Morgunblaðið - 23.09.1997, Page 18

Morgunblaðið - 23.09.1997, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Góð afkoma hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar fyrstu 8 mánuði ársins Hagnaður nam 236 milljónum HAGNAÐUR Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hf. nam 236 milljónum króna eftir skatta fyrstu 8 mánuði þessa árs. Þetta er 27 milljónum króna minni hagnaður en varð af rekstri félagsins á sama tíma á síðasta ári. Hagnaður af reglulegri starfsemi á sama tíma nam 332 milljónum króna. Rekstrartekjur félagsins eru svip- aðar á milli tímabila eða rösklega 2,9 milljarðar króna en rekstrargjöld lækkuðu lítillega á milli ára og er framlegð til afskrifta og fjármagns- liða því nokkru hærri í ár en í fyrra, eða 585 milljónir króna en var 540 milljónir á síðasta ári. Veltufé frá rekstri jókst úr 426 milljónum króna í 469 milljónir. Afskriftir jukust hins vegar veru- lega og fjármagnsgjöld jukust um tæp 16%. Að sögn Magnúsar Bjarn- arsonar, framkvæmdastjóra Hrað- frystihússins, skýrast auknar af- skriftir af auknum fjárfestingum á síðasta ári, m.a. breytingum á Guð- rúnu Þorkelsdóttur SU-211. Magnús segist vera þokkalega ánægður með afkomuna á fyrstu átta mánuðum ársins. Síðastliðið ár hafi orðið methagnaður af rekstri félagsins, er það skilaði 312 milljóna króna hagnaði á árinu í heild. Hann segist þó ekki reikna með því að jafnmikill hagnaður verði af rekstri fyrirtækisins í ár. „Við búumst við því að reksturinn verði í jafnvægi það sem eftir er ársins. Eg á því ekki von á því að það verði mikil aukning á hagnaði frá því sem komið er en ég á heldur ekki von á því að það verði nein lækkun,“ segir Magnús. Á stjórnarfundi Hraðfrystihússins í síðastliðinni viku var samþykkt að sækja um skráningu á hlutabréfum fyrirtækisins á Verðbréfaþingi ís- lands, en undanfarin ár hafa hluta- bréf þess haft auðkenni á Opna til- boðsmarkaðnum. Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. i Úr miliiuppgjöri 31. ágúst 1997 ^ ' ' —; ; 1 L— ; Jan.- ág. Jan.- ág. Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1997 1996 Breyting Rekstrartekjur 2.929 2.944 -0,5% Rekstrarqjold 2.344 2.404 -2.5% Hagnaöur fyrir afskriftir 585 540 +8,3% Afskrittir 149 107 +39,2% Fjármagnsgjöld 103 89 +15,7% Hagnaður af reglulegri starfsemi 332 344 -3,5% Reiknaður skattur 95 81 +17,3% Hagnaður tímabilsins 236 263 -10.3% Etnahagsreikningur Mnijónir króna 31/8 '97 31/8 '96 Breyting | Eignir: | Veltuf jármunir 871 677 +28,7% Fastafjármunir 2.977 2.458 +21,1% Eignir samtals 3.848 3.135 +22,7% 1 Skuldir oa eiaið fé: 1 Skammtímaskuldir 895 664 +34,8% Langtímaskuldir 1.639 1.446 +13,3% Tekjuskattsskuldbinding 264 152 +73,7% Eigið fé 1.050 873 +20.3% Skuldir og eigið fé samtals 3.848 3.135 +22,7% Kennitölur Eiginfjárhlutfall 27,3% 27,8% Veltufé frá rekstri Milljónirkróna 469 426 Húsaleiga hækkar um 0,4% VÍSITALA byggingarkostnaðar reiknuð eftir verðlagi um miðjan september reyndist vera 225,9 stig og hækkaði um 0,2% frá ágústmán- uði. Þessi vísitala gildir fyrir októ- ber 1997. Samsvarandi vísitaia mið- uð við eldri grunn er 723 stig. í frétt frá Hagstofu íslands kem- ur fram að síðastliðna tóif mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,9%. Undanfama þtjá mánuði hefur vísi- tala byggingarkostnaðar hækkað um 1,0% sem jafngildir 4,2% verð- bólgu á ári. Hagstofan hefur reiknað launa- vísitölu miðað við meðallaun í ágúst 1997. Er vísitalan 158 stig og hækkar um 0,1% frá fyrra mánuði. Samsvarandi launavísitala, sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána, er 3.456 stig í október 1997. Leiga fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði, sem samkvæmt samningum fylgir vísitölu hús- næðiskostnaðar eða breytingum meðallauna, hækkar um 0,4% frá og með 1. október 1997. Leiga í október hækkar því um 0,4% og helst þannig næstu tvo mánuði, þ.e. í nóvember og desember 1997. Stóraukin viðskipti á eftirmarkaði fyrir húsbréf og spariskírteini Viðskiptín orðin 29 milljarðar í ár Búnaðarbankinn Verðbréf þátttakandi í 44% viðskiptanna VIÐSKIPTI með húsbréf og spari- skírteini hafa nær tvöfaldast það sem af er þessu ári. Heildarvið- skipti síðasta árs námu 16 milljörð- um króna en það sem af er þessu ári nema heildarviðskiptin 29 millj- örðum króna. Búnaðarbankinn Verðbréf, sem sett var á fót í upphafi þessa árs, hefur átt þátt í 44% allra viðskipta með húsbréf og spariskírteini á Verðbréfaþingi Islands það sem af er þessu ári, að því er fram kemur í frétt frá bankanum. Nemur um- fang viðskipta bankans tæpum 13 milljörðum króna. Að sögn Árna Odds Þórðarson- ar, forstöðumanns markaðsvið- skipta Búnaðarbankans, hafa við- skipti með spariskírteini og húsbréf stóraukist á þessu ári í kjölfar þeirrar ákvörðunar fjármálaráð- herra fyrr á þessu ári að stækka flokka ríkisverðbréfa og fækka þeim með innköllun eldri flokka og innleiðingu svokallaðs markflokka- kerfis. Hann segir að frá því að öflug viðskiptavakt hafí hafíst fyrr á þessu ári, hafí viðskipti með þessi bréf aukist verulega og sé veltan nú orðin 29 milljarðar króna en hafí verið 16 milljarðar á öllu síð- asta ári. Efla viðskiptavakt Árni Oddur segir að Búnaðar- bankinn hafi nú ákveðið að efla viðskiptavakt sína og verði nú sett fram 100 milljóna króna kauptilboð í stærsta flokk húsbréfa og spari- skírteina á hvetjum morgni í stað 10 milljóna króna kauptilboða áður. Jafnframt verði leitast við að setja fram jafnhá sölutilboð í umræddum flokkum. „Með þessu vonumst við til að stuðla að enn traustari verðmyndun og seljanleika spariskírteina og húsbréfa. Traust verðmyndun og seljanleiki verðbréfa á eftirmarkaði eru forsenda þess að fjölga megi þátttakendum á markaðnum. Sömuleiðis stuðlar það að því að erlendir fjárfestar fari að horfa á íslensk verðbréf sem raunhæfan kost. Erlendir fjárfestar horfa gjarnan til þess að lágmarksvið- skiptaeining á markaði stærri íjár- festa sé 1 milljón dollara eða í kringum 70 milljónir króna og því er þetta fyrsta hindrunin sem þarf að yfirstíga,“ segir Árni Oddur. Hann segir að heildarmarkaðs- virði útgefinna spariskírteina í flokki 95/1D10 sé nú 16 milljarðar króna og heildarmarkaðsvirði hús- bréfa í flokki 96/2 sé nú 22 millj- arðar króna. Auglýsing þessl er eingöngu birt f upplýsingaskyni. Skuldabréf Armannsfells hf. 1. flokkur 1997 á Verðbréíaþing íslands Verðbréfaþing íslands liefur ákveðið að taka skuldabréf Ármannsfells hf, l.flokk 1997 á skrá. Bréfin verða skráðfimmtudaginn 25. september nk. Skráningarlýsingu og þau gögn sem vitnað er til í henni s.s. samþykktir og síðasta ársreikning er hægt aðfá lijá Kaupþingi hf. umsjónaraðila skráningarinnar. KAUPÞING HF Armúla 13A • 108 Reykjavík • Sími 515 1500 • Fax 515 1509 Hlutabréfasj óður Búnaðarbankans Kaupir 1,5% ÍSH HLUTABRÉFASJÓÐUR Bún- aðarbankans hefur keypt hlutabréf í Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna hf. fyrir alls um 131 milljón króna. Forkaups- réttur hluthafa rann út í síð- ustu viku og var endanlega gengið frá kaupunum á föstu- dag. Alls er um að ræða 1,5% hlut í fyrirtækinu, en gengi bréfanna miðast við 8,5 millj- arða markaðsverð SH. Bréfin voru keypt af ísfiski í Kópavogi sem skömmu áður hafði keypt þau af Fiskiðjunni Freyju og Fiskiðjunni Skagfirð- ingi. Skýrt er frá kaupunum í greinargerð sjóðsins vegna umsóknar hans um skráningu á Verðbréfaþingi. Stjóm þings- ins samþykkti á fundi sínum að taka hlutabréfin á skrá þingsins og verða þau skráð á fimmtudag 25. september nk. Heildareignir sjóðsins nema alls um 600 milljónum króna, en hann var settur á stofn 1. nóvember á sl. ári. Ógreidd bréf í Bif- reiðaskoðun til sölu SÍÐARA sölutímabil hlutabréfa ríkisins í Bifreiðaskoðun hf. hófst í gær og lýkur á fimmtu- dag. Til sölu eru hlutabréf að nafnverði rúmar 10 milljónir króna. Að sögn Davíðs Björns- sonar, deildarstjóra hjá Lands- bréfum, er um hlutabréf að ræða sem greiddust ekki að afloknu fyrra sölutímabili hlutabréfa ríkisins í Bifreiða- skoðun. „Eftirspurn reyndist vera um 30% meiri en framboð á fytra sölutímabili þannig að minnka varð þann hlut sem hver gat fengið keyptan úr 100 þúsund krónum að nafnvirði í 78 þús- und. Síðan greiddust ekki öll bréfín og því var ákveðið að selja þau hæstbjóðanda fram á fimmtudag samanber ákvæði í útboðslýsingu. Tilboðum skal skilað til Landsbréfa eigi slðar en klukkan 16 fimmtudaginn 25. september og verða þau seld hæstbjóðanda en lág- marksgengi þeirra verður 2,50,“ segir Davíð Bjömsson. Saxar vilja halda sínum hlutí VW Emden, Þýzkalandi. Keuter. LEIÐTOGI þýzka fylkisins Neðra- Saxlands, þar sem starfsemi Volkswagen fer fram, segir að ekki megi rýra 20% hlut fylkisins í bif- reiðafyrirtækinu með fyrirhugaðri úrgáfu nýrra hlutabréfa. Gerhard Schröder, forsætisráð- herra Neðra-Saxlands, vill einnig að höfð verði í heiðri þýzk „VW lög“, sem koma í veg fyrir að nokk- ur eigi rétt á meira en 20% at- kvæða í krafti hlutafjáreignar á ársfundum fyrirtækisins. VW skýrði fyrr í þessum mánuði frá fyrirætlunum um að auka hluta- fé sitt um 300 milljónir marka í 2,125 milljarða, sem mun afla 6-8 milljarða marka. Sala sex milljóna nýrra hluta- bréfa mun rýra hlut Neðra-Sax- lands í 16% úr 20%. Hluthafar fá forkaupsrétt á helmingi hlutabréf- anna, en hin verða boðin út. Schröder, sem kann að verða kanzlaraefni sósíaldemókrata í þingkosningum á næsta ári, styður forkaupsréttinn, en hefur ekki ákveðið hvort Neðra-Saxland kaup- ir fleiri hlutabréf. Erlendar fjárfestingar eru við- kvæmt mál hjá VW, einkum í gömlu austurblokkinni, þar sem fyrirtækið á tékkneska bifreiðaframleiðand- ann Skoda. Þýzkir verkamenn ótt- ast að störfum verði fækkað til að auka starfsemi í löndum þar sem launakostnaður er lágur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.