Morgunblaðið - 23.09.1997, Síða 4

Morgunblaðið - 23.09.1997, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þessi tenging við Suðurlandsbraut verður lögð af 'BfÍLDSHÖFÐI* D Vesturiandsvegi norður Sæbraut Sláufur yíkkaðar eins ikið ogkosturer.til að aðlðgunarreinar □ riSTQTÖ'' ; iðvarvegi Tejngipgaf Raf! austurVesturlandsvei verður lögð af. Farii PÁLL Skúlason, rektor Háskóla íslands, segir engin rök hníga að því að skólagjöld muni bæta kennslu við Háskólann eða að tryggt sé að með innheimtu þeirra hafi Háskólinn meira fé til ráðstöf- unar. Þetta kemur fram í viðtali við rektor í kynningarriti Félags- stofnunar stúdenta, sem er að koma út. „Ég hef ekki séð neinar rann- sóknir sem sýna að Háskólinn verði betri með skólagjöldum. Og ég ef- ast um að þjónustugjöld séu skyn- samleg leið til að leysa fjárhags- vanda Háskólans," segir Páll í við- talinu. „Stjórnvöld hafa hvatt Háskól- ann til að óska eftir skólagjöldum, sem mér virðist vera leið þeirra til að skjóta sér undan sinni eigin ábyrgð," segir Páll. „Háskólinn er þjóðskóli og lokaákvörðun í stærstu málum hans er í höndum Alþingis. Einu rökin sem háskóla- menn gætu séð réttiæta skólagjöld væru að þeir væru sannfærðir um að þeir væru að gera skólann betri. Það eru hins vegar engin rök sem sýna að svo verði. Og það er held- ur ekki tryggt að þar með hefði Háskólinn meira fé til ráðstöfunar. Þegar skrásetningargjaldið var hækkað fyrir nokkrum árum var fjárveiting til skólans lækkuð sem þeim nemur," segir Páll. í viðtalinu segir háskólarektor skólann ekki hafa nægilegt svigrúm til að styðja frumkvæði nemenda og kennara, og það komi harðast niður á rannsóknanáminu. Fyrirtæki og fleiri aðilar styrki rannsóknanám Vítt og breitt um Háskólann séu mörg spennandi verkefni sem bíði þess að vera hleypt af stokkunum en Háskólinn hafi ekki efni á að borga kennurum til að vinna með nemendum. Sumir kennarar séu að vinna kauplaust með rannsóknar- nemendum. „Ég vil að gert verði verulegt átak í því að hafa samband við fyrirtæki og fleiri aðila, til dæm- is sveitarfélögin, til að styrkja rann- sóknanámið,“ segir Páll m.a. í við- talinu. Daglega fara um 90 þúsund bílar um nýju mannvirkin SÍÐASTI áfangi umferðarmann- virkja á Vesturlandsvegi var tek- inn í notkun I gær og lauk þar með formlega framkvæmdum, sem hófust með byggingu Höfða- bakkabrúar árið 1995. Kostnaður við lokaáfangann er 330 milljónir en heildarkostnaður verksins er 1,3 milljarðar. í ávarpi Helga Hallgrímssonar vegamálastjóra kom fram að um 90 þúsund bílar aka um gatnamótin daglega og því væri um þýðingarmikla fram- kvæmd að ræða fyrir borgina. Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagði að áfanginn væri nauðsynlegur og mikilvægur fyrir umferð í borginni og drægi auk þess úr hættum í umferðinni. Vegamálastjóri sagði að áfang- inn væri sá síðasti í þriggja ára framkvæmdaátaki, sem næði frá vegamótum Suðurlandsvegar um Höfðabakka með nýjum gatna- mótum, breikkun Ártúnsbrekku, nýrri brú á Elliðaár og nýrri brú á gatnamótunum við Sæbraut og tengivegum. „Þessi spotti er ekki langur en mjög þýðingarmikill í vegakerfi borgarinnar og lands- ins,“ sagði hann. „Þetta er aðal leiðin inn og út úr borginni til allra landshluta og gegnir auk þess miklu hlutverki í vegakerfi höfuðborgarsvæðisins, þar sem 90 þúsund bílar fara um daglega en það svarar til þess að allir bíl- ar á höfuðborgarsvæðinu aki þarna um á hvtérjum degi.“ Biðraðir, takmarkað rými og slys Helgi sagði að markmiðið með framkvæmdinni væri að ráða bót á fylgifiskum mikillar umferðar, sem væru biðraðir, takmarkað umferðarrými og slys. Benti hann á sambýli vegar og Elliðaárdals, náttúruperlu Reykjavíkur, og sagði að ákvörðun um að brúa Elliðaár aðallega við austari far- veg og loka dalnum að öðru leyti með fyllingum hafi verið tekin árið 1970 í sparnaðarskyni. „Kannski hefði þetta verið gert öðruvísi ef umræðan hefði verið uppi í dag en þetta var stefna sem var mótuð þá og þessar fram- kvæmdir núna fylla upp í þá mynd, sem þá var dregin upp,“ sagði hann. Vegamálastjóri sagði að þó vegurinn sé ekki langur hafi framkvæmdin verið flókin en verkefnið var samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Vegagerð- arinnar. Sagði hann verkefnið hafa gert miklar kröfur til hönn- uða og verktaka og nefndi hann sérstaklega erfiða aðstöðu við að byggja mannvirki, þar sem tug þúsundir bíla ættu leið um. „Ég held að óhætt sé að segja að hönn- uðum og verktökum hafi tekist mjög vel að ráða bót á þeim o 'T’r^r' ^ S\ < 1 < LP & Ný umferðarmannvirki á Vestulandsvegi œsæs Veghlutar sem lagðir eru af Vegir sem nú eru fyrir hendi o Nýbyggingar í þessum áfanga —o o o 0 % o, íd’od'cte £ <= r-“ ■ e 'C3 ea ;;cQ -o _____umBíldshöfða Morgunblaðið/Golli HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra klippti á borðann við vígslu síðasta áfanga umferðarmannvirkja á Vesturlands- vegi, Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri og Dagný Liya Sig- urðardóttir, 11 ára, sem rétti fram skærin og hlaut að laun- um bút af borðanum. Landsbergis við setningu Alþingis VYTAUTAS Landsbergis, forseti þingsins í Litháen, verður í opin- berri heimsókn á íslandi dagana 29. september til 2. október í boði Ólafs G. Einarssonar, forseta Al- þingis. Vytautas Landsbergis mun á meðan á heimsókninni stendur m.a. hitta að máli Ólaf Ragnar Gríms- son, forseta íslands, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra og utanríkis- málanefnd Alþingis. Þá mun Landsbergis verða við- staddur setningu Alþingis 1. októ- ber og I framhaldi af henni mun hann flytja opinberan fyrirlestur á vegum Háskóla íslands í hátíðarsal skólans kl. 16.30. Fyrirlesturinn nefnist á ensku „From Domination to Co-Operation: European Devel- opment and Lithuanian Contribut- ion.“ Landsbergis er auk þess að vera forseti þingsins, leiðtogi stærsta stjómmálaflokks Litháens, Föður- landssambandsins, sem hefur 70 þingmenn af 141 á litháíska þing- inu. Landsbergis er þekktur fyrir forystu sína I sjálfstæðisbaráttu Litháa og var m.a. um skeið for- seti landsins. Landsbergis verður í framboði til forseta Litháens á þessu ári. ar á höfuðborgarsvæðinu en nokkru sinni fyrr ef tekið væri mið af þeim fjármunum sem ríkið legði til vegagerðar. „Þessi áfangi var nauðsynlegur og mikilsverður bæði til þess að greiða fyrir umferð í borginni og til að draga úr hættu í umferð- inni,“ sagði hann. „Við skiljum um leið og við horfum á mann- virkin og ökum um þau að maður er kannski öruggari en áður að komast leiðar sinnar ef maður á annað borð ratar um alla þessa sveiga og allar þessar brýr í þessu nútímalega mannvirki." Loforð um Gullinbrú Ráðherra minntist þess að fyrir skömmu hafi hann ásamt borgar- stjóra opnað göngubrú yfir Miklu- braut og að borgarstjóri hafi þá gefið sér tvær limrur og minnt á að enn ætti eftir að föndra við Gullinbrú og greiða fyrir umferð. Notaði hann tækifærið og svaraði borgarstjóra og sagði: Hættu að gráta, góða frú, gættu að mínum ráðum. Eg skal gefa þér Gullinbrú í Grafarvoginn bráðum. vandamálum og að árekstrar við umferðina hafi verið ótrúlega litl- ir,“ sagði hann. Greiðir fyrir umferð í máli Halldórs Blöndal sam- gönguráðherra kom fram að um- ferðarmannvirkin væru dæmi um að á síðustu árum hefði meira fé verið varið til gatna- og vegagerð- Léstí vinnuslysi MAÐURINN, sem lést í vinnuslysi í vélsmiðju við Funahöfða á föstudag, hét Ólafur Sigfússon. Ólafur heitinn var 64 ára gamall vélfræðingur, til heimilis að Hjálmholti 2 í Reykjavík. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fimm upp- komin börn. Páll Skúlason háskólarektor Engin rök sýna að skóla- gjöld bæti Háskólann i i > > > > > > > > > \ i \ \ \ i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.