu lagi, sagði hann að það væri sjald- gæft en þarna hefði verið um að ræða alvarlegan áverka sem ekki hefði þolað bið. „Ég býst við að það hafi vakað fyrir lækn- um slysadeildar að tryggja að hjálp bærist sem fyrst. Þarna var um að ræða samstarf spítala í reynd,“ sagði Sigurgeir Kjart- ansson. Eins og fyrr sagði leið einungis hálftími frá því að stúlkan var stungin og þar til skurðaðgerðin hófst en auk Sig- urgeirs og Harðar tók Bergþóra Ragnarsdóttir svæfingalæknir þátt í henni. Stúlkan liggur enn á gjör- gæsludeild en er vel vöknuð og virðist hress, að sögn Sigur- geirs, sem telur góðar horfur á að hún nái fullum bata. Tilnfískur til gdð- gerðar- starfsemi í Eyjum Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. TÚNFISKUR, sem Heimaey VE fékk í trollið í síðustu viku, var boðinn upp og seldur hjá Fisk- markaði Vestmannaeyja í gær. Heimaey fékk fiskinn í botntroll á 40 faðma dýpi átta mílur suður af Ingólfshöfða. Oalgengt er að trollbátar fái túnfisk hér við land enda er þetta fyrsti túnfiskurinn sem boðinn er upp hjá Fiskmarkaðnum í Eyjum en þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem túnfiskur fer á uppboð hjá fiskmarkaði hér á landi því í sum- ar var einn fiskur seldur hjá Fiskmarkaði Homafjarðar. Páll Rúnar Pálsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðarins, sagði í samtali við Morgunblaðið að talsverður áhugi hefði verið á fiskinum og ágætt verð fengist fyrir hann þó að hann sjálfur hefði viljað sjá verðið fara hærra. Hann sagði að Fiskbúðin Sæ- björg hefði keypt fiskinn fyrir Hagkaup þannig að trúlega yrði hann boðinn þar til sölu. Fiskurinn sem vó 225 kíló var seldur á 351 krónu kílóið þannig að heildarverðmæti hans var tæpar 79.000 krónur fyrir utan virðisaukaskatt. Páll sagði að áhöfn og útgerð Heimaeyjar hefði ákveðið að gefa andvirði fisksins til deildar Krabbameins- félags íslands í Vestmannaeyjum og tæki Fiskmarkaðurinn þátt í þeirri gjöf með því að taka ekkert í sinn hlut vegna sölu físksins. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson SKIPVERJAR á Heimaey, Sigurjón Ingvarsson og Tómas Isfeld, við túnfiskinn. Kvef og hálsbólga snemma á ferð KVEF og hálsbólga hafa herjað nokkuð á höfuðborgarsvæðinu og sagði Lúðvík Ólafsson, héraðslækn- ir í Reykjavík, að þessar pestir væru óvenjusnemma á ferðinni. Undir það tók Sigurbjörn Sveins- son, heilsugæslulæknir í Breiðholti, sem var á vakt í gærkvöld. Lúðvík Ólafsson kvaðst ekki geta nefnt tölur um hvort meira væri um þessar pestir nú í haust en áður, skýrslur væru ekki teknar saman fyrr en um næstu mánaðamót, en kvefpestir herjuðu jafnan á lands- menn á haustin. Sigurbjöm Sveins- son tjáði Morgunblaðinu að kvef- veira væri að ganga og væri fólk með hita, særindi í koki, barka- og berkjubólgu, hósta og gæti stund- um tekið allt að 10 daga að losna við þessar pestir. „Þetta er annars vegar pest með miklum kvefeinkennum og særind- um í hálsi og hins vegar miklum hálsbólgueinkennum og valda þau síðamefndu kannski frekar hita,“ sagði Sigurbjörn. Hann sagði erfitt 30 börn verða í öllum hlutverkum LOFTKASTALINN hefur fengið sýningarrétt á söngleiknum Bugsy Malone, eftír Alan Parker, sem gerði heimsfræga bíómynd upp úr leikritínu á áttunda áratugnum. Stefnt er að því að frumsýna verk- ið í janúar. Bugsy Malone er skopleikur um bannárin í Bandaríkjunum og ger- ist m.a. á næturklúbbum Chicago, þar sem bófaflokkar ráða lögum og lofum. Er söngleikurinn sér- stakur fyrir þá sök að börn eru í öllum hlutverkum. Baltasar Kormákur leikstýrir verkinu. Hann segir að gert sé ráð fyrir að um 30 börn muni koma fram í söngleiknum og dansa, leika og syngja. „Þetta er ekta mafíósa- saga en það sem gerir hana svo skemmtilcga er að hún er ein- göngu leikin af börnum," segir hann. Birt verður auglýsing á næstunni, þar sem öllum níu til 15 ára börnum, sem áhuga hafa á að taka þátt í sýningunni, verður boð- ið að koma í prufu í Loftkastalan- um. Tónlist og dans er í fyrirrúmi í að greina hvort hér væri um að ræða tvo veirustofna, einkenni virt- ust þó mismunandi, og kvaðst hann hafa orðið var við þessar prestir óvenjusnemma. „Þetta byrjaði strax í ágúst en ég hef ekki haft neinar spurnir af inflú- ensu ennþá og ekki rekist á fólk með hrein inflúensueinkenni en hún Bugsy Malone. Lögin úr bíómynd- inni hafa notið mikilla vinsælda en öll tónlist er eftir Paul Williams. Jón Ólafsson mun sjá um tónlistina í uppfærslu Loftkastalans og hefur einnig verið ákveðið að gefa út geisladisk með lögunum fyrir jól. Arni Páll Jóhannsson mun sjá um leikmyndina. „Þetta verður stærsta sýningin hjá okkur í ár enda er mikið um- stang í kringum þetta," segit' Baltasar Kormákur. byrjaði óvenjusnemma í fyrra líka.“ Sigurbjörn sagði að þeir sem hefðu hita skyldu halda sig heima og væri hósti orðinn langvarandi og þrálátur væri rétt að leita læknis. Þeim sem væru hitalausir ætti að vera óhætt ef þeir færu vel með sig- Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir sagði brátt líða að því að farið yrði að bólusetja gegn in- flúensu. Hennar yrði oft ekki vart fyrr en um áramót en hún hefði þó síðustu tvö árin komið fyrir ára- mótin. Þar sem bólusetning entist ekki nema í um sex mánuði væri álitamál hvenær rétt væri að hefja bólusetningu en undirbúningur væri hafinn. Bugsy Malone í Loft- kastalanum í janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.