Morgunblaðið - 23.09.1997, Síða 14

Morgunblaðið - 23.09.1997, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjötíu fræðimenn víða að sátu norræna ráðstefnu í Reykjavík um búsetulandslag FRÁ ráðstefnu um búsetulandslag í Norræna húsinu um helgina. Morgunblaðið/Kristinn Náttúru- og menníngarminjar sem hluti af umhverfinu UM HELGINA var rætt um búsetulands- lag á norrænni ráðstefnu í Norræna hús- inu í Reylqavík, með þátttöku rúmlega sjötíu fræðimanna frá öllum Norðurlönd- unum. Fyrir ráðstefnunni stóðu Listasafn Siguijóns Ólafssonar, Nesstofusafn og Norræna húsið, með stuðningi Norræna menningarsjóðsins, menntamálaráðu- neytisins, Reykjavíkurborgar, norrænu sendiráðanna í Reykjavík og Þjóðminja- safns íslands. Á ráðstefnunni, sem hófst á föstudags- morgun, var m.a. fjallað um hugmynda- fræðina bak við friðun náttúru- og menn- ingarminja og skipun friðunarmála í hverju landi fyrir sig, auk þess sem opn- uð var Ijósmyndasýning um finnskt bú- setulandslag í Þjóðminjasafninu. Þá var fjallað sérstaklega um búsetu- landslag hér á landi og nauðsyn þess að náttúru- og menningarminjar séu skoðað- ar sem hluti af því umhverfi sem þær eru í. Rætt var um þrjá staði þar sem talið er nauðsynlegt að tryggja varðveislu bú- setulandslags; Núpsstað, Breiðafjarða- reyjar og Laugarnes í Reykjavík. Ráðstefnunni lauk á laugardagskvöld með móttöku í boði Reykjavíkur í Höfða og lokahófi í Viðey. Á sunnudag fóru þátttakendur síðan út í náttúruna og virtu fyrir sér búsetulandslag á Þingvöllum, Eyrarbakka, í Herdísarvík og Krýsuvík. Landslag mót- að af mönnun- um og þeirra verkum ERLAND Porsmose, menningar- sagnfræðingur og safnstjóri í Kertminde í Danmörku, sem fyrstur manna varði doktorsritgerð um fyr- irbærið búsetulandslag, ræddi í er- indi sínu um hugmyndafræðina bak við friðun náttúru- og menningar- minja. Búsetulandslag segir hann ein- faldlega landslag mótað af mönnun- um og þeirra verkum. Þar hafi land- búnaðurinn gegnt stóru hlutverki en þó megi heldur ekki gleyma bæjum og borgum og umhverfí þeirra, sem sé ekki síður búsetu- landslag. Erland Porsmose talar um fems- konar rök fyrir varðveislu búsetu- landslags. Þar geti verið um að ræða leifar eldri menningar, svæði sem hafi mikið sagnagildi, fagur- fræðilegt gildi eða sé mikilvægt búsvæði fyrir ákveðnar tegundir gróðurs. Kýr á beit, bardagar og listmálarar Til skýringar nefnir hann beitar- landslag á jósku heiðunum. „Þama hafa bændur haft búfénað sinn á beit og jafnvel setið yfir ánum í gamla daga. Þar hefur jafnvel verið frægur bardagi endur fyrir löngu og seinna settur upp minnisvarði um þá sem féllu. Þannig viðhelst sagnagildið. Fagurfræðilega hliðin gæti t.d. verið sú að þarna. hefðu listmálarar löngum dvalið og málað fagrar myndir af kúm á beit í hæð- óttu landslaginu. Morgunblaðið/Kristinn Erland Porsmose Síðast en ekki síst mætti svo nefna að í þessu landslagi væri teg- undafjölbreytnin geysileg, t.d. væru þar sérlega góð skilyrði fyrir þurrk- þolnar plöntur. Allt gerir þetta svæðið að mikilvægu búsetulands- lagi sem vert er að varðveita," seg- ir hann. íslendingar í sömu sporum og Svíar fyrir 25 árum í ERINDI sínu sagði Lena Bergils, safnstjóri í Eskilstuna í Svíþjóð og fyrrverandi formaður Norrænu samtakanna um búsetulandslag, m.a. frá því hvernig Svíar hafa skráð búsetulandslag og hvernig löggjöf um þau mál er háttað. Hún lagði á það áherslu hvernig mis- munandi tímaskeið hefðu mótað mismunandi spor í búsetulandslagi. Morgunblaðið/Kristinn Lena Bergils Skilningur almennings í Svíþjóð á gildi þess að varðveita búsetu- landslag er að sögn Lenu Bergils mikill. Það sama megi segja um stjórnvöld, en þó hafi almenningur verið fyrri til að átta sig á mikil- vægi þess. Aðspurð um hve langt sé síðan farið var að ræða hugtakið búsetulandslag í Svíþjóð, giskar hún á um 25 ár. „Mér sýnist Islending- ar standa í nokkurn veginn sömu sporum nú og við þá,“ segir hún. Búsetulandslag sem annað tungumál Henni virðist sem búseta manna hafi haft ótrúlega mikil áhrif á landslag á íslandi og því sé mikið verkefni fyrir höndum hjá íslend- ingum. Því þykir henni jákvætt að ráðstefnaum búsetulandslag sé nú haldin á Islandi í fyrsta sinn. „Islendingar leggja mikla áherslu á að vernda tungumálið og eru sér almennt mjög meðvitandi um mikil- vægi þess fyrir sögu og sjálfsmynd þjóðarinnar. En eiginlega má segja að búsetulandslag sé líka tjáning, einskonar annað tungumál, sem getur á sama hátt verið afar mikil- Morgunblaðið/Kristinn Þóra Ellen Þórhallsdóttir vægt fyrir sjálfsmyndina. Þannig að ef menn opna augun fyrir því og beijast fyrir vemdun þess af svipuðum krafti og fyrir verndun tungunnar, þá held ég að þeir geti áorkað miklu,“ segir Lena Bergils að síðustu. Ræktaða land- ið eins og eyja í náttúrunni DR. ÞÓRA Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði við Háskóla Islands, fjallaði í erindi sínu um búsetulandslag og íslenskar að- stæður. Þar ræddi hún m.a. um áhrif mannsins á gróður á íslandi og velti vöngum yfir því hver þáttur gróðurfars væri í búsetulandslagi hér á landi. Hún segir helstu myndir sem þessi áhrif mannsins birtast í vera skógaeyðingu og hina miklu eyði- merkurmyndun sem orðið hafi hér á landi og ekki eigi sér hliðstæðu í neinum nálægum löndum. Þau áhrif séu svo augljós og róttæk að þau hafi eðlilega verið mest rædd. „En í raun og veru eru áhrifin miklu margþættari. Sem dæmi má nefna að mólendi og mestallt okkar graslendi eru vistkerfi sem eru mjög mótuð af manninum, vegna þess að þau eru á landi sem hefur að mestu leyti verið skógi vaxið um landnám. Síðan höfum við ræst fram mikið af mýrum á láglendi en sumar óraskaðar mýrar líta að öllum lík- indum öðruvísi út núna en þær gerðu við landnám, vegna þess að ríkjandi tegundir eru ekki þær sömu og þá. Við það að skógunum er eytt hverfur einnig búsvæði þeirra tegunda sem áður mynduðu botn- gróðurinn í skóginum, þannig að það eru fleiri tegundir en birki sem hafa látið undan síga,“ segir Þóra Ellen. Ræktunarsaga íslands mjög stutt í erindi sínu kom hún ennfremur inn á sérstöðu íslensks búsetulands- lags miðað við nágrannalöndin og benti á að ræktunarsaga íslands væri mjög stutt og ræktunarstigið allt annað. Því væri tegundafjöl- breytni á ræktuðu landi hér mun meiri en víða erlendis, sérstaklega þar sem akuryrkja hefði verið stunduð lengi. Þá lýsti hún því hvemig hin sjón- rænu áhrif af menningarlandslagi á íslandi væru allt önnur en víða í nágrannalöndunum. „Þar eru nátt- úruleg svæði oftast eins og litlar eyjar í ræktaða landinu en hér er það eiginlega öfugt. Hér er ræktaða landið oftar eins og eyja í landi sem er ekki ræktað og er greinilega mjög erfitt að bijóta til einhverra nytja.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.