Morgunblaðið - 23.09.1997, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
AÐSENDAR GREINAR
Glansandi fínn
kammerdjass
PJASS
Sunnusalur
Hótcl Sögu
REKSINKI
KVARTETTINN
Midvikudagur 17. september kl. 21.
ÞAÐ var gaman að hlusta á
RekSinki kvartettinn á Hótel
Sögu á miðvikudagskvöldið var.
Kvartettinn skipa tveir úr hópi
fremstu djassleikara okkar Is-
lendinga: Björn Thoroddsen á gít-
ar og Sigurður Flosason á altó-
saxófón auk ' Finnanna Tuure
Koski bassaleikara og Mikko
Hassinen trommara. Nafn kvart-
ettsins er sett saman úr nöfnum
höfuðborganna, en ágætur kol-
lega Tuure, sem naut tónleika
þeirra félaga, stakk þó uppá öðru
nafni: HelVík. Tónlist RekSinki
leiddi okkur þó aldrei á heljar-
þröm heldur var hún falleg og
leikandi og góður gleðivaki.
Það er dálítið einkennilegt að
sitja á tónleikum í Sunnusal þegar
hljóðkerfí salarins er notað og
hljóðið kemur kannski úr lofthát-
alara að baki manns. Stundum
fannst mér einsog ég væri í bíó
þar sem THX kerfíð er í gangi er
ég sjá Bjössa leika fyrir framan
mig en heyrði í honum að baki.
Tríó Tómasar R. og Jakob Fischer
léku í sama sal og var sveiflan
heldur sterkari er hlustað var á
þá tónleika í útvarpi en í Sunnu-
sal - sama trúi ég gildi um RekS-
inki kvartettinn.
Sigurður og Bjöm hafa gefíð
út tvo hljómdiska hvor í samvinnu
við erlenda djassleikara. Seinni
diskur Sigurðar, Gengið á hljóðið,
kom út sl. haust og er ómissandi
í hvert íslenskt djasssafn og um
mánaðamótin kemur út diskur
Björns: Jazzgítar, þarsem hann
leikur m.a. með Philip Catharine,
Doug Raney og Jacob Fischer.
Lagið sem Jakob og Björn leika á
disknum er Softly as in the mom-
ing sunrise, sem var fyrsta lagið
sem Bjöm djassaði. Þarna í
Sunnusal flutti RekSinki kvartett-
inn þennan Romberg ópus og hóf
Tuure leikinn snyrtilega. Þeir
Finnar em hinir ágætustu hljóð-
færaleikarar en það vom okkar
menn sem vöktu mesta hrifningu.
Báðir hafa þeir mótað persónuleg-
an stíl sem er auðþekktur í djass-
flóru íslands og hefur borið hróður
íslandsdjassins víða. Mér er minn-
isstætt er ég sat og horfði á djass-
þátt í NBC sjónvarpsstöðinni. Van
Morrison var að syngja og svo var
blásið í altósax. „Hann blæs einsog
Siggi Flosa þessi,“ sagði ég við
konu mína og mikið rétt. Þegar
myndavélunum var beint að altó-
istanum var það Sigurður Flosa-
son sem blasti við.
Á efnisskrá kvöldsins voru
standardar og frumsamin lög, flest
eftir Björn. Elst var Funk Junk,
sem Siggi heyrði Bjössa leika með
Stormsveitinni í gamla daga í
Sunnusal, sem þá hét Átthagasal-
ur. Trúlega hefur verið meira rokk
í þeim flutningi þá. Nú var þetta
hinn fágaðasti djömpblús. Völuspá
er klassískur Bjössi og hana má
finna á Jazzgítar í flutningi Björns
og Doug Raneys. Af nýrri lögum
má nefna 104 mílur. Þar blés Siggi
fijálst og minnti á Ornette Cole-
man. Colemangeggjarar, sem í
salnum voru, minntust þess er
Siggi og Ulf Adáker blésu When
will the blues leave? (af fyrstu
skífu Ornettes: Something Else) á
RúRek fyrir margt löngu - þá
fyrirfannst enginn Ornette þegar
laglínunni sleppti.
Það þarf varla að segja nokkr-
um sem hlustar á íslenskan djass
hve fallega þeir félagar fara með
ballöður og ekki var skortur á því
þetta kvöld - ég nefni aðeins túlk-
un Björns á My romance og Sig-
urðar á In a sentimental mood.
Ljúft kvöld með íslensk-fínnsk-
um kammerdjass í háum gæða-
flokki.
Vernharður Linnet
Kynþáttahatur
fyrr o g nú
Nýjar bækur
• GÆTTUþín á eldinum er
eftir Ingileif Ógmundsdóttur og
myndskreytt af Kristbjörgu Helga-
dóttur. Að sögn höfundar er bókin
sett saman í þeirri von að hún
geti frætt börn um þær hættur sem
fylgja því að fikta með eld og þar
með draga úr brunaslysum á böm-
um. Von höfundar er að hægt sé
að minnka áhættuna því að hún
telur að ekki sé alveg hægt að
girða fyrir að böm fíkti með eld.
Höfundurgefur bókina út.
Hönnun og umbrot sá Nellý Páls-
dóttir um. Oddi prentaði. Bókin er
67 síður.
Ung Nordisk
Musik 1997
UMRÆÐUR ungu tónskáld-
anna á hátíðinni Ung Nordisk
Musik 1997 verða í Tónlistar-
skóla Reykjavíkur á morgun,
fímmtudag, kl. 11-13. ítalska
tónskáldið Luca Francesconi
heldur fyrirlestur kl. 14-16.
Hljómsveitartónleikar verða
í Langholtskirkju kl. 20. Þar
flytur Sinfóníuhljómsveit ís-
lands verk eftir Ulfar Haralds-
son, Earth Symphony; Eivind
Buene, In a network of lines;
Per Mártensson, Till-flykt;
Tommi Kárkkáinen, Seven min-
iatures og Luca Francesconi,
Trama fyrir saxófón og hljóm-
sveit. Einleikari Arno Borne-
kamp.
KVIKMYNDIR
Háskólabíó
SKUGGAR FORTÍÐAR
„Ghosts from the Past“
★ ★ >/2
Leikstjóri: Rob Reiner. Kvikmynda-
taka: John Seale. Handrit: Lewis
Colick. Helstu hlutverk: Alec Baldw-
in, Whoopi Goldberg, James Woods,
Graig T. Nelson, William H. Macy,
og Susanna Thompson. 130 mín.
Bandarisk. Castle Rock Entertain-
ment/Columbia. 1996.
SKUGGAR fortíðar fetar svip-
aðar slóðir og „A Time to Kill“ og
„To Kill A Mockingbird". Hvítur
lögfræðingur í Suðurríkjum
Bandaríkjanna ákveður að veija
réttindi blökkumanna gegn ill-
ræmdum kynþáttahöturum. Hann
og fjölskylda hans verða fyrir aðk-
asti en hann neitar að gefast upp
og það þarf ekki að spyija að leiks-
lokum.
Fyrirsjáanleikinn er eitt stærsta
vandamál myndarinnar. Eins og í
„Mississippi Burning" og „Cry
Freedom“ er það góði hvíti maður-
inn sem bjargar svörtum frá vond-
um hvítum mönnum. Leikstjórinn
Rob Reiner og handritshöfundur-
inn Lewis Colick hafa greinilega
viljað segja þessa sönnu sögu í
hjartans einlægni en tekst hvorki
að skapa nægilega dramatíska
spennu né hrífandi persónur.
Alec Baldwin er Bobby
DeLaughter sem tekur til endur-
skoðunar 30 ára gamalt morðmál.
Árið 1963 var jafnréttisbaráttu-
maðurinn Medgar Evers skotin
fyrir framan heimili sitt í Jackson
í Mississippi (Myndin bar titilinn
„Ghosts of Mississippi“ í Banda-
ríkjunum). Klanmaðurinn Byron
De la Beckwith var handtekinn
fyrir morðið og öll sönnunargögn
beindust gegn honum en kerfí
hvítra ráðamanna sá til þess að
hann var aldrei dæmdur. Ekkja
Evers, Myrlie (Whoopi Goldberg),
hefur barist við að halda málinu
lifandi og tekst loks árið 1990 að
telja DeLaughter á að sækja málið
aftur.
Baldwin leggur sig allan fram
við að vera ljúfur og réttsýnn
maður, og Goldberg bregður sér í
gervi virðulegrar ekkju, sem býr
yfir miklum siðferðilegum styrk,
og tekst ágætlega til, en handritið
gerir hann of væminn og setur
hana á of mikinn stall til þess að
þau virki sem sannar persónur.
Samt eru þeirra persónur þær heil-
steyptustu í myndinni. Aðrar per-
sónur er dregnar upp á mjög ein-
feldningslegan hátt og eru svo
miklar „stereótýpur“ að það er
vandræðalegt.
Tveimur aukaleikurum tekst að
yfirvinna þetta vandamál að hluta.
William H. Macy í hlutverki að-
stoðarmanns Delaughter við rann-
sóknina nýtir að fullu það svigrúm
sem persónu hans er gefið, og
James Woods, sem var útnefndur
til Óskarsverðlauna fyrir túlkun
sína á Beckwith, skemmtir sér
greinilega konunglega við að vera
ýkt illur kynþáttahatari sem er
svo öruggur um réttmæti gerða
sinna að hann hótar Delaughter í
eigin persónu.
Það sem Skuggar fortíðar gerir
best er að sýna kynþáttamisréttið
sem enn er við lýði í Hollywood.
Útgangspunktur myndarinnar er
barátta svartra fyrir mannréttind-
um í Bandaríkjunum en aðalstjarn-
an er hvítur ieikari og svartir sjást
eingöngu í mjög takmörkuðum
aukahlutverkum, meira að segja
Goldberg, sem ekkja Medgar
Evers, er lítið annað en aukaper-
sóna. Anna Sveinbjarnardóttir
Mikilvægi
símenntunar
fyrir launafólk
ÞAÐ ER almenn
skoðun að þær þjóðir
og þau fyrirtæki, sem
best munu standa sig
í alþjóðlegri sam-
keppni framtíðarinn-
ar, séu þær þjóðir og
fyrirtæki sem hafi yfir
að ráða hæfasta og
best menntaða vinnu-
aflinu á öllum stigum
framleiðslu og þjón-
ustu. Flestir fræði-
menn í dag eru sam-
mála um (og það ger-
ist ekki oft) að einn
mikilvægasti þáttur-
inn í bættri samkeppn-
isstöðu þjóða sé aukin
menntun og þá sérstaklega verk-
og tæknimenntun. Þannig hefur
margoft komið fram í rannsóknum
að skilvirkt og öflugt starfs-
menntakerfi leiðir til aukningar í
framleiðni.
Meiri framleiðni
Samanburðarrannsóknir sem
gerðar hafa verið á framleiðni í
nokkrum atvinnugreinum í Þýska-
landi og Bretlandi hafa sýnt að
Þeir einstaklingar og
þjóðir ná lengst í sam-
keppninni, segir Krist-
ján Bragason, sem búa
að bestri menntun.
framleiðni er mun meiri í Þýska-
landi en Bretlandi. Það eru
væntanlega margvíslegar ástæður
fyrir þessum mun, en megin ástæð-
an er að stærri hluti þýsks vinnu-
afls er menntaður. Þannig kom í
ljós að í þeim starfsgreinum í Bret-
landi þar sem starfsmenntun var
öflug var munurinn á framleiðni
minni. í ljósi þessara rannsókna
kemur það víst fáum á óvart þegar
talað er um litla framleiðni í ís-
lensku atvinnulífi, enda menntun-
arstig þjóðarinnar frekar lágt. Stór
hluti íslensks vinnuafls, eða um
40%, hefur aðeins lokið grunn-
skólaprófi.
Úrelt tækni
Hagvöxtur mun í auknum mæli
byggjast á aukinni verkþekkingu
og aðgengi fólks að möguleikum
til menntunar, en á tímum örra
breytinga mun þekking endast æ
skemur. í ljósi síðustu áratuga og
framfara í tækni og vísindum er
fastlega gert ráð fyrir því að eftir
tíu ár verði 80% af þeirri tækni
sem stuðst er við í dag orðin úr-
elt. Miðað við óbreytt ástand í
menntamálum eftir tíu ár má einn-
ig gera ráð fyrir að 80% af þeirri
þekkingu sem þá verður notuð sé
þegar orðin úrelt. Í ljósi slíkra
upplýsinga er mikilvægt að leggja
áherslu á að nám er ekki stundar-
fyrirbæri - fólk verður að læra
alla ævina.
Einstaklingurinn
Einstaklingurinn er mikilvæg-
ur en hæfni hans verður að vera
ráðandi og tengjast þörfum starf-
seminnar. Kröfur á einstakling
koma til með að aukast og ef
hann ætlar að halda starfinu
verður hann sjálfur að bera
ábyrgð á símenntun sinni. Fjöldi
fólks hefur ekki fengið neina
menntun frá því það hætti í skóla.
Margir minnast skólans sem
tímabils þar sem lítið sem ekkert
gekk upp. Það er því ekki óeðli-
legt að margir fyllist
kvíða og óöryggi þeg-
ar menntun launa-
fólks ber á góma.
Margir kunna eflaust
að velta fyrir sér:
„Hvers vegna á ég að
standa í því að
mennta mig? Ég hef
enga þörf á menntun
í mínu starfi. Nám er
ekkert nema stress,
puð og óþarfa fjárútl-
át. Ég er orðinn of
gamall til að standa í
að mennta mig.“ Allt
eru þetta velþekktar
afsakanir fyrir því að
fólk sæki sér ekki við-
bótarmenntun. Rannsóknir hafa
hinsvegar sýnt að menntun býður
upp á marga kosti fyrir launa-
fólk, óháð aldri og starfi.
Kostirnir
Aukið atvinnuöryggi; stærstur
hluti þess fólks sem er atvinnu-
laust hefur litla eða enga menntun.
Meiri möguleikar á fjölbreyttu
og áhugaverðu starfí.
Betri laun, sérstaklega þegar til
lengri tíma er litið.
Aukið sjálfstraust, þú uppgötvar
að þú getur meira en þú hélst.
Meiri áhrif, af því að aukin þekk-
ing gerir þig betur til þess búin
að taka þátt í umræðum um vinnu-
staðinn og starfíð.
Allir þessir þættir leiða til auk-
innar lífsánægju. Allt eru þetta
atriði sem skipta launafólk miklu
máli. Það má vel vera að menntun
þín sé nægjanleg fyrir starf þitt í
dag, en við búum í síbreytilegum
heimi. Menntun dagsins í dag er
ætlað að búa okkur undir framtíð-
ina, sem er okkur óþekkt.
Úrval starfstengdra
námskeiða
Hvað get ég gert til að bæta
við þekkingu mína? Þessa dagana
birtast auglýsingar frá margvís-
legum fræðslustofnunum og skól-
um sem bjóða upp á mikið úrval
af öllum tegundum af starfs-
tengdum námskeiðum sem fólk
getur tekið í eigin frítíma, allt frá
námi í kínversku til tölvukennslu.
Þá bjóða einnig margir kjara-
samningar upp á að starfsfólk
geti sótt sér grunnnámskeið í
sinni starfsgrein sér að kostnað-
arlausu í vinnutíma, sbr. fisk-
vinnslunámskeið, matvælanám-
skeið o.s.frv. Mörg stéttarfélög
bjóða einnig upp á fjölbreytt úr-
val af ódýrum námskeiðum fyrir
félagsmenn sína í samvinnu við
fræðsluaðila.
Fyrsta skrefið
Fyrsta skrefið í námsferlinum
er að skoða hvaða námskeið eru
í boði á áhugasviði þínu. Næsta
stig getur verið að tala við full-
trúa stéttarfélags þíns. Þeir eiga
að geta leiðbeint þér og bent á
þá möguleika sem eru fyrir hendi,
sbr. námsframboð og ákvæði kja-
rasamninga og samninga sem
stéttarfélagið hefur við fræðslu-
stofnanir. Þá geta þeir einnig
aðstoðað við kostnað við þátt-
töku, enda bjóða flest stéttarfélög
upp á fræðslustyrki fyrir félags-
menn. Þá er ekkert til fyrirstöðu
að skella sér á námskeið og
styrkja um leið stöðuna á vinnu-
markaðinum.
Höfundur er vinnumarkaðsfræð-
ingur og starfsmaður Samstarfs-
nefndar um starfsmenntun launa-
fólks utan löggiltra iðngreina.
Kristján
Bragason