Morgunblaðið - 23.09.1997, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 39*
DAGMAR
LÚÐVÍKSDÓTTIR
+ Dagmar Lúð-
víksdóttir fædd-
ist á Neskaupstað
26. desember 1905.
Hún andaðist á
Landspítalanum 14.
september síðast-
Iiðinn. Foreldrar
hennar voru Ingi-
björg Þorláksdóttir
f. 13. nóv. 1875 í
Þórukoti á Álfta-
nesi, d. 25. nóv.
1956, og Lúðvík
Sigurður Sigurðs-
son, útgerðarmað-
ur og kaupmaður,
f. 10. ágúst 1866, í Sjólyst á
Ejúpavogi, d. 20. jan. 1941 á
Neskaupstað. Dagmar var sjö-
unda af ellefu systkinum, en
þau voru auk hennar: Lovísa,
f. 1897, Þuríður Karólína, f.
1899, Gunnbjörg, f. 1900, Þor-
lákur Björgvin, f. 1901, Sigríð-
ur, f. 1903, Sigurður, f. 1904,
Bjarni, f. 1907, Karl, f. 1908,
Margrét, f. 1911, og
Georg, f. 1913. Karl
lifir nú einn þeirra
systkina.
Dagmar giftist
30. maí 1931 Gizuri
Bergsteinssyni, f.
18. apríl 1902, síðar
hæstaréttardóm-
ara. Þau eignuðust
fjögur börn. Þau
eru: Lúðvík, f. 6.
marz 1932, hæsta-
réttarlögmaður,
hann er kvæntur
Valgerði Einars-
dóttur, Bergsteinn,
f. 29. nóv. 1936, brunamála-
sljóri, hann er kvæntur Mörtu
Bergman, Sigurður, f. 2. marz
1939, sýslumaður, hann er
kvæntur Guðrúnu Þóru Magn-
úsdóttur, og Sigríður, f. 2. sept.
1942, meinatæknir.
Dagmar verður jarðsungin í
dag frá Dómkirkjunni og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Dagmar Lúðvíksdóttir amma
mín, er nú fallin frá á nítugasta
og öðru aldursári. Hún missti eigin-
mann sinn Gizur Bergsteinsson
fyrr á þessu ári og saknaði hans
sárt. Fyrir fjölskylduna er erfitt að
horfa á eftir þeim báðum með svo
stuttu millibili, enda voru þau bæði
miklir persónuleikar og tóku með
áhuga þátt í daglegu lífi barna
sinna og barnabarna.
Er ég hugsa til ömmu, dettur
mér fyrst í hug vandvirknin og
útsjónarsemin sem hún sýndi í öll-
um verkum sínum. Heima í Nes-
kaupstað hafði henni snemma verið
kennt að nýta tímann vel og láta
sér ekki verk úr hendi falla.
Foreldrar ömmu voru þau Lúðvík
Sigurður Sigurðsson útgerðarmað-
ur og kaupmaður í Neskaupstað
og Ingibjörg Þorláksdóttir eigin-
kona hans. Lúðvík hófst úr fátækt
til góðra efna og fór það orð af
honum að hann væri glaðsinna ráð-
deildarmaður og Ingibjörg var
þekkt fyrir dugnað og stjórnsemi.
Þau eignuðust 11 börn. Saman
ráku þau útgerð margra báta og
síðar vélknúinna fiskiskipa og
stunduðu einnig búskap í sveitinni
inn af firðinum. í Lúðvíkshúsi í
Neskaupstað, sem ennþá stendur
sem nýtt, bjó ekki aðeins fjölskyld-
an sem stækkaði fljótt heldur einn-
ig margt annað fólk sem vann að
útveginum.
í þessu umhverfi erils og at-
hafnasemi við öflun lífsbjargar ólst
amma mín upp og lærðu hún og
systkini hennar snemma að vinna
að útvegi og fiskverkun. Þótt amma
væri falleg, fíngerð og grannvaxin
stúlka, hafði hún mikið af kappi
og dugnaði móður sinnar og má
segja að hún hafi verið mikill kven-
skörungur. Alla ævi var það megin-
einkenni ömmu minnar hversu
gaman hún hafði af vinnu og at-
hafnasemi og hélt það henni síungri
og kvikri í hreyfingum þar til heils-
unni tók að hraka undir það síðasta.
Foreldrar Dagmarar ömmu vildu
afla henni sem bestrar menntunar.
Hún fékk því tækifæri til að stunda
nám í Kvennaskólanum í Reykjavík
og lauk þaðan prófi með frábærum
árangri. Að því loknu hélt hún til
Danmerkur þar sem hún var við
nám í húsmæðraskólanum í Soro.
Eftir það hélt hún til Englands þar
sem hún starfaði í nokkra mánuði.
í Reykjavík kynntist amma
eiginmanni sínum, Gizuri Berg-
steinssyni sem síðar varð hæsta-
réttardómari. Hjónaband þeirra
varð einstaklega farsælt og kær-
leiksríkt enda voru þau ávallt já-
kvæð í viðureign sinni við hvern
þann vanda sem að höndum bar.
Afi minn hafði mikla unun af bók-
um sem og fræðigrein sinni. Hann
fól því Dagmar ömmu alla stjóm
heimilisins, enda vissi hann að
þannig yrði það rekið af ráðdeild
og hagsýni. Hún bjó honum og
börnum þeirra fallegt heimili þar
sem regla var á hverjum hlut og
börnin fundu óhagganlegt öryggi.
Bæði voru afi og amma alla tíð
svo heilsugóð að þau gátu fram í
háa elli búið heima hjá sér og það
var ekki fyrr en síðustu misserin
sem amma gat ekki sjálf annast
húsverkin. Þá nutu þau aðstoðar
og umhyggju dóttur sinnar Sigríðar
sem bjó hjá þeim. Það setti strik í
reikninginn að Dagmar amma varð
fyrir alvarlegu slysi þegar hún lenti
fyrir bíl 85 ára gömul. Hún náði
sér þó að verulegu leyti aftur og
hafði hjúkrunarfólk á orði, þegar
hún kom úr endurhæfingu inn á
Grensásdeild, að það liti út fyrir
að hún hefði ekki gert annað en
að stunda leikfimi alla sína daga.
Andleg orka hennar var þó ekki
minni en líkamleg því að hún las
geysimikið fram á síðustu ár. Hún
var í bókaklúbbum og var vel að
sér í fagurbókmenntum. Einnig
hafði hún áhuga á fræðilegum bók-
um og er mér minnisstætt þegar
hún las stóru Sálfræðibókina sem
gefin var út 1993 spjaldanna á
milli og gaf mér hana að því loknu,
því hún taldi að hún gæti komið
mér að góðum notum við uppeldi
Sigurðar Loga sonar míns.
Dagmar amma mín var hvunn-
dagshetja, sem sneri öllu því sem
neikvætt var við, svo að það varð
jákvætt. í hennar návist mátti eng-
um hallmæla og aldrei heyrði ég
hana segja styggðaryrði um nokk-
urn mann. Hún uppskar að lokum
hamingjuríkt líf sem hún Iofaði að
leiðarlokum. Blessuð sé minning
hennar.
Dagmar Sigurðardóttir.
Fallin er frá mikil mannkosta-
kona, tengdamóðir mín Dagmar
Lúðvíksdóttir. Hún fæddist og ólst
upp í Lúðvíkshúsi í Neskaupstað í
stórum og glaðværum systkina-
hópi. Systkinin voru fædd ellefu
en tvær systur létust ungar að
árum, önnur í frumbernsku. Eins
og gefur að skilja var mikið umleik-
is á heimilinu, því fyrir utan þenn-
an stóra systkinahóp var þar einnig
margt vinnufólk, þvi heimilisfaðir-
inn, Lúðvík Sigurðsson, gerði út
eigin bát og verkaði allan afla báts-
ins jafnframt því að vera með tals-
verðan búskap. Það var því margt
um manninn í Lúðvíkshúsi og oft
glatt á hjalla. Ingibjörg húsmóðirin
á heimilinu var stjórnsöm með af-
brigðum enda veitti ekki af, þar
sem ekki var óalgengt að um 20
manns væri í heimili. Lúðvík var
ljúfur og greip oft til harmonik-
kunnar á kvöldin að loknum löng-
um vinnudegi. í þessu umhverfi
ólst Dagmar tengdamóðir mín upp.
Það má með sanni segja að Dag-
mar Lúðvíksdóttir tók í arf bæði
stjórnsemi og glaðlyndi. Hún hafði
unun af tónlist og hér áður fyrr
þegar systkinin hittust var oft sest
við píanóið og sungið og þá ekki
síst lög Inga T. Lárussonar, sem
ættaður var frá Norðfirði.
Dagmar var góðum gáfum gædd
sem hún notfærði sér vel. Hún vildi
mennta sig og foreldrar hennar
styrktu hana til þess. Ung að árum
hleypti hún heimdraganum og fór
suður til Reykjavíkur í Kvennaskól-
ann. Þar sóttist henni námið vel.
Var haft á orði að handavinna
hennar væri svo frábær að ótrúlegt
væri að unglingsstúlkan austan af
fjörðum gerði slíka handavinnu.
Má segja að allt hafi leikið í
höndunum á henni. Jafnframt því
stóð hún sig með j)rýði í öllum
bóklegum greinum. Ur Kvennaskó-
lanum lá leið hennar til Danmerkur
á hússtjórnarskólann í Soro. Henni
líkaði mjög vel í Danmörku og alla
tíð síðan las hún mikið á dönsku
og fylgdist vel með öllu þar. Dagm-
ar lét ekki þar við sitja. Hún fór
beint af Soro til Englands. Ætlunin
var fyrst og fremst að ná góðum
tökum á ensku og einnig að kynn-
ast landi og þjóð. Má segja að hún
hafi viljað afla sér allrar þeirrar
menntunar sem kostur var á.
Þegar heim kom réð hún sig á
skrifstofu Lögreglustjórans í
Reykjavík. Þar starfaði hún við
skrifstofustörf þar til hún gifti sig
hinn 30. maí 1931 Gizuri Berg-
steinssyni sem þá var fulltrúi í
dómsmálaráðuneytinu.
Ég var aðeins 17 ára þegar ég
kom fyrst inn á hið fallega heimili
tengdaforeldra minna á Neshaga
6. Heimilið sýndi smekkvísi og
myndarskap tengdamóður minnar.
Hvert sem litið var sást hin frábæra
handavinna hennar og það var auð-
séð að þama var húsmóðir sem
kunni vel til verka. Samt var það
annað sem mér fannst fyrst og
fremst einkenna Dagmar en það er
að heimili, eiginmaður og íjölskyld-
an öll var það sem skipti mestu
máli í hennar lífi. Hún var góð eigin-
kona og góð móðir. Þau hjónin báru
gagnkvæma virðingu og traust
hvort til annars. Dagmar gætti þess
jafnan að Gizur hefði gott næði til
lesturs og skrifta. Gizur var þá orð-
in hæstaréttardómari. Dómarar
voru þá aðeins 5 svo mikið álag var
á hveijum og einum. Dagmar hafði
góðan skilning á því. Gizur sat í
sínu bókaherbergi og vann á milli
þess sem hann fór í gönguferðir.
Hún gætti þess einnig að vera til
staðar meðan börnin voru í skóla.
Alltaf var tilbúinn matur eða kaffi
fyrir alla sem að garði komu. Heim-
ilið var skjól fjölskyldunnar. Staður
þar sem fjölskyldan átti sitt at-
hvarf. Þegar barnabörnin fæddust
mætti þeim sama ástríkið og gæðin.
Einnig þau vildi hún hvetja til dáða.
Dagmar tengdamóðir mín var
bæði stórlynd og einnig óvenju við-
kvæm kona. Hún gerði sér ekki
mannamun. Allir voru jafnir fyrir
henni. Jafnt háir sem lágir, ríkir
sem fátækir.
Við áttum samleið í 45 ár. Mér
var hún sem bezta móðir. Ég vildi
gjarnan geta tileinkað mér þá still-
ingu og rósemi sem hún hafði til
að þera.
Ég á minningarnar fyrir mig og
geymi þær vel. Tengdaforeldrar
mínir urðu bæði háöldruð en héldu
sér mjög vel til hins síðasta. Dóttir
þeirra Sigríður hélt heimili með
þeim og var þeim ómetanlegur
styrkur. Ég hef ekki orðið vitni að
fallegra sambandi á milli mæðgna
en var á milli Dagmarar og Sigríð-
ar mágkonu minnar. Ég vil þakka
tengdamömmu minni fyrir sam-
fylgdina. Ég kveð með þessum orð-
um séra Sveins Víkings:
Óttast ei, sú hönd er mild og hlý
sem hvarmi þreyttum lokar hinzta sinn.
Þá nóttin dvínar dagur rís við ský
og dauðinn, lífsins þjónn, er vinur þinn.
Já dauðinn, hann er Drottins hinzta gjöf
til dauðlegra manna sem ferðast hér á jörð
og fegra líf þín biður bak við gröf,
því ber að kveðja hér með þakkargjörð.
Valgerður Einarsdóttir.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og tengdasonur;
ÞORSTEINN JÓNSSON,
skipstjóri,
Aðalstræti 127,
Patreksfirði,
sem lést á gjörgæslu Landspítalans 19.
september síðastliðinn, verður jarðsunginn frá
Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 27. september
kl. 14.00.
Hrönn Árnadóttir,
Alda,
Rúnar Geir, Elsa Lára,
Saga Hrönn,
Alda og Árni.
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HREINN SVAVARSSON,
Austurbrún 6,
Reykjavík,
lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn
20. september.
Margrét Hreinsdóttir,
Jónas Þór Hreinsson,
Júlía Hreinsdóttir,
Arnþór Hreinsson,
Daði Hreinsson,
Karl Smári Hreinsson
og
Stefán Steingrímsson,
Marta Hallgrfmsdóttir,
Lena Bernhoj,
barnabörn.
+
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HELGIJÓNASSON
frá Völlum,
Stigahlfð 14,
Reykjavfk,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 25. september kl. 13.30.
Eyrún Guðmundsdóttir,
Bragi Helgason, Kristín Þorsteinsdóttir,
Sigurveig Helgadóttir, Ari Stefánsson,
Guðrún Helgadóttir, Hilmar Jóhannsson,
Steinunn Helgadóttir, Kristinn Jörundsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka,
HULDA GUÐNÝ BENEDIKTSDÓTTIR,
Baldurshaga,
Akureyri,
sem lést 17. september, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtu-
daginn 25. september kl. 13.30.
Guðrún Benediktsdóttir, , \
Barni Benediktsson,
Erna Guðjónsdóttir,
Ebba Eggertsdóttir,
Helgi Már Barðason,
Anna G. Barðadóttir,
Benedikt Barðason
og fjölskyldur.
Upplýsingar í símum
562 7575 & 5050 925
I <
• O
jl ™
|| Hom LOFTUEIÐIR
o I C I l A K O A I R H O T I l *.
Glæsileg kaffihlaðborð
FALLEGIR SALIR
OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA