Morgunblaðið - 23.09.1997, Side 6

Morgunblaðið - 23.09.1997, Side 6
V veer >iMHMaT<i38 :$s irjoAouumM 6 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997___________________________________________ FRÉTTIR Fyrirhugaður flutningnr lungnadeildar Vífilsstaðaspítala Vinnnlag- heilbrigðisyfir- valda átalið harðlega STJÓRN Sambands íslenskra berkla- og bijóstholssjúklinga, SÍBS, átelur harðlega vinnulag heilbrigðisyfirvalda vegna breyt- inga á starfsemi Vífilsstaðaspítala, en fyrirhugað er að setja þar á laggirnar hjúkrunarheimili og flytja þjónustu fyrir lungnasjúkl- inga á Landspítala. Haukur Þórð- arson, formaður stjórnar SÍBS, segir að það sé afskaplega óljóst hvernig hægt verður að halda uppi þeirri þjónustu sem Vífilsstaðir hafa boðið upp á fyrir lungnasjúkl- inga við ótryggar kringumstæður á Landspítalalóðinni. Samkvæmt samkomulagi heil- brigðis- og fjármálaráðherra og borgarstjóra er gert ráð fyrir að lungnadeildin flytjist frá Vífilsstöð- um á Landspítala og í staðinn verði sett þar upp hjúkrunarheimili. Ráð- gert er að þessar breytingar komi til framkvæmda 1. nóvember. I bréfi stjórnar SÍBS af þessu til- efni, sem sent hefur verið heil- brigðis- og fjármálaráðherra og borgarstjóra, áskilur stjómin sér allan rétt til að fylgjast með fram- kvæmd breytinganna og er ætlast til þess að réttindi og hagur sjúkl- inganna verði í engu skertur frá því sem nú er. Þá segir að í greinar- Öljóst hvernig halda á uppi þjónustu fyrir lungnasj úklinga á Landspítalalóð gerð sem fylgir samkomulaginu séu sýnilegar staðreyndavillur sem veiki trúverðugleika forsendnanna. Snúið við í greinargerðinni Haukur sagði að í greinargerð- ínni kæmi fram að lungnadeildin á Vífilsstöðum væri fyrir 20 rúm. Það væri ekki rétt því um væri að ræða deild fyrir 30 rúm. Þá kæmi einnig fram að á Vífilsstöðum væri hjúkrunardeild með 30 rúmum. Það væri einnig rangt því á hjúkr- unardeildinni væru ekki nema 20 rúm. Þannig væri þessu snúið við í greinargerðinni. Haukur sagði að undanfarin ár hefðu verið um þijátíu sjúkrarúm fyrir lungnasjúklinga á Vífilsstöð- um. Þar hefðu einnig verið reknar göngudeildir fyrir lungnasjúklinga og ofnæmissjúklinga. Talað væri um að flytja lungnadeildina á Landspítalann, án þess að hægt væri að sjá hvar hún ætti að fá inni. Rætt væri um að við flutning hjúkrunarsjúklinga af Landspítal- anum myndu losna einhver rúm, en þau yrðu væntanlega úti um allt hús. Þannig væri það vægast sagt óljóst hvar ætti að hola þess- ari starfsemi niður á Landspítalan- um, enda hefði þar verið þröngt. Þá væri heldur ekki hægt að ráða af greinargerðinni hvaða örlög göngudeildunum tveimur væru fyr- irhuguð. Haukur sagði að með þessum breytingum væri verið að rýra þjónustukosti lungna- og ofnæmis- sjúklinga verulega. Þessi starfsemi á Vífilsstaðaspítala hefði orðið til fyrir tæpum þijátíu árum og þró- ast ákaflega vel. Starfsemin hefði verið ákaflega mikilvæg fyrir þennan hóp sjúklinga sem þyrfti að geta lagst inn með litlum fyrir- vara. Það hefði verið hægt á Vífíls- staðaspítala. „Það hefur heyrst í mörgum lungnasjúklingum að þeir kvíða framtíðinni ef þetta fer á þennan veg,“ sagði Haukur. Hann sagði að hvorki hefði verið haft samband við starfsfólk á Víf- ilsstöðum né sjúklingana sjálfa um þessar breytingar. „Það er verið stefna þjónustu við lungnasjúkl- inga og ofnæmissjúklinga í mikla óvissu með þessum breytingum svo vægt sé til orða tekið," sagði Hauk- ur ennfremur. Dómsmál vegna nýju upplýsingalaganna Deilt um hvort styrkveitingar njóti bankaleyndar FYRSTA dómsmálið sem spinnst af upplýsingalögunum, sem tóku gildi um síðustu áramót, var flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Iðnlánasjóður stefndi Einari S. Hálfdánarsyni, héraðsdómslög- manni, til að hnekkja úrskurði úr- skurðamefndar um upplýsinga- mál. Nefndin hafði kveðið upp þann úrskurð að samkvæmt upp- lýsingalögunum ætti sjóðsstjórnin að verða við beiðni Einars um upp- lýsingar um þá styrki sem Iðnlána- sjóður hefði veitt á árunum 1990- 1996. Samkvæmt 5. grein laga um Iðnlánasjóð skal veija 10% af iðn- lánasjóðsgjaldi í að greiða fyrir hagrannsóknum í þágu iðnaðarins og aðgerðum sem stuðla að þjóð- hagslega hagkvæmri iðnþróun í landinu. Stjórn sjóðsins er falið að ráðstafa fénu í samráði við Samtök iðnaðarins. Þá er í 8. grein laganna um sjóðinn kveðið á um framlög sjóðsins til nýrra útflutnings- og þróunarverkefna og til rannsókna í iðnaði. Úrskurðarnefnd um upplýsinga- mál hafði hafnað þeim sjónarmið- um stjómar Iðnlánasjóðs að ákvæði laga um bankaleynd ættu að taka yfir þessar styrkveitingar en sjóðsstjórnin byggir málið á þeim sjónarmiðum fyrir dómi. Einar S. Hálfdánarson óskaði upplýsinganna fljótlega eftir ára- mót og úrskurðamefndin fjallaði um það á fyrstu mánuðum ársins. Einari var stefnt fyrir réttarhlé en Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á beiðni um flýtimeðferð máls- ins og var það flutt í gær og er dóms að vænta 7. október. Prófkjör í Reykjavík Hilmar Guðlaugsson gefur ekki kost á sér HILMAR Guðlaugsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hef- ur ákveðið að draga sig í hlé og gefa ekki kost á sér í prófkjöri flokksins vegna borgarstjórnar- kosninganna en það verður haldið 24. og 25. október. Hilmar var í 4. sæti á lista flokksins við síðustu borgarstjórn- arkosningar. í yfírlýsingu frá Hilmari af þessu tilefni segir: „Ég undirritað- ur hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til þátttöku í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins vegna borgar- stjórnarkosninganna í maí 1998. Ég hef starfað að borgarmálum síðan 1974, ýmist sem vara- eða aðalborgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins. Að mínu mati er mál að linni og yngra fólki gefið tæki- færi og þar með möguleikar á kjöri til borgarstjórnar í Reykja- vík.“ Morgunblaðið/Guðlaugur Wfum TRYGGVI Konráðsson ásamt Oddi Haraldssyni og Konráði Gunnarssyni uppi í einu af lyftumöstrunum. Skíðalyfta á Snæfellsjökul Ólafsvik. Morgunblaðið. VERIÐ ER að leggja síðustu hönd á frágang skíðalyftu á Snæfells- jökli. Ferðaþjónusta Spjófells á Amarstapa með Tryggva Konr- áðsson í fararbroddi hefur unnið að því síðasta ár að setja upp skiðalyftu á jöklinum. Hún er 800 metra yflr sjávarmáli í suðurhlíð jökulsins og er um 400 metra löng. Þessi staður er talinn geta orð- ið hin mesta skiðaparadis. Útsýnið er stórkostlegt og sést vel til allra átta. Frá skíðalyftunni verður hægt að skíða um allan jökulinn að sunnanverðu og miðað við snjóalög undanfarinna ára er hægt að ljúka skíðadegi með því að skiða niður í byggð. Nú er lítið annað að gera en að bíða eftir snjónum og kvaðst Tryggvi von- ast til að við fyrstu snjóa yrði hægt að gangsetja lyftuna. MORGUNBLAÐIÐ Aurskriða lokaði vegi AURSKRIÐA féll á veginn um Barðaströnd í fyrrinótt og var vegurinn lokaður af þeim sökum þartil Vegagerð- in hafði opnað veginn að nýju í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar á Patreksfirði barst henni til- kynning klukkan hálfeitt í fyrrinótt um að aurskriða hefði fallið á veginn á móts við bæinn Hamar. Þegar var haft samband við Vegagerð- ina sem sá um að opna veg- inn snemma í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar er ekki vitað til þess að neitt annað tjón hafi orðið af völdum aur- skriðunnar. Deila grunnskóla- kennara Fundur boðaður RÍKISSÁTTASEMJARI hef- ur boðað samninganefndir grunnskólakennara og sveit- arfélaganna á fund nk. fimmtudag. Þá verða liðnar þrjár vikur frá síðasta fundi deiluaðila. Kjörgögn vegna atkvæða- greiðslu um boðun verkfalls í grunnskólunum 27. október verða send út í dag. Atkvæða- greiðslu lýkur 1. október og verða atkvæði talin 6. októ- ber. 15 teknir með fíkni- efni TVEIR karlmenn voru hand- teknir í vesturbæ borgarinnar um helgina og fundust á þeim efni sem talið er að séu amfet- amín, hass ög LSD. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu lögreglunnar, sem vinnur að frekari rann- sókn málsins. Á laugardag voru 13 manns handteknir þegar lög- regla fann ætluð fíkniefni í síðbúinni veislu í austurborg- inni. Töluvert fannst af efn- um á staðnum og í framhaldi af leit þar gerði lögreglan þrjár húsleitir annars staðar. Þar fannst meira af efnum. Batnandi líðan eftir slys LÍÐAN 14 ára pilts, sem varð fyrir bíl í Kópavogi á mánudag í síðustu viku, fer batnandi samkvæmt upplýs- ingum lögreglu. Pilturinn, sem var á reið- hjóli, varð fyrir bíl á mótum Nýbýlavegar og Þverbrekku. í gær var hann ekki kominn til meðvitundar, en hann var ekki lengur talinn í lífshættu og ástand hans var stöðugt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.