Morgunblaðið - 23.09.1997, Blaðsíða 37
GTGA.THMUOÍTOM
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRÍÖJÍÍDÁtíljK tó'rSÉPÍÉtóBER ‘i99?" 37 °
MINNINGAR
hans sem eins af traustustu félög-
um_ stúkunnar.
Óskar var einnig sérlega
skemmtilegur á stundum gleðinn-
ar, tók þátt í öllum skemmtikvöld-
um og ferðalögum, sem farin voru
á vegum stúkunnar, bæði innan-
lands og til annarra landa ásamt
sinni elskulegu og fallegu eigin-
konu, Jónu Ágústsdóttur, sem alls
staðar geislar af gleði og hlýja, en
um leið hógværð og ljúf festa. Ég
og mín kona ásamt fleiri félögum
í stúkunni vorum þeirrar gæfu
aðnjótandi að eiga mörg og sérlega
skemmtileg kvöld á því yndislega
fallega heimili, er þau hjón höfðu
byggt sér. Þau kvöld verða aldrei
fullþökkuð, en skilja eftir minning-
ar, sem aldrei gleymast.
Með Óskari er genginn einhver
traustasti og áhugasamasti félagi
stúkunnar okkar nr. 11, Þorgeir,
um öll þau mál er lutu að mannúð
og mannkærleika.
Ég votta eiginkonu hans og fjöl-
skyldu allri mína dýpstu samúð.
Megi guðs blessun fylgja þeim öll-
um um ókomin ár, svo og minning-
unni um góðan dreng.
Jón Hannesson.
Látinn er í Reykjavík heiðurs-
maðurinn Óskar Sveinbjörnsson,
löngum kenndur við fyrirtæki sitt,
Korkiðjuna, sem hann stofnaði og
rak af hagsýni og myndarskap,
allan sinn starfsaldur. Nýlega orð-
inn áttatíu og tveggja ára varð
hann að láta í minni pokann fyrir
hinum illvíga vágesti krabbamein-
inu eins og fleiri. Ætla mætti að
sálmaskáldið Hallgrímur Péturs-
son hefði haft í huga mann eins
og Óskar, þegar hann orti „Lítillát-
ur, ljúfur, kátur. leik þér ei úr
máta, en varast spjátur, hæðni,
hlátur, heimskir menn sig státa.“
Með Óskari er genginn einstak-
ur öðlingur, sem allir er honum
kynntust vildu nálægt vera og eiga
að vini. Hann var hár vexti, bein-
vaxinn og samsvaraði sér vel með
dökkt hár á yngri árum, upplits-
djarfur, laglegur og bauð af sér
einkar hlýjan þokka. Hann var
dagfarsprúður, yfirlætislaus,
hreinskiptinn, stálheiðarlegur en
tranaði sér lítt fram.
Óskar var einn í hópi þeirra
stólpa og góðu drengja, sem í upp-
hafi vega lögðu Tryggingu hf. lið
og dugði henni til æviloka. Á sínum
langa og happadijúga ferli hjá fé-
laginu hlutu að hlaðast á hann
trúnaðarstörf fyrir félagið og sem
menntaður húsasmíðameistari
varð hann bæði aðalráðgjafi og
eftirlítsmaður með öllum bygg-
ingaframkvæmdum félagsins alla
tíð. Hann sat í stjóm Tryggingar
hf. í rúm þijátíu ár, lengur en
nokkur annar og var fulltrúi trygg-
ingataka í stjórninni öll þau ár, sem
þær reglur giltu.
Óskar var náttúrubarn, og hafði
mikið yndi af útiveru hverskonar,
einkum þó laxveiði, enda bráðfísk-
inn veiðimaður. Þau hjónin stund-
uðu ferðalög af kappi bæði innan-
lands og utan og eftir að brauðst-
ritinu lauk fóm þau utan tvisvar
á ári, árum saman. Báðum til mik-
illar gleði og ánægju og á sá sem
hér stýrir penna ófáar ljúfar minn-
ingar frá nokkrum þeirra ferða.
Hið gamla spakmæli „Hver er
sinnar gæfu smiður“ sannaðist
rækilega í einkalífí Óskars, Jóna,
hans góða kona, synimir Svein-
björn og Ásgeir og þeirra fjölskyld-
ur voru öll mjög samhent og elsk
hvert að öðru, því er söknuður
þeirra mikill.
Að leiðarlokum er mér efst í
huga þakklæti eftir íjömtíu ára
samstarf sem aldrei bar skugga á
og fyrir það að hafa fengið að kynn-
ast honum og eiga að vini, því hver
sá er það fékk var ríkari af.
Við hjónin sendum Jónu og fjöl-
skyldunni allri okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Blessuð veri minning Óskars
Sveinbjörnssonar.
Ágúst Karlsson.
„Fagra haust, þá fold ég kveð,
faðmi vef mig þínum.
Bleikra laufa láttu beð
að tegstað verða mínum“.
(St.Th.)
Ég var staddur í öðrum lands-
hluta þegar mér barst til eyrna
andlátsfregn Óskars. Ekki kom
það mér að óvörum, því ég vissi
hvert stefndi. Ég hafði séð hann
heima hjá sér skömmu áður. Lík-
amlegt þrek var að þrotum komið,
en hugsunin skýr og hann veitti
því fulla athygli sem við spjölluðum
saman.
Bliknuð lauf og sölnuð grös falla
til foldar en haustgyðjan hefur tek-
ið hann í arma sína og flutt anda
og sál á æðra svið.
Kynni okkar voru ekki löng, að-
eins fímm og hálft ár eftir að við
fluttum hingað á Sléttuveginn.
Fljótt varð ég þess var að skoðanir
okkar lágu saman á mörgum svið-
um. Vorum skoðanabræður í sama
stjórnmálaflokki og báðir Odd-
fellowar, en í sitthvorri stúkunni.
Ég tel það mér til ávinnings að
hafa kynnst Óskari og eignast vin-
áttu hans. Við áttum samleið með
að vinna að hagsmunamálum
húsfélagsins, hagræða rekstri,
ávaxta fjármuni og sjá til þess
eftir bestu getu að húsfélagar nytu
þess sem best sem þeir lögðu hús-
félaginu til. Hann hafði góða inn-
sýn í fjármál og hvernig þeim yrði
best varið, enda athafna- og fram-
kvæmdamaður. Hann rak fyrir-
tæki til margra ára sem voru þekkt
fyrir vandaða vöru og góða þjón-
ustu. Hann mat lýðræði og frjálst
framtak mikils. Vildi láta þá ein-
staklinga njóta hæfileika sinna
sem höfðu getu og burði til að
sýna það í verki hvað í þeim bjó.
Öll höft á frelsi og framkvæmdum
voru honum þvert um geð, ef hann
sá að dugnaður og fyrirhyggja
voru annars vegar.
Hann gerði miklar kröfur til
sjálfs sín og bar virðingu fyrir
verkum annarra ef þau voru vel
af hendi leyst. í daglegri um-
gengni var hann fyrirferðarlítill,
en hollráður, athugull og fastur
fyrir ef honum fannst að mætti
betur gera.
Það var hlýtt og bjart í skjóli
þeirra heiðurshjóna, Óskars og
Jónu. Fallegt og snyrtilegt heimili
heillaði hugann. Dæmigerður sam-
nefnari fyrir þau bæði. Hann var
hvatamaður að góðu félagsstarfi,
naut sín vel í góðvinahópi, hófsam-
ur og átti gott með að slá á létta
strengi. Sýndarmennska og stæri-
læti voru eiginleikar sem honum
voru þvert um geð, en dugnað,
hagsýni og trygglyndi mat hann
mikils.
Kynnum mínum af honum get
ég lýst á þann einfalda hátt, að
hann var drengur góður og sá er
vinur sem til vamms segir. Hann
var sterkur hlekkur í þeirri keðju
sem húsfélagið okkar samanstend-
ur af, en maður kemur í manns
stað og vona ég að góðir komi
og fylli í vandfyllt skarð.
í gær voru jafndægur að hausti,
dagurinn styttist, nóttin lengist og
haustnæturnar fara að verða lang-
ar. En það er bjart yfír minningu
þessa heiðursmanns, glæður sem
ekki kulna og við þær er gott að
oma sér þegar myrkur og kuldi
hrekur bliknuð lauf um fréðinn
svörð.
Fyrir hönd húsfélagsins þakka
ég traust og góð kynni, og vel
unnin störf í okkar þágu.
Eiginkonu, sonum og fjölskyld-
um flyt ég samúðarkveðjur. Megi
minningin um látinn ástvin verða
söknuðinum sterkari. Leiðir skilj-
ast en lífið heldur áfram handan
við gröf og dauða.
Sú er trú vor, vinur minn.
Jakob Þorsteinsson.
Líflð breytist þegar maður missir
nákominn ættingja, ættingja sem
manni fannst alltaf gott að koma
til, tala við, fínna hlýjuna og ylinn
frá. Einhvern veginn finnst manni
alltaf að þeir sem við elskum,
treystum og getum ávallt leitað til
verði alltaf til staðar, þegar maður
þarfnast þeirra. En nú er stóllinn,
sem þú ávallt sast í, tómur og við
getum ekki lengur falið hendur
okkar í stórum höndum þtnum. Við
lokum augunum, hugsum til baka,
við sjáum þig, heyrum í þér, en þú
ert ekki hér, þú ert farinn yflr
móðuna miklu.
Elsku afi, við þökkum þér fyrir
allan þann tíma og alla þá ást sem
þú gafst okkur. Þú varst ávallt til
staðar fyrir okkur, ef við þurftum
að leita aðstoðar og alltaf varstu
reiðubúinn til að hjálpa okkur, leið-
beina okkur hvað best væri að gera.
Þú lést okkur alltaf fmna það að
við gætum gert það sem við vildum,
þú virtir alltaf okkar skoðanir og
gjörðir. Elsku afí, þín verður sárt
saknað en í huga okkar og hjarta
geymum við góðar minningar um
þig. Elsku amma, Guð blessi þig
og styðji þig í gegnum þessa erfiðu
tíma.
Elvar og Jóna.
+
Elskuleg móðir mín, amma og langamma,
SIGRÍÐUR KRISTÍN SUMARLIÐADÓTTIR,
Suðurgötu 12,
Keflavík,
er andaðist hinn 17. september sl. á Sjúkrahúsi
Keflavíkur, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju,
föstudaginn 26. september nk. kl. 13.30.
F.h. aðstandenda,
Þórður Þórðarson.
Lokað
Útlendingaeftirlitið verður lokað milli kl. 10 og 12 í dag vegna
jarðarfarar KARLS JÓHANNSSONAR.
Útlendingaeftirlitið.
+
Ástkær eiginkona mín, dóttir okkar, móðir,
tengdamóðir og amma,
ANNA MARÍA EINARSDÓTTIR,
Heiðarhjalla 43,
Kópavogi,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 11. september.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Kærar þakkir viljum við færa hjúkrunarfræðingum Karitasar, starfsfólki
sjúkradeilda A7, A4 og Grensásdeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur og
starfsfólki heimilishjálpar Kópavogs.
Bolli Magnússon,
Ásta Magnúsdóttir, Einar Einarsson,
Ásta Bolladóttir, Ralph Ottey,
Magnús Bollason, Elín Eiríksdóttir,
Bolli Magnússon yngri.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
SIGURÐUR JÓNSSON,
Hjallbraut 33,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum 20. september.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju föstudaginn
26. september kl. 15.00.
%
Björgvin Sigurðsson,
Aðalheiður Einarsdóttir,
Grétar Þorleifsson,
Sigurður Már Sigurðsson,
Sigurlín Sigurðardóttir,
Þorleifur Sigurðsson,
Margrét Vilbergsdóttir,
Hrönn Sigurjónsdóttir,
Björgvin Högnason,
Lillý Jónsson,
Auður Adolfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Okkar hjartkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir
og afi,
VALTÝR HÁKONARSON,
Sléttuvegi 15,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtu-
daginn 25. september kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á
Slysavarnafélag (slands.
Ingunn Eyjólfsdóttir,
Elfsabet og Gísli Skúiason,
Kristín og Þórður D. Bergmann,
Margrét og Henrik Zachariassen,
Anna Maria og Tomasz R. Tomczyk
og barnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐBJÖRT GUÐBJARTSDÓTTIR,
frá Einlandi, Vestmannaeyjum,
Lönguhlið 3,
Reykjavík,
lést á Landakoti laugardaginn 20. september.
Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn
26. september kl. 13.30.
Bjarni Herjólfsson,
Guðbjartur Herjólfsson,
Guðjón Herjólfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Unnur Ketilsdóttir,
Birna Bogadóttir,
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN I. ZÓFONIASSON,
frá Núpí, Dýrafirði,
sfðast til heimilis
að Kópavogsbraut 1A,
Kópavogi,
lést 19. september á hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð.
Ólöf S. Jónsdóttir, Stefán Lárusson,
Einar Jónsson, Soffía Guðrún Ágústsdóttir,
Sigurður B. Jónsson, Sólrún Hafsteinsdóttir,
Biynjólfur Jónsson, Ingibjörg J. Gunnlaugsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.