Morgunblaðið - 23.09.1997, Side 31
30 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 31
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SAMNINGAR LEIK-
SKÓLAKENNARA
AELLEFTU stundu tókust samningar milli leikskóla-
kennara og sveitarfélaga og yfirvofandi verkfalli í
leikskólum hefur verið frestað. Víst er, að fjölskyldum, sem
eiga börn á leikskólum, létti mikið við tíðindin, því verk-
fall hefði haft í för með sér mikla röskun á högum þeirra
flestra. Vafalaust hefði verkfall einnig haft áhrif á rekstur
ýmissa fyrirtækja og stofnana, en nú geta foreldrar stund-
að vinnu sína án truflunar.
Samningar tókust eftir 42ja klukkustunda sáttafund, en
honum lauk með samþykkt beggja aðila á svonefndri innan-
hússtillögu sáttasemjara ríkisins, Þóris Einarssonar. Sam-
komulagið felur í sér 26-27% launahækkun á samningstím-
anum, sem er mun meiri hækkun, en launþegafélög á al-
mennum vinnumarkaði sömdu um fyrr á þessu ári. Á móti
kemur, að samningstíminn er lengri eða út árið 2000. Tal-
ið er að launakostnaður sveitarfélaga vegna reksturs leik-
skóla hækki um 140 til 150 milljónir króna á árinu 1998.
Þegar samningurinn er að fullu kominn til framkvæmda í
árslok árið 2000 nemur kostnaðaraukinn um 300 milljónum
króna á ári fyrir sveitarfélögin.
Hækkun launaliðar samningsins er að meðaltali 7% frá
1. september sl., 4% í janúar 1998 og 2% í desember það
ár. Á árinu 1999 verða síðan gerðar breytingar á röðun í
launaflokka, sem fela í sér hækkun um einn launaflokk
fyrir þá, sem vinna að stjórnunarstörfum í leikskólum.
Með þessum samningum er friður tryggður í rekstri leik-
skólanna næstu þrjú árin. Samningurinn er gerður í ljósi
þess, að sveitarfélögin viðurkenndu mikilvægi starfa leik-
skólakennara sem uppeldisstéttar í þjóðfélaginu, mikilvægi
umönnunar barna. Vonir standa til, að lausn þessarar deilu
geti greitt fyrir samningum við grunnskólakennara.
Það er fagnaðarefni, að leikaskólakennarar og sveitarfé-
lögin hafa náð samkomulagi og firrt heimilin erfiðleikum,
sem af verkfalli hefði leitt. Að ógleymdum áhrifum verk-
falls á þá, sem sízt skyldi, börnin, sem okkur ber skylda til
að veita vernd, öryggi og skjól.
Samningana á nú eftir að bera formlega undir samþykki
sveitarfélaganna og leikskólakennara og mun það taka
nokkrar vikur. Miðað við ummæli beggja deiluaðila má
gera ráð fyrir því, að samningarnir verði samþykktir. Sátta-
semjari ríkisins hefur boðað sáttafund í deilu grunnskóla-
kennara og sveitarfélaga nk. fimmtudag og er óskandi, að
skriður komist þá loks á viðræðurnar.
SAMSTAÐA
EFLIST Á NÝ
KOSNINGABANDALAGIÐ Samstaða er með pálmann
í höndunum eftir þingkosningarnar í Póllandi um
helgina og hefur komið á óvart hvað sigur þess á flokki
fyrrverandi kommúnista, Lýðræðislega vinstrabandalaginu,
var afgerandi. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar fyrr-
verandi kommúnistar náðu völdum fyrir fjórum árum, en
nú hafa pólskir kjósendur snúið við þeim baki.
Samstaða er reist á b.rotum úr hreyfingunni, sem steypti
kommúnistum fyrir átta árum, og sagði leiðtogi hennar,
Marian Krzaklewski, að nú yrði hafist handa við að leið-
rétta mistök undanfarinna fjögurra ára.
Pólskir stjórnmálamenn hafa lýst yfir furðu á því að
kommúnistar skyldu ekki fá meira fylgi, sérstaklega í ljósi
þess að hvergi í Austur-Evrópu hefur hagvöxtur verið jafn
mikill undanfarið. Þá mistókst þeim einnig að færa sér í
nyt að Alexander Kwasniewski, núverandi forseti og fyrr-
verandi kommúnisti, nýtur um þessar mundir 60% fylgis
samkvæmt skoðanakönnunum.
Kosningabandalag Samstöðu fékk 33,9% atkvæða í kosn-
ingunum og kommúnistarnir fyrrverandi 26,8%.
Sigur Samstöðu veitir Lech Walesa, sem beið lægri hlut
fyrir Kwasniewski í forsetakosningum 1995, tækifæri til
að láta að sér kveða í pólskum stjórnmálum á ný.
Til þess að Samstaða geti myndað stjórn þarf að ganga
til samstarfs við Frelsissambandið, sem vegnaði mun betur
nú en í kosningunum fyrir fjórum árum. Kwasniewski hef-
ur þegar reynt að reka fleyg milli Samstöðu og Frelsissam-
bandsins en honum virðist hins vegar ekki ætla að verða
kápan úr því klæðinu og hyggst Samstaða hefja viðræður
við Frelsissambandið síðar í þessari viku.
Skipulag miðhálendis til umræðu
\
Bdungarvik : ' v ■
Æá
k Mfcíar-
b»r í Súísivíkur);:. : / Ameshreppur
50 km
Vestmannaeyjar ■ ;>
Mörk sveitarfélaga
á íslandi eins og þau
voru dregin í maí 1997
Kort þetta byggir að stofni til á drögum að skiptingu landsins
í sveitarfélög sem Skipulag ríkisins og Landmælingar íslands gáfu út sem
handrit I febrúar 1990. Víða inn til landsins eru mörk óviss og jafnvel óþekkt.
Tekist á um
stjórnsýslu
Miðhálendið er nær helminffur Islands o g því
eru eðlilega skiptar skoðanir um hvemig
stjómsýslu o g skipulagsmálum þar á að vera
háttað. Guðmundur Sv. Hermannsson fylgd-
ist með ráðstefnu um skipulag miðhálendisins.
Andrei Kozyrev um fiskveiðideilu íslendinga, Norðmanna og Rússa
Engin lausn nema allir
þrír taki á vandanum
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
ANDREI Kozyrev (til hægri), fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands, ræðir við Jón Hákon Magnússon.
TILLAGA að svæðisskipu-
lagi miðhálendisins hefur
síðan í júní legið frammi
víðs vegar um land og
geta allir landsmenn gert athuga-
semdir við tillöguna til 10. október.
Hefur verið búist við að endanleg
tillaga gæti legið fyrir á næstu
mánuðum en umhverfisráðherra
þarf að staðfesta skipulagið áður
en það tekur gildi.
Þótt málið sé komið svona langt,
hefur opinber umræða um það verið
frekar lítil til þessa. Úr því var reynt
að bæta með ráðstefnu, sem Félag
skipulagsfræðinga og verkfræði-
deild HI héldu á laugardag um fram-
tíðarskipulag miðhálendisins þar
sem tillöguhöfundar og ýmsir hags-
mupaaðilar skiptust á skoðunum.
Á ráðstefnunni varð töluverð um-
ræða um stjórnsýslu á miðhálendinu
og urðu ýmsir til að gagnrýna að
um 40 sveitarfélög, þar sem búa
aðeins um 4% landsmanna, hefði
verið fengið vald yfír landssvæði sem
nær yfir um 40% flatarmáls íslands.
Sagði Þorkell Helgason orkumála-
stjóri þetta minna á annað umdeilt
mál, þar sem sameign þjóðarinnar
hefði verið færð í hendur fámenns
hóps. Hann spurði hvort mætti rekja
þróunina í þessum tveimur málum
til þess þriðja, ójafns atkvæðisréttar
landsmanna.
Andstaða við
stjórnsýslusvæði
Til að skýra þetta þarf að rekja
aðdraganda svæðisskipulagstillög-
unnar. Skipulagsyfirvöld hafa frá
upphafi þessa áratugar íhugað að
vinna slíkt skipulag og í því skyni
lagði Eiður Guðnason, þáverandi
umhverfisráðherra, fram lagafrum-
varp á Alþingi um að hálendið yrði
gert að einu stjórnsýslusvæði með
sjálfstæðri stjórn. Þetta frumvarp
mætti mikilli andstöðu sveitarfélaga
og landsbyggðarþingmanna og dag-
aði því uppi.
Þá var skoðað hvaða úrræði væru
fær samkvæmt gildandi skipulags-
lögum. Lögin heimila sveitarfélögum
að mynda samvinnunefndir um gerð
svæðisskipulags fyrir land sem þau
hafa lögsögu yfir. Um 40 sveitarfélög
liggja að miðhálendinu og samvinnu-
nefnd þeirra þótti of stór og þung í
vöfum. Því var árið 1993 bætt bráða-
birgðaákvæði í skipulagslög sem
gerði þeim 13 héraðsnefndum, sem
eiga hlut að málefnum miðhálendis-
ins, kleift að mynda sérstaka sam-
vinnunefnd til að gera tillögu að
skipulagi svæðisins.
Þessi samvinnunefnd var skipuð
árið 1994. Nefndin taldi nauðsynlegt
að stjórnsýslumörk sveitarfélaganna
á miðhálendinu yrðu skýr og var
skipuð nefnd ráðuneyta til að gera
tillögur um framlengingu stjórn-
sýslumarka sveitarfélaganna 40 á
miðhálendinu.
Til að treysta þessi mörk lagði
Páll Pétursson félagsmálaráðherra
fram lagafrumvarp á síðasta þingi
um að allt landið skiptist í staðbund-
in sveitarfélög en ekki aðeins byggð-
in, eins og núverandi lög segja til
um. Þetta frumvarp var ekki afgreitt
en úrskurðarnefndin skilaði í maí sl.
tillögum sínum um stjórnsýslumörk
á hálendinu.
Stefán Skaftason, sem situr í sam-
vinnunefndinni, sagði á áðumefndri
ráðstefnu að framlenging stjómsýsl-
unnar hefði verið forsenda þess að
tókst að ná samkomulagi við sveitar-
félögin um mörk miðhálendisins sem
em í aðalatriðum dregin milli heima-
landa og afrétta. Ef átt hefði að draga
þau mörk fyrir væntanlegan hálendis-
hrepp, hefði skipulagsvinnan seint
komist af stað enda ekki verið unnin
af núverandi samvinnunefnd og allar
líkur á að málið væri enn í höndum
Alþingis
Stefán Thors, skipulagsstjóri rík-
isins, sagði á ráðstefnunni að vissu-
lega hefði verið hægt að fara þá leið
að gera nýtingaráætlun til langs
tíma, marka stefnu í landnotkun og
landnýtingu sem næði til landsins
alls, taka ákvarðanir um stjórnsýslu-
lega skiptingu alls landsins og skipa
loks nefnd að fengnum tilnefningum
frá ráðuneytunum og sveitarfélögum
til að gera tillögu að svæðisskipulagi
miðhálendisins. En þannig gerðust
hlutirnir ekki og ef bíða hefði átt þar
til allir hlutir væru komnir á hreint
væri hætt við að erfiðara hefði verið
að vinda ofan af því sem þá þegar
væri búið að gera í landnýtingarefn-
um.
Ósamræmanleg
frumvörp
Á ráðstefnunni sagði Gunnar G.
Schram lagaprófessor að frumvarp
félagsmálaráðherra þýddi að sveit-
arfélögunum 40 væri fengið allt
ákvörðunarvald og réttur yfir mið-
hálendinu og þar af leiðandi þeim
auðlindum sem þar eru. Það stang-
aðist algerlega á við frumvarp um
þjóðlendur sem forsætisráðherra
lagði fram á síðasta þingi, en þar
væri forsætisráðherra falið úrslita-
vald í málefnum þjóðlendna, þ.e.
svæ'ða utan eignarlanda.
Nokkrir ráðstefnugestir tóku und-
ir þessa skoðun, þar á meðal Siv
Friðleifsdóttir, þingmaður Fram-
sóknarflokks, sem lýsti einnig and-
stöðu við frumvarp félagsmálaráð-
herra, flokksbróður síns.
Siv sagði að mjög óæskilegt væri
að skipta miðhálendinu upp milli 40
sveitarfélaga; það væri þunglamalegt
og byði heim vandræðum og miklu
einfaldara væri hafa landið eitt
stjórnsýslusvæði.
Stangast ekki á
Hjá öðrum, m.a. þingmönnunum
Kristjáni Pálssyni, Sjálfstæðisflokki,
og Olafi Erni Haraldssyni, Fram-
sóknarflokki, kom hins vegar fram
sú skoðun að þessi frumvörp tvö
væru ekki ósamrýmanleg þar sem
annað fjaltaði um eignarhald á há-
lendinu og hitt um stjórnsýslumörk.
Ólafur sagði ljóst að erfitt væri
að ná góðri sátt um að 96% lands-
manna ættu enga aðild að skipulag-
inu nema með umsagnarrétti og því
hlytu hugmyndir um sérstakt stjórn-
sýsluumdæmi í miðju landsins að
vera til skoðunar þegar teknar væru
ákvarðanir um stjórnsýslufyrirkomu-
lagið. Annar möguleiki væri að sveit-
arfélögin mættust inni í miðju lands-
ins, en fengju aukna aðstoð og að-
hald frá ríkisvaldinu til að standa
við markmið skipulags hálendisins.
Mismunandi hagsmunir
Það eru einnig skiptar skoðanir
um skipulagstillöguna sjálfa og ýms-
ir sem eiga hagsmuna að gæta á
hálendinu, svo sem fulltrúar orku-
og ferðamála, telja að tillagan taki
ekki nægilegt tillit til þeirra. Fram
kom hjá ýmsum á ráðstefnunni að
nauðsynlegt væri að lengja umsagn-
arfrestinn um skipulagstillöguna,
sem á að renna út 10. október, og
hefur raunar komið fram formleg ósk
frá Ferðamálaráði um lengri frest.
Aðrir vildu ganga lengra og leggja
tillögurnar nánast í salt. Þorkell
Helgason lagði til að skipulagstillög-
urnar yrðu endurskoðaðar þannig að
frestað yrði að taka afstöðu til ann-
arra svæða en þar sem þegar Iiggja
fyrir samþykkt not eða verndar-
svæði. Jafnframt yrði áfram unnið
að málinu, af fleirum en nú, og höfð
yrðu í heiðri sjónarmið og stefnu-
mörkun stjórnvalda um uppbyggingu
atvinnulífs, sem m.a. hlytu að kalla
á nýtingu auðlinda hálendisins.
Fulltrúar náttúruverndarmála eru
hins vegar ánægðari með tillöguna
og sagði Aðalheiður Jóhannsdóttir,
forstjóri Náttúruverndar ríkisins, að
það sem skipti mestu máli væri að
samþykkt skipulag fyrir miðhálendi
íslands myndi endurspegla framtíð-
arstefnumörkun sveitarfélaga og rík-
is í náttúruverndarmálum á skipu-
lagssvæðinu, og til langs tíma litið
væri fátt sem gæti styrkt almenna
náttúruvernd á íslandi betur.
Andrei Kozyrev, fyrrver-
andi utanríkisráðherra
Rússlands, flutti í gær
fyrirlestur um öryggis-
mál í heiminum og lagði
í samtali við Karl
Blöndal áherslu á, að
hann vildi að þríhliða við-
ræður íslendinga, Norð-
manna og Rússa hæfust
að nýju svo þokast mætti
í átt að lausn á Smugu-
deilunni.
ANDREI Kozyrev, fyrrver-
andi utanríkisráðherra
Rússlands, kvaðst í fyrir-
lestri, sem hann hélt á
Hótel Sögu á vegum Samtaka um
vestræna samvinnu og Varðbergs að
viðstöddum 110 manns í gær, hafa
mikinn hug á því að efla samstarf og
samskipti í norðri og þá sérstaklega
milli íslendinga og Rússa. Kozyrev
átti í gær stuttan fund með Þorsteini
Pálssyni sjávarútvegsráðherra og
sagði í samtali við Morgunblaðið síð-
degis að sér væri umhugað um að
efla samstarf við íslendinga í sjávarút-
vegsmálum og sérstaklega hefði hann
reynt að sjá til þess að íslendingum,
Norðmönnum og Rússum yrði ágengt
í þríhliða viðræðum um Smugudeiluna.
„Nú verður mynduð ný stjórn í
Noregi þannig að við getum gert okk-
ur vonir um að þeir hef|i að nýju þrí-
hliða viðræður," sagði Kozyrev, sem
nú er þingmaður fyrir Múrmansk á
Kólaskaga, og lætur því sjávarútvegs-
mál til sín taka. íslensk og rússnesk
stjórnvöld gerðu í ágúst samning um
samstarf á sviði sjávarútvegsmála,
sem meðal annars hefur verið haldið
fram að styrki stöðu íslands gagnvart
Norðmönnum í Smugumálinu. Norð-
menn hafi haft nánari tengsl við Rússa
en íslendingar, en þessi samningur
gæti breytt því.
Kozyrev kvaðst ekki vilja segja að
Norðmenn hefðu reynt að nota stöðu
sína til að reka fleyg á milli íslendinga
og Rússa.
„Þetta er flókið mál,“ sagði hann.
„Stundum virðist rússneskum stjórn-
völdum sem Norðmenn grípi til ein-
hliða aðgerða og stundum virðist þeim
sem íslendingar grípi til einhliða að-
gerða. Það er nokkuð, sem þyrfti að
forðast. Allir þrír aðiljar þurfa að taka
á vandanum.“
Fyrirlestur Kozyrevs íjallaði um
öryggismál í Evrópu í kjölfar kalda
stríðsins. Hann hóf mál sitt á því að
vísa til leiðtogafundar Ronalds Reag-
ans Bandaríkjaforseta og Míkhaíls
Gorbatsjovs Sovétleiðtoga í Reykjavík
árið 1986. Kozyrev starfaði á þeim
tíma í sovéska utanríkisráðuneytinu
og sagði hann að þetta upphaf hefði
lofað góðu, en hann hefði verið meðal
þeirra, sem höfðu efasemdir um fram-
haldið. Á næstu árum hefði gengið á
ýmsu, en ljóst væri að með Gorbatsjov
hefði hafist nýtt skeið í alþjóðlegum
samskiptum og í sovéskum innanríkis-
málum.
Ekki aftur kommúnismi
Smátt og smátt hefðu loforð Gorb-
atsjovs haft meiri áhrif og leitt til
byltingarkenndra breytinga. Við hrun
Sovétríkjanna hefði skapast tækifæri
til að koma á breyttri skipan heims-
mála og þeirri þróun væri hvergi nærri
lokið. En þótt aðeins væri hægt að
ganga útfrá núverandi straumum og
tilhneigingum hefðu umskiptin frá
kommúnisma til kapítalisma þegar átt
sér stað að miklu leyti. Þetta kynnu
að virðast vera ýkjur, en kosningarnar
á síðasta ári hefðu sýnt að Rússar
muni ekki nota atkvæði sitt tii að
korna kommúnistum til valda.
„Ég sit hjá kommúnistum á þingi,“
sagði Kozyrev. „Flokkurinn er enn til
og notar frelsið, sem hann neitaði
öðrum um, til að koma skoðunum sín-
um á framfæri. Hann kann að vera
sterkur, en ég er þeirrar hyggju að
þessari þróun verði ekki snúið við.“
Hann sagði að ástæðan fyrir því
að margir hefðu greitt kommúnistum
atkvæði væri sú að almenningur væri
að láta í ljósi óánægju með félagsleg-
an kostnað af umbótum og áhrif þeirra
á lífsskilyrði. Léleg lífskjör væru
reyndar afleiðing af mistökum sovéska
hagkerfisins, en margir væru ríkinu
reiðir, sérstaklega vegna mistaka, sem
hefðu orðið í umbótum.
„Við það hefur myndast tómarúm
í forustunni og lýðskrumarar og öfga-
fullir þjóðemissinnar hafa ekki verið
seinir að fylla það,“ sagði Kozyrev.
„Rússar vita hins vegar hve óskilvirkt
lífið var undir stjóm kommúnista.“
Máli sínu til stuðnings rifjaði hann
upp gamlan brandara um það þegar
Leoníd Brezhnev lést og var sagt að
hann ætti aðeins kost á vist í víti.
Hann gæti hins vegar valið milli sósíal-
ísks vítis og kapítalísks vítis þar sem
hann hefði verið formaður sovéska
kommúnistaflokksins. Hann svaraði
hiklaust að hann ætlaði í sósíalíska
vítið. Þegar Brezhnev var spurður
hvort hann væri handviss, honum
gæfist ekki kostur á að skipta um
skoðun, var hann ákveðinn. Var hann
þá spurður hvers vegna og svaraði:
„Undir sósíalisma er alltaf skortur á
eldsneyti."
Lýðræði og einkavæðing
Kozyrev sagði að þróuninni í Rúss-
landi yrði ekki snúið við af nokkmm
ástæðum. Lýðræðið væri að festast í
sessi. Nú hefðu verið haldnar tvennar
þingkosningar og tvennar forseta-
kosningar. Hefð væri að myndast
kringum stjórnlagadómstólinn. Rússar
hefðu samþykkt stjómarskrá í at-
kvæðagreiðslu. Þá væm fjölmiðlar
fullkomlega fijálsir. Breytingar í efna-
hagsmálum væra ekki síður afger-
andi. í valdatíð Stalíns hefðu milljónir
manna verið myrtar fyrir að láta sig
dreyma um frjálst framtak. Nú hefðu
70% af ríkisfyrirtækjum verið einka-
vædd. Slíkt ætti sér ekki fordæmi í
sögunni og einkavæðing væri nú meiri
en á Ítalíu.
Kozyrev sagði að ýmis vandkvæði
hefðu komið fram við einkavæðingu
og umbætur, en þeir, sem nú ættu
að stjóma þeim, þar á meðal Anatolí
Tsjúbajs og Borís Nemtsov, ættu að
geta bundið enda á stöðnunina.
Spillt fámennissljórn?
„Spurningin, sem raunvemlega
blasir við Rússum, er ekki hvort snúið
verði aftur til kommúnisma, heldur
hvaða mynd kapítalisminn taki á sig,“
sagði Kozyrev. „Hættan er sú að upp
rísi fámennisstjórn með tilheyrandi
spillingu í öllu stjómkerfinu."
Sagði hann að slíkt gæti leitt til
þess að drægi úr skilvirkni og félags-
legur kostnaður yrði mikill. Hinn kost-
urinn væri að við tæki ftjálslyndara
og gagnsærra kerfi. „Um það snúast
umbæturnar, sem nú er verið að vinna
að,“ sagði þingmaðurinn. „Ég mundi
segja að það væri ástæða til hóflegrar
bjartsýni.“
Valdahlutföll hafa breyst mjög í
heiminum í kjölfar kalda stríðsins.
Kozyrev sagði að þeim breytingum,
sem orðið hefðu í alþjóðasamskiptum,
yrði ekki heldur snúið við. „Það mun
aldrei verða sama ógnun af Rússlandi
á alþjóðavettvangi og var af Sovétríkj-
unum,“ sagði Kozyrev. Hann kvaðst
hins vegar vera þeirrar hyggju að við
hrun Sovétríkjanna hefði skapast ein-
stakt tækifæri til að koma á nýrri
skipan mála í Evrópu.
Kozyrev var fyrsti utanríkisráð-
herra Rússlands. Hann tók til starfa
í október 1990 og sat fram í janúar
1996. Hann var því utanríkisráðherra
á því tímabili, sem hann ræðir hér um,
árin 1991 til 1993.
Glatað teekifæri?
„Margir stjórnmálamenn færðu rök
að því að grípa ætti þetta einstæða
tækifæri til að sýna nýtt viðhorf, sem
væri sambærilegt við það, sem gerðist
í lok heimsstyijaldarinnar síðari þegar
Bandaríkjamenn voru nógu hugrakkir
til að leggja fram áætlun og fjármagn
til að hjálpa Vestur-Evrópu að ná sér
á strik eftir eyðileggingu stríðsins,"
sagði hann í fyrirlestrinum. „Því miður
var tækifærið ekki gripið. Að hluta
til má kenna Rússum um, en Vestur-
lönd sýndu ekki heldur hugrekki. Það
skorti forustu. Það voru forsetaskipti
í Bandaríkjunum, sameining Þýska-
lands var í gangi og Evrópusamband-
ið átti fullt í fangi með nýtt skref í
átt að samruna."
Kozyrev sagði að engu að síður
hefði talsverður árangur náðst og þró-
unin væri í rétta átt. Árangurinn væri
hins vegar af hóflega taginu. Þegar
tækifærið glataðist hefði sú leið verið
valin að notast við þær stofnanir, sem
fyrir vom, til að laga sig að breyttri
heimsmynd. Þess vegna hefði deilan
um stækkun Atlantshafsbandalagsins
sprottið upp.
Þegar Kozyrev svaraði spurningum
að fyrirlestrinum loknum gaf hann í
skyn að stækkun NATO hefði verið
ástæðan fyrir því að hann hvarf úr
embætti utanríkisráðherra. Hann hefði
ekki viljað ýkja það hvaða afleiðingar'
stækkun NATO gæti haft og hann
hefði sagt þá skoðun sína. „Það er ein
ástæðan fyrir því að ég hætti að vera
utanríkisráðherra," sagði hann og
bætti við að rússneskum almenningi
stæði sennilega á sama, en innan
Kremlar og í næsta nágrenni hefði
verið ákveðið að grípa til ýkjukennds
áróðurs gegn stækkun NATO, að hluta
til í því skyni að beina athyglinni frá
því að umbætur gengju ekki sem
skyldi.
Kozyrev hafði starfað í utanríkis-
þjónustunni um árabil þegar hann
varð utanríkisráðherra. Hann gerði sér
þegar far um að bæta samskiptin við
Vesturlönd og fékk viðurnefnið „Herra
já“, en Andrei Gromyko, forveri hans,,-
hafði verið kallaður „Herra nei“. Það
hitnaði vemlega undir Kozyrev þegar
þjóðernissinnar juku fylgi sitt í þing-
kosningum árið 1993. Var þá oft veist
að honum fyrir linkind gagnvart Vest-
urlöndum.
Kozyrev kvaðst telja að oft væri
horft fram hjá jákvæðu hliðunum. Oft
væri horft fram hjá afrekum Öryggis-
og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE).
Ástæðan væri sú að of miklar vonir
hefðu verið bundnar við að ÖSE gæti
leyst flókin vandamál, en menn yrðu
að átta sig á að líkt og Sameinuðu
þjóðimar yrðu slíkar stofnanir aldrei
öflugri en aðildarríkin.
Kozyrev nefndi einnig svæðisbundið
samstarf þegar hann talaði um já-w
kvæða þróun eftir lok kalda stríðsins.
Nefndi hann bæði Barentshafsráðið
og Eystrasaltsráðið, sem íslendingar
eiga aðild að. í Múrmansk ríkti mikil
ánægja með Barentsráðið og Eystra-
saltsráðið stæði að verkefnum, sem
væri fagnað í Rússlandi.
Hann sagði einnig að ekki mætti
horfa fram hjá því að tekist hefði að
stöðva átökin í gömlu Júgóslavíu. Fyrr
á þessari öld hefði Balkanskaginn ver-
ið uppspretta átaka en þegar 20. öldin
væri að líða undir lok hefðu valdaþjóð-
irnar haft hugrekki og vilja til að grípa
í taumana, stöðva stríðið og reyna a<)
koma á nýrri skipan.
„Svo gæti farið að Balkanskaginn
verði ekki upphaf átaka heldur for-
dæmi um alþjóðlega og evrópska sam-
vinnu,“ sagði Kozyrev. „Það eru mörg
mál og flókin, sem blasa við okkur,
en það eru miklar líkur á því að sam-
eiginlega getum við leyst þau.“