Morgunblaðið - 28.11.1997, Page 1
88 SÍÐUR B/C
272. TBL. 85. ÁRG.
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Leyfí til vopnaeftirlits SÞ í höllum Saddams Husseins afturkallað
Irakar neita að endurnýja
olíusölusamning við SÞ
Baghdad, Washington. Reuters.
ÍRAXAR neita að endurnýja samn-
ing við Sameinuðu þjóðimar, SÞ, um
leyfi til að selja olíu til kaupa á mat-
vælum fyrr en deilur um samninga,
afhendingu á matvælum og banka-
ábyrgðir verði leystar. Þeir sneru
ennfremur við blaðinu í gær og aft-
urkölluðu leyfí sem þeir höfðu áður
veitt vopnaeftirliti SÞ til að leita að
efnavopnum eða tækjum til fram-
leiðslu þeirra í höllum Saddams
Husseins Iraksforseta.
Sameinuðu þjóðirnar hafa veitt
Irökum undanþágu frá viðskipta-
banni til að selja olíu fyrir tvo millj-
arða dala, um 140 milljarða ísl. kr. til
að kaupa matvæli
og lyf. Endur-
nýja þarf undan-
þáguna á hálfs
árs fresti og
hugðist Kofi
Annan, fram-
kvæmdastjóri
SÞ, hækka upp-
hæðina í þrjá
milljarða dala í
næstu viku er
endurnýja átti samning Iraka og SÞ.
Irakar kvarta yfir því að samning-
ar sem tengjast olíusölunni taki seint
gildi, og að tafir hafi orðið á ábyrgð-
um og afhendingu matvæla. í hvert
skipti sem olíusölusamningurinn er
endumýjaður verða Irakar að leggja
fram áætlun um dreifingu matvæla
og lyfja. Fullyrða írakar að fulltrúar
Bandaríkjanna hjá SÞ komi í veg
fyrir að samningar um lyfjakaup taki
giidi.
Vopnaeftirliti ljúki
innan hálfs árs
Utanríkisráðherra Iraks, Mo-
hammed Saeed al-Sahaf, lýsti því yf-
ir í gær að írakar myndu ekki verða
við kröfum Bandaríkjamanna um að
eftirlitsmönnum SÞ yrði veittur að-
gangur að höllum forseta landsins.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur
fullyrt að þær séu 78 talsins og grun-
ur leikur á að þar sé að finna tæki og
efni til efnavopnaframleiðslu. Daginn
áður hafði fundur háttsettra emb-
ættismanna, undir stjórn Saddams
Husseins, fahist á að veita vopnaeft-
irliti og öryggisráði SÞ aðgang að
höhunum.
íraska þingið samþykkti ennfrem-
ur í gær ályktun þar sem mælt er
með því að vopnaeftirlitsmenn SÞ
ljúki verkefni sínu á næstu sex mán-
uðum og að viðskiptabanni á Irak
verði aflétt í kjölfarið.
Vilja banna
refaveiðar
BRESKA yfírstéttin reynir nú
með öllum ráðum að koma í veg
fyrir að frumvarp um bann við
refaveiðum, sem lagt verður fram
á þingi í dag, verði samþykkt. í
gær birti félag veiðimanna
heilsíðuauglýsingu þar sem
fullyrt var að veiðar væru besta
aðferðin til að takmarka viðgang
refastofnsins og velja lífvæn-
legustu dýrin úr en andstæðingar
veiðanna telja þær ómannúðlegar.
Það eru þingmenn Verkamanna-
fiokksins sem leggja frumvarpið
fram og er búist við að flestir
þingmenn fiokksins og Frjáls-
lyndra muni greiða atkvæði með
því. Fylgismenn veiðanna er hins
vegar nær eingöngu að finna í
íhaldsflokknum. I gær hófust
Blencathra-veiðarnar, sem hafa
verið stundaðar árlegá í hálfa
aðra öld og var Barry Todhunter
eirin þátttakendanna.
Lokaundirbúningur loftslagsráðstefnunnar í Kyoto í Japan
Þrýstingurinn á
Astrala eykst
Sydney. Reuters.
HREYFINGAR umhverfisverndar-
sinna lögðu í gær að stjórn Ástralíu
að samþykkja bindandi markmið um
minnkun útblásturs lofttegunda,
sem valda gróðurhúsaáhrifunum, og
sögðu að kostnaður Astrala af mark-
miðunum yrði miklu minni en
stjórnin hefur áætlað.
John Prescott, aðstoðarforsætis-
ráðherra Bretlands, ræddi einnig
við ástralska ráðamenn í Sydney og
kvaðst vonast til þess að þeir féllust
á að takmarka losun gróðurhúsaloft-
tegundanna á alþjóðlegri loftslags-
ráðstefnu í Kyoto í Japan sem hefst
í næstu viku. „Það er algjör nauðsyn
að samkomulag náist í Kyoto,“ sagði
hann.
Átta Grænfriðungar voru hand-
teknir í gær eftir að hafa hengt
borða á hafnarbrúna í Sydney þar
sem þeir mótmæltu afstöðu johns
Howards, forsætisráðherra Ástral-
Snýst um sanngirni
bindandi marka
íu, með orðunum: .Ástralir telja þig
hafa rangt fyrir þér, Howard.“
Evrópusambandið hefur lagt til
að iðnríkin minnki útblástur gróður-
húsalofttegunda um 15% frá því sem
það var árið 1990 á árunum fram til
2010. Breska stjórnin hefur lofað að
minnka útblásturinn í Bretlandi um
20% á þessum tíma en Bandaríkja-
stjóm vill hins vegar halda honum í
sama horfi og var árið 1990.
Segja Ástrali ýkja
kostnaðinn
Stjórn Ástralíu vill ekki gangast
undir slík bindandi mörk, segir þau
ósanngjörn og leggja of miklar
byrðar á Ástrala, helstu kolaútflytj-
endur heims. Howard hefur sagt að
tillaga Evrópusambandsins myndi
valda auknu atvinnuleysi og efna-
hagstjóni, sem hann áætlar að yrði
um níu milljarðar ástralski-a dala,
andvirði 430 milljarða króna.
Alþjóðlegu umhverfisverndar-
samtökin WWF báru brigður á
þetta mat og sögðu að kostnaður
Ástrala yrði miklu minni, eða 51
milljón ástralskra dala, sem svarar
2,4 milljörðum króna. „Rannsóknir
okkar sýna að Ástralar geta náð
helstu markmiðum um alþjóðlegar
takmarkanir útblásturs gróðurhúsa-
lofttegunda með einfóldum og ódýr-
um hætti með því að stöðva eyðingu
kjarrlendis,“ sagði David Butcher,
framkvæmdastjóri WWF í Ástralíu.
Ástralir ruddu 470.000 hektara
kjairlendis árið 1995 og 17,4% út-
blásturs gróðurhúsalofttegunda í
landinu það ár eru rakin til brennslu
trjáa sem ekki voru nýtt.
Reuters
Harðlínu-
menn reiðir
VEGGMYNDIR sem sýna Benj-
amin Netanyahu, forsætisráðherra
Israels, klæddan arabfsku höfuð-
fati, voru hengdar upp í Jerúsalem
í gær. Yfir myndunum stendur
„Lygarinn" en Netanyahu til-
kynnti í gær að hann væri reiðubú-
inn til að láta Palcstinumönnum
eftir aukin landsvæði gegn
ákveðnum skilyrðum. Netanyahu
hafði áður fordæmt fyrri ríkis-
sfjórn fyrir að láta Iand í skiptum
fyrir frið.
Samskonar myndir voru birtar
af Yitzhak Rabin, fyrrverandi for-
sætisráðherra, skömmu áður en
hann var myrtur 1995. Öfgasinn-
aðir hægrimenn höfðu þá staðið
fyrir áróðursherferð gegn honum.
■ Klofningur innan ísraelsku/22
Reuters
Leiðtogar ANC
vitna gegn Winnie
Jóhannesarborg. Reuters.
EINN af ráðherrunum í suður-
afrísku stjóminni, Azar Cachalia,
sakaði í gær Winnie Mandela, fyrr-
verandi eiginkonu Nelsons Mandela,
forseta landsins, um að hafa horft
framhjá eða tekið þátt í glæpsam-
legum athöfnum. Kvaðst Cachalia
telja að lýsa ætti Winnie óhæfa til að
gegna opinberum embættum.
Þessa vikuna eru vitnaleiðslur
fyrir suður-afrísku sannleiksnefnd-
inni vegna fullyrðinga um að
Winnie og öryggisverðir hennar
hafi pyntað og myrt ungmenni á
heimili hennar.
í gær báru háttsettir menn í
Afríska þjóðarráðinu (ANC),
Caehalia og Murphy Morobe, for-
maður fjármála-
nefndar þings-
ins, vitni gegn
Winnie, þar sem
þeir lýstu því
ógnarvaldi sem
öryggisverðir
hennar hefðu
haft í samfélagi
svartra í Suður-
Afríku og til-
raunum Afríska þjóðarráðsins til að
fá hana til að reka verðina. Sögðu
þeir ljóst að hún hefði haft vit-
neskju um óhæfuverk þeirra og
jafnvel tekið þátt í þeim.
■ Hindraði ANC morðákæru/22