Morgunblaðið - 28.11.1997, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 28.11.1997, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ný sálma- bók með nótum komin út NY sálmabók íslensku Þjóðkirkj- unnar verður tekin i notkun nú á aðventunni og komu fyrstu ein- tökin úr bókbandi siðdegis i gær. Dreiflng hennar hefst strax, en hún hefur að geyma sömu sálma og eldri útgáfa auk 57 nýrra sálma sem eru aftast í bókinni. „Helsta markmið með útgáf- unni er að auka og styðja við og hvetja til þátttöku í almennum safnaðarsöng í kirkjunni og þess vegna er sálmabókin með nótum og í tónhæð sem miðast við al- mennan safnaðarsöng," segir Edda MöIIer framkvæmdasljóri Skálholtsútgáfunnar, sem séð hefur um útgáfuna. Kirkjuráð skipaði vinnuhóp í ársbyrjun 1996 til að hefja vinnu við útgáf- Morgunb!aðið/Ámi Sæberg ÓLAFUR Skúlason biskup fylgist með þeim Karli Sigurbjörnssyni biskup, Herði Áskelssyni, organista f Hall- grímskirkju og Jóni Helga Þórarinssyni, sóknarpresti í Langholtskirkju, syngja upp úr nýju sálmabókinni. una og sátu í honum sóknar- prestarnir sr. Jón Helgi Þórar- insson og sr. Karl Sigurbjörns- son, sr. Kristján Valur Ingólfsson rektor Skálholtsskóla, Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri og Hörður Áskelsson organisti. í formála bókarinnar segir m.a.: „Útgáfa þessarar bókar er stefnumarkandi. I fyrsta sinni eru allir sálmar í Sálmabók ís- lensku þjóðkirkjunnar prentaðir með nótum. Bókinni er ætlað að efla almennan safnaðarsöng, auka íjölbreytni laga og texta og örva til frekari endurnýjunar sálma, texta og tónlistar í kirkj- unni.“ Meðaleinkunn______Meðaleinkunn__________________7,3 Lesskilninqur 7,0 Lesskilninqur 7,5 Málnotkun 6,5 Málnotkun 7,3 Stafsetning 6,3 Stafsetning 7,4 Ritun 5,9 Ritun 6,3 Tólur og talnaskilningur 6,8 Tölur og talnaskilningur 7,8 Rúmfræði og mælingar 6,8 Rúmfræði og mælingar 7,6 Utkoma úr samræmdum könnunarprófum í grunnskólum Meðaleinkunn í stærðfræði 6,8 í 4. bekk en 7,5 í 7. bekk MEÐALEINKUNN grunnskóla- bama í 4. bekk í samræmdu könn- unarprófi í íslensku var 6,6 og með- aleinkunn nemendanna í sam- ræmdu stærðfræðiprófí var 6,8. Meðaleinkunn bama í 7. bekk í samræmdu íslenskuprófí var 7,3 en 7,5 í stærðfræðiprófinu. Sam- ræmdu könnunarprófin voru hald- in 14. og 15. október sl. Samræmdu könnunarprófin vom samin með hliðsjón af Aðal- námskrá grunnskóla og hefur Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála fyrir nokkm birt heildamiðurstöður prófanna þar sem sýnd var svokölluð normal- dreifing einkunna. I bréfi sem stofnunin sendi hins vegar foreldr- um eða öðram forráðamönnum bamanna er sýnd hefðbundin ein- kunnagjöf úr prófunum og svoköll- uð safntíðni yfir landið allt, sem segir til um hversu hátt hlutfall nemenda, sem tóku prófin, er með ákveðna einkunn og lægri. Þar kemur fram að 3% nemenda í 4. bekk vom með 3 eða lægri ein- kunn í íslensku, 48% nemenda vom með 6,5 í einkunn eða lægri og 84% þeirra sem tóku prófið fengu 8 eða lægri einkunn. 6% gmnnskóla- bama í 4. bekk fengu 3,5 eða lægri einkunn í stærðfræði, 34% þessara bama fengu 6 eða lægri einkunn en 22% fengu hærri einkunn en 8. 9% með 5 eða lægri einkunn f fslensku Enginn nemendanna í 7. bekk var með einkunn undii- 3 í íslensku- prófinu en 9% þeirra sem þreyttu prófið vom með 5 eða lægri ein- kunn í prófinu. 44% fengu 7 eða lægri einkunn en um fjórðungur nemendanna fengu 8,5 eða hærri einkunn í íslenskuprófinu. 3% bama í 7. bekk fengu 3 eða lægri einkunn í stærðfræði. 12% vom með 5 eða lægri einkunn og 22% hópsins vom með 6 eða lægri einkunn í stærðfræðiprófinu. Rúm 10% fengu yfir 9 í einkunn í stærð- fræði. Fá böm með einkunn yfír 9 nægilega krefjandi verkefni? I bréfi Rannsóknastofnunar upp- eldis- og menntamála til foreldra og forráðamanna bama í 4. bekk gmnnskóla segir um niðurstöður prófanna: „Námsstaða þeirra nem- enda, sem fengu 3,5 eða lægra á prófunum, er alvarleg. Þessir nem- endur ættu að fá stuðning eða sér- kennslu tímabundið eða um lengri tíma. Sérstakan gaum ætti að gefa að þeim nemendum sem em á bil- inu 4 til 5. Flestir í þessum hópi þurfa á stuðningi að halda til að bil- ið milli þeirra og jafnaldranna auk- ist ekki. Þeir nemendur, sem era með heildareinkunn 5,5 til 7,5, standa sig í meðallagi. Nemendur sem eru með 8,0 eða hærra standa sig vel á prófunum. Foreldrar og kennarar ættu að huga að því sérstaklega hvort þeir nemendur, sem fá 9,0 eða hærra, fái nægjanlega krefj- andi verkefni til að glíma við í skól- anum.“ Skv. mati stofnunarinnar á nið- urstöðum úr prófum í 7. bekk er námsstaða þeirra nemenda, sem fengu 4 eða lægra á prófunum al- varleg. Bent er á að gefa verði þeim nemendum sem em á bilinu 4,5 til 6 sérstakan gaum. Varar stofnunin einnig við því að líta á útkomuna úr prófunum sem dóm um námsgetu bamanna eða frammistöðu viðkomandi skóla. Niðurstöðumar eigi að vera hjálp- artæki til að bregðast við náms- stöðu hvers bams og til að aðstoða foreldra og kennara við að koma til móts við þarfir þess. IBESTA BÓKIN um getnað, meðgöngu og fæðingu k % I lÖ & ! VX MIRIANÍST0PPARD .eðga"^ JSS- • Áreiðanleg, nútímaleg og auðskilin bók um fæðingu bams og umönnun á fyrsta æviskeiði. • Fjallað er um efnið bæði frá sjónarhóli móður og bams. • Ljósmyndír, teikningar, ómsjármyndir og línurit — samtals yfir 500 litmyndir. • 350 bls. í stóru broti. 3,980 kr, e FORLAGiÐ Laugavegl 18 • Sími 515 2500 • Sfðumúla 7 • Sími 510 2500 Verkfall Sinfóníunnar Fresta varð upptökum fyrir Naxos VEGNA verkfalls hljóðfæraleikara í Sinfóníuhljómsveit íslands tekst ekki að ljúka upptökum á tónlist Sibeliusar, sem Naxos, stærsti út- gefandi klassískrar tónlistar í heim- inum, fyrirhugar að gefa út. Runólf- ur Birgir Leifsson, framkvæmda- stjóri hljómsveitarinnar, segir að samningamenn hafi verið mjög ná- lægt samningum þegar upp úr þeim slitnaði í fyrrinótt. f þessari viku var Sinfóníuhljóm- sveitin að taka upp tónverk eftir finnska tónskáldið Sibelius. Sér- stakur hljóðupptökustjóri kom til landsins á vegum Naxos til þess að sjá um upptökurnar. Búið var að taka upp Finnlandíu og sinfóníu nr. 4, en ekki tekst að ljúka upptökum á sinfóníu nr. 5 vegna verkfallsins. Upptökustjórinn er farinn af landi brott, en Runólfur Birgir sagði stefnt að því að hann kæmi aftur í febrúar og til að Ijúka upptökum. Runólfur Birgir sagði að ekki væri hægt að útiloka að þessi vinnu- stöðvun hefði áhrif á samstarf Sin- fóníuhljómsveitarinnar við Naxos. Það væra margar hljómsveitir sem vildu komast á samning hjá Naxos. Það hefði verið gefið í skyn að það yrði hugsanlega önnur hljómsveit féngin í að klára upptökumar. Reynt yrði að koma í veg fyrir að hljómsveitin missti samninginn og það væm góðar líkur á því að það tækist. Samningar voru að takast Samninganefndir deiluaðila vom á fundi hjá ríkissáttasemjara til kl. 4 í fyrrinótt, en þá slitnaði upp úr viðræðum. Runólfur Bii-gir sagði að þessi niðurstaða ylli vonbrigðum, sérstaklega í ljósi þess að menn hefðu verið mjög nálægt samning- um. Samkomulag hefði verið að takast um flestöll atriði, þar á meðal um vinnutímaskilgreiningu, þegar hljóðfæraleikarar hefðu breytt kröf- um sínum. Við það hefði allt farið í hnút. Ekki hefur verið boðaður nýr sáttafundur í deilunni. ----------------- Enginn póst- ur sendur til Kanada PÓSTUR og sími hefur sent frá sér tilkynningu um að póstur verði ekki sendur héðan til Kanada meðan á allsherjarverkfalli póststarfsmanna í Kanada stendur. Verkfallið hófst 19. nóvember, og segir Póstur og sími að kanadíska póststjórnin hafi tilkynnt um verk- fallið og að ekki sé hægt að taka við pósti sem berst til landsins. Því séu þeir, sem hyggjast senda póst til Kanada, vinsamlegast beðnir um að athuga að póstur verður ekld send- ur héðan meðan á verkfallinu stend- ur. -------♦-♦-♦----- Kveikt á jólaljósum í miðbænum BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, tendr- ar jólaljósin í miðbænum við hátíð- 1 lega athöfn við Sólon íslandus í Bankastræti á morgun, laugardag, kl. 10. Léttsveitin undir stjóm Jóhönnu ; Þórhallsdóttur, syngur jólalög. Á sama tíma kveikja kaupmenn í mið- borginni á skreytingum í verslunum sínum og opið verður til kl. 18.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.