Morgunblaðið - 28.11.1997, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Ásgrímur Ágústsson
75 ár frá stofnun Karlakórsins Geysis
Gamlir Geysismenn með tónleika
Takmarkanir
á akstri vöru-
bfla um gilið
SJÖTÍU og fimm ár eru um þessar
mundir liðin frá því Karlakórinn
Geysir var stofnaður, hann var
stofnaður 20. október 1922 en
fyrstu opinberu tónleikar kórsins
voru haldnir 1. desember sama ár. f
tilefni af þessum tímamótum efna
eldri félagar í Karlakórnum Geysi
til veglegra tónleika í Akureyrar-
kirkju á morgun, laugardaginn 29.
nóvember og hefjast þeir kl. 17. Á
tónleikunum verður flutt fjölbreytt
dagskrá, m.a. syngja þeir Jóhann
Már Jóhannsson og Örn Birgisson
einsöng og tvísöng og Geysiskvart-
ettinn syngur. Kórstjóri er Guð-
mundur Þorsteinsson.
Fyrstu árin starfaði Karlakórinn
Geysir undir stjórn Ingimundar
Árnasonar og var starfið þróttmik-
Aðventu-
kvöld í
Bægisár-
og Bakka-
kirkjum
AÐVENTUKVÖLD verður
haldið í Bægisárkirkju fyrsta
sunnudag í aðventu, 30. nóv-
ember, og hefst það kl. 21.
Kór kirkjunnar syngur nokk-
ur aðventu- og jólalög undir
stjóm Birgis Helgasonar org-
anista, lesin verður jólasaga
auk þess sem fermingarböm
flytja helgileik. Ræðumaður
kvöldsins verður Heiðdís
Norðfjörð. Eftir athöfnina
selja fermingarbörnin friðar-
ljós frá Hjálparstofnun kirkj-
unnar.
A fullveldisdaginn, 1. des-
ember, verður aðventukvöld í
Bakkakirkju og hefst það kl.
21. Dagskrá verður með svip-
uðu sniði, ræðumaður verður
sóknarpresturinn, séra Torfi
Stefánsson Hjaltalín.
Norrænn
jólamatur
NORRÆNA félagið á Akur-
eyri heldur , julefrokost" fyrir
fólk með norrænar taugar 6.
desember næstkomandi kl. 17
á Hótel Akureyri. Tilkynna
þarf þátttöku fyrir 2. desem-
ber næstkomandi hjá Alice
Zackrisson formanni félagsins
eða á Hótel Akureyri.
ið á þessum fyrstu árum, farið var í
söngferðalög um nágrannabyggðir
og tóku menn þátt í söngmótum,
settu upp söngleiki og plötur voru
hljóðritaðar. Kórinn keypti hús-
næði undir starfsemi sína, en það
reyndist þungur baggi og var síðar
selt og minna húsnæði tekið í notk-
un. Fyrsta utanför kórfélaga var
farin til Noregs árið 1952, en síðan
hafa verið farnar nokkrar fræki-
legar söngferðir, m.a. til Englands
og ftalíu.
Þegar komið var fram yfir árið
1985 var svo komið að söngmönn-
um hafði fækkað umtalsvert og
Karlakór Akureyrar sem starfað
hafði frá árinu 1929 sætti sömu ör-
lögum þannig að forsvarsmenn kór-
anna sáu þann kost vænstan að
SPARISJÓÐUR Norðlendinga
opnar afgreiðslu í nýju og glæsilegu
400 fermetra húsnæði á Skipagötu 9
á Akureyri mánudaginn 8. desem-
ber nk. Sparisjóður Norðlendinga
varð til við samruna Sparisjóðs
Glæsibæjarhrepps og Sparisjóðs
Akureyrar og Arnameshrepps sl.
sumar.
Sparisjóðimir sem sameinuðust í
Sparisjóði Norðlendinga hafa starf-
að á Akureyri í langan tíma og nær
sú saga allt aftur til ársins 1884, að
Sparisjóður Amarneshrepps var
stofnaður. Báðir sparisjóðirnir eru
með afgreiðslur í Brekkugötu 1 og
9. Þeim verður lokað um leið og
opnað verður í Skipagötu og hafa
húseignir sjóðanna í Brekkugötu
verið seldar.
Samruni sjóðanna tók gildi 1. júlí
sl. og þá tók Sparisjóður Norðlend-
inga við allri starfsemi, réttindum
og skyldum sjóðanna tveggja.
Stofnfé hins nýja sjóðs nam tveimur
milljónum króna og skiptist jafnt
milli eigenda að stofnfé Sparisjóðs
Glæsibæjarhrepps og Sparisjóðs
Akureyrar og Amarneshrepps.
Starfsfólki fjölgað
Jón Bjömsson, rúmlega þrítugur
Akureyringur, hefur verið ráðinn
sparisjóðsstjóri og kom hann til
starfa 1. september sl. Jón sagði í
samtali við Morgunblaðið að allir 15
starfsmenn sjóðanna væru ráðnir
áfram. Eftir flutninginn myndi þeim
fjölga um einn og gert væri ráð fyr-
ir enn frekari fjölgun starfsmanna í
nánustu framtíð.
„Starfið leggst mjög vel í mig og
-þetta er afar spennandi tækifæri
sameina kórana og var það gert
formlega árið 1990 þegar Karlakór
Akureyrar - Geysir var stofnaður.
Hópur manna sem starfað hafði í
Geysi vildi halda merki hans á lofti
og hafa þeir starfað saman undir
nafninu Karlakórinn Geysir-eldri
félagar, en ganga í daglegu tali
undir nafninu Gamlir Geysismenn.
Eldri félagar hafa víða farið á liðn-
um árum, tekið þátt í söngmótum
og efnt til tónleika víða um land
auk þess að syngja í Dyflinni á ír-
landi.
Auk Ingimundar stjómaði Árni
Ingimundarson kóraum lengi vel,
Pilip Jenkins, Áskell Jónsson, Sig-
urður Demetz Franzson, Ragnar
Björnsson og Michael Jón Clarke
hafa einnig séð um kórstjórn.
sem við fáum hér á markaðnum.
Nýja húsnæðið er sérlega vel
heppnað og vel staðsett og það ríkir
spenna meðal starfsfólks. Við finn-
um fyrir miklum meðbyr og þetta
er eina bankastofnunin sem er í
eigu Akureyringa og Eyfirðinga á
Akureyri. Við bindum því miklar
vonir við að fólk beini til okkar
auknum viðskiptum. Sparisjóðirnir í
landinu hafa verið að gera mjög
góða hluti og við ætlum okkur ekki
minni hlut en þeir,“ sagði Jón.
Eiginfjárstaða sterk
Ekki er endanlega búið að sam-
eina ársreikninga sjóðanna, en 30.
júní sl. var eigið fé þeirra um 270
milljónir króna. Innlán námu 775
milliónum króna á samtíma 0g,út-
TAKMARKANIR á akstri vörubif-
reiða um Kaupvangsstræti, Odd-
eyrargötu og Spítalaveg hafa tekið
gildi, en bæjarstjórn samþykkti um
síðustu mánaðamót að takmarka
umferð um þessar götur. Felast
þessar takmarkanir í því að akstur
vörubifreiða með leyfilegri heildar-
þyngd meiri en 12 tonn er bannað-
ur um þessar götur nema vegna
nauðsynlegra flutninga að og frá
aðliggjandi hverfum. Umferðar-
merki sem gefa þessar takmarkan-
ir til kynna verða settar upp á
næstunni.
Stæðum lokað hluta úr morgni
Mjög hefur borið á því að gjald-
frí bifreiðastæði austan Skipagötu
eru öll orðin upptekin þegar versl-
anir eru opnaðar á morgnana, en
einkum er það starfsfólk ýmissa
fyrirtækja í miðbænum sem leggur
bifreiðum sínum á þessum stæðum
og standa þær þar allan daginn.
lán námu um 696 milljónum króna.
„Báðar þessar stofnanir stóðu vel
og voru með mjög sterka eiginfjár-
stöðu.“
Jón Björnsson er viðskiptafræð-
ingur að mennt. Hann hefur starfað
sem sölu- og markaðsstjóri hjá inn-
anlandsflugi Flugleiða og sem ráð-
gjafi hjá Hagvangi. Áður en Jón
réðst til starfa hjá Sparisjóði Norð-
lendinga vann hann í Sparisjóði
Hafnarfjarðar. Hann er kvæntur
Sigrúnu Björk Jakobsdóttur og eiga
þau eitt barn.
Laugardaginn 6. desember verð-
ur afgreiðsla Sparisjóðs Norðlend-
inga í Skipagötu opin almenningi
milli kl. 12 og 16, þar sem starfsemi
sjóðsins verður kynnt og boðið upp
á veitingar.
Þeir sem erindi eiga í miðbæinn
finna því fá laus stæði þar og verða
að leggja í útjaðri miðbæjarins.
Nú hefur verið ákveðið að gera
tilraun í desember, þannig að þess-
um stæðum verður lokað á virkum
dögum frá kl. 7.45 á morgnana til
10.15, en það er gert í þeirri von að
starfsfólk á miðbæjarsvæðinu leggi
bifreiðum sínum fjær hjarta mið-
bæjarins og skapi þeim sem sækja
þurfa þjónustu í miðbæinn mögu-
leika á gjaldfríum stæðum í næsta
nágrenni við göngugötuna. Einnig
má benda á að á miðbæjarsvæðinu
eru oftast næg laus gjaldskyld bíla-
stæði.
Starfsfólki fyrirtækja á miðbæj-
arsvæðinu er bent á að nægt pláss
er fyrir bifreiðar á svæðinu austan
Glerárgötu, sunnan Strandgötu
með aðkomu frá gatnamótum
Strandgötu og Norðurgötu og er
gönguleið að Ráðhústorgi ekki
nema um 200 metrar.
Fjölskyldu-
skemmtun í
Alþýðu-
húsinu
KVENFÉLAG Akureyrarkirkju
heldur fjölskylduskemmtun í Ál-
þýðuhúsinu sunnudaginn 30. nóv-
ember og hefst hún kl. 15.
Meðal dagskráratriða er söngur
Gerræðiskórsins, Kryddpíur sýna
dans, Margrét Sigurðardóttir og
Kristín Alfreðsdóttir syngja við
undirleik séra Arnar Friðrikssonar
og þá verður tískusýning, sýndur
verður jólafatnaður frá Kátum
krökkum, skinnfatnaður frá Sigríði
Sunnevu og fbt frá Tískuverslun
Steinunnar og Sportveri. Haukur
Ingimarsson leikur á harmóníku.
Sýningarfólk er á aldrinum fjögurra
til 82 ára.
--------------
Vígsluafmæli
Hrafna-
gilsskóla
í ÁR á Hrafnagilsskóli í Eyjafjarð-
arsveit 25 ára vígsluafmæli en skól-
inn var vígður 3. desember 1972.
í tilefni afmælisins verða þema-
dagar í skólanum 2.-5. desember nk.
og laugardaginn 6. desember verð-
ur afmælishátíð í skólanum. Sýning
á vinnu nemenda verður opnuð kl.
12.30 og kl. 13.30 hefst afmælisdag-
skrá í íþróttahúsi skólans. Að dag-
skrá lokinni er gestum boðið að
þiggja veitingar.
Ibúar Eyjajfarðarsveitar, Sval-
barðstrandarhrepps, gamlir nem-
endur og aðrir velunnarar skólans
eru sérstaklega boðnh- velkomnir.
Messur
LAUFASPRESTAKALL:
Guðsþjónusta í Svalbarðskirkju
kl. 14 á sunnudag, 1. sunnudag
í aðventu. Byrjum jólaundir-
búninginn á að sækja kirkju.
Altarisganga. Fjölskyldur
fermingarbarna eru sérstak-
lega hvattar til að sækja kirkju
þennan dag. Fermingarfræðsla
fyrir allt prestakallið verður í
Svalbarðskh-kju kl. 11. Kyrrð-
ar- og bænastund verður í
Grenivíkurkirkju kl. 21 á
sunnudagskvöld.
Sparisjóður Norðlendinga á Akureyri
Opnar afgreiðslu
í nýju húsnæði
Morgunblaðið/Kristj án
JÓN Björnsson, sparisjdðsstjöri Sparisjóðs Norðlendinga, fyrir framan
húsnæði stofnunarinnar á Skipagötu 9. Starfsemi sparisjóðsins verður
á jarðhæð hússins.