Morgunblaðið - 23.09.1997, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Þjóðarátak
um bætta
grunnmenntun
HVERNIG má það
eiginlega vera eftir
umræðurnar um
menntamál í kjölfar
alþjóðlegs samanburð-
ar á árangri í raun-
greinum á sl. ári að
yfirvofandi eru verk-
föll og uppsagnir
kennara og á seinustu
stundu tókst að af-
stýra verkfalli leik-
skólakennara? Þessi
spurning er mér mjög
áleitin sem stjórnmála-
manni og háskóla-
kennara í uppeldis-
fræðum. Eftir áraraðir
af erfiðri kjarabaráttu,
sem skilað hefur takmörkuðum
árangri í bættum kjörum, fengu
kennarar aldeilis að heyra það þeg-
ar niðurstöður áðurnefndrar rann-
-’csóknar voru kynntar: Þið eruð alls
ekki nógu góðir fagmenn. Þið styðj-
ist við rangar kenningar og kennið
ekki nóg af raungreinum. Lítið var
hlustað þó að kennarar bentu á
ónógt framlag til námsgagnagerð-
ar, niðurskurð til kennaramenntun-
ar (4. árið enn ókomið til B.Ed.
gráðu), stuttan skólatíma og síðast
en ekki síst á erfiðleikana við að
halda fyrsta flokks kennurum
Ég legg til, segir Guðný
Guðbjörnsdóttir, að
ríki og sveitarfélög sam-
þykki aukin fjárframlög
til að hækka laun og
bæta aðbúnað kennara
og leikskólakennara.
vegna lágra launa.
Til að hafa sæmileg kjör hafa
kennarar þurft mikla yfirvinnu,
sem nú verður erfiðara að fá vegna
einsetningar grunnskólanna.
Á sama tíma urðu þær raddir
háværar meðal foreldra að mennt-
un bama þeirra væri
grundvallaratriði sem
yrði að vera fyrsta
flokks. Þessar raddir
styrkjast nú. Fyrir
skömmu benti tals-
maður Barnaheilla
réttilega á að gera
megi ráð fyrir að
óánægja kennara með
kjör sín smitist yfir á
skólastarfið og á líðan
barnanna okkar í skól-
um og leikskólum
landsins. Mín tilfinning
er sú eftir fjöldamörg
samtöl við áhyggju-
fulla foreldra að nú sé
komið nóg, fólk vilji
leggja sitt af mörkum til að fá
fyrsta flokks grunnmenntun og
fyrsta flokks kennara, sem geti
einbeitt sér að því að mennta börn-
in með fagmennskuna í fyrirrúmi.
Réttur barna til ókeypis
grunnmenntunar
í Barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna, sem ísland hefur stað-
fest, er viðurkenndur réttur barna
til menntunar og aðildarríki skuld-
binda sig til að koma á ókeypis
skólaskyldu fyrir öll börn (28.
grein). Núgildandi grunnskólalög
eru frá árinu 1995, en þar segir í
fyrstu grein, að sveitarfélögum sé
skylt að halda skóla fyrir öll börn
frá 6-16 ára. í 7. grein sömu laga
er undanþáguheimild frá því að
sækja grunnskóla til þeirra barna
sem sækja viðurkennda einkaskóla.
Ef ekki verður gert stórátak nú til
að efla íslenska grunnskólann, má
alveg eins búast við að þeir sem
eiga nóga peninga stofni einka-
skóla fyrir sín börn. Það er þekkt
leið til að eyðileggja almennings-
stofnanir að svelta þær svo pen-
ingalega, að fólk sem er aflögu-
fært sættir sig við að greiða fyrir
mun betri þjónustu. Dæmi um slíkt
má bæði finna úr heilbrigðis- og
fjölmiðlageiranum og nú er komið
að skólanum. Eg skora á foreldra
að standa vörð um grunnskólann,
Guðný
Guðbjörnsdóttir
að sameinast um að leggja meiri
skattpeninga í bættan grunnskóla.
Að öðrum kosti verða hér fyrsta
flokks skólar fyrir þá sem eru efn-
aðir og annars flokks skólar fyrir
aðra. Var það þannig menntakerfi
sem forsætisráðherra átti við í
ræðu sinni á 80 ára afmæli Versl-
unarráðsins, og Morgunblaðið slær
upp í fyrirsögn 18. september:
Markaðsbúskapur efldur og
menntakerfið bætt.
Sameinað átak foreldra,
sveitarstjórna og ríkisvalds
Nú hagar þannig til að kennarar
eru að semja við sveitarfélögin í
fyrsta sinn eftir að grunnskólinn
fluttist yfir til sveitarfélaganna.
Leikskólakennarar voru einnig að
semja við sveitarfélögin. Þó að
segja megi að ríkisvaldið sé þar
með ekki aðili að þessum kjaradeil-
um þá er það að mínu mati ekki
réttmætt, því um er að ræða upp-
safnaðan vanda langt aftur í tím-
ann. Eg vil því gera að mínum orð
fjölmargra foreldra sem segja ein-
faldlega: Hingað og ekki lengra,
ég vil borga meira fyrir að fá betri
skóla fyrir börnin mín. Þó að kjara-
mál séu ávallt viðkvæm og ein stétt
vilji taka mið af annarri tel ég að
nú sé að nást þjóðarsátt um það
að kjör kennara og leikskólakenn-
ara séu óviðunandi og úr því verði
að bæta. Því legg ég einfaldlega
til að ríki og sveitarfélög sameinist
um að gera átak í grunnmenntun
þjóðarinnar með því að samþykkja
aukin fjárframlög til að hækka laun
kennara og leikskólakennara og
bæta allan aðbúnað, bækur og önn-
ur námsgögn þannig að um muni.
Til að fylgja eftir þessari kröfu
væri æskilegt að foreldrar létu
sveitarstjórnarmenn út um allt land
og ríkisvaldið heyra þessar raddir,
með undirskriftum, greinaskrifum
eða samtölum. Þetta mál er allt of
mikilvægt til að verða bitbein á
milli ríkisvalds og sveitarfélaga,
eða stjórna og stjómarandstöðu á
hveijum stað. Þetta er að mínu
mati ein vænlegasta leiðin til að
komast út úr þeirri úlfakreppu sem
nú vofir yfir og var í þann mund
að lama tvö heil skólastig í landinu
svo og vinnustaði smábarnafor-
eldra, þegar samdist við leikskóla-
kennara. Oft hefur verið þörf fyrir
sameinað átak um þjóðþrifamál en
nú er nauðsyn. Hugsjónin um jafn-
rétti allra íslenskra barna til fyrsta
flokks grunnmenntunar er í veði.
Höfundur er þingkona
Kvennalistans.
SUNNUDAGINN
7. september s.l. birt-
ist grein í Morgun-
blaðinu eftir Kristínu
Ástgeirsdóttur, þing-
konu Kvennalistans
og eina af stofnendum
hans.
Kristín minnist þar
á aðdraganda og
ástæður fyrir stofnun
Kvennalista og
Kvennaframboðs. Ég
tel að íslensk kvenna-
barátta standi í
ómældri þakkarskuld
við þær konur sem þar
áttu hlut að máli.
Tilefni greinar
Kristínar er spurningin um hvort
kvennalistakonur geti átt viðræð-
ur við A-flokkana um stjórnmála-
samstarf. Eins og kunnugt er
hafa slíkar viðræður verið á dag-
skrá um tíma en þær miða meðal
annars að því að endurskoða upp-
byggingu stjórnmálasamtaka sem
hlut eiga að máli. Hún telur að
ekki komi til greina að slíkar
umræður geti farið fram í nafni
Kvennalistans. Hún segir líka að
Sitthvað í aðferðafræði
Kvennalistans, segir
Hulda Björg Sigurð-
ardóttir, gengur ekki
upp í nútímasamfélagi.
Kvennalistinn sé alltof merkileg
hreyfing til þess að klofna vegna
afstöðu til krataflokka.
Ég er sammála Kristínu um
að Kvennalistinn sé mjög merki-
leg hreyfing og hafi áorkað tals-
verðu - jafnvel miklu - í stjórn-
málastarfi og hugarfarslega hér
á landi. Það hefur þó ekki dugað
til þess að standa jafnfætis Norð-
urlöndunum þar sem þverpólitísk-
ar kvennahreyfingar þrýstu á
stjórnmálaflokka um að auka hlut
kvenna. Þátttaka kvenna í stjórn-
sýslu á Norðurlöndum er mun
meiri en hér. Það hefur aftur
þýtt félagslegar aðgerðir sem
bætt hafa borgara-
lega stöðu kvenna
með því að létta af
þeim að hluta samfé-
lagslegri kröfu um
ólaunað og nafnlaust
vinnuframlag í formi
ýmiss konar þjón-
ustu- og umönnunar-
starfa.
Réttindabaráttu
kvenna er ólokið og
þess vegna er fylgi
Kvennalistans mér
áhyggjuefni eins og
Kristinu. Auk
ástæðna fyrir fylgi-
stapi, sem hún nefnir,
tel ég að sitt hvað í
aðferðafræði Kvennalistans gangi
ekki upp í nútímasamfélagi. Hafi
beinlínis hindrað konur í að tjá
sig, bæði inná við og útá við og
jafnvel hindrað þær í að taka þátt
í starfi samtakanna. Af sömu
ástæðu hefur ekki fengist nein
niðurstaða um skoðanaágreining,
sem hefur verið til staðar um
ýmis mál.
Samkvæmt stefnuskrá Kvenna-
listans er hann stjórnmálaafl og
hlýtur því að þreifa fyrir sér um
vænlegar leiðir til þess að komast
að stjórnborðinu og afla sér fylgis
til þess. Það er ekki verið að tala
um að kasta stefnumálum fyrir
róða.
Kvennalistinn getur tæplega
búist við að geta staðið óbreyttur
í þeim hugmyndafræðilegu hrær-
ingum sem ganga yfir í okkar
heimshluta.
Venjuleg lýðræðisleg aðferð í
stjórnmálum sem og í mannlegum
samskiptum hefur verið að tala
saman.
Með stefnuskrá Kvennalistans
sem grundvöll eiga Kvennalista-
konur að geta átt viðræður um
málefnasamstarf eða möguleika á
því við fulltrúa annarra stjórn-
málasamtaka án þess að það þurfi
að valda ágreiningi.
Höfundur starfar í Hópi
Kvennalistakvenna sem styður
þær viðræður um
málefnasamstarf stjórnmálaafia
sem nú fara fram.
Kvennalistinn
og stjórnmálin
Hulda Björg
Sigurðardóttir
SNYRTISTOFAN
GUERLAIN
REYKjAVÍK
J.ASiy«DSSONHF.
Skípholti 33,105 teykjoá, sími 533 3535.
IP JAMES BURN
'international
Efni og tæki fyrir UJÍIw
járngorma innbindingu.
Viðskiptaferðalög til útlanda
eru hagstæð
FYRIR skömmu var
fjallað um það í fjöl-
miðlum að myndfundir
gætu komið að nokkru
leyti í staðinn fyrir
ferðalög íslendinga á
fundi erlendis. Tómas
Ingi Olrich alþing-
ismaður kynnti athygl-
isverða tilraun á mynd-
sambandi við nefndar-
fund hjá Evrópuþing-
inu.
Vafalítið hitti Tómas
Ingi naglann á höfuðið
þegar hann benti á
kosti þess að nota
myndsamband til að
fylgjast með málum og
til að geta nýtt þátt-
töku sérfræðinga. Vaxandi alþjóð-
legt samstarf kallar einfaldlega á
fjölbreyttar aðferðir við að sinna
því.
í þessari umræðu nefndu fjöl-
miðlar oft sem dæmi að það gæti
kostað 200 þúsund krónur og
þriggja daga vinnutap að sækja
stuttan fund í útlöndum og því
væri myndfundur ódýr lausn. Sam-
kvæmt reynslu okkar hjá Úrvali-
Útsýn er slíkur tilkostnaður við
þriggja daga viðskipta-
ferðalag frekar undan-
tekning en regla. Að
skilgreina slíkar ferðir
sem vinnutap er auk
þess að mínu mati var-
hugaverð framsetning
þar sem álykta má að
ferðalangar geti nýtt
slíkar ferðir til annarra
beinna og óbeinna
fundahalda og fræðslu.
Stuttar og ódýrar
viðskiptaferðir
Staðreyndin er sú að
þeim fjölgar sífellt sem
fara í stuttar og ódýrar
viðskiptaferðir til út-
landa en fá eigi að síður
góðan tíma til að sinna erindum sín-
um. Kostnaður af viðskiptaferðum
hefur lækkað verulega með tilkomu
nýrra viðskiptafargjalda hjá Flug-
leiðum.
Þeir sem fara til helstu nágranna-
borga okkar í Evrópu nýta sér í
auknum mæli svokallað „Heim í
kvöld" fargjald sem gildir á Saga
Business Class. Þá er farið utan að
morgni og komið heim að kvöldi.
Þetta eru hagstæðustu viðskiptafar-
gjöldin og kosta í kringum 60 þús-
und krónur. Nýtanlegur tími í út-
löndum er oft í kringum 6 tímar.
Fyrir tveimur árum lækkuðu
Flugleiðir fargjöld á Saga Business
Þó að myndfundir séu
góður kostur, segir
Goði Sveinsson, þá
koma þeir ekki í staðinn
fifrír viðskiptaferðalög.
Class með svokölluðu Saga 2 far-
gjaldi. Það er með lengri bókunarfyr-
irvara en venjulegt Saga Business
Class fargjald, en hefur að öðru leyti
svipaða kosti. Stór hluti þeirra sem
bóka viðskiptaferðir hjá Úrvali-
Útsýn ferðast á Saga 2. Þetta far-
gjald hefur gert fólki kleift að fara
í stuttar viðskiptaferðir, eins til
tveggja daga, fyrir lítinn tilkostnað,
yfirleitt innan við 100 þúsund krón-
ur með gistingu og fæði.
Tíminn er líka dýrmætur
Aukin tíðni flugferða, nýir
áfangastaðir hjá Flugleiðum og til-
Goði Sveinsson
koma annarra flugfélaga sem hing-
að fljúga hefur leitt til þess að fólk
á viðskiptaferðalögum getur nú
nýtt tíma sinn miklu betur en áður.
Með góðri skipulagningu tapast lít-
ill vinnutími í ferðalög. Fyrir marga
skiptir tíminn ekki síður máli en
kostnaðurinn. Mikilvægi reyndra og
vel menntaðra fargjaldasérfræð-
inga eins og t.d. hjá Úrvali-Útsýn
hefur því aukist jafnt og þétt, enda
auðvelt fyrir leikmann að villast í
frumskógi fargjalda og annars
ferðakostnaðar þar sem segja má
að forsendur breytist nú frá degi
til dags. Þessi lækkun kostnaðar í
viðskiptaferðalögum er mikilvæg,
hvort sem er í vaxandi alþjóðasam-
starfi íslendinga eða sókn íslenskra
fyrirtækja á erlenda markaði.
Öhætt er að fullyrða að aukin ferða-
tíðni og lægri viðskiptafargjöld hafi
valdið straumhvörfum hvað þetta
varðar. Notkun myndfundabúnaðar
er síðan kærkomin viðbót sem vænt-
anlega verður notuð í vaxandi mæli
í framtíðinni, en þá ekki síst til að
gera fleiri aðilum en í dag kleift
að koma að málum án verulegs
aukakostnaðar. Fátt mun þó koma
í staðinn fyrir mannleg samskipti í
viðskiptum og alþjóðasamstarfi.
Höfum einnig í huga að þessi mann-
legu samskipti kalla á ferðalög út-
lendinga hingað til lands, með þeim
tekjum og landkynningu sem það
skapar.
Höfundur er sölu- og
markaðsstjðri Úrvals-Útsýnar.