Morgunblaðið - 23.09.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.09.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 41* _______MIMIMINGAR ! JANP. SYSE + Jan P. Syse var fæddur 25. nóv- ember 1930 í Nött- eröy. Hann lauk lagaprófi og var á námsárum formað- ur norsku stúdenta- samtakanna og samtaka _ hægri stúdenta. Átti um k skeið sæti í borgar- stjórn Óslóborgar. Hann gegndi emb- ætti iðnaðarráð- herra 1983-1985 og var forsætisráð- herra frá 16. októ- ber 1989 til 3. nóv- ember 1990. Jan P. Syse skrif- aði tvær bækur og fjölda blaða- greina. Hann var varaþingmað- ur 1965 til 1973 og þingmaður | frá 1973 þar tii í ár. Nær allan þingferil sinn tók hann virkan þátt í norrænu samstarfi. Eftir- lifandi kona hans er Else Syse lektor. Þeim varð tveggja barna auðið. Útför Jans P. Syses er gerð frá Uranienborgarkirkju í Osló í dag á vegum norska ríkisins. í síðustu viku lést í Noregi iangt um aldur fram Jan P. Syse fyrrum I forsætisráðherra. Hann varð aðeins 66 ára gamall en hafði í meira en aldarfjórðung átt sæti á Stórþinginu og tekið virkan þátt stjórnmálum frá því í háskóla. í starfi Norðurlandaráðs bindast menn vináttuböndum. Þau bönd liggja ekki eftir flokkslínum. Leiðir okkar Jans P. Syse lágu saman í næstum áratug í Norðurlandaráði. ' Með okkur tókst góður vinskapur. ; Ekki er langt síðan hann og Else I kona hans voru í heiðurssætum í ' kvöldverðarboði í íslenska sendi- herrabústaðnum í Ósló. Það var ánægjulegt og eftirminnilegt kvöld þar sem Jan P. Syse lék á als oddi. Hann var vinur íslands og íslendinga og tók nærri sér þann ágreining sem var um fískveiðimál milli þjóð- anna. Syse var með allra skemmtilegustu tæki- færisræðumönnum, kímnigáfan einstök, orðheppinn og hnytt- inn. Allt var það græskulaust. Einhveiju sinni sat sá er þetta rit- ar ásamt Syse og finnskum þingmanni yfir kaffibolla í fundar- hléi á ráðstefnu í Hels- inki ásamt tveimur þingmönnum frá Hol- landi. Þeir spurðu hvaða flokkum við fylgdum. Finninn sagði strax: Ég er íhaldsmaður. Syse sagði: Ég er líka íhaldsmaður. Sá sem þetta ritar sagði: Ég er jafnaðarmaður. En lítur út eins og íhaldsmaður, bætti Syse samstundis við. Þegar Syse var forsætisráðherra mátti hann þola gjörningaveður og nornaveiðar norskra fjölmiðla út af smávægilegum vanrækslusyndum í einkabókhaldi. Allir viðurkenna nú að þar fóru fjölmiðlar offari og urðu sér til ævarandi skammar. „Sjaldan hefur verið jafngrimmt glefsað og djöflast út af jafnlitlu," skrifaði rit- stjóri Arbeiderbladet í minningarorð- um um Syse á dögunum og bar jafn- framt fram þá ósk að slíkt ætti aldr- ei eftir að endurtaka sig í norskum fjölmiðlum. Jan P. Syse var einn af leiðtogum norskra stjórnmála undanfarna ára- tugi. Hans verður minnst sem frá- bærs ræðumanns, leiðtoga og sátta- semjara. Með honum er horfinn af vettvangi einstaklega vænn maður og hlýr, heilsteyptur og heiðarlegur. Þannig mun hann lifa í minningunni um ánægjulegt samstarf. íslenskir vinir hans senda Else konu hans og afkomendum þeirra samúðarkveðj- ur. Eiður Guðnason. ODDFRIÐUR RAGN- HEIÐUR JÓNSDÓTTIR + Oddfríður Ragnheiður Jónsdóttir fæddist 25. júní 1913 á Efri- Núpi í Fremri- Torfustaðarhreppi í Miðfirði. Hún Iést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 12. september síðastliðinn. For- * eldrar hennar voru Jón Guðmundsson, bóndi á Litlu-Þverá í Fremri-Torfu- staðarhreppi í Mið- firði, V-Húnavatns- sýslu, og Jóhanna Margrét Sveinsdótt- ir, ljósmóðir frá Gunnfríðar- stöðum í Svínavatnshreppi í A- Húnavatnssýslu. Hún átti fjögur systkini sem öll eru látin. Odd- fríður giftist 15.11. 1930 Axel Guð- mundssyni, f. 15.6. 1905, í Knarrarhöfn á Fellströnd í Hvammsvík, Dala- sýslu, d. 1.1. 1971. Foreldrar hans voru Guðmundur Hann- esson, póstur og bóndi, og Þórdís ívarsdóttir, bæði ættuð úr Dalasýslu. Þau áttu þrjá syni, Jón Guðmund, skip- stjóra, hann er lát- inn, Arnar og Þóri Jóhann. Barnabörn- in eru níu og barnabarnabömin eru sjö. Útförin fór fram 22. septem- ber sl. Með fáeinum línum langar mig að minnast föðursystur minnar og þakka fyrir samverustundirnar sem við áttum saman. Á kveðjustund leit- ar hugurinn til baka þegar ég sit nú og hugsa um þig og koma upp i huga minn allar góðu minningarn- | ar sem ég á um þig. Mér hlýnar um hjartaræturnar þegar ég hugsa um hversu vel þú reyndist mér alltaf. ► Ég var aðeins árs gömul þegar ég kom fyrst til þín og mömmu þinnar í heimsókn. Þá bjugguð þið á Fram- nesveginum, það var lítið og fallegt hús, þú bjóst manni þínum og börn- um gott og smekklegt heimili. Það var alltaf gaman að koma og heim- sækja þig. Þú hafðir alltaf tíma til að tala við okkur krakkana, tilbúin að spila á spil með okkur eða segja okkur sögur. . Fríða var í eðlisfari róleg og elsku- leg, hún var af þeirri kynslóð sem lærði að meta ýmsa hluti sem okkar kynslóð telur sjálfsagða. Hin síðustu ár hefur hún dvalið á elliheimilinu Grund. Þar hefur henni verið hjúkrað af mannlegri hlýju og ástúð. Að leið- arlokum vil ég þakka Fríðu alla tryggð og vináttu í minn garð. Ég sendi fjölskyldu hennar inni- legar samúðarkveðjur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Jóhanna Sigmundsdóttir. Jóhann Hjartarson hlaut 5 '/2 vinning. Úrslit urðu annars sem hér segir: 1. Hrannar Baldursson 8 Vt v. 2. Jóhann H. Ragnarsson 6 ’/* v. 3. Baldur H. Möller 6 v. (41,0 st.) 4. Sigurður P. Steindórsson 6 v. (40,5 st.) 5. Halldór Pálsson 6 v. (38,5 st.) 6. -7. Andri H. Kristinsson, Ómar Þór Ómarsson 5'/! v. 8.-10. Baldvin Jóhannesson, Bjarni Magnússon og Hjörtur Daðason 5 v. Bestum árangri 14 ára ogyngri náðu eftirtaldir skákmenn: Sigurður Páll Steindórsson Andri H. Kristinsson Ómar Þór Ómarson Kristján Freyr Kristjánsson Taflfélag Reykjavíkur héit mót- ið að þessu sinni. Skákstjóri var Ríkharður Sveinsson. Hafnarfjarðarmót í tvískák Skákfélag Hafnarfjarðar ætl- ar að efna til Meistaramóts Hafnarfjarðar í tvískák á föstu- daginn. Þetta er líklega fyrsta opinbera tvískákmótið sem hald- ið er hér á landi, en tvískák er afbrigði af skák sem hefur notið nokkurra vinsælda meðal ungra skákmanna. Margir skákkennar- ar hafa löngum litið greinina hornauga, ekki að ástæðulausu. Tvískák fer fram á tveimur borð- um samtimis og er þetta því liða- keppni þar sem hvort lið er skip- að tveimur skákmönnum. Liðs- menn sitja hlið við hlið, hvor við sitt borð og hefur annar hvítt en hinn svart. Þegar annar hvor drepur mann hjá andstæðingn- um má hann rétta félaga sínum manninn og sá má bæta honum í eigin lið. Þetta er því gjörólíkt venjulegri skák. Farið verður yfir keppnisreglur á skákstað áður en mótið hefst. Tvískákmótið verður haldið föstudaginn 26. september og fíf hefst klukkan 20. Tefldar verða 9 umferðir, auk úrslita sem 4 efstu liðin taka þátt í. Umhugs- unartími verður 5 mínútur. Pen- ingaverðlaun verða fyrir 3 efstu sætin, en þátttökugjald er 1.000 krónur á lið. Mótið er haldið hjá Skákfélagi Hafnarfjarðar í Dvergshúsi, á horni Suðurgötu og Lækjargötu. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson SKAKÞING ISLANDS Stig 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Vinn. Röð: 1 Jóhann Hjartarson 2.605 1 1 1 1 1/2 1/2 1 1 1 1 91/2 1. 2 Hannes Hlífar Stefánss. 2.545 v\ 0 1 1 1 1 1 1/2 1 1 1 9 2. 3 Jón Viktor Gunnarsson 2.315 0 1 0 1/2 1 1 1/2 1/2 1 1 1 71/2 3.-4. 4 Þröstur Þórhallsson 2.510 0 0 1 1 1 1 1 1 0 1 1 71/2 3.-4. 5 Jón Garðar Viðarsson 2.380 0 0 1/2 0 1 1 1 1 1 1/2 1 7 5. 6 Sævar Bjarnason 2.265 0 0 0 0 0 1/2 1 1 1 1 1 5!4 6. 7 Þorsteinn Þorsteinsson 2.305 1/2 0 0 0 0 1/2 0 1 1 1 1 5 7. 8 Bragi Þorfinnsson 2.215 1/2 0 1/2 0 0 0 1 0 1 1 1/2 41/2 8.-9. 9 Arnar Þorsteinsson 2.285 0 1/2 1/2 0 0 0 0 1 1/2 1 1 41/2 8.-9. 10 Rúnar Sigurpálsson 2.275 0 0 0 1 0 0 0 0 1/2 1/2 1 3 10. 11 Gylfi Þórhallsson 2.330 0 0 0 0 1/2 0 0 0 0 /2 0 11/2 11.-12 12 Áskell örn Kárason 2.305 0 0 0 0 0 0 0 1/2 0 0 1 11/2 11.-12 Jóhann Íslandsmeístari í fimmta sinn Alþýðuhúsið á Akurcyri, 9. — 20. scpt. SKÁKÞING ÍSLANDS, LANDSLIÐSFLOKKUR Jóhann Hjarfcirson tryggði sér ís- landsmeistaratitilinn i skák á sunnudaginn. JÓHANN gat leyft sér að semja um jafntefli í skák sinni við Þorstein Þorsteinsson í síð- ustu umferð, en Hannes Hlífar Stefánsson vann Gylfa Þórhalls- son og minnkaði bilið á milli þeirra Jóhanns niður í hálfan vinning. Þröstur Þórhallsson vann Jón Viktor Gunnarsson og náði að deila með honum þriðja sætinu. Um einstök úrslit vísast til meðfylgjandi töflu. Það reyndist vera sigur Jóns Viktors Gunnarssonar á Hannesi Hlífari sem réð úrslitum á mót- inu. Skákin var mjög vel tefld af hálfu Jóns Viktors og birtist hér í skákþættinum á laugardag- inn var. Þegar Jóhann hélt síðan jöfnu gegn Hannesi í 9. umferð voru úrslitin nokkurn veginn ráð- in. Sigur Jóhanns virðist mjög verðskuldaður eftir skákunum að dæma. Stundum þurftu þeir Hannes að teygja sig býsna langt eftir vinningunum, enda varð strax í upphafi ljóst að mjög hátt vinningshlutfall myndi þurfa til sigurs á mótinu. Þröstur Þórhallsson náði ekki sínu besta, en einna ánægjuleg- ustu tíðindin á mótinu eru tveir áfangar sem náðust að alþjóðleg- um meistaratitli. Þeim náðu þeir Jón Viktor Gunnarsson, 17 ára, sem hreppti sinn fyrsta áfanga, og Jón Garðar Viðarsson, sem náði sínum öðrum áfanga. Það er líklegt að stutt verði í titilinn hjá þeim báðum. Mótið fór mjög vel fram, enda Skákfélag Akureyrar orðið þaul- vant slíku mótahaldi. Því lauk síðan með glæsilegu lokahófi á Fiðlaranum. Þar fékk Jóhann afhentan farandbikarinn sem Guðmundur Arason, fyrrverandi forseti Skáksambandsins, gaf. Atskákmót Reykjavíkur 1997 Atskákmót Reykjavíkur fór fram um síðustu helgi, 20.-21. september. Hrannar Baldursson varð atskákmeistari Reykjavíkur 1997. Hlaut hann 8'A vinning úr 9 skákum. Sigurður Páll Steindórsson náði bestum ár- angri 14 ára og yngri en hann Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! • • * • • • • • • • • sœtir sofar HUSGAGNALAGERINN « • Smiðjuvegi,9 • Simi 564 1475 *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.