Morgunblaðið - 28.11.1997, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.11.1997, Qupperneq 20
I 20 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997___________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI A fímmta hundrað á námstefnu VIB VEL á fimmta hundrað manns sóttu námstefnu sem Verðbréfa- markaður Islandsbanka stóð fyrir síðastliðinn miðvikudag. Á nám- stefnunni var farið yfir stöðuna á verðbréfamarkaði og möguleikar í fjárfestingum kynntir einstakl- ingum. Að sögn Margrétar Sveinsdótt- ur, forstöðumanns einstaklings- þjónustu VÍB, var þetta mun meiri aðsókn en búist hafði verið við. „Þetta er allt annað en við áttum von á og þegar hefur verið ákveð- ið að halda aðra námstefnu nk. miðvikudag þar sem færri komust að en vildu. Þarna var auðvitað verið að ræða efni sem fólk hefur áhuga á en í gegnum tíðina hefur aðsóknin ekki verið svona mikil. Þetta er hins vegar mjög ánægju- legt og greinilegt að mikill áhugi er til staðar." Margrét segir að þarna hafi verið saman kominn mjög bland- aður hópur fjárfesta á öllum aldri. Mestur áhugi hafi verið á þeirri þróun sem verið hafi á hlutabréfa- mörkuðum, bæði hér á landi og erlendis að undanförnu enda hafi miklar hræringar verið á þessum mörkuðum. Þá hafi fólk mikið verið að velta fyrir sér hvaða tækifæri væru fyrir hendi í sínum fjárfestingum. „Kjarninn í okkar ráðleggingum er að það sé eigna- skiptingin sem ráði mestu um árangur í ávöxtun sparifjár. Þar þarf 'að taka með innlend og er- lend verðbréf, að sjálfsögðu í þeim hlutföllum sem henta hverj- um og einum,“ segir Margrét. Hún segir að hvað horfurnar á hlutabréfamarkaði varði þá séu horfurnar í efnahagslífinu mjög góðar. Hins vegar eigi ákveðin hagræðing enn eftir að koma fram, t.d. hjá þeim fyrirtækjum sem hafi verið að sameinast á undanförnum misserum og því sé gert ráð fyrir að ávöxtun hluta- bréfa verði ekki alveg jafn góð á næsta ári og í ár, en þó hugsan- lega á bilinu 12-15%. Þá séu horfur á skuldabréfa- markaði einnig góðar og því megi reikna með um 6-8% raun- ávöxtun þar. Ávöxtun á hluta- bréfamarkaði verði því að líkind- um nokkru meiri en á skulda- bréfamarkaði en á móti komi að áhættan sé mun minni í skulda- bréfum. Mest horft á sjón- varp íBretlandi Frankfurt. Reuters. BRETAR horfa meira á sjónvarp en aðrar Evrópuþjóðir og sitja að meðaltali í tæplega fjóra tíma á dag fyrir framan sjónvarpstækið sam- kvæmt nýrri könnun þýzks ijöl- miðlamarkaðsfélags, IP Deutsch- land. í fyrra horfðu Bretar að jafnaði í 229 mínútur á sjónvarp á dag, sjö mínútum lengur en ítalir og Ung- verjar, þær þjóðir Evrópu sem horfðu næstmest á sjónvarp. Þýzkumælandi Svisslendingar eyddu minnstum tíma fyrir framan sjónvarpið — 138 mínútum á dag — og næstir komu Austurríkismenn, sem horfðu í 141 mínútu. Þjóðverj- ar horfðu að jafnaði í 195 mínútur. íþróttir vinsælastar Áhorf í Bandaríkjunum minnkaði um nokkrar mínútur í 239 mínútur í fyrra, en Vestur-Evrópubúar horfðu á tækið í 200 mínútur að meðaltali, 5% meir en 1994. Könnunin var gerð 1996. íþróttir reyndust vinsælasta sjón- varpsefnið í Evrópu og horfðu 26% á slíkt efni, en næst komu skemmti- efni (24%) og framhaldsmynda- þættir (19%). í 17 löndum Evrópu á hvert heim- ili eitt sjónvarpsviðtæki að meðal- tali að sögn IP og nú er svo komið að sama sem enginn munur er á sjónvarpstækjaeign í Austur- og Vestur-Evrópu. Kapal- og gervihnattaþjónusta hefur aukizt hvarvetna í Evrópu og í fyrra var þriðja hvert heimili, sem átti sjónvarpstæki (80,9 milljónir), tengt kapli eða gervihnetti. í Hollandi voru flest heimili kapal- eða gervihnattatengd, eða 99_%, en fæst í Grikklandi (1%) og á Ítalíu (2%). Mafían á Wall Street Daily Telegraph. ALRÍKISLÖGREGLAN í Banda- ríkjunum vinnur nú að rannsókn á umfangi mafíunnar í viðskipta- hverfinu Wall Street í New York. Á þriðjudag voru 19 menn hand- teknir vegna gruns um ólögmætt verðbréfabrask og eru fimm þeirra taldir tilheyra glæpasamtökunum. Ekki er ljóst hversu mikið um- fang samtökin hafa í viðskipta- hverfinu. James Kallstrom, yfir- maður alríkisskrifstofunnar í New York, segir þó alls ekki koma á óvart að þau reyni að hreiðra þar um sig þar sem mafían hafi aldrei látið möguleika á gróða fram hjá sér fara. Mafían er talin starfa í samráði við ákveðna verðbréfasala sem telja einstaklinga á að fjárfesta í ákveðn- um hlutabréfum. Kaupendur eru síðan þvingaðir til að halda bréfun- um þar til þau hafa náð ákveðnu verði. Að sögn Mary Jo White, sem starfar hjá saksóknara í suðurhluta New York, var fjölskyldu eins af fórnarlömbunum hótað hnífstung- um en öðru haldið út um glugga þar til það hafði samþykkt skilmála mafíunnar. ,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.