Morgunblaðið - 23.09.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.09.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 19 Hæsta tilboð sem sögur fara af í Frakklandi París. Reuter. FRANSKI fjármálamaðurinn Francois Pinault hefur boðið 30 milljarða franka í fjármála- og eign- arhaldsfélagið Worms & Cie, eða 410 franka á hlutabréf, og er það hæsta tilboð sem gert hefur verið í fyrirtæki í óþökk þess í kauphöll- inni í París. Eignarhaldsfélag Pinaults, Art- emis, kveðst vilja auka umsvif sín með því að hasla sér völl á vett- vangi fjármálaþjónustu. Helzta eign Artemis nú er 43% hlutur í smásölu- fyrirtækinu Pinault-Printemps- Redoute. Talsmaður Artemis sagði að Art- emis og Worms hefðu ekkert sam- komulag gert með sér, en Pinault mundi hafa samband við stjórn Worms. Worms vildi ekkert segja um tilboðið, sem er hærra en 28 milljarða franka tilboð smásölufyr- irtækisins Promodes í Casino og hluthafann Rallye. Meðal eigna Worms eru trygg- ingafélagið Athena Assurances, sykurfyrirtækið Générale Sucriere og pappírsfyrirtækið Aijo Wiggins Appleton. Auk Pinault-Printemps-Redoute á Artemis hlut í Chateau Latour- vínfyrirtækinu, Samsonite-ferða- töskufyrirtækinu í Bandaríkjunum og skíðahóteli í Colorado. Meðal þeirra sem fjármagna tilboð Artem- is eru fjórir stórir bankar: Crédit Agricole-Indosuez, Crédit Lyonnais, ING Barings og JP Morgan. ------♦--------- Yfirmenn Nikko segja afsér Tókýó. Reuter. FORSTJÓRI og stjórnarformaður japanska verðbréfafyrirtækisins Nikko Securities Co Ltd munu lík- lega segja af sér og axla ábyrgð á hneyksli vegna meintrar greiðslu til fyrirtækjafjárkúgara að sögn japansks viðskiptadagblaðs. Takuya Iwasaki stjórnarformað- ur og Kichiro Takao forstjóri munu biðjast lausnar vegna ásakana um að verðbréfafyrirtækið hafi innt af hendi greiðslur til fyrirtækjakúgar- ans Ryuichi Koike að sögn blaðsins Nihon Keizai Shimbun, sem hermir að reynt sé að fínna nýja yfirmenn. Koike er einn höfuðpaur j apansks fjármálahneykslis, sem þijú önnur af fjórum helztu verðbréfafyrir- tækjum Japans hafa flækzt í og stór viðskiptabanki að auki. Leit var gerð 18. september í skrifstofum Daiwa Securities Co Ltd og því haldið fram að fyrirtæk- ið hefði greitt Koike 67,28 milljónir jena eða 551.000 milljónir dollara. Koike hefur þegar verið handtek- inn fyrir hlutdeild í mútumáli, sem Nomura Securities Co Ltd, Yamaic- hi Securities Co Ltd og Dai-Ichi Kangyo Bank Ltd eru flækt í. ------♦ ♦ ♦----- RuckíHann- overkaupir Skandia Hannover. Reutcr. ÞÝZKA endurtryggingarfélagið Hannover Rúckversicherungs-AG ætlar að veija 245 milljónum marka eða 1,06 milljörðum sænskra króna til að kaupa sænska tryggingarfé- lagið Skandia International Insur- ance Company (SIIC), endurtrygg- ingararm Skandia hópsins. Kaupsamningurinn var undirrit- aður um helgina samkvæmt til- kynningu frá Hannover Rúck. Yfir 200 manns á viðskiptadegi íslendinga í Barcelona Islensktspænskt verslunarráð stofnað Barcelona. Morgunblaðið UM 200 manns frá um 80 íslensk- um og spænskum fyrirtækjum voru viðstaddir stofnun íslensks- spænsks verslunarráðs í Barcelona í gær á sérstökum viðskiptadegi sem haldinn var á vegum íslenska sendiráðsins í París. Meðal gesta á stofnfundinum voru þeir Davíð Oddsson, forsætisráðherra og Jordi Pujod, forseti Kataloníu. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra í París, hafði frum- kvæði að stofnun hins nýja versl- unarráðs. Viðskiptaumsvif íslend- inga á Spáni hafa aukist mikið hin síðari ár. Fimm íslensk fyrirtæki starfrækja nú skrifstofur á Spáni og segir Sverrir Haukur að líkur séu á að viðskiptatengsl íslendinga Fimm íslensk fyrir- tæki starfrækja skrifstofur á Spáni og Spánveija muni aukast enn um ókomin ár. Fjölmennasti fundurinn Stjórn hins nýstofnaða íslensk- spænska verslunarráðs er skipuð þeim Sigurði Helgasyni, forstjóra Flugleiða, Úlfari Steindórssyni, frá Union Islandia, dótturfyrirtæki SÍF, Hjörleifi Ásgeirssyni, frá Ice- landic Iberia, dótturfyrirtæki Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, Sigurði Gísla Pálmasyni, stjórnar- formanni Hofs sf., Eduardo Arm- engol, frá Armengol, S.A., Mario Rotllant frá Copeskco Sefrisa, Juan Videla frá Pescados Videla og Joaquin Armesto frá íslensku umboðssölunni. Aðsókn að viðskiptadeginum fór fram úr björtustu vonum og þótti dagurinn heppnast ákaflega vel. Er líklegt að þetta sé fjölmennasti fundur sem haldinn hefur verið erlendis til að efla íslensk við- skiptatengsl. Flestir fundarmanna komu úr röðum fiskframleiðenda og dreifingaraðila á Spáni, en einn- ig var nokkuð um fólk úr ferða- þjónustu, frá heildverslunum og öðrum útflutningsfyrirtækjum. Spá lægra írsku pundi Dyflinni. Reuter. ÍRSKI bankinn IIB (Irish Int- ercontinental Bank) spáir verulegri lækkun írska punds- ins og írskra vaxta til 1999. Bankinn telur að vextir muni lækka úr 6,75% nú í 6% um jóiin og spáir mikilli lækk- un næsta vor. Því er spáð að vextir verði 5% að meðaltali 1998. írska pundið selst nú á 2,65 mörk og spáð er að það muni lækka I um 2,60 mörk um jólin og verði að meðaltali 2,47 mörk 1998. Spáin byggist á því að ír- land verði ekki aðili að evr- ópsku myntbandalagi, EMU, sem Bretland verður ekki í og taka mun til starfa í jan- úar 1999. Bankinn leggst gegn því að gengi írska pundsins verði hækkað. Lýslng hf. var fyrst tll að bjóða BlLASAMNINGA sem eru nýjung f fjármögnun á bílakaupum og hafa ekkl boðlst áður á Islandi. BÍLASAMNINGAR Lýsingar hf. eru sveigjanlegri en önnur grelösluform viö blfrelöakaup og gefa mlkla mögulelka. Lýsing hf. er I eigu eftirtalinna aðila: r , * * SUÐUDLANDSBRAUT 22 • SÍMI 533 1500 • FAX 533 1505 ...þegar þú tekur ákvörðun um greiöslutilhögun. Með BÍLASAMNINGI Lýsingar hf. getur þú endurnýjað bílinn þinn á þriggja ára fresti án þess að greiða lokaafborgun en áfram greitt sömu lágu mánaðargreiðslurnar. Sveigjanlegri greiðsluform Möguleiki á framlengingu samnings Greiðsludreifing á allt að 48 mán. Jafnar mánaðargreiðslur Engir ábyrgðarmenn Leigutaki verður þó að vera orðinn 25 óra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.