Morgunblaðið - 23.09.1997, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ
_______UR VERINU_____
„Demantssíld af
stærstu gerð“
Síldveiði að glæðast fyrir austan
SVO virðist sem síldveiðin úti fyrir
Austurlandi sé að glæðast, en að-
eins fjögur skip voru á síldarmiðun-
um í fyrrinótt, Amey KE, Húna-
röstin SF, Sunnubergið GK og Vík-
ingur AK. Þijú skipanna lönduðu
slöttum til manneldisvinnslu í gær
eftir veiði næturinnar og héldu
strax út aftur af löndun lokinni.
Síldin verður flökuð og fryst. Arney
landaði 350 tonnum á Djúpavogi,
Húnaröstin SF landaði 250 tonnum
hjá Borgey á Höfn og Sunnubergið
landaði 140 tonnum hjá Tanga á
Vopnafirði.
Dræmt fyrstu dagana
„Við áttum í bileríi í nokkra daga
og emm því að koma úr fyrsta túr
eftir það,“ sagði Jón Axelsson, skip-
stjóri á Húnaröstinni, í samtali við
Verið í gær. „Veiðin hefur verið
mjög dræm þessa fyrstu daga ver-
tíðarinnar. Erfitt er að spá um
framhaldið þó maður voni að það
fari að fást einhver tonn núna.
Reynsla fyrri ára hefur sýnt að
veiðin byijar um þetta leyti árs og
um mánaðamótin verði kominn
kraftur í veiðarnar. Síldin er á leið-
inni austur eftir, þjappar sig þar
saman í torfur og fer að éta og fita
sig.“
Jón sagði síldina, sem landað
hafi verið í gær, mjög stóra og fall-
ega, demantssíld af stærstu gerð
enda sé það gjaman svo að stóra
síldin sýni sig fyrst. Þetta sé því
svipað og verið hafi undanfarin ár.
Skipin fjögur halda sig nú á Breið-
dalsgrunninu og í Berufjarðarál, en
upp úr mánaðamótum má búast við
að síldin fari að ganga norður eftir
með Austfjörðunum.
Húnaröstin var á útleið upp úr
hádeginu í gær og stefndi Jón á
svipaðar slóðir. Jón sagðist vera
hæfílega bjartsýnn á áframhaldandi
góða veiði, en mjög erfítt væri að
spá um það hvemig síldin hagaði
sér frá degi til dags. Það gæti ver-
ið mokveiði á miðvikudegi en ekk-
ert á fímmtudegi.
„Eins og er, er síldin frekar
dreifð, en rétt áður en hún kom
upp, var hún vaðandi. Hún var
bæði stökkvandi og á mikilli ferð.“
Að sögn Jóns, eru takmörk sett á
það hversu mikið skipin geta komið
með að landi í einu ef vinna á síld-
ina til manneldis. Sömuleiðis þurfi
hráefnið að vera sem ferskast.
Síldarskip á heimleið frá Noregi
Mjög fljótir að
ná kvóta sínum
Nokkur löndunarbið er í Noregi
ÍSLENSKU nótaveiðiskipin, sem
fengu leyfí til veiða í norskri lög-
sögu að þessu sinni, hafa verið að
mokveiða og em þijú þeirra búin
að ná kvótum sínum og eru nú á
landleið. Samheijaskipið Þorsteinn
EA, sem fyrst hóf veiðarnar, náði
sínum kvóta aðfaranótt laugar-
dagsins. Það lagði af stað áleiðis
heim á laugardagskvöld og er vænt-
anlegt til löndunar í Neskaupstað í
dag.
Bræla til að byrja með
Vegna brælu gátu skipin ekki
athafnað sig á miðunum fyrr en
upp úr hádegi á sunnudag og náði
þá Beitir NK að fylla sig á aðeins
fímm tímum. Hann er nú einnig á
heimleið og er væntanlegur til lönd-
unar hjá Síldarvinnslunni á morgun.
Á hádegi í gær tilkynnti Hólma-
borgin SU það til Fiskistofu að hún
væri á landleið með 770 tonn. Hún
kemur væntanlega til með að landa
á Eskifirði.
Þrettán íslensk nótaskip fengu
leyfi til síldveiða innan lögsögu
Noregs og skipta þau tíu þúsund
tonna heildarafla jafnt á milli sín.
770 tonn koma í hlut hvers þeirra
og eru aflaheimildirnar óframselj-
anlegar. Auk Þorsteins og Beitis
fengu veiðileyfí Gullberg VE, Júpít-
er ÞH, Víkurberg GK, Bergur VE,
Bjami Ólafsson AK, Hólmaborg
SU, Þórshamar GK, Sighvatur
Bjarnason VE eða Kap VE, Antares
VE, Jóna Eðvalds SF og Elliði GK.
Nokkur þessara skipa eru enn ekki
lögð af stað eða eru á leiðinni á
miðin.
Stefnt er að
manneldisvinnslu
Finnbogi Jónsson, forstjóri Sfld-
arvinnslunnar, sagði í samtali við
Verið í gær að stefnt yrði að því
að vinna sem mest af síldinni í
manneldi, en vart hafí orðið tals-
verðrar átu í síldinni og því ekki
ljóst á þessari stundu hversu stór
hluti það yrði. Það ráðist m.a. af
því hversu vel aflinn hafi verið
kældur.
Löng sigling
Að sögn Finnboga var leitað eft-
ir löndun í Noregi, en vegna langr-
ar löndunarbiðar í Noregi reyndist
ekki unnt að koma aflanum til
vinnslu þar vegna mikillar veiði
norskra skipa. Eini möguleikinn
fyrir íslendingana hafí verið sá að
sigla skipunum um 600 sjómílna
leið suður með Noregsströndum þar
sem hægt hefði verið að koma afl-
anum í bræðslu. Horfíð hafí verið
snarlega frá því. Eins gott hafí
þótt að sigla 700 sjómílna leið til
Islands og freista þess að vinna
aflann til manneldis.
íslensku skipin hafa verið að
veiðum við Norður-Noreg, 70,18
gráður norður og 13,25 austur og
sum skipin nokkru vestar. Heim-
stímið tekur um það bil þijá sólar-
hringa.
Sala á M&M bönnuð í fríhöfninni
Verði sölu ekki hætt mun
sælgætið gert upptækt
BÚIÐ er að banna sölu á M&M
sælgæti í komuverslun fríhafnar-
innar á Keflavíkurflugvelli. Engu
að síður er sælgætið enn selt í frí-
höfninni. Að undanförnu hafa gám-
ar með M&M sælgæti, sem Bónus
og Sláturfélag Suðurlands hafa
ætlað að flytja inn til landsins, ver-
ið stoppaðir í tolli. Sala á M&M er
ekki leyfileg, þ.s. í sælgætinu eru
efni sem eru bönnuð samkvæmt
gildandi aukefnalista.
Að sögn Magnúsar Guðjónsson-
ar, framkvæmdastjóra heilbrigðis-
eftirlits Suðumesja, var sala á þessu
sælgæti bönnuð í komuverslun frí-
hafnarinnar í bytjun sumars og á
nú einungis að vera hægt að fá
M&M sælgæti í brottfararverslun
fríhafnarinnar.
Þegar Magnús er spurður hvort
aðgerða sé að vænta frá heilbrigðis-
eftirliti Suðurnesja þar sem ekki
hafi verið farið að eftir úrskurði
þess segir hann það augljóst mál.
„Við munum grípa til þeirra ráð-
stafana sem lög heimila okkur
þ.e.a.s. gera vöruna upptæka eða
loka versluninni."
Guðmundur Karl Jónsson, for-
stjóri fríhafnarinnar, segir að til-
mæli hafí borist frá heilbrigðisyfir-
völdum um að hætta sölu á M&M
sælgæti í komuverslun fríhafnar-
innar. Hann segir hins vegar að í
reglugerð um fríhöfnina frá 1981
komi fram að fríhöfnin megi selja
allar þær vörur sem tíðkast að selja
í fríhöfnum erlendis og þess vegna
sé M&M enn til sölu. „Fríhöfnin er
ekki innflytjandi heldur farþegar.
Við hættum á tímabili að selja M&M
kúlur en þá voru þær bara keyptar
erlendis og salan færðist því úr
landi."
Seldu M&M kúlur fyrir 80
milljónir
- Seljið þið mikið magn af M&M
kúlum?
„Eftirspumin er töluverð og á
síðasta ári seldum við umrætt sæl-
gæti fyrir um 80 milljónir," segir
Guðmundur Karl.
- Hafíð þið fengið frekari við-
varanir á sölu M&M?
„Við höfum fengið bréf frá utan-
ríkisráðuneytinu þar sem erindi
heilbrigðiseftirlitsins um að sölu sé
hætt er sent áfram til okkar.“
Nýr aukefnalisti fyrir árslok?
Farið er samkvæmt gildandi auk-
efnalista en unnið hefur verið að
tillögum að nýjum aukefnalista,"
segir Sigurbjörg Sæmundsdóttir,
deildarstjóri hjá umhverfísráðu-
neytinu. „Drög að breytingum á
reglugerð um aukefni í matvælum
ásamt drögum að nýjum aukefna-
lista hafa verið send til umsagnar.
Umsagnarfresturinn rennur út um
mánaðamótin næstu og þessi drög
eru byggð á þremur tilskipunum
Evrópusambandsins, m.a. tilskipun
um litarefni í matvælum. í drögun-
um hefur ekki verið vikið frá ein-
stökum efnisatriðum tilskipana en
tekin endanleg afstaða þegar um-
sagnarfrestur er liðinn.“
- Þýðir þetta að brátt verður
innflutningur leyfður á M&M sæl-
gæti?
„Ég get ekki sagt um hvernig
nýr aukefnalisti kemur til með að
líta út endanlega.“
- Hvenær tekur nýr aukefnalisti
gildi?
„Ráðuneytið hefur hug á að
reyna að ljúka þessu máli fyrir árs-
lok. Óvíst er hvort það er mögulegt
þar sem nokkur atriði eru ófrágeng-
in innan Efta.“
M&M kúlurnar stoppaðar í tolli
Gámar frá Bónusi og Sláturfélagi
Suðurlands með M&M sælgæti hafa
að undanförnu verið stoppaðir í tolli.
Að - sögn Reynis Haraldssonar,
deildarstjóra hjá tollstjóranum í
Reykjavík, fer tollembættið eftir
lögum númer 24 frá árinu 1936.
Þar kemur meðal annars fram að
óheimilt sé að búa til eða flytja inn
í landið í þvi skyni að hafa á boð-
stólum, selja eða láta af hendi mat-
vöru sem ætla má að skorti eðlilega
hollustu eða séu skaðlegar heil-
brigði manna.
Steinþór Skúlason, forstjóri Slát-
urfélags Suðurlands, segir að það
sé löngu tímabært að íslenskur
aukefnalisti sé samræmdur auk-
efnalistum Evrópusambandsríkja.
„Þessar hindranir á sölu M&M
sælgætis snúast ekki um neytenda-
vernd heldur einhveija allt aðra
hluti. Við verðum að ætla að neyt-
endavernd sé á jafnháu stigi í Evr-
ópusambandinu og hér á landi. Eft-
ir því sem næst verður komist
standa vonir til að breytt reglugerð
sjái dagsins ljós í byijun nóvember
og við vonum að það gangi eftir.“
Steinþór segir að um þessar
mundir séu þeir með einn gám af
M&M sælgæti í tolli sem ekki fæst
afgreiddur inn í landið.
- Hvernig ætlið þið að bregðast
við?
„Málið er í höndum lögfræðinga
okkar og einnig Mars fyrirtækis-
ins.“
Rósaaldin í
marmelaði
MARGIR hafa verið að sulta úr
berjum undanfarið. En það má
líka sulta úr rauðum rósaaldin-
um og einmitt núna er rétti
tíminn. Að sögn Láru Jónsdótt-
ur, garðyrkjufræðings hjá
Blómavali, eru rauð rósaaldin
ekki á mörgum rósum en þó eru
þau á ígulrósum en hansarósin
telst ígulrós. Auk þess eru rósa-
aldin á sumum fjalla- og meyjar-
rósum. í nágrannalöndunum
eru rósaaldin gjarnan notuð í
bæði sultur og eftirrétti og að
sögn Láru eru þau sneisafull
af C-vítamíni.
Best er að frysta aldinin þeg-
ar búið er að skera þau í tvennt
því þá er auðveldara að fjar-
lægja hærð fræ sem eru innan
í þeim og á ekki að nota við
matargerðina.
- Nýlega birtist uppskrift að
rósaaldinmarmelaði í vikuritinu
Familien og hún fær að flj óta
hér með ef lesendur vi\ja
spreyta sig.
Rósaaldin- og
eplamarmelaói
1 kg þroskuó rósaaldin
1 kg súrepli
4 dlsykur
_____________2 dl votn____________
'Aafhýdd vanillustöng
börkur gf 'Asítrónu (sem ekki hefur
verió sprautuð meó eiturefnuml)
________rotvarnarefni ef vill_____
Hreinsið þroskuð rósaaldin og
skrælið eplin. Fjarlægið kjarn-
ann. Sjóðið vatn, sykur, vanillu-
stöng, epli og rósaaldin saman í
um 30 mínútur við lágan hita.
Að því búnu má merja sultuna
með skeið svo enn verði ávaxta-
bitar í marmelaðinu. Einnig má
sigta hana. Smakkið til með sykri
og fjarlægið vanillustöngina.
Fylgið Ieiðbeiningum um rot-
varnarefni ef það er notað og
setjið marmelaðið síðan á sótt-
hreinsaðar krukkur.
Póstur og sími
Ódýrari að-
gangur að
alnetinu
PÓSTUR og sími hefur lækkað gjald-
skrá fyrir aðgang að alnetinu með
mótaldi miðað við ótakmarkaða notk-
un. í fréttatilkynningu frá Pósti og
síma kemur fram að verðið sem var
1.890 krónur á mánuði er nú 1.495
krónur á mánuði og skráningargjald
ekkert. Þeir sem nota alnetið ekki
mikið vilja e.t.v. frekar fá áskrift sem
er tímamæld en hún er hagstæðari
ef notkun er minni en sem nemur
16,5 klst. á mánuði. Þá er áskriftar-
gjaldið aðeins 374 kr. á mánuði en
greiða þarf 1,12 kr. á mínútu fyrir
notkunina. Skráningargjald í upphafí
er 623 kr.
Nýtt
Súrmjólk frá
Neskaupstað
HJÁ Bónus er far-
ið að selja hreina
súrmjólk frá Nes-
kaupsstað. Súr-
mjólkin er í eins
lítra fernum og
kostar 82 krónur
lítrinn.