Morgunblaðið - 23.09.1997, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 25
LISTIR
Lýsi hf Grantlavegi 42, Reykjawik
92 g/100 m!
Tímarit
Friedrich
Nietzsche
• TIMARIT Máls og menning-
ar 3. hefti 1997 er komið út. Meg-
inviðfangsefni þess er þýski heim-
spekingurinn Friedrich Nietzsche
(1844-1900) og kenningar hans.
Fimm fræðimenn skrifa um ýmsar
hliðar þessa
heimspekings,
þau Róbert H.
Haraldsson,
Kristján Árna-
son, Sigríður
Þorgeirsdóttir,
yilhjálmur
Árnason og Art-
húr Björgvin
Bollason. Yfir-
skrift þessarar
samantektar er:
Heimspeki Nietzsches, háskaleg
eða heilnæm?
Meðal annarra greina má nefna
minningargrein Gyrðis Elíassonar
um Hannes Sigfússon skáld sem
lést nýverið, grein eftir sama höf-
und um skáldsagnahöfundinn Jó-
hann Magnús Bjarnason og hug-
leiðingu Jóns Karls Helgasonar um
ísland og Evrópubandalagið.
Frumsaminn skáldskapur skipar
veglegan sess í tímaritinu því þar
eru birt ný ljóð eftir Matthías Jo-
hannessen, Diddu, Jón Egil Berg-
þórsson, Helga Ingólfsson og Aðal-
heiði Sigurbjörnsdóttur, auk smá-
sögu eftir Guðberg Bergsson.
Böðvar Guðmundsson birtir
ádrepu um gott og vont ætterni
orða, en nokkur umræða um hrein-
leika íslenskunnar hefur átt sér
stað í tímaritinu upp á síðkastið.
Loks eru birtir ritdómar um
nýjustu bækur Einars Kárasonar,
Gerðar Kristnýjar og Gyrðis Elías-
sonar.
Ritstjóri TMM er Friðrik Rafns-
son.
TMM 3. heftið 1997 er 120 bls.,
unnið íPrentsmiðjunni Odda hf.
Málverk á kápu er eftir Edvard
Munch. Áskrift kóstar 3.300 kr. á
ári, en tímaritið er selt í lausasölu
íöllum helstu bókaverslunum.
Grandavegi 42
símj: 552 8777
fax: 562 3828,
heinias16ð: vvww.lysí.is
„DHA-DHA!
Huliðsheim-
ar hafsins
LEYNDARMÁLIÐ er yfirskrift
sýningar Ingu Elínar Kristinsdótt-
ur keramik- og glerlistakonu í
Galleríi Horninu. Inga Elín er bæ-
jarlistamaður Mosfellsbæjar í ár.
Síðast hélt hún sýningu árið 1994
en sýninguna nú segir hún öðrum
þræði vera í tilefni af fertugsaf-
mæli sínu 22. september. Sýning-
unni lýkur 1. október.
Eftir að hafa lokið námi við
Myndlista- og handíðaskólann nam
Inga Elín í keramik- og glerdeild
við Danmarks Design Skole. „Ég
heillaðist af glerinu þegar ég var
við nám í Danmörku. Ekki tókst
mér þó að segja skilið við keramik-
ið svo ég hef farið þá leið að blanda
þessu tvennu saman.“
Verkin á sýningunni eru úr
steinsteypu og gleri. Þema sýning-
arinnar er sótt til hafsins, í form
kuðunga og fiska. „Þetta eru
skúlptúrar sem búa yfir leyndar-
máli sem umgjörð glersins hylur.
Síðan er hægt að hvískra um
leyndarmál á Bálknum," segir Inga
Elín og bendir á umfangsmikinn
bekk úr steypu og gleri, sem hún
segir svo þykkt að bekkurinn þoli
vel að standa utan dyra. Hún vinn-
ur glerið þykkt því þannig finnst
henni eiginleikar efnisins njóta sín
best. „Útlendingar hafa haft á orði
við mig að grænn litur glersins,
sem er svo áberandi í verkum mín-
um þar sem ég kýs að hafa það
þykkt og gróft, minni á jökul eða
sæ,“ segir Inga Elín og henni
finnst það geta verið hvort tveggja.
INGA Elín sýnir í Galleríi Horninu.
Morgunblaðið/Þorkell
iPað er aldrei of
snemmt ad byrja að
hugsa um holfue’tuna!
Vísindamenn hafa leitt sterk rök að því að
fjölómettaða ómega -3 fitusýran DHA sem finnst í
fiskmeti sé sannkölluð „heilafæða". DHA er í miklu
magni í heila og benda líkurtil að hún gegni
mikilvægu hlutverki við uppbyggingu heilans og
miðtaugakerfisins. Um er að ræða jákvæð áhrif sem
vara allt lífið. Þessi uppgötvun hefur leitt til þess að
mörg alþjóðleg lyfja- og matvælafyrirtæki leita nú
leiða til að bæta DHA-fitusýrunni í framleiðslu sína.
Meira DHA
- minna bragð\
Foreldrar geta séð til þess að börnin fái nóg af DHA
í uppvextinum því það er bæði í móðurmjólkinni og
í Krakkalýsinu. Krakkalýsið er bragðlítið þorskalýsi
og meðhöndlað á sérstakan hátt til að ná fram
hagstæðu hlutfalli milli vítamína og DHA.
A- og D-vítamín í Krakkalýsinu hafa góð áhrif á
sjónina og vöxt tanna og beina. Til að styrkja varnir
líkamans bættum við E-vítamíni í Krakkalýsið.
Ráðlagður dagskammtur fyrir börn
1-10 ára er 10 ml eða 1 barnaskeið.
- kjarni málsins!