Morgunblaðið - 23.09.1997, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
________________ERLENT_________________
Jafnaðarmenn tapa fylgi í kosningum í Hamborg
Voscherau dregur sig
í hlé frá stjórnmálum
Bonn, Hamborg. Reuter.
Reuter
HENNING Voscherau, fráfarandi borgarstjóri í Hamborg, og Oskar
Lafontaine, formaður þýska Jafnaðarmannaflokksins, á fréttamanna-
fundi í Bonn í gær þar sem sá fyrrnefndi gerði grein fyrir þeirri
ákvörðun sinni að láta af embætti borgarstjóra.
HENNING Voscherau, borgar-
stjóri Jafnaðarmannaflokksins
(SPD) í Hamborg í Þýskalandi,
sagði af sér á sunnudag eftir mikið
fylgistap flokksins í kosningum til
borgarstjómarinnar, sem jafn-
framt er ríkisstjórn þar sem Ham-
borg er eitt 16 sambandslanda
Þýzkalands. Kvaðst hann ætla að
hætta afskiptum af stjórnmálum,
og því ekki lengur sinna stefnu-
mótun Jafnaðarmannafiokksins,
sem er í stjórnarandstöðu á sam-
bandsþinginu í Bonn, í efnahags-
og ríkisfjármálum.
Jafnaðarmenn hafa haldið um
stjómartaumana í Hamborg í 40 ár
og þótt flokkurinn fengi flest at-
kvæði þeirra flokka sem buðu fram
í kosningunum á sunnudag var
fylgistapið verulegt, eða úr 40,4% í
36,2%, sem er minnsta fylgi sem
flokkurinn hefur haft frá því lýð-
ræði var endurreist í landinu eftir
síðari heimsstyrjöld.
Flokkur Kohls vinnur á
Kristilegir demókratar (CDU),
flokkur Helmuts Kohls kanslara,
hlaut næstmest fylgi, eða 30,7 af
hundraði og jók fylgi sitt um tæp
fímm prósent. I kosningunum 1993
tapaði flokkurinn tíu af hundraði
fyrra fylgis síns. Þýskir frétta-
skýrendur sögðu í gær að úrslit
kosninganna í Hamborg hlytu að
verða SPD viðvöran, nú þegar rétt
ár er til þingkosninga. SPD hefur
verið að auka forskot sitt á CDU í
skoðanakönnunum, og er ástæðan
fyrst og fremst gremja kjósenda
vegna þess að atvinnuleysi í Þýska-
landi er gífurlegt.
Leiðarahöfundar blaða sögðu að
tilraunir SPD til að gera lög og rétt
að þungamiðju kosningabaráttunn-
ar í Hamborg- sem talið er að
þeir ætli sér einnig að gera í bar-
áttunni fyrir þingkosningarnar -
hafi komið í bakið á þeim og orðið
öfgasinnuðum hægriflokkum til
framdráttar. „Þetta er ekki í fyrsta
sinn sem jafnaðarmenn hafa reynt
að vinna atkvæði með slagorðum
hægrisinna- og þetta er ekki í
fyrsta sinn sem þeim hefur orðið
illa á í messunni," sagði í leiðara
S 'uddeutsche Zeitung.
Var líklegur
arftaki Waigels
Sem lykilmaður í fjármála-
stefnumótun Jafnaðarmanna-
flokksins hafði Voscherau orðið
áberandi sem helsti fulltrúi stjórn-
arandstöðunnar í viðræðum við
stjórn Kohls um fyrirhugaðar um-
bætur stjórnarinnar á skatta- og
eftirlaunakerfínu. Sagði Voscherau
á fréttamannafundi í gær að því
starfi gæti hann ekki sinnt áfram
eftir að hann léti af embætti borg-
arstjóra. Hann hafði af frétta-
skýrendum verið talinn líklegur
næsti fjármálaráðherra Þýska-
lands.
Þýska þjóðarbandalagið (DVU),
sem er öfgasinnaður hægriflokkur,
hlaut 4,9% fylgi og munaði því litlu
að flokkurinn fengi þau fímm af
hundraði sem þörf er á til þess að
koma manni að. í fyrstu spám var
gert ráð fyrir að flokkurinn fengi
um sex prósenta fylgi. „Nasistam-
ir komast að!“ sagði í stómi fyrir-
sögn í blaðinu Hamburger Mor-
genpost, sem fór í prentun
skömmu áður en endanleg úrslit
lágu fyrir.
Göran Persson um hugsanlega EMU-aðild Svfþjóðar
Akvörðun Breta um
EMU hefði bein áhrif
Brussel. Reuter.
EF BRETAR skyldu ákveða að
gerast þátttakendur í Efnahags-
og myntbandalagi Evrópu, EMU,
myndi sú ákvörðun hafa veruleg
áhrif á þá umræðu sem fram fer
um myntbandalagið í Svíþjóð, segir
Göran Persson, forsætisráðherra
Svíþjóðai-.
Persson lét þessi ummæli falla í
gær, á meðan á heimsókn hans hjá
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins í Brassel stóð. Hann
sagði að ef stjórnvöld í Lundúnum
tækju slíka ákvörðun myndi það
„örva hið pólitíska ferli“ í Svíþjóð.
Hann tók hins vegar fram, að þetta
þýddi ekki endilega að Svíar
ákveddu að fylgja Bretum ef þeir
skyldu einn góðan veðurdag taka
ákvörðun um að ganga til liðs við
EMU.
Engin formleg undanþága
Bretland og Svíþjóð eiga það
sameiginlegt að hafa áskilið sér
þann rétt að ákveða ekki fyrr en
eftir að EMU hefur verið hleypt af
stokkunum 1. janúar 1999 hvort
þau gangi í hóp þeirra aðildarríkja
Evrópusambandsins sem taka upp
evróið, hinn sameiginlega evrópska
gjaldmiðil. Ólíkt Bretlandi og Dan-
mörku hefur Svíþjóð þó ekki form-
lega undanþágu sem leyfir stjórn-
völdum þar í landi að taka ákvörð-
un um hvort evróið verði tekið upp
í Svíþjóð eða ekki. Með ESB-aðild-
arsamningnum, sem Svíar sam-
þykktu 1994, skuldbundu þeir sig
til að framfylgja ákvæðum Ma-
astricht-sáttmálans, sem meðal
annars snýst um það að öll aðildar-
ríkin sem uppfylli aðildarskilyrðin
gerist stofnaðilar að EMU í janúar
1999.
Allt bendir til að Svíþjóð muni
uppfylla hin hagrænu skilyrði fyrir
EMU-aðildinni, en vegna þess hve
stór hluti Svía hefur mikla fyrir-
vara gegn EMU-áformunum hefur
stjórn jafnaðarmanna, undir for-
sæti Perssons, ákveðið að Svíþjóð
muni standa utan við EMU, að
minnsta kosti til að byrja með.
Robin Cook, utanríkisráðherra
Bretlands, sagði í síðustu viku að
ólíklegt væri að Bretland tæki þátt
í myntbandalaginu 1999, en því
myndi vart verða stætt á því að
hans mati að standa lengi utan við
ef það skyldi reynast vel.
Undir Svíum
sjálfum komið
Jaqces Santer, forseti fram-
kvæmdastjórnar ESB, sagði á
sameiginlegum fréttamannafundi
með Persson í gær að það væri
Svía sjálfra að ákveða hvort þeir
tækju þátt í EMU eður ei. Hann
bætti hins vegar við að ákvörðunin
um hvaða ríki ættu að verða stofn-
aðilar að EMU yrði tekin af leið-
togum ESB-ríkjanna á fundi þeirra
í apríl á næsta ári.
Santer tók einnig skýrt fram, að
aðild að Gengissamstarfi Evrópu,
ERM, væri skilyrði fyrir aðild að
EMU. Svíþjóð hefur ekki viljað
taka þátt í ERM og er þeirrar
skoðunar að stöðugt gengi frekar
en formleg aðild að ERM ætti að
vera aðalatriðið þegar litið væri til
þess hver uppfyllti skilyrði fyrir
EMU-aðild og hver ekki.
ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 23