Morgunblaðið - 23.09.1997, Side 12

Morgunblaðið - 23.09.1997, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli HJÓLAÐ undir slá í úrslitum hjólreiðakeppni grunnskóla. Sigursælir hjóla- kappar frá Akranesi ÞRÁTT fyrir rok og rigningu stóðu keppendur sig með prýði í úrslitakeppni hjólreiðakeppni grunnskóla 1997, sem haldin var við Periuna í Reykjavík á laugar- daginn. I fimm efstu sætunum urðu eft- irtaldir: í fyrsta sæti Eyþór Frið- riksson og Bjarki Þór Guðmunds- son, Grundaskóla á Akranesi, í öðru sæti Snæþór Amþórsson og Guðmundur Þór Sigurðsson, Dal- víkurskóla, í þriðja sæti Emil Þór Guðmundsson og Guðrún Hulda Pálsdóttir, Selásskóla, í fjórða sæti Ragnar Hjaltested og Ingi- björg Einarsdóttir, Fossvogs- skóla, og í fimmta sæti Davíð Björgvinsson og Elvar Herjólfs- son, Stóru-Vogaskóla. Morgun- blaðið sió á þráðinn til sigurveg- aranna Eyþórs og Bjarka Þórs á Akranesi, sem sögðust lítið hafa æft fyrir úrslitin. „Ég var nú eig- inlega ekkert búinn að hjóla í sumar. Ég hef bara verið í golfi,“ sagði Eyþór. Bjarki sagðist held- ur ekki hafa æft neitt sérstaklega mikið. „En við hjólum alltaf í skólann," bætti hann svo við. Eiginlega ætti maður að nota hjálm í keppninni voru allir með reið- hjólahjálm, enda skylda. Að- spurður hvort hann notaði hjálm dags daglega sagðist Eyþór ekki alltaf geraþað. „Það eru voða fáir í mínum árgangi sem nota hjálm núna. En það fengu allir hjálm gefins þegar við vorum í sjö ára bekk.“ Bjarki sagðist stundum nota hjálm en samt ekki alltaf. „En eiginlega ætti maður nú að gera það, eftir það sem maður hefur verið að heyra í fréttunum um þessi reiðhjóla- slys,“ sagði hann svo. Morgunblaðið/Björn Blöndal Uppsögn blikksmiðs dregin til baka Ný vél í flota Flugleiða NÝ ÞOTA bættist í flugflota Flug- leiða fyrir síðustu helgi, en þá kom hingað til lands Boeing 737-300 fraktvél sem félagið hefur tekið á leigu til þriggja ára. Að sögn Margrétar Hauksdóttur hjá upp- lýsingadeild Flugleiða hefur vélin verið leigð áfram til Svíþjóðar þar sem hún verður í póstflutningum fram í miðjan mars á næsta ári, en þá kemur hún hingað til lands í fraktflug. íslensk áhöfn verður á flugvélinni í Svíþjóð og öll tækni- leg þjónusta fer fram á henni á vegum Flugleiða og var hún yf- irfarin við komunatil landsins. UPPSÖGN blikksmiðs, sem sagt hafði verið upp störfum í lok ágúst, hefur nú verið dregin til baka og er gert ráð fyrir að hann hefji störf á ný að loknu fæðingarorlofi 1. nóv- ember næstkomandi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sem hafði sagt manninum upp störf- um eftir að hann tilkynnti að hann hygðist taka níu vikna fæðingaror- lof, vildi ekki ræða ástæður upp- sagnarinnar við Morgunblaðið. Hann sagði þær persónulegt mál milli sín og_ starfsmannsins. í símbréfi, sem fyrirtækið sendi lögfræðingi Félags blikksmiða síð- degis á föstudag, en barst lögfræð- ingnum ekki í hendur fyrr en í gær- morgun, er tilkynnt að uppsögnin hafi verið dregin til baka og því geti starfsmaðurinn mætt til vinnu 1. nóvember. Lögfræðingurinn hafði áður gefið fyrirtækinu tíu daga frest til þess að draga uppsögnina til baka. Morgunblaðið/Þorkell INGI Bæringsson, ráðgjafi hjá SÁÁ, skýrir frá sameiginlegu forvarnaverkefni SÁÁ og sveitarfélaga. því hvernig starfinu miðaði á hveij- um stað fyrir sig. Voru þeir sam- mála um að það hefði farið vel af stað, þó að það væri mislangt komið. Þekkingunni ekki fylgt eftir Fram kom að veikleikar þess forvarnastarfs sem hingað til hefði verið boðið upp á hefðu einkum verið þeir að starfið hefði beinst að afmörkuðum þáttum, eins og t.d. fræðslu til unglinga um vímuefni og hættur samfara neyslu, og að utanaðkomandi sérfræðingar hefðu komið og farið án þess að skilja eftir þekkingu sem hægt væri að fylgja eftir. Þá væri einnig gjarnan um að ræða afmarkaðar uppákom- ur eða átaksverkefni, en þess á milli væri lítið gert. Samstarf sveitarfélaganna fimm og SÁÁ hófst um síðustu áramót og að sögpi Einars Gylfa Jónssonar, deildarstjóra forvarnadeildar SÁÁ, eru fleiri sveitarfélög á leiðinni inn í samstarfið. Hann segir mikilvægt að kraftarnir séu samhæfðir heima í héraði. Jafnvel þó að fagleg ráð- gjöf og sérhæfð aðstoð sé fengin að utan verði framkvæmdin í hönd- um heimafólks á hvetjum stað, sér- fræðingarnir að sunnan komi ekki sem frelsandi englar sem öllu þjargi. Áður en verkefnið hófst gerði Félagsvísindastofnun Háskóla ís- lands úttekt á stöðu mála á hveijum stað og þegar fram líða stundir verður staðan metin aftur. Mun þetta verða í fyrsta sinn sem fram fer faglegt mat á árangri forvarna- starfs hér á landi. Þróunarnefnd Alþjóðabankans Greiðslubyrði fá- tækustu ríkja endurskoðuð HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sat í gær 56. fund þró- unarnefndar Alþjóðabankans í Hong Kong. Halldór hefur forystu fyrir hönd Norðurlanda og Eystra- saltsríkja í þróunarnefndinni, sem mótar meginstefnu bankans í að- stoð við þróunarlöndin, og er skipuð 24 ráðherrum hátt á annað hundrað ríkja. Halldór, sem í gær sat bæði al- menna og lokaða fundi, sagðist í samtali við Morgunblaðið vera mjög ánægður með niðurstöðu fundanna. Þeir hafi gengið vel og niðurstöður þeirra orðið með svipuðu sniði og Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin hafi verið búin að koma sér saman um. „Á fundunum fjölluðum við m.a. um þá nýju áherslu sem Alþjóða- bankinn og Alþjóðagjaldeyrisstofn- unin leggja nú á að vinna gegn spillingu," sagði Halldór. „Þá var rætt um að efla samstarf milli Al- þjóðabankans og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins á fjármálamörkuðum þar sem það hefur valdið vandræðum að undanförnu að Alþjóðabankinn hefur ekki verið nægilega vel það undir búinn þegar upplausn hefur orðið á þeim. Einnig var ákveðið að styrkja stöðu MICA, Alþjóðlegu fjárfestingarábyrgðarstofnunarinn- ar sem tekur ábyrgð á fjárfesting- um í þróunarlöndunum, með fram- lögum sem samsvara einum millj- arði Bandaríkjadala eða rúmum 70 milljörðum íslenskra króna. Síðast en ekki síst náðist sam- komulag um það hvernig standa skuli að niðurfellingu skulda og endurskipulagningu á endurgreiðsl- um skuldugustu ríkja. Það hefur verið nokkurt deilumál hvemig að því skuli staðið. Á fundinum í dag náðist síðan samkomulag sem var þannig að við gátum vel sætt okkur við það. Samkomulagið gengur út á það að Alþjóðabankinn og -gjald- eyrissjóðurinn taki á sig skyldur í samræmi við útlán sín og að aðrir aðilar sem hafa lánað til þessara þjóða taki á sig að fella niður skuld- ir. Þessar aðgerðir miða að því að viðkomandi ríki geti staðið undir endurgreiðslum en það gengur að sjálfsögðu ekki upp þegar greiðslu- byrði er á þriðja hundrað prósent af úflutningstekjunum eins og við á um nokkur þessara landa. Það var mjög aðkallandi að koma þessu í lag þannig að þessi ríki geti farið að vinna sig upp úr þeirri miklu lægð sem þau eru í,“ sagði utanríkisráðherra. í dag hefst svo aðalfundur Al- þjóðabankans og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins þar sem Halldór situr sem fulltrúi íslands. Fulltrúi Finna mun, að þessu sinni, tala fyrir hönd Norð- urlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Forvarnaverkefni SAA og sveitarfélaga Fimm sveitarfélög stilla saman strengi FIMM sveitarfélög víðs vegar um landið, Akranes, Húsavík, Egils- staðir, Vestmannaeyjar og Mos- fellsbær, eru nú í samstarfi við for- varnadeild SÁÁ um að þróa víðtækt forvarnastarf þar sem leitast er við að forvarnirnar nái til sem flestra þátta sem haft geta áhrif á vímu- efnaneyslu unglinga. Þannig er reynt að stilla saman strengi allra þeirra sem sinna mál- efnum barna og unglinga í sveitar- félögunum. Er þá ekki einungis átt við fagfólk, eins og t.d. starfsmenn heilsugæslu og barnavernd- arnefnda, lögreglu, kennara og sál- fræðinga, heldur einnig ófaglært starfsfólk á ýmsum sviðum sem umgengst börn og unglinga í sínu daglega starfi og þekkir hugarheim þeirra fullt eins vel og þeir sem eru í hinu beina fræðslu- eða uppeldis- hlutverki. Má þar t.d. nefna ganga- verði í grunnskólum, starfsfólk sundstaða og íþróttahúsa, dyraverði skemmtistaða og afgreiðslufólk í söluturnum og myndbandaleigum. Vita hver kaupir áfengi fyrir krakkana Ingi Bæringsson, ráðgjafi hjá SÁÁ, bendir sérstaklega á mikilvægi þess að þetta fólk gefí upplýsingar til réttra aðila um það sem miður fer. Þar sem það verði í starfi sínu vart við hræringar meðal unglinga þegar þær gerast og viti oft betur en foreldramir og kennaramir t.d. hver kaupi áfengi fyrir krakkana, sé afar mikilvægt að þær upplýs- ingar komist alla leið. Verkefnið var kynnt á blaða- mannafundi hjá SÁA í gær og vora þar einnig mættir verkefnisstjórar sveitarfélaganna, sem greindu frá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.