Morgunblaðið - 23.09.1997, Side 15

Morgunblaðið - 23.09.1997, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SKJALFTAVIRKNI FYRIR NORÐURLANDI ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 15 Ástandið svipað o g fyrir skiálftann 1755 Þrálát slq'álftavirkni undanfama mánuði fyrir Norðurlandi vekur spumingar um Húsavíkurskj álfta. Hvort hrinunni sé lokið eða hvort enn stærri skjálfti gæti komið á næstu mánuðum? í eftirfarandi grein fjalla jarðeðlisfræðingamir Ragnar Stefánsson, Páll Halldórsson og Gunnar Guðmunds- son um skjálftavirkni á þessum slóðum. HÚSAVÍKUR-FLATEYJAR MISQENQI -19* I.. .. * ^ Nyrðra gocbeltið * i i i i J-i—1—LA 68.f 86* -16* MYNDIN sýnir Húsavíkur-Flateyjar misgengið og tengingu þess við gliðnunarbeltin fyrir norðan og sunnan (samfelld fjólublá lína). Líta má á það sem hluta 150 km langs misgengisbeltis sem nær allt frá mynni Skagafjarðar og jafnvel allt austur að Kröflusprungu- sveim (brotin fjólublá lína). Norðan við misgengið rekur skorpan til austurs eins og rekstefnan sýnir. Þar sem Húsavíkur-FIateyjar misgengið er ekki samsíða rekstefnunni má áætla að um 10 km gliðnun hafi orðið um það á 7 milljónum árum (stutt fjólublá lína). Brotalina jarðskjálftans árið 1755 er sýnd með skástrikuðu svæði og brotalínur skjálftanna 1872 eru sýndar með kössum. Færsla í skjálftanum 1755 er áætluð 3 metrar og í skjálftunum 1872 er samanlögð færsla áætluð um 1 metri. FRÁ því í ársbyijun 1994 hafa verið jarðskjálftar af og til norður af mynni Eyjafjarðar. Þeir tengjast svokölluðu Húsavíkur-Flateyjar misgengi, en svo er nefnd 60-70 km löng, mis- gengissprunga sem nær frá mynni Eyjafjarðar austur fyrir Húsavík. Sprungan hefur myndast á um 7 milljón árum. í henni sjást skýr merki um sniðgengi, þannig að skorpan norðan sprungunnar hefur færst til austurs, miðað við landið sunnan við. Líklega er þessi færsla ekki minni en 50-60 km á þessum 7 milljónum ára. Þannig gæti austurhluti Tjör- nessins verið ættaður norður af Gjögri á Flateyjarskaga. Margt bend- ir einnig til að um 10 km gliðnun hafí orðið um þetta mikla misgengi. Síðustu tvo mánuðina hefur verið þrálát jarðskjálftavirkni sem tengist Húsavíkur-Flateyjar misgenginu sjálfu. Þessir skjálftar hófust 22. júlí sl. með skjálfta af stærðinni 4,5 á Richterkvarða. Upptök hans voru fyrir mynni Eyjafjarðar eða rúmlega 10 km norð-norð-vestur af Gjögri. Síðan hefur mikil virkni verið á svæð- inu, þó dagamunur hafi verið. Þann 13. þ.m. varð skjálfti mun austar á misgenginu af stærðinni 3. Hann fannst á Húsavík enda upptökin inn- an við kílómetra frá bænum. Laugar- daginn 20 þ.m. urðu síðan tveir öflug- ir skjálftar, sem fundust víða um Norðurland. Stærð þeirra var um 5,0 á Richterskvarða og upptökin á svip- uðum slóðum og skjálftanna 22. júlí en þó örlítið austar og sunnar. Þó að meginvirknin hafi verið á tiltölu- lega litlu svæði út af Gjögri hafa, auk skjálftans 13. september, orðið nokkrir minni skjálftar á misgenginu allt að Húsavík. Það er eðlilegt að menn fyllist óróa .við þessi tíðindi, enda höfum við jarð- skjálftafræðingar látið það í ljós, að fari virknin fyrir mynni Eyjafjarðar að færast austur i átt til Húsavíkur væri sérstök ástæða til að vera á varðbergi. Þótt jarðskjálftaspár séu afar stutt á veg komnar er samt hugsanlegt að við getum séð og skil- ið forboða jarðskjálfta og veitt þann- ig gagnlega viðvörun um stóran skjálfta á svæðinu. En hvert er eðli skjálfta á þessu svæði? Húsavíkurskjálftar á fyrri tímum Elstu heimildir um jarðskjálfta á þessu svæði eru nær samhljóða frá- sagnir nokkurra annála þar sem greint er frá atburðum ársins 1260: „Landskjálfti hinn mikli norður í Flatey". Af þessari knöppu frásögn virðist ljóst að þetta ár hefur orðið öflugur jarðskjálfti á Húsavíkur- Flateyjar misgenginu sem olli miklu tjóni í Flatey. Næsti skjálfti sem hægt er að staðsetja með nokkru öryggi á mis- genginu varð þann 11. september 1755. Jarðskjálftinn olli tjóni á Húsavík, jörð sprakk talsvert og hús skemmdust. Við teljum að upptök þessa skjálfta hafi verið á svæði frá Húsavík og vestur fyrir Flatey. Út frá áhrifalýsingum hefur stærð skjálftans verið metin 7 á Richter- kvarða. Klukkutíma á undan þessum skjálfta fundu Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson, sem staddir voru vestur á Höfðaströnd í austanverð- um Skagafirði, skjálfta sem þeir lýstu sem sterkum. Líklegt er að upptök þessara forskjálfta hafí verið vestan og norðan Húsavíkur- Flat- eyjar misgengisins, norður af Eyja- fírði. Forskjálftarnir tengjast senni- lega gliðnun og landbreytingu í gömlu brotabelti, sem gengur frá mynni Eyjafjarðar og norður í átt til Kolbeinseyjar. Eggert og Bjarni hafa fundið þá stærstu þeirra. Spenna sem þessar landbreytingar ollu hleyptu síðan aðalskjálftanum af stað. Þótt þetta geti ekki talist eldvirkt svæði á okkar tímum, er ekki ólíklegt að kvikuinnskot hafi orðið þessu samfara á miklu dýpi, og að það hafí hjálpað til við að koma brotahreyfingunni af stað á misgenginu og þannig átt þátt í að losa um jarðskjálftann. Þann 31. desember 1867 varð öflugur kippur sem fannst víða um Norðurland. í skjálftanum urðu nokkrar skemmdir á Húsavík og sprungur komu í jörð. Upptökin voru nálægt Húsavík og stærðin milli 5,5 og 6. Loks eru heimildir um tvo jarð- skjálfta sem urðu með klukkustund- ar millibili á Húsavík 18. apríl, 1872. Sá fyrri þessara skjálfta átti upptök rétt við Húsavík (sbr. mynd) og urðu miklar skemmdir þar og metrabreið- ar sprungur mynduðust í jörð sam- kvæmt lýsingum. Hinn skjálftinn er talinn eiga upptök nær Flatey enda olli hann meira tjóni þar. Stærð þess- ara skjálfta hefur verið metin um 6,3, hvors um sig. Mikil skjálftahrina fannst í tvo daga á undan þessum skjálftum, og ekki ólíklegt að þeir hafí orðið við landbreytingar og til- heyrandi kvikuinnskot á svæði milli Húsavíkur og austasta hluta norður- gosbeltisins við Þeistareykjabungu. Um aðra meiri háttar skemmda- skjálfta með upptök á eða við Húsa- víkur-Flateyjar misgengið er ekki vitað, og stafar það sennilega af heimildaskorti. Um eðli skjálftanna Túlkun okkar á eðli þessara tveggja skjálfta er á margan hátt gjörólík, þótt báðir séu á sama sprungukerfinu. Orkumiðja skjálftans 1755 er lík- lega nálægt Flatey. Það er langt síðan þar hefur verið eldvirkni. Og þótt kvikuinnskot að neðan hafí lík- lega átt einhvern þátt í að hleypa skjálftanum af stað er djúpt á hitann og brotasvæðið kalt og sterkt og þar getur því hlaðist upp mikil spenna. Þótt spennan sem hlóðst upp fyrir skjálftann hafí verið mest kringum Flatey, varð hreyfing á allri sprung- unni, allt austur að Húsavík, þegar jarðskjálftinn fór af stað. Annað sem vert er að hafa í huga er að 1725 hófust eldgos og landbreytingar á Kröflusvæði, svokallaðir Mývatn- seldar. Ekki er ólíklegt samkvæmt lýsingum að þá hafi orðið sambæri- leg gliðnun og landbreytingar á eystri hluta norðurgosbeltisins eins og urðu nýverið í Kröflueldum, sem hófust 1975. Opnun og gliðnun á Kröflusprungusveimnum lokaði Þeistareykjasprungusveimnum og þar með Húsavíkursprungunni aust- anverðri. 30 árum síðar, eða 1755, er bylgja landbreytinga sem hófst 1725 komin vestur fyrir mynni Eyja- fjarðar og ýtir skjálfta af stað úr þeirri áttinni. Orkumiðja skjálftanna 1872 er líklega skammt vestur af Húsavík, og tengdust þeir mikilli innskota- virkni á svæði austan Húsavíkur, en þar er styttra í eldvirkni en vestur við Flatey. Innskot kviku á tiltölu- lega litlu dýpi og kvika undir Þeista- reykjasprungusveimnum, glenntu sprunguna í sundur nálægt Húsavík og smurðu hana, þannig að miklar landbreytingar urðu, en ekki eins miklir skjálftar eins og vestar. Und- anfari þessara atburða var mikil þenslubylgja sem hófst skömmu eft- ir 1865 og hafði mikil áhrif í norður- gosbeltinu á næstu árum á eftir. Þetta birtist í árslok 1867 í eldgosi norður af Tjörnesi, og í jarðskjálfta um sama leyti austan Húsavíkur, líklega nálægt mörkum Þeistareykj- asprungusveimsins og Húsavíkur- Flateyjar misgengisins. Þessi endi misgengisins tók að opna sig og skjálftar fóru vaxandi, sem enduðu í stórum skjálftum vestur af Húsa- vík 1872. Þessi mikla þenslubylgja átti svo eftir að skilja eftir sig enn meiri ummerki.sem voru mikil eldgos og landbreytingar í Öskju og í Sveinagjá þar fyrir norðan á árunum 1874 - 1876. Hvaða atburðarás líklegust? Nú er ástandið á margan hátt sambærilegt við það sem var 1755. Það eru 22 ár liðin frá upphafi þeirr- ar miklu gliðnunar í eystri hluta norðurgosbeltisins, sem hófst með Kröflueldum 1975. Við það lokaðist vestari hluti gosbeltisins og þar með austurendi Húsavíkur-Flateyjar misgengisins fyrir kvikuinnskotum og þar með meiri háttar hreyfingum. Þenslubylgjan frá gliðnuninni 1975- 1984 hefur hugsanlega náð vestur fyrir Eyjafiörð, og hefur kannski orðið til að hleypa af stað skjálfta- hrinunni sem hófst 1994. Það er samt ekkert hægt að fullyrða um það að stór skjálfti leysist úr læð- ingi svipaður og sá sem var 1755. Það er ekki víst að spenna sé orðin næg til þess núna. Það má telja líklegt að sniðgeng- isfærsla í skjálftanum 1755 hafi ver- ið meiri en 3 metrar, sem er nálægt lágmarki fyrir svo stóran skjálfta. Þá hefur sniðgengisfærsla í skjálftun- um 1872 varla verið undir einum metra. Heildargliðnun við norður- ströndina er hins vegar um 1,8 cm á ári og því ekki mikið meira en 4 metrar frá því 1755. Þetta mundi í sjálfu sér nægja til að hlaða upp spennu í skjálfta svipuðum þeim og var 1755. Hitt er annað mál að talið hefur verið líklegt, að síðustu milljón árin hafí meiri hluti gliðnunarinnar fyrir norðan fengið útrás til norðurs eftir svokölluðu Grímseyjarbelti. Ef svo væri nú á síðari öldum, væri ekki til nægjanleg upphlaðin orka í stóran skjálfta á þessu svæði. Út- þensla íslands fær hinsvegar útrás á afskaplega breytilegan hátt. Okkar tímaskeið gæti verið tímaskeið til- tölulega mikilla hreyfínga um Húsa- víkur-Flateyjar misgengið. Verði jarðskjálfti nú á næstu áratugum á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu með orkumiðju nálægt Flatey er þó alls ekki öruggt að hann verði eins stór og að sprunguhreyfingar verði eins miklar nálægt Húsavík og var 1755. Ástæðan er sú að á austur- hluta sprungunnar nálægt Húsavík var mikil færsla í skjálftunum 1872, sem gæti komið til frádráttar færslu sem þar mundi verða núna í skjálfta með upptök nálægt Flatey. Skammtímaviðvörun Eins og fram kemur hér að ofan er margt sem við skiljum ekki um eðli jarðskjálfta. Rannsóknir okkar og daglegt eftirlit hafa það markmið að skilja þetta betur og um leið að nýta þau einkenni sem við sjáum til viðvarana. Við teljum líklegt að stór- ir jarðskjálftar á þessu svæði hefjist með tiltölulega hægri skriðhreyfíngu eftir brotabeltinu. Þetta myndi birt- ast í fjölda smáskjálfta sem myndu fylgja því. Við vitum hins vegar ekki hversu lengi slíkt hægt skrið myndi standa á undan hugsanlegum skjálfta. Skjálftarnir sem Eggert Ólafsson og félagar fundu klukku- tíma á undan skjálftanum 1755 vest- ur í Skagafirði gefa líka nokkra von um að unnt verði að vara við skjálfta þarna með skömmum fyrirvara. En sagan endurtekur sig aldrei ná- kvæmlega, þetta á ekki síður við um jarðskjálftasöguna og því má alls ekki treysta á að samskonar forboði sem 1755 verði fyrir næsta stór- skjálfta á svæðinu. Höfundar eru starfsmenn Veður- stofu íslands. Með lífið í lúkunum ÉG VAR á ferð í bíl þegar fyrri stóri skjálftinn reið yfir á laugardag og fann því ekki fyrir honum. Seinni stóra skjálftann varð ég vör við og það má segja að maður hafi hreinlega verið með lífið í lúkunum," sagði Aðalbjörg Árnadóttir íbúi á Dalvík. Fjölmargir jarðskálftar urðu úti fyrri Norðurlandi um helgina og fundust þeir mjög víða. Guðrún Jónasdóttir, íbúi á Siglufirði, sagðist ekki hafa fundið fyrir skjálfta eftir hrinuna á laugardag en henni brá vissulega í brún í látunum á laugardag. Þorsteinn Þorvaldsson í Ólafsfirði hafði svipaða sögu að segja, hann fann vel fyrir stóru skjálftunum tveimur á laugardag en varð lítið var við minni skjálftana. Var frekar brugðið „Þetta var töluvert mikið og mér var frekar brugðið. Ég byijaði á því að opna útidyrnar og dyr innanhúss en það er hlutur sem maður hefur heyrt að eigi að gera við svona aðstæður. Þetta var ekki það mikið að hér færi allt af stað og mér er ekki kunnugt um (jón í bænum. Ég hef heldur ekki orðið vör við skjálfta síðan á laugardag en einhveijir urðu varir við skjálfta í morgun (gærmorgun),“ sagði Guðrún. Mikið högg og titringur Þorsteinn var staddur úti á bílaplani þegar fyrri stóri skjálftinn kom á laugardag og fann vel fyrir honum. „Eg var hins vegar staddur heima í stofu þegar seinni skjálftinn reið yfir og fann mun betur fyrir honum. Þá kom mikið högg og titring- ur, sem stóð yfir í smátíma. Það fyrsta sem kom upp í hugann var hvort maður ætti að hlaupa út en þetta gekk nokkuð fljótt yfir og við héldum ró okkar, þótt vissulega hafi tilfinningin verið óþægileg," sagði Þor- steinn. Opnaði strax utidyrnar Aðalbjörg kom akandi í verslun eftir fyrri stóra skjálftann og hún sagði að þar hefðu allir verið skelf- ingu lostnir. „Seinni skjálft- inn kom eftir að ég var komin heim og það fór allt af stað í hillum. Mín fyrstu viðbrögð voru að hlaupa að útidyrunum og opna þær og ég held að það hafi ver- ið viðbrögð þjá flestum hér. Þetta var rosalegt högg og í raun óhugnanlegt.“ Aðalbjörg sagði að mað- ur sinn hafi aldrei fundið fyrir jarðskjálta fyrr en á laugardag og hann hafði einmitt verið að tala um að hann vissi ekki hvað jarð- skjálfti væri þegar seinni stóri skjálftinn kom. „Ég hafði útidyrnar opnar fram eftir kvöldi á laugardag en það er eitthvað sem blundar í manni frá því maður var krakki, að byija á því að opna dyr,“ sagði Aðalbjörg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.