Morgunblaðið - 23.09.1997, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 11
FRÉTTIR
wtcmtMi
ÍNA með stórlaxinn fyrir utan veiðiheimilið í Árnesi.
Fékk boltalax í Laxá
ÍNA Gissurardóttir veiddi 22 punda
lax á Presthyl í Laxá í Aðaldal fyr-
ir fáum dögum og er það stærsti
lax sem Morgunblaðið hefur haft
spurnir af að kona hafi dregið á
land á því veiðitímabili sem nú er
að Ijúka.
„Eg var úti á báti á Presthyl
með eiginmanni mínum, Halldóri
Skaftasyni, og var nýbúin að veiða
10 punda lax. Við vorum að velta
því fyrir okkur hvort við þyrftum
nokkuð að róa í land til að landa
honum og ákváðum að taka hann
úti í ánni. Það var gaman að honum
enda djöflaðist hann mikið allt í
kringum bátinn.
Svo kom þessi stóri og þá var
ekki spurning, við sögðum hvort
upp í annað að nú yrðum við að
fara í land. Þetta tók hátt í klukku-
tíma og ég réð ekki við neitt, laxinn
ýmist lagðist eða tók út línu eins
og hann vildi og svo var komið
mikið slý á línuna þannig að ég
bjóst alveg eins við því að hann
færi bara af. En þetta gekk upp
og það var mjög skemmtilegt, því
við höfðum rétt áður misst annan
sem var sennilega enn stærri í Grá-
straumi," sagði ína í samtali við
blaðið. Laxinn, sem vó 22 pund,
hængur, tók maðk.
Verður laxinn svo stoppaður upp?
„Nei, biddu fyrir þér. Ég læt
ekki stoppa upp fyrr en ég er búin
að fá 30 punda lax. Þessi fiskur
er kominn í reyk.“
Alls hafa veiðst um 300 laxar á
Nesveiðum í Laxá sem er meira en
í fyrra. Af þessum 300 löxum veidd-
ust 98 í þremur síðustu hollunum,
eða á níu dögum. Halldór Skaftason
sagði í samtali við blaðið í gær, að
hann hefði veitt í Laxá árlega frá
1965 og hann hefði ekki séð ána
jafn líflega síðan 1978, er feikna-
veiði var í ánni. „Það er greinilegt
að áin er á uppleið aftur eftir mögru
árin. Það var mikiil lax þarna, miklu
meira en við reiknuðum með miðað
við það sem hefur verið að gerast
þarna í sumar,“ segir Halldór.
Uppsagnir sérfræðinga á samningi
við Tryggingastofnun
Enginn fundur í
tæpan mánuð
LEIÐIN á tind Everest er
brött og varasöm.
Aukafyrir-
lestur um
Everest
VEGNA fjölda áskorana munu Ever-
estfararnir halda aukafyrirlestur um
ævintýraför sína á hæsta fj’all heims
sl. vor. Fyrirlesturinn verður haldinn
í Borgarleikhúsinu í kvöld, þriðjudag,
og hefst kl. 22.
Fyrirlesarar í kvöld eru íslending-
arnir þrír sem fóru á Everest í vor,
Björn Ólafsson, Einar K. Stefánsson
og Hallgrímur Magnússon. Á fyrir-
lestrinum er blandað saman mynd-
skyggnum, lifandi frásögn og ein-
stæðum myndbandstökum frá fram-
andi slóðum og ævintýralegu ferða-
lagi. Greint verður frá aðdraganda
og undirbúningi ferðarinnar, fram-
andi menningu í Nepal og stórkost-
legri gönguleið í aðalbúðir við rætur
Everest.
Sagt verður frá hæðaraðlögun
fjallagarpanna, alvarlegum veikind-
um þeirra, óveðrum og bið eftir rétta
tækifærinu til að leggja á tindinn.
Lokst er greint frá erfiðri baráttu í
fimmtu búðum í 8.000 metra hæð
og lokst 13 tíma ferðalagi upp á tind
Everest.
ENGINN samningafundur hefur
verið haldinn í deilu sérfræðinga
og Tryggingastofnunar ríkisins frá
því seint í ágústmánuði. Annar
fundur hefur ekki verið boðaður og
segir formaður samninganefndar
Læknafélags íslands óvíst hvenær
af honum verði.
Uppsagnir þvagfærasérfræðinga
á samningi þeirra við Trygginga-
stofnun tóku gildi um síðustu mán-
aðamót, en auk þeirra hafa sérfræð-
ingar í þremur öðrum greinum sagt
upp samningi sínum við Trygginga-
stofnun sem einstaklingar. Flestar
uppsagnirnar taka gildi nú um
mánaðamótin, en einnig nokkrar í
nóvemberbyrjun. Um er að ræða
háls-, nef-, og eyrnalækna, bæklun-
arlækna og skurðlækna og ná upp-
sagnirnar til þorra sérfræðinga í
fyrrnefndu hópunum þremur.
Áður hafði Læknafélag íslands,
ELDUR kom upp í kjallara húss
við Háteigsveg um klukkan 1 að-
faranótt sunnudags. Slökkviliðs-
menn björguðu íbúa hússins út um
glugga á efri hæð, en hann komst
ekki út þar sem eldurinn hafði læst
sig í stiga hússins.
Þegar slökkviliðið kom á vett-
vang var íbúi á efri hæð úti í glugga.
Mikill reykur var í húsinu og tölu-
verður eldur í geymsluherbergi í
kjallara. Eldurinn hafði borist fram
fyrir hönd sérfræðinga sem starfa
eftir samningi við Tryggingastofn-
un íslands, sagt upp þeim samningi
frá 1. apríl síðastliðnum. Ákveðið
var þó að starfa eftir samningnum
þar til nýr hefði verið gerður.
Málið í hnút
Guðmundur I. Eyjólfsson, for-
maður samninganefndar Læknafé-
lags íslands, sagði að í viðræðunum
væri deilt um ýmisiegt, svo sem
einingaverð, einingamagn og sér-
stakar hækkanir sem sérfræðingar
vildu fá fram fyrir skurðlækna. Þá
vildu sérfræðingar einfalda allt
kerfið.
Viðsemjendur þeirra segðu þeim
hins vegar að lesa fjárlögin, en þar
stæði að það ætti að minnka út-
gjöld til sérfræðiþjónustunnar um
70 milljónir króna. Málið væri þann-
ig allt í hnút.
á gang og í stiga sem liggur upp
á hæðina. Slökkviliðið reisti stiga,
sem var við húsið, upp að gluggan-
um og hjálpaði íbúanum út.
Húsið er þriggja hæða steinhús
og urðu töluverðar skemmdir á því
af völdum elds, reyks og vatns.
Ibúanum, sem var einn í húsinu
þegar eldurinn kom upp, varð ekki
meint af.
Lögreglan vinnur að rannsókn á
upptökum eldsins.
Bjargað út um glugga
Októbersprengja
Heimsferöa
París
2 fyrir 1
13. og 20. okt.
frá kr.
12.140
' boði
30
hvorrj ft
sæti
erð
Þetta er tækifæri
sem þú færð ekki aftur til
að kynnast þessari ógleymanlegu heims-
borg, París. í samvinnu við hið franska flugfélag, sem flýgur
íyrir Heimsferðir til Parísar geturn við nú boðið samtals 60
sæti á hreint ótrúlegum kjörum. Þú bókar tvö sæti til
Parísar, borgar aðeins fyrir eitt og býður þínum uppá-
halds ferðafélaga. Og hjá Heimsferðum getur þú svo valið
um góða gististaði á hreint frábærum kjörum í heimsborg-
inni og nýtur þjónustu Heimsferða allan tímann.
12.140
Verð kr.
Verð á flugsæti m.v. annað sætið frítt með flugvallarskatti,
13. eða 20. okt. Flug út á mánudegi, heim á fimmtudegi,
3 nætur.
3.100
Verð kr.
Gistinótt í París, verð pr. mann m.v. 2 í herbergi með
morgunmat, Hotel Paris — Rome.
3.800
Verð kr.
Gistinótt í París, verð pr. mann á Hotel Lebron.
3.900
Verð kr.
Gistinótt í París, verð pr. mann á Hotel Galerie.
( HEJ IMSFERí jir':
Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600