Morgunblaðið - 28.11.1997, Síða 8

Morgunblaðið - 28.11.1997, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bindindishelgi. '5' .. •• iG-Mun^D HÍF opp. Það hefur einhvern tímann verið flaggað í heila af minna tilefni en heillri þurri helgi . . . Samgönguráðherra skipar nefnd um framtíð fjarskiptamála Forvígismönnum OZ falin stefnumótun HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra hefur skipað Guðjón Má Guð- jónsson, stjómarformann OZ, for- mann nefndar sem á að vera ráð- herra til ráðuneytis um stefnumót- un í fjarskiptamálum. Samgöngu- ráðherra segir að skápan nefndar- innar sé til vitnis um að menn vilji halda vöku sinni og nýta þau tæki- færi sem gefist. Hlutverk nefndarinnar er að skil- greina stöðu fjarskiptamála hér á landi og meta hvemig þróun þeirra geti orðið fram á næstu öld. Inn í þá mynd kemur hver verði staða Landssímans og annarra fyrirtækja á fjarsldptasviði í alþjóðlegu sam- hengi. Undir það fellur sala á hluta- bréfum í Landssímanum með hlið- sjón af æskilegri þróun fjarskipta hér á landi og heildarhagsmunum ríkisins og almennings. Nefndina skipa Guðjón Már Guð- jónsson, stjómarformaður OZ, Þor- steinn Þorsteinsson framkvæmda- stjóri, Ólafur Jóhann Ólafsson, framkvæmdastjóri og rithöfundur, Frosti Bergsson forstjóri og Eyþór Amalds framkvæmdastjóri. Staifs- maður nefndarinnar verður Sæmdundur Norðfjörð fram- kvæmdarstjóri. Með nefndinni munu starfa sér- fræðingar, innlendir sem erlendir. Fulltrúar úr forsætis-, samgöngu- og viðskiptaráðuneyti verða nefnd- inni til aðstoðar. Nefndin mun einnig njóta ráðgjafar frá Pósti og síma hf. og alþjóðlegum síma- og fjármálafyrirtækjum, þ.ám. Erics- son og Cisco. Gert er ráð fyrir að nefndin skili áliti í febrúar á næsta ári. OZ unnið að stefnumótun fyrir Ericsson Halldór Blöndal sagði feng af því að fá menn úr atvinnulífinu, sem hefðu mikla þekkingu á fjarskipta- málum, til að vinna að stefnumótun í þessum mikilvæga málaflokki fram á næstu öld. Þama væri sam- hentur hópur kominn til starfa og hann vænti mikils af starfi hans. OZ hefur sl. 3-4 mánuði unnið að stefnumótun í fjarskiptamálum fyr- ir Ericsson, sem er eitt stærsta símafyrirtæki í heimi. Guðjón Már sagði að fyrir skömmu hefði fyrir- tækið kynnt skýrslu sína fyrir stjóm fyrirtækisins. Þessi vinna myndi nýtast vel í starfi nefndarinn- ar. Ekki kom skýrt fram í máli sam- gönguráðherra hvort nefndin ætti að gera beinar tillögur um hvemig ætti að standa að sölu á hlutabréfum rík- isins í Landssímanum. Hann sagði einungis að nefhdin kæmi til með að fjalla um eignarhald á Landssíman- um. Sjálfur sagðist hann telja að í samfélaginu hefði komið fram ein- dregin krafa um að fyrirtækið yrði selt og nauðsjmlegt væri að hrinda áformum um söluna í framkvæmd fyrr en menn hefðu upphaflega áformað. Núverandi eignarform væri á margan hátt gallað. fgilsstöðum • Fossnesti • Gogitvegi • Geirsgötu • lækjorgötu Hofnorliríi • Nesjun við Hornofjörö • Skógorseli • Stórahjollo • Vogum • Ægisiöu íslenskt barnahús opnað eftir áramót Heimsókn frá stærsta barnahúsi Bandaríkj anna Bragi Guðbrandsson BYRJUN næsta árs standa vonir til að svo- kallað bamahús verði formlega tekið í notkun en þar verður samstarfsvett- vangur fýrir alla þá sem koma að rannsókn og meðferð kynferðisafbrota gagnvart börnum. Bragi Guðbrandsson forstjóri Bamavemdarstofu situr í undirbúningsnefnd húss- ins en hann hefur meðal annars farið til Houston í Texas til að kynna sér rekstur slíkrar starfsemi. „Við höfum verið að kynna okkur hvemig best er hægt að koma að þess- um málum hér á landi þ.e. á sviði rannsókna og með- ferðar fyrir þolendur kyn- ferðisofbeldisins, þ.e. bömin sjálf og aðstandendur þeirra," segir Bragi. - Hvemig er búið að bömum í Houston sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi? „Þar er elsta bamahús Banda- ríkjanna sem var stofnað árið 1986 og þjónar það 5.000 börnum árlega. Allir fagmenn sem koma að kynferðisofbeldi gagnvart bömum starfa að þeim málum sem upp koma undir einu og sama þaki. Bandaríkjamenn em afskaplega stoltir af bamahúsinu í Houston í Texas. Eftir áramót verður ný bygging tekin í notkun undir starfsemina þar. Mikil söfnun hefur staðið yfir til styrktar starfseminni og nýja byggingin er rúmlega 7.000 fer- metrar að stærð og verður langstærsta bamahús Bandaríkj- anna sem Hillary Clinton mun opna formlega. Auk þess sem ég kynnti mér ít- arlega starfsemi barnahússins þá fylgdist ég með réttarhöldum vestra og skoðaði ýmsar með- ferðarstofnanir fyrir milligöngu Ólafs Ásgeirssonar ræðismanns í Houston. í framhaldi af þessari heimsókn minni buðum við hing- að til lands þremur konum sem hafa mikla reynslu á þessu sviði og tengjast slíkum málum í Houston. Þær em væntanlegar hingað til lands um helgina. Þetta era þær Ellen Cokinos, fram- kvæmdastjóri barnahússins í Houston, og með henni Dana Zakin, sem er sérfræðingur á sviði rannsóknarviðtala, og Maurcen O’Connell, sem séi; um meðferðarúrræði sem böm og aðstandendur þeirra eiga kost á. - Hvernig verja þær tíma sín- um hér á landi? „Þær munu skipuleggja innra starf barnahússins með okkur og væntanlegt starfsfólk mun síðan í framhaldi fara til Houston í starfsþjálf- un. Næstkomandi þriðjudag verður starfsdagur með starfsfólki barna- vemdamefnda, lög- reglu og einnig verður því starfs- fólki heilbrigðisstétta sem málið varða boðin þátttaka svo og starfsfólki ríkissaksóknara og öðra fólki sem kemur nálægt kynferðislegu ofbeldi bama.“ Bragi bendir á að þær verði með opinn fræðslufund fimmtu- daginn 4. desember sem hefst klukkan 20 á Grand hóteli. Þar munu þær fjalla almennt um kynferðisofbeldi gegn bömum, einkenni, meðferð og rannsókn slíkra mála.“ - Hvaða fagfólk mun eiga að- ild að íslenska bamahúsinu? ►Bragi Guðbrandsson nam fé- lagsfræði við háskólann 1 Kant- araborg í Englandi. Hann var félagsmálastjóri í Kópavogi frá árinu 1982-1991 og aðstoðar- maður félagsmálaráðherra frá 1991-1995 en þá tók hann við embætti forstjóra Bamavemd- arstofu. Eiginkona Braga er Árdís Ólafsdóttir og eiga þau þrjú böm. „Allir þeir sem að slíkum mál- um koma frá rannsókn og uns meðferð og stuðningi lýkur. Þetta era væntanlega barna- verndamefndir, lögregla, rflds- saksóknaraembætti, fulltrúar rfldslögreglu, Bama- og ung- lingageðdeild og Bamaspítali Hringsins." - Er vinna komin langt á veg við íslenska bamahúsið? „Fyrir nokkra var skipaður undirbúningshópur með fulltrú- um ofangreindra stofnana til að vinna að stofnun íslensks bama- húss. Við höfum þegar auglýst eftir forstöðumanni og húsnæði er til reiðu. Af tillitssemi við þau böm sem þar koma til með að vera höldum við staðsetningunni leyndri. Vonir standa til að fljót- lega eftir áramót verði hægt að opna bamahúsið formlega. Þar verður t.d. sérstöku her- bergi komið upp þar sem rann- sóknarviðtöl fara fram og komið verður fyrir upptökubúnaði og öðram nauðsynlegum tækjum svo hægt sé að forða bami frá sí- endurtekinni skýrslugerð. Eins og málum er háttað núna þarf bamið að tjá sig við marga áður en yfir lýkur um atburðinn eða atburðina. Þá mun fjölþætt meðferð vera í boði á þessum stað og stuðningur. Þau böm sem koma utan af landi eða geta ekki verið heima með- an á rannsókn stendur munu eiga þess kost að dvelja hér um skeið.“ - Hefur aðstaða fyrir böm sem verða fyrir kynferðisofbeldi verið bágborin til þessa? „Það hefur vantað alla heild- stæða skipulagningu á rannsókn kynferðislegs ofbeldi gagnvart börnum. Þó margt gott hafi verið gert í þessum málum breytir það ekki því að úrræði hefur skort á sviði meðferðar og áfallahjálpar fyrir börnin. Okkur hefur skort þekkingu á þessu sviði og reynslu. Hvað rannsókn viðvíkur hefur okkur skort sérhæfíngu, sérstaklega á sviði rannsóknar- viðtala.“ Koma frá stærsta barnahúsi Bandaríkjanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.