Morgunblaðið - 23.09.1997, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Leikskólagjöld ekki
hækkuð að sinni, hugsan-
lega endurskoðuð síðar
Morgunblaðið/Ásdís
REYKJAVÍKURBORG hefur ekki
uppi áform um að hækka leikskóla-
gjöld, að sögn Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur borgarstjóra og Árna
Þórs Sigurðssonar, formanns
stjórnar Dagvistar bama. Þau úti-
loka þó ekki að að sveitarfélögin
kunni að endurskoða gjaldskrá leik-
skólanna í framtíðinni m.a. vegna
nýgerðra kjarasamninga við leik-
skóiakennara.
„Hvort þetta kallar á endurskoð-
un á gjaldskrá þegar fram líða
stundir veit ég ekkert um. Það er
eitthvað sem sveitarfélögin almennt
þurfa að skoða. Þegar við geram
kjarasamninga sem era í takt við
það sem almennt er á vinnumark-
aði þá megum við búast við að fá
það til baka í gegnum útsvarið.
Þegar við geram samninga sem eru
umfram þetta meðaltal þarf að brúa
það bil einhvern veginn. Það er
hægt að gera það með því að draga
einhvers staðar saman eða með því
að skoða gjaldskrár. Á þessu stigi
er ekki verið að velta fyrir sér
hækkun á gjaldskrá," sagði Ingi-
björg Sólrún.
Ekki hefur verið reiknað út ná-
kvæmlega hver kostnaðarauki
Reykjavíkurborgar er af samningn-
um á næsta ári. Hann er hins veg-
ar lægri en sá kostnaður sem borg-
in kemur til með að bera af samn-
ingi við Sókn. Ástæðan er sú að
meirihluti starfsfólks leikskólanna
er í Sókn. Sóknarsamningurinn fól
í sér um 19% hækkun á þremur
áram.
„Þessi samningur leikskólakenn-
ara hefur nokkum kostnaðarauka
í för með sér. Þarna er um að ræða
umönnunar- og uppeldisstörf sem
að mínu mati hafa verið vanmetin.
Það kostar sitt að leiðrétta slíkt.“
Þörf á að efla fagmenntun
í leikskólum
Árni Þór sagði að sá kostnaðar-
auki sem Reykjavíkurborg hefði af
samningi við leikskólakennara
kæmi á nokkrum áram og það
væri því ekki ástæða til að ijúka
til og hækka leikskólagjöld. Hann
sagði að sú stefna hefði verið mörk-
uð að láta Ieikskólagjöld fylgja verð-
lagi og því mætti búast við hækkun
gjaldanna af þeim sökum 1. júlí á
næsta ári.
„Það er mikilvægt að efla fag-
menntun í leikskólum. Við teljum
að þessi kjarasamningur sé skref í
þá átt. Á vegum stjórnar Dagvistar
barna hefur verið unnið að tillögum
um bætt sérfræðistarf inni í leik-
skólum. Ég á von á að tillögumar
komi fram á næstu vikum og reynt
verði að taka mið af þeim í fjár-
hagsáætlun fyrir næsta ár,“ sagði
Árni Þór.
Ingibjörg Sólrún sagði að í fjár-
hagsáætlun Reykjavíkurborgar fyr-
ir árið 1997 hefði ekki verið tekið
tillit til launabreytinga enda hefði
ekki verið vitað hvað þær yrðu mikl-
ar. í næsta mánuði myndi borgar-
ráð fá í hendur upplýsingar um
hvað launahækkanir kostuðu ein-
stakar stofnanir borgarinnar og
fjárveitingar til þeirra myndu taka
mið af því.
Ingibjörg Sólrún sagði erfitt að
segja fyrir um hvort samningurinn
við leikskólakennara kæmi til með
að greiða fyrir samningum við
grannskólakennara. Kjarasamning-
ar þessara tveggja hópa væru ólík-
ir og vinnufyrirkomulag ólíkt. Leik-
skólakennarar væra inni á leikskól-
unum frá kl. 9-17. Störf kennara
væra ekki að eins miklu leyti skipu-
lögð inni í skólunum sjálfum.
„Þama vegur þyngst hvort það
næst samkomulag um breytta
vinnutilhögun. Ég held að það sé
nauðsynlegt að ná fram einhveijum
áföngum í því núna. Það getur skap-
að svigrúm fyrir bætt kjör kennara
vegna þess að þá má ná betra skipu-
lagi og meiri hagræðingu í skóla-
starfí," sagði Ingibjörg Sólrún.
Hannes Þorsteinsson, sem sæti á
í samninganefnd grannskólakenn-
ara, sagði að leikskólakennarar
hefðu í samningi sínum náð fram
kjarabótum án þess að þurfa að
leggja eitthvað á móti. Hann sagð-
ist vona að launanefnd sveitarfélag-
anna tæki mið af þessu í viðræðum
við grunnskólakennara og drægi til
baka kröfur um að kennarar fjár-
mögnuðu að hluta til sjálfir þá
launahækkun sem þeir ættu að fá.
Ef það gerðist mætti segja að samn-
ingur leikskólakennara greiddi fyrir
samningum við grunnskólakennara.
Karl Björnsson, formaður launa-
nefndar sveitarfélaganna, sagði erf-
itt að segja til um áhrif samnings
leikskólakennara á kjaradeilu
grannskólakennara og sveitarfélag-
anna. Þetta væru mjög ólíkir samn-
ingar og því gæti samningur leik-
skólakennara ekki orðið fyrirmynd
að samningi við grunnskólakenn-
ara.
Kynning á samningi leikskóla-
kennara hefst _ í dag og stendur
næstu daga. í framhaldi af því
verða gjeidd atkvæði um samning-
inn og er reiknað með að niðurstaða
úr atkvæðagreiðslunni liggi fyrir
um miðjan október. Tæplega 1.000
leikskólakennarar eru á kjörskrá.
Æfingar fyrir þig
Æfíngabekkir Hreyfingar, Ármúia 24, sími 568 0677
Ath. breyttan opnunartíma
Opið mánudaga og miðvikudaga frá kl. 9-12 og kl. 15-20,
þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 9-18 og föstudaga kl. 9-12
Getur eldra fólk notið góðs afþessum bekkjum?
Já, þessi leið við að hreyfa líkamann er þægileg, liðkar og gefur góða slökun.
Og er þess vegna kjörin fyrir eldra fólk.
Guðrún ingvarsdóttir
Ég hef stundað æfingabekkina í rúmt ár og hafa
þeir hjálpað mér I baráttunni við slit- og vefjagigt.
Auk þess sem vöðvar hafa styrkst og vöxtur lagast.
Allt er þetta jákvætt og gott innlegg í heilsubankann.
Ég vildi að ég hefði kynnst þessu æfingakerfi
miklu fyrr.
Við erum einnig með göngubraut,
þrekstiga og tvo auka nuddbekki.
Svala Haukdal
Ég hef stundað æfmgabekkina meira og minna síðan 1989.
Vegna þrálátra bakverkja og vökvasöfnunar, átti ég erfitt
meo að stunda leikfimi. Síðan ég byrjaði hef ég verið laus
við verki og ég fæ alla þá hreyfingu og slökun sem ég þarf.
Hjá Æfingabekkjum Hreyfingar fæ ég einnig einkaþjálfun,
persónulegt viðmót og yndislegt umnverfi. Ég hvet allar
þær konur sem geta, ao kynna sér æfingakerfið, það er
fyllilega þess virði.
Frír kynningarlími
• Eru vöðvabólgur að hrjá
þig í baki, öxlum eða
handleggjum?
• Stirðleiki í mjöðmum
og þreyta í fótum?
• Vantar þigaukíx“
blóðstreymi og
• Þá hentar
okkar þér
Reynslan hefur sýnt að
þetta æfingakerfi hentar
vel fólki á öllum
sem ekki hefur
dað einhverja
sþjálfun í íangan
á. Sjö bekkja
ngakerfið liðkar, styrkir
gcykur blóðstreymi til
öðvana. Hver tími
á góðri slökun.
Morgunblaðið/Þorkell
INGÓLFUR V. Gíslason, starfsmaður á skrifstofu jafnréttis-
mála, og Knut Oftung, starfsmaður norska jafnréttisráðsins.
80% norskra feðra
taka fæðingarorlof
„MÉR sýnist það sama gilda um
íslenska og norska feður, að þeir
vinni allt of mikið þegar börnin
þeirra eru ung. Við verðum að þora
að forgangsraða á annan hátt en
við höfum gert hingað til. Það er
líka mikilvægt að feður styðji hvern
annan í því að velja öðruvísi á þessu
skeiði lífs síns því það kemur bara
einu sinni og þetta eru mikilvæg
ár,“ segir Knut Oftung, sérfræðing-
ur í jafnréttismálum í Noregi, sem
er staddur hér á landi þessa dagana
til þess að kynna sér starfsemi Jafn-
réttisráðs á íslandi.
Sjálfur starfar hann hjá norska
jafnréttisráðinu og var fulltrúi Nor-
egs í norrænni karlanefnd og ritari
nefndarinnar sem samdi tillögur til
aðgerða um karla og jafnrétti sem
ráðherrar jafnréttismála á Norður-
löndum samþykktu í Riga nýlega.
4 vikna feðrakvóti - ekki
lengri tími en sumarfrí
Oftung er ekki síst þekktur fyrir
þátt sinn í breytingum sem gerðar
voru fyrir tveimur árum í Noregi á
löggjöf um fæðingarorlof. Þær
breytingar hafa leitt til byltingar á
töku fæðingarorlofs karla í Noregi.
í Noregi er fæðingarorlof nú 42
vikur á fullum launum eða 52 vikur
á 80% launum. Fjórar vikur af þess-
um 42 eða 54 vikum eru sérstaklega
ætlaðar föðurnum og eru ekki yfir-
færanlegar á móðurina. Knut Oft-
ung segir þessa tilhögun mælast
mjög vel fyrir og að nú taki um 80%
norskra feðra fæðingarorlof, margir
þeirra jafnvel lengri tíma en hinn
lögboðna mánuð. Áður en hinn svo-
kallaði feðrakvóti var tekinn upp
hafi hins vegar aðeins 2-3% feðra
tekið sér fæðingarorlof.
Aðspurður hvernig vinnumarkað-
urinn hafi tekið þessari nýbreytni
segir hann það hafa gengið sárs-
aukalaust. „Vissulega var nokkur
umræða uppi um það hvernig vinnu-
markaðinum myndi takast að leysa
úr þessu en þegar til kom áttuðu
menn sig á því að fjórar vikur væru
ekki meira en venjulegt sumarfrí.
Og það er jú nokkuð sem allir taka
á hveiju ári,“ segir Knut Oftung.