Morgunblaðið - 28.11.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.11.1997, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Foreldrar veita stúlkum betra aðhald en strákum Hvernig líður börnunum í skólanum? Er munur á líðan kynjanna? Gunnar Hersveinn skoðaði nýja könnun Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála sem sýnir að stelpum gengur betur í skólanum en strákum, en líður hins vegar verr en þeim utan veggja hans. ÞAÐ þarf að gæta að strákunum í skólanum. Þeir ná ekki eins góðum árangri og stelpumar, skynja ekki mikilvægi námsins með sama hætti, þeim semur ekki eins vel við kenn- ara sína, er oftar vísað úr tíma og þeim líður verr en stúlkum í skólan- um, ályktaði Inga Dóra Sigfúsdóttir á málþingi Karlanefndar Jafnréttis- ráðs og menntamálaráðuneytis í gær um stráka í skóla. Inga Dóra sagði frá nýrri könnun Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála á högum og líðan ís- lenskra unglinga, en hún var lögð fyrir tæplega átta þúsund nemend- ur í efstu bekkjum allra grunnskóla landsins síðastliðið vor. Hún vill ekki draga skólann einan til ábyrgðar og bendir á að lausnir vandans liggi líka utan hans eða 1 umhverfinu sem unglingamir lifa og hrærast í. Foreldrar virðast til dæmis veita stúlkum meiri stuðning og aga en piltum. „Mun hærra hlut- fall stúlkna en drengja segist eiga mjög auðvelt með að fá stuðning og hlýju frá foreldmm sínum,“ segir hún. Hærra hlutfall stelpna en stráka segja foreldra fylgjast með því hvar þær séu á kvöldin og með hverjum. Stelpunum era enn- íremur sett skýrari mörk um útivist en drengjum. Foreldrar þekkja svo í fleiri tilfell- um vini dætra sinna en sona og foreldra vin- anna, samkvæmt könn- un Rannsóknastofnun- arinnar. Ofbeldi er tíðara hjá strákum, um 45% þeirra hafa verið kýld einu sinni eða oftar á 12 mánaða tímabili saman- borið við 11% stelpna. Tæplega 32% stelpna viðurkenna að hafa hrint öðram einu sinni eða oftar síðustu 12 mánuði á móti 63% stráka. Einmanakenndin á hinn bóginn kvelur stúlkur fremur en drengi, fjórðungur þeirra segist stundum eða oft hafa verið einmana vikuna áður en könnunin var gerð í saman- burði við 13% stráka. Einnig sögð- ust 30% stelpna oft eða stundum hafa verið niðurdregn- ar á móti 11% stráka. Sjálfsmat þeirra var einnig áberandi lægra en drengja. Það er því ekki jafnaðarmerki milli þess að ganga vel í skóla og að líða vel utan hans. Islenskir unglingar fara seint í háttinn Strákar virðast syfj- aðri í skólanum en stelpur, enda kemur í Ijós í könnuninni sem Inga Dóra sagði frá að þeir fara seinna að sofa en stelpumar. Henni finnst reyndar athyglisvert hversu seint íslenskir unglingar fara að sofa. Rúmlega 25% stráka fara að sofa klukkan eitt eða seinna og ríf- lega 16% stelpna og segist meira en helmingur stráka og liðlega 42% stelpna fara þreytt í skólann fjóram sinnum eða oftar í viku. Svefnleysi getur skapað pirring Inga Dóra Sigfúsdóttir Klukkan hvað ferð þú venjulega að sofa á virkum |opiltar dögum? Smstúlkur ■ :^47,5hHI a| •« 43,6 40,1 ■ % ■ Um ellefu Umhálftólf Umhálfeitt eða fyrr eða tólf eða seinna sem birtist í því að drengjum semur verr við kennara sína en stúlkum og að 37% þeirra var vísað úr skóla- stofu eða vora send til skólastjóra á síðustu 12 mánuðum þegar könnun- in var gerð, borið saman við 13% stelpna. Ríflega 6% stráka voru svo rekin úr skóla en innan við 2% stelpna á sama tímabili. Inga Dóra Sigfúsdóttir, sem er deildarstjóri Rannsóknastofnunar- innar, leggur áherslu á að lausnir á ofangreindum vanda byggist á góð- um rannsóknum eins og þessari og að markmiðið hljóti að felast í jöfn- um tækifæram einstaklinga í sam- félaginu. Morgunblaðið/Albert Kemp TAMARA Kanaeva, yfirlæknir sjúkraheim- ilisins, tekur við formlegu gjafabréfi úr hendi Arthurs Farestveit. NOKKUR barnanna á heimiiinu eru fóta- og handalaus vegna kjarnorkuslyssins í Tsjernobyl, einn þeirra er þessi litli drengur sem situr í nýjum stól frá Lionsfélögum. Lionshreyfíngin á Norðurlöndum styður rússneskt barnaheimili Börnin komin í föt frá íslandi Umboðs- maður Al- þingis sinn- ir sveitar- félögum LÖG um breytt starfssvið umboðs- manns Alþingis sem fela í sér að starfssvið hans nær nú til allrar op- inberrar stjórnsýslu, bæði ríkis og sveitarfélaga, hafa verið lögð fram í borgarráði en lögin tóku gildi 27. maí sl. I bókun borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins kemur fram að þar með sé staðfest að ekkert verði úr loforði R-listans um að stofna sér- stakt embætti umboðsmanns Reykvíkinga. Sjálfstæðismenn hafi bent á að hugmynd R-listans hefði verið afar óljós en lýsa sig sammála þeim breytingum sem gerðar hafa verið á starfssviði umboðsmanns Al- þingis, sem tryggi eftirlit af hálfu aðila sem er óháður stjómsýslu borgarinnar. í bókun borgarstjóra segir að í greinargerð með frumvarpi til laga um umboðsmann Alþingis komi fram að það hafi verið að framkvæði borgaryfirvalda, sem óskað var eftir að lögunum yrði breytt þannig að starfssvið umboðsmanns næði einnig til sveitarfélaga. Embættið væri óháð framkvæmdavaldinu og yrði stjómsýsla allra sveitarfélaga í landinu háð eftirlitsskyldu umboðs- manns. Þá næðist það markmið sem Reykjavíkurlistinn hefði sett að auka réttaröryggi Reykjavíkur og að gæta þess að stjómsýslan færi fram í samræmi við lög og vandaða stjómsýsluhætti. -------»♦♦------- Hvolfdi er hjól fór undan HJÓL fór undan bíl í Kópavogi í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að honum hvolfdi. Þrennt var flutt á slysadeild en fólkið var ekki illa slas- að og fékk að fara heim að lokinni skoðun. Að sögn lögreglu í Kópavogi varð slysið laust fyrir ki. 21 er bíllinn var staddur á Hafnarfjai-ðarvegi skammt sunnan við brýmar í Kópavogi á suð- urleið. Annað afturhjól bflsins losnaði undan og hvolfdi bflnum þegar öku- maður missti stióm á honum. ÍSLENSKA Lionshreyfingin í samvinnu við Lionsfélaga á hin- um Norðurlöndunum afhentu með formlegum hætti leiktæki, búnað og fatnað, fyrir um níu milljónir króna, til sjúkraheim- ilis fyrir ijölfötluð börn í Fri- azino f Rússlandi sfðastliðinn mánudag. Á heimilinu dvelja 83 munaðarlaus og mikið fötluð börn á aldrinum 2 mánaða til 7 ára. Eru nokkur þeirra fóta- og handalaus vegna kjamorku- slyssins í Tsjernobyl. Albert Kemp, fyrrverandi fjölumdæmisstjóri Lionshreyf- ingarinnar á íslandi segir í samtali við Morgunblaðið að gjöfin sé liður í stærra verkefni sem Lionsfélagar á Norður- löndunum hafa unnið að á síð- astliðnum árum en það felst í því að styrkja verðug málefni í austantjaldslöndunum fyrrver- andi. „Þegar röðin kom að Lionshreyfingunni á fslandi að stjórna verkefninu var ákveðið að finna góðan málstað f Rúss- Iandi,“ segir Albert. Þriggja manna sendinefnd, skipuð þeim Arthur Farestveit fram- kvæmdastjóra, Jóni Bjarna Þorsteinssyni lækni og Agli Ingibergssyni rafmagnsverk- fræðingi var send út af örkinni og eftir vandlega athugun varð úr að velja heimilið í Friazino. Að sögn Alberts átti trú þeirra á yfirlækni heimilisins, Dr. Tamara Kanaeva, stóran þátt í þeirri ákvörðun. Hún væri ákveðin í því að gera allt það besta fyrir börnin og koma þeim f skóla. Albert segir að vel hafi geng- ið að safna fé til þessa verkefn- is vegna mikils áhuga Lionsfé- laga á íslandi, fyrirtækja og velvilja ríkisstjórnarinnar, en eins og fyrr segir söfnuðust níu milljónir króna. Fjórar milljón- ir komu frá íslandi en fimm frá hinum Norðurlöndunum, segir Albert. „Dr. Kanaeva, yfirlækn- ir rússneska barnaheimilisins, kom sfðan hingað til Iands sfð- astliðið sumar, í boði nokkurra Lionsklúbba, til að kynna sér málefni fatlaðra barna og velja tæki og búnað,“ segir hann. „Á sama tfma söfnuðu Lionskonur bæði nýjum og gömlum barna- fötum til að senda út. Fötunum og tækjunum var safnað saman um mitt sumar og send í gámi til Rússlands. Islenskur sjúkra- þjálfari, Ingveldur Friðriks- dóttir, fór sfðan til heimilisins í haust til að setja saman búnað- inn og þjálfa starfsfólkið." Enn er þörf á nauðsynjavörum Að sögn Alberts er heimilið í Friazino, sem er um 50 km fyr- ir utan Moskvu, rekið fyrir föst framlög rfkisins, en hann segir það nægja rétt fyrir rekstrar- kostnaði svo sem launum starfsfólks og fæði. „Þjálfunar- búnaður fyrir börnin var nán- ast enginn og föt og hjúkrunar- vörur mjög af skornum skammti,“ segir Albert og bæt- ir því við að það hafi því verið ánægjulegt að sjá börnin í föt- um sem komin voru frá fslensk- um Lionskonum. Hann segir ennfremur að með tilkomu nýrra stoð- og leiktækja sé heimilið orðið eitt best búna barnaheimili í Moskvu og ná- grenni. Eins og fyrr segir eru rúmlega áttatfu munaðarlaus börn á heimilinu í Friazino og segir Albert að þau hafi annað- hvort verið skilin eftir af for- eldrum sfnum eða tekin af for- eldrum sem hafi átt við áfeng- isvanda að strfða. Albert segir að síðustu að enn vanti ýmsar nauðsynjar á heimilið svo sem krem til að nudda börnin með, lýsi og einnota sprautur. Hann segir að þessir hlutir séu til í Rúss- landi en séu mjög dýrir þannig að heimilið hafi ekki efni á að kaupa þá. Hann bendir á að þó verkefni Lionshreyfingarinnar sé lokið sé ekki loku fyrir það skotið að áhugasamir aðilar geti komið þessum vörum til barnaheimilisins. ÁNÆGJAN leynir sér ekki á svip þessa barns sem leikur sér í leik- og þroskatæki frá Lionshreyfingunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.