Morgunblaðið - 28.11.1997, Síða 2

Morgunblaðið - 28.11.1997, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ríkisstjórnin Starfað að mæðra- og barnavernd í Bosníu RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær tillögur um samstarf á sviði ung- barna- og mæðravemdar í Bosníu og Herzegóvínu. Áætlað er að fyrst komi hópur lækna, hjúkrunarfræð- inga og ljósmæðra frá Sarajevo, Mostar og Tuzla til íslands og í framhaldi af því fari íslenskir bamalæknar, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknar til þessara þriggja staða. „Að mínu mati hefur sú aðstoð, sem íslendingar ákváðu að veita í Bosníu, komið aðmjög góðu gagni,“ sagði Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra í gær. „Þetta eru ekki háar fjárhæðir á alþjóðlegan mæli- kvarða, en okkur hefur að mínu mati tekist að gera mikið úr þessu.“ Ríkisstjómin samþykkti í mars 1996 að veija 110 milljónum til uppbyggingar í Bosníu og Herzeg- óvínu á árunum 1996 til 1999. 10 milljónir voru þegar lagðar í sjóð Alþjóðabankans til styrktar upp- byggingu. Samþykkt var að 50 milljónum yrði varið til þess að aðstoða fórnarlömb, sem misst hefðu fætur í styijöldinni í Bosníu, og 50 milljónum til aðstoðar á sviði ungbarna- og mæðraverndar. Til að skipuleggja þann þátt hefði ver- ið skipuð nefnd, sem hefði unnið tillögur í samvinnu við bosnísk stjórnvöld og Alþjóðabankann. Nú liggja þær tillögur fyrir. Þörfin brýn „Sérþekking íslendinga á þessu sviði og jþá sérstaklega hjá fyrir- tækinu Ossuri hefur verið mjög gagnleg," sagði Halldór. „Síðan hefur legið fyrir að við höfum vilj- að hjálpa til i heilbrigðisþjónustu og ferð þriggja lækna ásamt að- stoðarmanni mínum var mjög vel heppnuð. Niðurstaðan er sú að við förum út í þetta.“ Halldór sagði að ýmsu væri ábótavant í heilbrigðismálum í Bosníu. „Það er himinn og haf á milli þess, sem gerist hér á landi og þar.“ Húsnæðisnefnd Reykjavíkur greiði systrum 2,9 m.kr. með vöxtum í 4 ár Dró ímyndaðar eftirstöðvar greidds láns frá kaupverði HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt borgarsjóð Reykjavíkur fyrir hönd húsnæðisnefndar borgar- innar til þess að greiða systrum í Reykjavík 2,9 milljónir króna með vöxtum og dráttarvöxtum frá árinu 1993. Dómurinn byggist á því að þetta sé sú upphæð sem vantaði á að húsnæðisnefndin reiknaði rétt eignarhlut föður þeirra í skuldlausri þriggja herbergja íbúð sem verið hafði í eigu hans í 24 ár. Meðal annars hafi húsnæðisnefndin dregið ímyndaðar eftirstöðvar láns, sem búið var að greiða, frá verðinu áður en systrunum var greitt. Þegar faðir systranna dó árið 1992 hafði hann endurgreitt að fullu það lán sem hvfldi á íbúðinni þegar hann keypti hana árið 1968. Við uppgjör til systranna voru engu að síður dregnar frá verði íbúðarinnar um 1,8 m.kr. vegna uppreiknings þessa láns. Því mótmæltu systumar. Þær gerðu einnig ágreining við það Reiknuðu lægri vexti og hærri fyrn- ingu en reglugerðir mæltu fyrir um að þrátt fyrir ákvæði laga hefði húsnæðisnefnd látið undir höfuð leggjast að reikna þeim 1% ársvexti af verðbættu stofnframlagi. Einnig hafði verið dregið frá þeim 1% árleg fyming íbúðarinnar en ekki '/2% eins og reglugerð mælir fyrir um. Loks hafi endurbætur við lóð hússins að- eins verið bættar sem nemur rúmum fjórðungi af kostnaðaráætlun. Þær kröfðust rúmlega 2,9 milljóna króna til viðbótar við þær, um það bil 3,4 m.kr., sem þær höfðu fengið í hendur við innlausnina. ímyndaðar eftirstöðvar dregnar frá Á þá kröfu féllst Kristjana Jóns- dóttir héraðsdómari að mestu leyti. í dómi hennar segir að fyrir liggi að veðskuldir sem stofnað var til vegna kaupa á íbúðinni hafi verið uppgreiddar og samkvæmt afsali hafí manninum borið réttur til að njóta verðhækkunar á verði íbúðar- innar allrar ef hann greiddi eftir- stöðvar lánsins að fullu eftir að hafa átt íbúðina í 20 ár. Þá hafi húsnæðis- nefnd reiknað eignarhluta mannsins á grundvelli framreiknaðs kaupverðs íbúðarinnar þrátt fyrir að lög geri ráð fyrir að miðað sé við stofnfram- lag. Einnig hafi nefndinni láðst að reikna með breytingum kaupverðs samkvæmt byggingavísitölu fram til þess tíma er farið var að nota láns- kjaravísitölu eins og rétt hefði verið. Einnig var fallist á þá kröfu að hús- næðisnefndinni sé skylt að taka mið af ákvæðum reglugerða og reikna annars vegar 'A% en ekki 1% fyrn- ingu fyrir hvert ár eignarhaldstíma og hins vegar 1% vexti af verðbættu stofnframlagi. Loks hafi húsnæðis- nefndinni ekki tekist að sýna fram á að í lögum eða reglugerðum, sem giltu við innlausn íbúðarinnar, hafi verið að finna ákvæði sem heimili að framreikna ímyndaðar eftirstöðv- ar lána og draga þær frá verði íbúð- arinnar, eins og gert var við skuld- lausa íbúðina í þessu máli. Aðeins að einu leyti féll dómur húsnæðisnefndinni í vil. Það var varðandi það að systurnar voru ekki taldar hafa sannað að verðmæti endurbóta á lóð hússins væri 69.000 en ekki 20.000. Samkvæmt því var krafa systranna lækkuð um 49 þús- und krónur og borgarsjóður fyrir hönd húsnæðisnefndar Reykjavíkur var dæmdur til að greiða þeim 2.903 þúsund krónur með vöxtum frá 1993 og dráttarvöxtum frá 1994, auk 350 þúsund króna í málskostnað. Borgarfjarðarbraut frá Flókadalsá að Kleppjárnsreykjum Ráðherra staðfestir mat á efri leiðinni GUÐMUNDUR Bjamason umhverf- isráðherra hefur staðfest að úrskurð- ur skipulagsstjóra ríkisins um að fallast á lagningu Borgarfjarðar- brautar frá Flókadalsá að Klepp- jámsreykjum eða eftir svokallaðri efri leið, sem í matsskýrslu nefnist leið 3, 3a og 3b, skuli óbreyttur standa. Deilur hafa staðið um vegar- stæðið, sem til stóð að lægi gegn um jörð Stóra-Kropps. Jón Kjartans- son, bóndi á Stóra-Kroppi, kvaðst í gær fagna þessari niðurstöðu. „Niðurstaða ráðuneytisins er sú að fyrirhuguð lagning brautarinnar samkvæmt þessari nýjustu hugmynd sé viðunandi frá öllum umhverfis- sjónarmiðum, sem ber að taka tillit til,“ sagði Guðmundur í gær. „Hún hafí ekki neikvæð áhrif á umhverfí, náttúruauðlindir og samfélag. Það er hins vegar rétt að taka líka fram að þetta breytir í raun ekki í neinu okkar fyrri úrskurði um að sú leið, sem kölluð var leið 1, er auðvitað fullgild líka.“ Skipulagsstjóri ríkisins birti 22. ágúst úrskurð þar sem fallist var á tillögu Vegagerðar ríkisins og Hönn- unar hf. um lagningu Borgarfjarðar- brautar eftir efri leið. Atta íbúar Reykholtshrepps kærðu þann úr- skurð tæplega mánuði síðar og vilja þeir að vegurinn verði lagður sam- kvæmt svokallaðri neðri leið, eða leið 1. Sú leið myndi liggja frá Varmalæk að Kleppjámsreykjum um land Stóra-Kropps. Miklar deilur hafa staðið um vegarstæðið í rúmlega tvö ár. Ljóst hvert framhaldið verður Jón Kjartansson, bóndi á Stóra- Kroppi, kvaðst í gær fagna þessari niðurstöðu. „Það er í mínum huga ljóst hvert framhaldið verður," sagði hann. „Það er útilokað að sú leið að fara yfir túnið á Stóra Kroppi verði farin því að vilji hreppsnefndar, Vegagerðar og skipulags ríkisins hefur verið virtur og æðra stjóm- vald, umhverfísráðherra, hefur stað- fest þennan vilja. Ég fagna því inni- lega að málið er komið í þennan far- veg og minni á að hreppsnefnd hafn- aði kærunni samhljóða." Hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps samþykkti í upphafí þessa mánaðar með fimm samhljóða atkvæðum að biðja umhverfisráðherra að staðfesta úrskurð skipulagsstjóra ríkisins. Guðmundur sagði að hlutverk sitt hefði eingöngu verið að skera úr um það hvort um viðunandi leið væri að ræða. Gerir ekki upp á milli leiða „Þannig að ég er ekki að gera upp á milli þessara leiða, enda annarra að velja heldur en umhverfisráðu- neytisins," sagði hann. „Það er ákvörðun framkvæmdaraðila og skipulagsyfirvalda á svæðinu.“ Hann sagði að umhverfisráðuneyt- ið hefði ekki fjallað um kostnað við lagningu hvors vegar, en ljóst væri að efri leiðin væri nokkuð dýrari. „Þetta er nýr kostur og hefur stundum verið kallaður málamiðl- unarleið," sagði ráðherrann. „En hann er nú ekki meiri málamiðlun en svo að mér sýnist menn skiptast með og á móti alveg eins og var með hinn kostinn." Morgunblaðið/Helena Stefánsdóttir Glaðst yfir góðum afla JÓN Bergkvistsson á Fáskrúðs- firði, sem stundað hefur sjóinn frá blautu barnsbeini, hefur vænan golþorsk á loft. Ægir Kristinsson, vigtarmaður við höfnina, fylgist með, en frændi Jóns og samstarfs- maður, Bergkvist Ó. Erlingsson, lætur ekki trufla sig við vinnuna. Rangar upplýs- ingar í tollskjölum Dæmdur í 7,5 millj. króna sekt HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt mann til að greiða 7,5 milljónir í sekt fyrir rangar upplýsingar á toll- skjölum vegna innflutnings á fjór- um bílum. Maðurinn ætlaði að kom- ast hjá greiðslu aðflutningsgjalda, samtals um 3,7 milljóna króna. Maðurinn vísaði m.a. til þess að brot hans hefði aðeins náð til þess að afhenda tollskjöl, en afgreiðsla hefði verið stöðvuð. Hann hefði því engan ávinning hlotið. Þá hefði hann haldið að tollayfirvöld myndu aðeins endurákvarða tollverð bif- reiðanna. Hæstiréttur vísaði til þess að í tollalögum væri ákvæði um að refs- ing við broti sem þessu skyldi vera sektir að lágmarki tvöfaldri en að hámarki tífaldri þeirri fjárhæð sem undan væri dregin, auk varðhalds eða fangelsis. Brot mannsins hefðu verið stórfelld. Samkvæmt þessu bæri að dæma hann til að greiða 7,5 milljónir í ríkissjóð, en sæta 12 mánaða fangelsi ella. Að auki var maðurinn dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, en sú refsing fellur niður að þremur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð. Þjóðminjasafnið áfram á sama stað Horft er til húss ^ atvinnudeildar HÍ ÁKVEÐIÐ var á ríkisstjórnarfundi í gær að Þjóðminjasafnið yrði áfram á sama stað og húsnæðisvandi þess yrði leystur til framtíðar m.a. með því að kaupa hús atvinnudeildar Há- skólans og hugsanlega fá viðbótarlóð frá Háskólanum svo breyta megi að- stöðu í suðurenda safnahússins. Bjöm Bjarnason menntamálaráð- herra kynnti þessar hugmyndir á rík- isstjómarfundinum og var samþykkt að leita viðræðna við Háskólann. „Menn hafa verið með ýmsar vanga- veltur um framtíðaraðstöðu fyrir safnið en nú var ákveðið að það yrði á sama stað. Stefnt er að því að búið verði að koma því í skaplegt horf árið 2000,“ sagði menntamálaráð- herra. Sagði hann þessar hugmyndir hafa verið ræddar við fulltrúa Háskól- ans og að vilji væri fyrir hendi þar til að ganga til viðræðna. Til ráðstöf- unar eru m.a. 85 milljónir króna úr endurbótasjóði menningarbygginga. Með kaupum á húsnæði atvinnu- deildarinnar segir ráðherra ætlunina að fá inni fyrir skrifstofur Þjóðminja- safnsins og með því að fá lóð við suðurenda hússins sé hugmyndin að bæta aðstöðu þess frekar. Þær hug- myndir hafa þó ekki verið útfærðar nánar. Hann segir að húsnæði at- vinnudeildarinnar losni þegar Nátt- úrufræðihús verði tilbúið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.