Morgunblaðið - 23.09.1997, Page 38
MORGUNBLAÐIÐ
v 38 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997
KARL
JÓHANNSSON
+ Karl Jóhanns-
son fæddist 7.
nóvember 1923 á
Reykjum í Hrúta-
firði. Hann lést 16.
september síðast-
liðinn. Faðir hans
var Jóhann Pétur
Jónsson, kaupmað-
ur á Siglufirði.
Móðir hans var
Ragna Pétursdótt-
ir, gullsmiður.
Hann varð stúdent
frá Menntaskólan-
um á Akureyri
1943. Fyrri eigin-
kona hans var Unnur G. Thor-
oddsen lyfjafræðingur, þau
slitu samvistir. Þeirra börn eru
Ragna, verkfræðingur hjá
Orkustofnun, og Guðmundur,
kerfisfræðingur í Reykjavík.
Seinni kona hans er Aldís Haf-
Hann átti til vestfirzkra að telja
í annan kynbóginn. Það sýndi sig
oft - ótaloft.
Bekkjarbróðir, félagi, gleðibróðir,
hollvinur. Það er sárt að missa slík-
an, ekki sízt með voveiflegum hætti.
Karl Jóhannsson var ótrúlega vel
gerður maður. Hann var einn þeirra,
sem gat skarað fram úr í þeim grein-
um, eða öllu heldur í þeim viðfangs-
efnum, sem hann tók sér fyrir hend-
ur. Það var makalaust. Enginn
skóla- eða bekkjarfélagi í MA náði
slíkum tökum á enskri tungu og
Karl. Hann var snemma bráðger,
varð skjótar harðnað karlmenni en
flestir honum samtíða. í fjórða bekk
í MA (náttúrulega í máladeild), þá
16 ára gamall, varð hann túlkur hjá
brezku liðsforingjunum á Þelamörk-
inni. Brezka setuliðið varð snar þátt-
ur í lífi fóiks á Akureyri, skapaði
vinnu og hafði ýmis áhrif. Sambúðin
var friðsamleg, án teljandi óhappa.
Karl virtist fljótt skilja brezkan
hugsunarhátt. Talaði ensku og skrif-
aði hana eins og menntaður Breti,
skynjaði blæbrigðin eins og svo
margt annað. Þessi skynjun eða til-
finning kom berlega fram í mörgu,
t.a.m. í spilamennsku. Það var unun
að spila við hann brids. Þar stóðu
honum fáir á sporði. Því miður fékk
sá er þetta skrifar ekki færi á að
spila við hann billjard. í þeirri list-
grein ku hann hafa verið frábær.
Hins vegar skenkti hann mér at-
vinnumannsbilljardkjuða á silfurfati
fyrir örfáum árum. Þetta var mikil
vinargjöf. Þetta var svipað því og
að hafa eignazt gæðing eða góð-
hest. Þessi umgetni billjardkjuði
hafði verið keyptur í heimsfrægri
billjardbúð í London, þar sem ein-
liðadóttir afgreiðslu-
maður. Þau áttu
þrjá syni; Hafliði
Alfreð, sjómaður á
Fiateyri, Ragnar,
framkvæmdasljóri í
Reykjavík, og Þor-
steinn, sjómaður í
Reykjavík. Þá eign-
aðist Karl einn son,
Magnús, með Sig-
ríði Sigurðardóttur.
Hann var skrif-
stofumaður _ í
Landsbanka Islands
i Reykjavík 1944-
1945 og hefur starf-
að í Utlendingaeftirlitinu í
Reykjavík síðan 1. október 1945
og gegnt starfi lögreglufulltrúa
þar síðustu árin.
Útför Karis fer fram frá
Dómkirkjunni i dag og hefst
athöfnin klukkan 10.30
ungis það bezta er tilheyrir íþrótt-
inni er á boðstólum.
Karl þótti stórglæsilegur maður,
gekk í augun á kvenfólki. Hins veg-
ar var hann sjentilmaður fram í fing-
urgóma. Þrátt fyrir skemmtilega vil-
limennsku í vestfirzka geninu -
blóðinu - var hann háttvís og fínn
í sér, blessaður karlinn. Hann var
afar vel að manni. Sýndi það ekki
oft, nær aldrei, nema í úthaldi við
heimsins lystisemdir. Forfeður Karls
voru sæúlfar, harðir sjósóknarar við
ísafjarðardjúp, enda var Karl með
hraustari mönnum.
Karl starfaði sem háttsettur emb-
ættismaður í Útlendingaeftirliti ís-
lenzka ríkisins. Þar naut hann
trausts í fyllsta mæli. Þar voru hon-
um iðulega falin vandasömustu
verkefnin sem hann leysti með
glæsibrag og hetjulund.
Guð blessi þig, vinur, og þakka
þér fyrir samfylgdina.
Steingrímur St.Th.
Sigurðsson.
Þetta er bjargvætturinn minn,
sagðir þú og klappaðir mér ástúðlega
en örlítið hikandi á öxlina. Ég man
hvað ég varð hégómlega montin yfir
þessum orðum þínum fyrir framan
vini okkar og „bjargvætti". Við höfð-
um heimsótt ykkur Dídu, nokkur úr
M-hópnum, þegar við vissum að
ykkur leið illa, þú sýndir þakklæti
þitt á þennan hátt. Kallaðir okkur
bjargvættina þína, sitt á hvað.
Við metum það við þig, elsku
Kalli, við börðumst um stund við
sameiginlegan óvin, sem allt of oft
glottir sigurglotti til okkar sem eftir
stöndum. Þú varðst líka reiður við
íTV
+
Útför móður okkar og tengdamóður,
FRIEDE PÁLSDÓTTUR BRIEM,
Bergstaðastræti 69,
fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn
24. september kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á
Margrétarsjóð Zontaklúbbs Reykjavíkur.
Minningarspjöld í símum: 564 1102/565 0933.
Fyrir hönd aðstandenda,
Eggert Ásgeirsson, Sigríður Dagbjartsdóttir,
Páll Ásgeirsson, Lára Ingólfsdóttir.
t Þökkum auðsýnda samúð
og vinarhug við andlát
BJARNA S. BJARNASONAR,
Álfhólsvegi 47,
Kópavogi.
m m
Eiginkona, börn og barnabörn.
MINNINGAR
okkur stundum, þegar við ýttum við
þér en við vonum að þú hafir skynj-
að að það var gert af væntumþykju
til ykkar hjónanna.
Þú þoldir ekki að standa í biðröð,
þess vegna komst þú ekki lengi vel
í föstudagskaffið en þegar við sögð-
um þér full sjálfstrausts að það væri
þess virði að standa í biðröð til að
fá bata, lést þú þig hafa það eins
og við hin. Sjálfur hrokagikkurinn!
Svo hættir þú að koma og þá viss-
um við að þú varst að tala annað
mál en við hin og hugsuðum við þá
einkar hlýtt til ykkar, því við vitum
að það er ekki sjálfsagður hlutur
fyrir sjúkling að ná bata. Þvert á
móti, í okkar tilfelli þarf oftast
kraftaverk til. Svo komst þú við í
kaffmu af og til. Þú varst að reyna.
Við ætlum að vera í biðröðinni
áfram. Jafnvel þó við þurfum þess
ekki sem fastagestir á kaffihúsinu.
Svona til að minna okkur á.
Við munum hugsa til þín.
Að leiðarlokum kveðjum við þig
með bæninni góðu:
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
M-hópurinn.
Kæri Karl. Við munum aldrei
gleyma því þegar við hittum þig
fyrst fyrir 7 árum. Strax frá byijun
leist þú á okkur sem manneskjur en
ekki bara tölur í þeim fjölda útlend-
inga sem koma til íslands á ári
hverju. Þú varst fyrsti Islending-
urinn sem við hitttum og sá fyrsti
til þess að kynna okkur Island. Við
sáum þig sem ímynd allra íslend-
inga. Þú varst góðhjartaður, um-
hyggjusamur og hreinskiiinn. Þú
veittir okkur svo oft góð ráð. Þú
varst svo lífsglaður og sagðir svo
oft: „Af hveiju get ég ekki verið 25
árum yngri núna?“ En þú varst ávallt
ungur í anda og stundaðir íþróttir
eins og ungur væri. Þú varst alltaf
ungur í okkar augum. Við söknum
þín mjög mikið. Við erum þér og
konu þinni, Aldísi, innilega þakklát
fyrir þann yndislega tíma sem við
áttum saman þar sem að við ræddum
iífið á íslandi og lífið almennt. Nú
höfum við misst góðan vin og Aldís
hefur misst sinn elskaða eiginmann
og félaga. Við vonum að hún búi
yfir innri styrk til þess að komast
yfir þennan mikla missi.
Fyrir fjögur hundruð árum
var ég á lífi?
Eftir fjögur hundruð ár
verð ég á lífi?
í fornum skugga,
í húmi nætur,
ég staðar nam.
Er ég hetjan hrygga?
Með þrumu,
hugsun minni
heill kastali hrundi.
Með herpingi,
úr barka mínum
kom ekkert hljóð.
(Tanya Dimitrova.)
Kæri Karl, við gleymum þér aldr-
ei og geymum minningarnar um þig
um alla ævi.
Þínir vinir,
Tanya Dimitrova
og Borislav Petkov.
Fyrir réttum 22 árum kvaddi ég,
að sinni, nokkra samstarfsmenn
mína að loknu sumarstarfi og hélt
í skólann. Einn þessara frábæru
samstarfsmanna tók af mér loforð
um að líta við endrum og sinnum
veturinn eftir „í súpu og brauð-
sneið“. Af föðurlegri umhyggju var
honum umhugað að missa ekki sjón-
ar á þessum unga, óharðnaða nýliða
sínum og gaf jafnframt til kynna
möguleika á endurráðningu sumarið
eftir. Viðburðarríkt og spennandi
sumarstarf var á enda. Ein suma-
rönn í háskóla lífsins, en þar var
Karl Jóhannsson einn af rektorun-
um. Þennan haustdag óraði mig
ekki fyrir, að ég yrði einn af nemend-
um hans í 22 ár. Kalli nefnilega
útskrifaði mig aldrei. Kynni okkar
voru bara rétt að byija. Þeim lauk
við hörmulegt fráfall hans 16. sept-
ember s.l., enda þótt vináttu hans
og alúðar gæti um ókomna tíð.
Það lýsir vel Kalla að taka að sér
,júníorinn“, eins og hann orðaði
það. Hann hafði næmt auga og eyra
fyrir ungviðinu. Hann vissi nákvæm-
lega hvað beið þess og var tilbúinn
að leiðbeina við hvert fótmál.
Kennsluaðferðimar visku, þol-
inmæði og umhyggju, vafði hann í
hárfínum húmor sínum, þar sem
stríðnin var í mátulegu hlutfalli til
að krydda kennslustundina, svo að
hún yrði ógleymanleg.
Þegar ég kynntist Kalla, fyrsta
sumarið mitt í Útlendingaeftirlitinu,
hafði hann þegar starfað þar frá
stríðslokum. Starf sitt hafði Kalli
bókstaflega á hraðbergi. Hann
gjörkunni það. Ekki skipti máli,
hvort verkið þyrfti að leysa á ensku
eða íslensku, skriflega eða munn-
lega, tungurnar voru honum jafn-
tamar. Enda tók við hjá mér „fram-
haldsnám" í ensku, sem stóð þar til
hans naut ekki lengur við. Mér er
minnisstæð rithönd Kalla, en hann
var jafnframt óumdeildur sérfræð-
ingur embættisins í erlendum bréfa-
skiptum. Jafnframt því að bera vitni
sérstæðri snyrtimennsku hans og
fágun í hvívetna, gat þar að líta
fagurlega ritað hugverk heims-
mannsins. Kalli var sannkallaður
heimsmaður. Hann var prótókoll-
meistari fyrstu utanlandsferða óf-
árra ungra manna, sem hófu störf
við hlið hans. Kalli vissi þó, að ekki
tjóaði að troða okkur yngri mönnun-
um í „úniform" sitt: smekklegjakka-
föt, stífburstaða skó, frakka og hatt.
Þannig klæddan muna ófáir Kalla.
Hávaxinn, fjallmyndarlegur, fagur-
eygður og með skarpa andlits-
drætti, birtist hann ófáum ferða-
manninum við heimkomu á Reykja-
víkurflugvelli í gamla daga. Kurteis,
svo að bar af, ljúfmannlegur og
hjálplegur öllum í að greiða götu
allra, hárra sem lágra. Kalli var
húmanisti. Starf sitt rækti hann í
anda mannúðar, einkum gagnvart
lítilmagnanum og smælingjanum,
eins og höfðingjum sæmir.
Þegar lengra var komið í lækna-
náminu kynntist ég því sem á ensku
nefnist „bedside manners". Þar var
Kalli þó á undan í námsuppeldi mínu,
því fáir stóðu honum á sporði í við-
talstækni við til að mynda geðsjúka
útlendinga, sem hingað rak á fjörur
og þurftu fylgd til heimalandsins.
Þegar Kalli var annars vegar, gat
að líta kennslubókardæmi um
„bedside manners“. Kurteisi, fáguð
framkoma og næmi á mannlegan
breyskleika og þjáningu var aðal
Kalla í samskiptum við skjólstæð-
inga sína og samferðamenn. Þessir
eiginleikar Kalla hafa jafnframt
reynst eitthvert besta vegarnesti
mitt í námi og starfí, fyrr og síðar.
Kalli ákvað að leggja ekki stund
á langskólanám eftir stúdentspróf í
eiginlegum skilningi. Engu að síður
var hann einhver best menntaði
maður sem ég hef kynnst. Einkum
var það orðlistin, sem var honum
töm. Jafnframt því var hann víðles-
inn á ótrúlegustu sviðum. Læknavís-
indin voru honum einkar hugstæð,
og gáfu honum tilefni til sífelldra
heilaþrota, einkum um óleystar gát-
ur. Ég held ég hafi við fáa menn
rætt jafnmikið um læknisfræði en
einmitt Kalla. Ósjaldan gaukaði
hann að mér lesefni um sameiginleg
áhugamál okkar á þessu sviði. Var
þar Kalli iðulega á undan mér að
nema fréttir af nýjungum og afrek-
um. Kalli hafði nefnilega dálæti á
snilligáfunni, hveiju nafni sem nefn-
ist. Nú á fyrir mér að liggja að lesa
bókina um einn uppáhaldssnilling
hans, Leonardo da Vinci, sem hann
gaf mér nýlega af alkunnri rausn
sinn. Bókina verð ég þó að lesa án
leiðsagnar hans og athugasemda,
sem sárt verður saknað.
Eitt mikilvægasta og fegursta
táknið um vináttu og kærleika Kalla,
er umhyggjan sem hann hefur borið
fyrir okkur hjónunum báðum og
dætrum okkar. Eiginkonu mína,
Björgu, og dætur okkar, þær Árnýju
Björku og Maríu, kallaði hann ávallt
„telpurnar sínar“ og kom fram við
þær sem slíkar. Hlýjan sem frá hon-
um stafaði í garð okkar allra og
umhyggjan sem hann bar fyrir vel-
ferð okkar, var einstök. Honum var
vel kunnugt um það, hversu ófor-
betranlegir sælkerar „telpurnar
hans“ eru, og varla leið sú heim-
sókn, að Kalli drægi ekki úr pússi
sínu það súkkulaði eða annað góð-
gæti sem hann vissi að þær voru
sólgnastar í. Alltaf hélt hann þessum
gjöfum áfram, þrátt fyrir það að
vera sí og æ áminntur um að hann
sjálfur og komur hans væru sannar-
lega nægilegt gleðiefni - ekki þyrfti
sælgætið til. En slík orð komu ekki
að neinu haldi, því eitt helsta áhuga-
mál Kalla var að gleðja aðra. Ánægj-
an skein úr andliti hans þegar „telp-
urnar hans“ knúsuðu hann og tóku
til við að bryðja góðgætið.
Oft höfum við hjónin rætt um, að
það væri rétt eins og við værum
börn og bamaböm Kalla og Aldísar,
eiginkonu hans, svo einstök hafa þau
bæði verið í okkar garð. Lýsing á
mannkærleika Kalla á sannarlega
sömuleiðis við um Dídu - sem alltaf
stóð við hlið hans í stríðum straumum
lífsins. Slíkir lífsfömnautar eru ekki
á hveiju strái, og það var Kalla ljóst.
Viljum við fjölskyldan þakka þeim
báðum einstaka vináttu og biðja
góðan Guð að styrkja Dídu og börn-
in í sorg þeirra. Megi Guð sömuleið-
is ávallt vaka yfir Kalla okkar og
leiða hann í landi Ijóss og friðar.
Sigurður Örn Hektorsson,
Björg Rúnarsdóttir, Árný
Björk og María.
t
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför systur
okkar, mágkonu og frænku,
MÍNERVU JÓNSDÓTTUR,
íþróttakennara.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A-7 á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Karitasar.
Bergþór Jónsson, Jóhanna Sigurjónsdóttir,
Ragnar Jónsson, Guðrún B. Madsen.
og fjölskyldur.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
ÖLVEIGAR ÁGÚSTSDÓTTUR
frá Miðhúsum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Skagfirðinga.
Jóhannes Sigmundsson, Halldóra Magnúsdóttir,
Sigmundur Jóhannesson,
Sigurveig Jóhannesdóttir, Pétur Hrólfsson,
Magnús Jóhannesson, Sigrún Arnardóttir,
Sæunn Jóhannesdóttir
og barnabarnabörn.