Morgunblaðið - 23.09.1997, Síða 48

Morgunblaðið - 23.09.1997, Síða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ GRAM Á GjAFVERÐI KÆLISKÁPUR GERÐ KF-265 H: 146,5 cm. B: 55,0 cm. D: 60,1 cm. Kælir: 197 1. Frystir: 55 I. TILBOÐ Aðeins kr. 54.990,- stgr. BIÓÐUM 20 GERÐIR GRAM KÆLISKÁPA /rdnix HÁTÚNI6A REYKJAVfK SÍMI 552 4420 Blússur fallegt úrval Glugginn Lausavesi 60 sími 551 2854. Fedra, 8+1+1, hr, 189,000,- Fedra hwnsófi, Kr. 119.000,- Brekka, 8+1+1, Kr. 188.000,- Brekka hornsófi, Kr. 188.000,- Alda með rIðl, 8+M, Kr. 162.000,- Aída hornsófi, Kr. 189.000,- Sara, 8+1+1, Kr. 179.000,- Sara hornsófi, Kr. 157.000,- ÍDAG Hlutavelta SÖLUBÖRN. Þessir krakkar héidu tombólu og söfnuðu til styrktar Sophiu Hansen og „Börnin heim“ kr. 8.610. Þeir heita talið f.v.: Sveinn, Kristbjörg, Ragnheiður, Klara, Anna og Alexandra. SÖLUBÖRN. Þessar stúlkur söfnuðu með tombólu til styrktar Rauða kross íslands kr. 8.529 kr. Þeir heita Steinunn Birgisdóttir og Kamma Thordarson. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Góður þáttur á rástvö ÖÐRUVÍSI mér áður brá: Fyrir tilviljun hlutaði ég á þátt Markúsar Arn- ar Antonssonar síðdegis á rás 2 laugardaginn 20. september sl. Ég átti ekki von á að á þessari rás væri efni sem ég hefði áhuga á. En það fór á annan veg. Mér fannst þáttur Markúsar Arnar Antonssonar sérstaklega athyglisverður og skemmtilegur, saman fór léttur, iýrískur og vel saminn texti og tónlist til frekari undirstrikunar. Ég er áreiðanlega ekki sá eini sem hef haft ánægju af þætti Markús- ar Arnar, en oftast heyr- ist ekkert þegar vel til tekst. Ég vek jafnframt athygli á að það mun lík- lega fáheyrt að útvarps- stjóri á Norðurlöndum komi persónulega fram með þessum hætti og fínnst mér þessi þáttur Markúsar Arnar ágætt dæmi um hvernig snöfur- mannlegt framtak ein- staklings (og stjórn- anda) getur lyft efni heillar útvarpsrásar, á niðurleið, upp úr öldud- alnum. Vonandi fara fleiri dagskrárgerðar- menn að dæmi Markúsar Arnar - eftir höfðinu ættu limirnir að dansa! Leó M. Jónsson, Höfnum. Tapað/fundið Útprjónuð peysa týndist HANDPRJÓNUÐ, út- pijónuð aprikósulituð peysa týndist á Hafnar- fjarðarsvæðinu í ágúst. Þeir sem hafa orðið varir við peysuna hringi í síma 565-3389. Dýrahald Kettlingur fæst gefins LÍTILL kettiingur fæst gefíns. Uppl. í síma 555-2220. COSPER SKAK Umsjón Margelr Pétursson STAÐAN kom upp á stóru opnu skákmóti sem fram fór í Beijing í Kína í ágúst. Heima- maðurinn Liang Jinrong (2425) var með hvítt, en Eistinn Lembit 011 (2645) hafði svart og átti leik: 18. - Rxf2! 19. De2 (Eða 19. Kxf2 - Re4+ 20. Ke3 - d4+! 21. Bxd4 - Dg5+ 22. Ke2 - Dxg2+ 23. Ke3 - Df2 mát) 19. - R6g4 20. Rf3 Hxf3! 21. Dxf3 (21. gxf3 - Rh3+ 22. Kfl - Dh4 er einnig von- laust) 21. - Db6! (Hvítur á nú ekkert svar við frá- skák með riddaranum á f2) 22. Df4 - Rh3++ og hvít- ur gafst upp. Drottningin fellur óbætt. SVARTUR leikur og vinnur. ÉG fékk bara eitt svar við auglýsingunni í einkamála- dálkinum og það var frá manninum þínum. Víkveiji skrifar... BLAÐAMENN eiga þess ekki oft kost að gera heimilisinn- kaupin um miðjan dag, þegar hvað minnst er að gera í stórmörkuðun- um. Svo brá við nú fyrir skömmu að Víkveiji hafði tíma til innkaupa upp úr kl. þtjú í eftirmiðdaginn og brá hann sér í verslun Hagkaups í Hólagarði í efra Breiðholti. Víkveiji var hæstánægður þar sem hann sprangaði um nánast tóma verslun- ina með innkaupakerruna og fyllti hana af nauðþurftum heimilisins. Þegar hann svo tók stefnuna á af- greiðslukassa, kárnaði gamanaið. Greinilegt var, að aðeins tveir af- greiðslukassar af átta eða níu voru opnir, því hjá þessum tveimur köss- um voru biðraðir viðskiptavina, sex til sjö manns í hvorri röð, en engin afgreiðslustúlka var sjáanleg. xxx VÍKVERJI tók sér stöðu í ann- arri röðinni og gerði eins og fleiri viðskiptavinir, skimaði eftir afgreiðslufólki. Loks bar að ungan pilt, sem klæddur var í græna Hag- kaupspeysu. Hann var spurður hvort enginn væri að afgreiða og hann brá sér inn í afdrep starfs- manna, til þess að kanna hveiju þetta sætti. Kom við svo búið með eftirfarandi svör: Þær sem eru á þessum tveimur kössum, sem eru opnir núna, eru báðar að athuga með debetkort viðskiptavina. Allir aðrir eru í kaffi og koma bara þeg- ar kaffitíminn er búinn. Svona svör og þjónusta eru þeirr- ar gerðar, að Víkveiji getur ekki orða bundist. Er ekki Hagkaup einkafyrirtæki, með þjónustu við viðskiptavini sína að leiðarljósi? Er það ekki léleg verkstjórn og skipu- lagning að láta alla starfsmenn sína utan tvo í stórmarkaði, eins og Hagkaup er, fara í kaffi á sama tíma? Væri nú ekki reynandi, þegar á daginn kemur að biðraðir hafa myndast við afgreiðslukassa, vegna þess að allir eru í kaffi á sama tíma, að sýna sveigjanleika, bijóta upp kaffitímann, vippa sér inn fyrir af- greiðsluborðið og gera kúnnann ánægðan?!!! Víkveija er bara spurn. AÐ var augsýnilega gaman að vera Vestmanneyingur í Vest- mannaeyjum á sunnudag, þegar ÍBV tryggði sér íslandsmeistaratit- ilinn í knattspyrnu með glæsibrag. Víkveiji fylgdist með leiknum í sjón- varpinu og þótt það sé aldrei það sama, að horfa á beina útsendingu og að vera á vellinum, fannst Vík- veija sem stemmningin, leikgleðin, sigurgleðin og ómældur fögnuður áhorfenda skilaði sér vel heim í stofu. Það er ósköp skiljanlegt að Vestmanneyingar fagni íslands- meistaratitlinum nú, 18 árum eftir að þeir tryggðu sér hann í fyrsta sinn. xxx EKKI var fögnuðurinn minni hjá meistarflokki karla í ÍR á laugardag, þegar liðið tryggði sér sæti í efstu deild knattspyrnunnar, í fyrsta sinn í sögu félagsins. Það verður skemmtilegt að fylgjast með ÍR-ingum næsta sumar og sjá hvernig þeim vegnar meðal bestu knattspyrnuliða landsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.