Morgunblaðið - 23.09.1997, Page 51

Morgunblaðið - 23.09.1997, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 51 FÓLK í FRÉTTUM Stutt Stjórn Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar Námsstyrkir í verkfræði og raunvísindum. Stjóm sjóðsins auglýsir hér með eftir styrkumsóknum vegna náms á skólaárinu 1997- 98. Styrkimir em tetlaðir nemendum í verkfræði- og raunvísindagreinum og hafa þeir einkum verið veittir nemendum i framhaldsnámi. Umsóknareyðublöð fást hjá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, Neshaga 16, og ber að skila umsóknum þangað. Með umsókn skal fylgja ítarleg fjárhagsáætlun, staðfest yfirlit um námsárangur og önnur þau gögn, sem umsækjandi telur að komið geti að gagni við mat umsóknar. Umsóknarfrestur er til 30. september. Stefnt er að því að tilkynna úthlutun í nóvember. BÍÓIN í BORGINNI Bréf Lennons selt á uppboði ►BRÉF Bítilsins John Lennons til Cynthiu eiginkonu hans var selt í vikunni á uppboði fyrir tæpar tvær milljónir króna. í bréfinu lýsir Lennon áhyggjum sínum yfir því hve litla athygli hann hafi veitt syni sinum Julian. „Ég sakna hans meira en ég hef nokkru sinni gert áður. Ég held að tilfinningar mínar sem föður hafi komið seint,“ skrifaði Lenn- on til eiginkonu sinnar þegar hann var á tónleikaferðalagi í Hollywood með Bítlunum árið 1965. „Ég sakna hans sem per- sónu núna, þú veist hvað ég meina, hann er ekki lengur „barnið“ eða „barnið mitt“ held- ur er hann lifandi hluti af mér núna. Þú veist, hann er Julian og ég get ekki beðið eftir því að hitta hann.“ Bréfið endaði með þessum orðum: „Ég ætla að hætta núna því ég verð svo niður- dreginn að hugsa um hversu hugsunarlaus óþverri ég virðist vera ... Mig langar að fara að gráta." Sæbjörn Valdimarsson / Arnaidur Indriðason / Anna Sveinbjarnardóttir SEAN Penn og Robin Wright Penn. Vinna vel saman ÞAÐ var engum vandkvæðum háð fyrir Robin Wright að leika á móti eiginmanni sínum, Sean Penn, I myndinni „She’s So Lo- vely“. „Við áttum að leika bijál- æðislega ástfangið fólk og við erum það,“ sagði Robin. „Við kynntumst fyrst þegar við lékum saman í mynd en núna eigum við tvö börn. Það hefur gengið á ýmsu í sambandinu og við þekkj- um hvort annað vel eftir átta ár.“ Það er ekki alltaf auðvelt að vera frú Penn eins og Robin komst að þegar þau hjón fóru með dótturina Dylan í Disney- land. „Við þurftum að fá fylgd í gegnum svæðið til að veijast öU- um aðdáendunum sem gripu i Sean og vildu eiginhandaráritun. Við fengum þó engan forgang því ég vil alls ekki að dóttir mín haldi að þótt pabbi liennar sé Sean Penn fái hún að troðast fram fyrir aðra,“ sagði Robin sem er fræg fyrir að forðast fjölmiðla og sviðsljósið. BÍÓBORGIN Face/Off *tc*y2 Slíkur er atgangurinn í nýjasta trylli Woos að hann ætti að vera auðkenndur háspenna/lífshætta. Góð saga til grundvallar æsilegri og frumlegri atburðarás frá upp- hafi til enda. Vel leikin, forvitnileg- ir aukaleikarar, mögnuð framvinda en ekki laus við væmni undir lokin sem eru langdregin og nánast eini ljóðurinn á frábærri en ofbeldis- fullri skemmtun, Hefðarfrúin og umrenningur- inn *** Hugljúf teiknimynd frá Disney um rómantískt hundalíf. Prýðileg af- þreying fyrir alla fjölskylduna sem ber aldurinn vel, var frumsýnd árið 1955. Grosse Pointe Biank * * *'/i Þétt og vönduð skemmtun í dekkri kantinum þar sem söguhetjan (Cusack) er leigumorðiingi sem heldur til heimaborgarinnar til að hitta æskuástina sína og dæla blýi í nýjasta fórnarlambið. Yndislega kaldhæðin, vel leikin og skrifuð. í hæsta máta óvenjuleg enda gerð af frumlegri hugsun sem er fágæt í Hoilywood. Batman og Robin * Sjá Sambíóin, Álfabakka. Yktir endurfundir * Ýkt og klúðursleg gamanmynd. Lisa Kudrow og Mira Sorvino eru mjög mistækar. SAMBÍÓIN, ÁLFA- BAKKA Breakdown *** Pottþétt spennumynd í flesta staði með óslitinni afbragðs framvindu, fagmannlegu yfirbragði, fínum leik og mikilfenglegu umhverfi. Face/Off ***'A Sjá Bíóborgina. Hefðarfrúin og umrenningur- inn ★★★ Sjá Bfóborgina. Blossi *** Blossi er köld mynd. Hún er gerð úr mörgum sterkum þáttum en snertir áhorfanda mjög lítið. Mynd- in er eigi að síður áhugavert fram- lag til íslenskrar kvikmyndagerðar. Addicted to Love * *'/2 Óvenjuleg og öðruvísi ástarsaga sem á sínar góðu, gamansömu stundir. Bngu að tapa * * Tim Robbins og Martin Lawrence tekst að skemmta áhorfendum ágætlega í ófrumlegri gamanmynd um vinskap ólíkra félaga. Speed 2 * * Framhaldið kemst ekki með stefnið þar sem Speed hafði stuðarana. Batman & Robin ★ Leðurblökumaðurinn flýgur lágt í fjórða innlegginu um ævintýri hans. Eini leikarinn sem virkilega nýtur sín er Uma Thurman sem náttúruvemdarsinni. George Clo- oney er hreint út sagt vonlaus í aðalhlutverkinu. Menn í svörtu ★ ★ ★ 'A Sumarhasar sem stendur við öll loforð um grín og geimverur. Smith og Jones eru svalir og töff og D’Onofrio fer skelfilegum ham- förum. Frumskógafjör ** Endurgerð á franskri gamanmynd sem hefði heppnast ef hún hefði verið um allt annað en lítinn indj- ánastrák í heimsókn í stórborginni. HÁSKÓLABÍÓ Morðsaga Rykið dustað af tvítugri morðsögu sem er að líkindum minnisstæðari fyrir stöðu sína í íslenskri kvik- myndasögu (síðasta einstaklings- framtakið á undan Kvikmyndasjóði og „vorinu") en innihald og efni- stök. Hefur elst skemmtilega og gaman að virða fyrir sér svipi fort- íðar. Aðeins steipa *** Skemmtileg mynd um ævi danska Ég held að tilfinningar mínar sem föður hafi komið seint,“ skrifaði Lennon til eiginkonu sinnar. rithöfundarins Lise Nörregárd, höfundar Matador Þegar við vorum kóngar Frábær heimildarmynd um heims- meistarakeppnina í hnefaleikum í Zaír '74 milli Foremans og Alis. Gamla „fiðrildið“ í essinu sínu. Skuggar fortíðar * * Myndin er byggð á raunveruleg- um atburðum og aðstandendur hennar vilja greinilega fjalla um kynþáttamisrétti í Suðurríkjum Bandaríkjanna af hjartans ein- lægni en tekst hvorki að skapa dramatíska spennu né hrífandi persónur. Bean *** Ágætlega hefur tekist að flytja Bean af skjánum á tjaldið. Rowan Atkinson er stórkostlegur kómiker, Herra Bean einstakt sköpunarverk. Horfinn heimur **'/% Steven Spielberg býður uppá endurtekið efni. Það nýjasta í tæknibrellum og nokkrir brand- arar ná ekki að breiða yfír alger- an skort á skemmtilegri frásögn KRINGLUBÍÓ Brúðkaup besta vinar míns *** Ástralinn J.P. Hogan heldur áfram að hugleiða gildi gift- inga í lífi nútímakvenna. Þægileg grínmynd sem leyfir Juliu Roberts að skína í hlutverki óskamm- feilins og eigingjarns matargagnrýnanda. Hefðarfrúin og um- renningurinn *** Sjá Bíóborgina. Addicted to Love * *Vi Sjá Sambóin, Álfabakka. Face/Off ***'/i Sjá Bfóborgina. Batman & Robin * Sjá Sambíóin, Álfa- bakka. LAUGARÁS- BÍÓ Spawn ** Heilarýr, flott útlítandi brellumynd sem sækir mikið í skuggaheim Tim Burtons. The Shadow Conspiracy Vi Óspennandi samsæristryllir með meðaljónunum Charlie Sheen og Lindu Hamilton. Nær aldrei að skapa hraða og spennu þó mikið sé hlaupið um og skotið á mann og annan. Trufluð veröld **'/i Lynch fetar troðnar slóðir í nýjustu mynd sinni um týndar sálir í leit að einhvers konar sannleika. REGNBOGINN Breakdown *** Sjá Sambíóin, Álfabakka. The Spitfire Grill ** Ósköp hefðbundin en ágætlega leikin grátópera sem féll í kramið hjá áhorfendum á Sundance kvik- myndahátíðinni. Tvíeykið ** Vöðvabúnt leika við tær og fingur í hressilegri B-mynd. Ótrúlegur dagur * * Michelle Pfeiffer leikur vel og Ge- orge Clooney er sætur í þessari ósköp snyrtiíegu mynd. STJÖRNUBÍÓ Brúðkaup besta vinar míns *** Sjá Kringlubíó. Lífsháski *'/i Lítt vitrænn og fyrirsjáanlegur ofsóknartryllir. Menn í svörtu * * *'/i Sjá Sambíóin, Álfabakka. Endurkoma Kim Basinger LEIKKONAN Kim Basinger mætti í fylgd föður síns, Don Basinger, á frumsýningu nýjustu myndar sinnar „L.A. Confidential" í Hollywood á dögunum. Myndin gerist á sjötta áratugnum og fjallar um spillingu innan lögreglunnar. Þetta er fyrsta mynd leikkon- unnar í nokkurn tíma síðan hún eignaðist dótturina Ireland með leikaranum Alec Baldwin. Basinger sagði í viðtali við tímaritið Detour að við tökur á „L.A. ConfidentiaT’ hefði hún í fysta skiptið í langan tíma notið þess að leika. Gamli tíminn eigi mjög vel við hana og stundum fínnist henni eins og hún hafí fæðst á vitlaus- um tíma. Gagnrýnendur hafa sagt myndina vera endurkomu Basinger en sjálf segir hún slíkt tal vera orðum aukið. Hún hafí eignast barn og nú sé hún aftur farin að vinna. Svo einfalt sé það. KIM Basinger kemur til frumsýningarinnar með föður sínum Don.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.