Morgunblaðið - 28.11.1997, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 28.11.1997, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Astæðurnar að baki óbilgírni Sameinuðu þjóðanna í garð Iraks Búa enn yfir efna- og sýklavopnabúri HINA HÖRÐU deilu íraskra stjórn- valda við Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) um vopnaeftirlit í landinu og fram- kvæmd viðskiptabannsins á írak hefur á undanförnum vikum borið einna hæst í fjölmiðlum um allan heim, enda hefur ekki hitnað eins mikið í kolunum í þessum heims- hluta frá því stríðinu þar lauk 1991. írakar halda því fram að Banda- ríkjamenn ofsæki írak og krefjast þess að viðskiptabanninu verði af- létt. En hvaða ástæður liggja að baki því að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra leggja svo mikla áherzlu á að hvergi verði slakað á klónni hvað varðar refsiaðgerðir gegji írak, meira en sex árum eftir að írakar játuðu sig sigraða? Skýringanna er fyrst og fremst að leita í viðfangsefni vopnaeftirlits- manna SÞ, sem hafa því vandasama hlutverki að gegna að leita að og eyðileggja gereyðingavopnabúr Saddams Husseins. Öryggisráð SÞ kemur reglulega saman til þess að meta hvort írakar hafi uppfyllt skii- mála ályktana ráðsins, sem leggur írökum þær skyldur á herðar að hætta framleiðslu á og eyða öllum gereyðingarvopnum, þ.e. kjarn- orku-, efna- og sýklavopnum, sem þeir hafa yfir að ráða. Fyrr verður viðskiptabanninu ekki aflétt. Og þrátt fyrir að vopnaeftirlits- mennimir hafi verið að verki í um sex ár hafa þeir enn ekki séð ástæðu til að gefa til kynna að óhætt sé að slaka á banninu; Saddam Hussein og fylgismenn hans hafa ekki enn látið af tilraunum sínum til að við- halda og byggja upp vopnabúr sem væri hægt áð eyða heilu borgunum með. Aðspurður um þetta sagði Walter Douglas, talsmaður bandaríska sendiráðsins í Reykjavík, að „eins lengi og Saddam Hussein býr yfir efna- og sýklavopnum er hann ógn við sinn heimshluta. Hann er líka ógn við afganginn af heimsbyggðinni, sem er háð hráefnum frá svæðinu. Astæðumar fyrir því að við fómm í stríð við Saddam Hussein 1990-1991 eru þær sömu og eru fyrir því að við viljum viðhalda til hins ýtrasta refsi- aðgerðum gegn honum. Við viljum tryggja að hann geti ekki efnt til nýs ófriðar." Douglas sagði Madeleine Albright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hafa svarað sömu spum- ingu á þá leið að hennar hlutverk væri að sjá til þess að ekki þyrfti að endurtaka þetta stríð. „Niður Ameríka" Skilaboðin sem vopnaeftirlits- menn Sameinuðu þjóðanna (SÞ) fengu við komu sína til Baghdad um síðustu helgi voru skýr. Stómm stöf- um var málað á vegg á flugvellinum „Niður Ameríka". Eftirlitsmennimir 75 - fjórir þeirra Bandaríkjamenn - voru komnir aftur til íraks, en þeir voru jafnóvelkomnir og áður. Og ekkert benti til að þeir myndu eiga auðveldara með að sinna sínu vandasama hlutverki. Eftir þriggja vikna fjarveru stóðu eftirlitsmennirnir frammi fyrir erf- iðri spurningu: Hvað höfðu menn Saddams Husseins gert á þessum þremur vikum? Augljóst var að þeir höfðu byrgt fyrir linsur eftirlits- myndavéla og flutt til búnað sem vel hafði verið fylgzt með þar sem hann gæti nýtzt til vígbúnaðar. Nokkrir eftirlitsmannanna óttast að írakar hafi notað tímann til að framleiða meira af eitur- eða sýkla- vopnum til að bæta á leyniíegar vopnabirgðir sínar. Leitin mun í fyrstu beinast að því sem írakar gætu hafa reynt að fela á hinu eftirlitslausa tímabili. Þá snúa eftirlitsmennirnir sér aftur að því að reyna að fá aðgang að stöðum þar sem grunur hefur leikið á því að leynilegar vopnageymslur sé að finna en Irakar hafa ítrekað hindrað aðgang að. Mestum áhyggjum valda eftirlits- mönnunum vopnabúr með efna- og sýkiavopnum sem þeir eru sann- færðir um að Saddam Hussein haldi leyndum einhvers staðar. Sýklavopn á borð við anthrax og botulinum eru svo bráðbanvæn, en einfalt er að framleiða þau og geyma á leyndum stað, að eftirlitsmennirnir eru ekki tilbúnir að taka orð íraka trúanleg þegar þeir segjast hafa eytt öllum slíkum birgðum, einkum þar sem sérfræðingar einræðisherrans héldu því áður statt og stöðugt fram að þeir hefðu aldrei búið yfír slíkum vopnum. SÝKLAVOPNABÚR SADDAMS Samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna hafa írakar gengist við því að framleiða sýklavopn í því magni sem getið er hér að neðan. Óljóst er hve miklu hefur verið eytt og eftirlitsmenn SÞhaldaað magnið sémunmeira. BOTULINUM 19.000 lítrar Kæfir með því að lama lungun. Tegund og fjöldi burðarvopna: 100 sprengjur, 16 eldflaugaoddar ANTHRAX 8.500 lítrar Mjög banvænt við innöndun gróa Tegund og fjöldi burðarvopna: 50 sprengjur, 5 eldflaugaoddar AFLAT0XÍN 2.200 litrar Veldur lifrarkrabbameini Tegund og fjöldi burðarvopna: 7 sprengjur, 4 eldflaugaoddar CLOSTRIDUM PERFRINGENS 340 litrar Veldur rotnun holds Tegund og fjöldi burðarvopna: Óþekkt. RICIN 10 lítrar Veldur hægfara dauðdaga með því að blóðrásin stöðvast Tegund og fjöldi burðarvopna: Óþekkt magn 15 mm fallbyssukúlna. Klofningur innan Isra- elsstjórnar Reuters. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, sagðist í gær tilbúinn að láta Palestínumönnum eftir aukin landsvæði á Vestur- bakkanum gegn því að þeir hertu aðgerðir gegn hryðjuverkastarf- semi. Netanyahu sagði tilboðið m.a. fela í sér að gengið yrði beint til lokaviðræðna um yfirráð á svæðinu. Þá lýsti Meir Sheetrit, þing- flokksformaður Likud-bandalags- ins, því yfir á miðvikudag að hann væri hlynntur viðræðum um stofn- un palestínsks ríkis. Sheetrit sagði óhjákvæmilegt að palestínskt ríki yrði stofnað fyrr eða síðar og mikilvægt væri að Likud-bandalagið hefði frumkvæði að stofnun þess svo tryggt yrði að hagsmunamál þess yrðu höfð til hliðsjónar. Að sögn The Jerusal- em Post tók hann þó skýrt fram að þyrfti hann að velja á milli frið- ar og fullra yfirráða yfir Jerú- salemborg veldi hann Jerúsalem. Harðlínumenn innan Likud brugð- ust ókvæða við ummælum Sheetr- its. Þrýstingur frá Bandaríkjasfjórn Mikil reiði greip um sig meðal harðlínumanna í stjóm Netanyahus er fréttir bárust af því fyrr í vik- unni að hann hygðist bjóða Palest- ínumönnum frekara land og hótuðu nokkrir ráðherra hans að ijúfa stjómarsamstarfið ef af því yrði. Netanyahu, sem hefur verið und- ir miklum þrýstingi frá Bandaríkja- stjórn um að liðka fyrir frekari frið- arviðræðum við Palestínumenn. Reuters Fjöldamorð verði rannsökuð Hindraði ANC morðákæru á hendur Winnie Mandela? AFGANSKIR stjórnarandstæð- ingar við eina af fjöldagröfum skammt frá bænum Shibargan. Talið er að þar sé að finna leifar um 2.000 liðsmanna Talebana sem drepnir voru eftir að hafa verið teknir til fanga í maí sl. Abdul Rashid Dostum, foringi VALDABARATTA á sér nú stað milli tveggja fylkinga öfgasamtak- anna Hinn vopnaði flokkur íslams (GIA) í Alsír og samkvæmt fréttum dagblaðsins Le Matin hyggjast liðsmenn fylkinganna fremja fjöldamorð á óbreyttum borgurum til að sanna styrk sinn. Baráttan stendur um völd í Fra- is-Vaiion hverfi f Algeirsborg en stjórnarherinn lokaði hverfinu í einna samtaka stjórnarandstæð- inga, kennir pólitískum andstæð- ingi sínum, Abdul Malik, og sveitum hans um morðin. Bæði Dostum og leiðtogar Talebana hafa óskað eftir því að Samein- uðu þjóðirnar (SÞ) rannsaki málið. gær að ósk íbúa þess. Rúmlega 65.000 manns hafa fallið í átökunum í Alsír frá 1992. Stjórnvöld hafa alla tíð kennt bók- stafstrúarmönnum um þá ofbeldis- öldu sem gengið hefur yfir landið á undanförnum árum en mannrétt- indasamtök segja æ fleira benda til að ofbeldisverk séu framin í skjóli eða að undirlagi stjórnar- hersins. YFIRHEYRSLUR sannleiks- nefndarinnar svokölluðu í Suður- Afríku vegna máls Winnie Mad- ikizela-Mandela, fyrrverandi eig- inkonu Nelsons Mandela forseta, hafa vakið spurningar um hvers vegna hún hefur ekki verið ákærð fyrir morð og hvort Afríska þjóðar- ráðið (ANC) hafi reynt að hindra það. Vitni sem hafa komið fyrir sannleiksnefndina hafa sakað Winnie Mandela um að bera ábyrgð á að minnsta kosti sex morðum og hrottalegum barsmíð- um lífvarða hennar á ungum blökkumönnum á síðasta áratug. Jerry Richardson, foringi lífvarð- anna, var dæmdur til dauða fyrir að myrða eitt fórnarlambanna, Stompie Seipei, 14 ára dreng, en dómnum var síðar breytt í lífstíð- arfangelsi. Winnie Mandela var hins vegar aðeins ákærð fyrir mannrán. Nokkur vitna sannleiksnefndar- innar hafa sagt að Winnie Mand- ela hafi sjálf tekið þátt í barsmíð- um lífvarðanna á ungum blökku- mönnum á heimili hennar í Sow- eto, útborg Jóhannesarborgar. Eitt vitnana, Katiza Cebukhulu, sem hefur búið í Bretlandi, sagðist hafa séð Winnie Mandela stinga Seipei til bana með skærum. Sá vitnisburður vekur spurningar um hvers vegna hún var ekki ákærð fyrir morð þegar mál hennar og lífvarðanna var tekið upp í dóms- kerfinu fyrir sex árum. Vill verða varaforseti Winnie Mandela átti sæti í framkvæmdastjórn ANC en lét af öllum störfum sínum innan flokks- ins áður en réttarhöldin hófust. Hún sneri þó aftur í desember 1993 þegar hún var kjörin forseti kvennadeildar flokksins. Hún var kjörin á þing í fyrstu kosningunum eftir afnám aðskilnaðarstefnunnar í apríl 1994 og var skipuð aðstoð- arráðherra lista, menningar, vís- inda og tækni. Nelson Mandela vék henni síðan úr stjórninni tæpu ári síðar vegna gagnrýni hennar á stjórnina. Winnie nýtur enn mikilla vin- sælda meðal fátækra blökku- manna og herskárra félaga í Afr- íska þjóðarráðinu og stefnir nú að því að verða kjörin varaformaður ANC á flokksþingi í desember. Líklegt er að varaformaðurinn verði varaforseti Suður-Afríku árið 1999 þegar Nelson Mandela lætur af embætti forseta. Sakaðir um yfirhylmingu Lundúnablaðið The Times segir í forystugrein að Cebukhulu hafi stefnt lífi sínu í verulega hættu með því að snúa aftur til Jóhann- esarborgar og saka Winnie Mand- ela um morð. Blaðið sakar einnig forystumenn Afríska þjóðarráðs- ins um að hafa hindrað að Cebukh- ulu vitnaði gegn Winnie Mandela þegar mál hennar var tekið upp í dómskerfinu. „Nokkrir háttsettir félagar í ANC virðast vera viðriðnir sam- særi um að nema Cebukhulu burt með leynd til Zambíu. Frú Mand- ela var því aðeins ákærð fyrir mannrán og komst að lokum hjá fangelsisdómi. Nokkrir þeirra, sem reyndu að hindra framgang rétt- vísinnar þá, eiga sæti í ríkisstjórn- inni nú.“ The Times bætir við að óljóst sé hvers vegna sannleiksnefndin tekur málið upp nú, en hún var stofnuð til að rannsaka mannrétt- indabrot og pólitíska glæpi sem framdir voru á tímum aðskilnaðar- stefnunnar. „Dráp á börnum eru yfirleitt álitin sakamál sem dóm- stólar eiga að fjalla um. Nefndin hefur umboð til að senda lögregl- unni ákveðnar tillögur. Tutu erki- biskup [formaður nefndarinnar] ætti að óska eftir nýjum réttar- höldurn." Blaðið telur mjög ólíklegt að Winnie Mandela verði ákærð fyrir morð, þar sem það þjóni ekki hags- munum forystumanna ANC. Þeir vilji hins vegar fyrir alla muni koma í veg fyrir að hún verði vara- formaður flokksins og síðar vara- forseti landsins og noti því sann- leiksnefndina til að grafa undan henni. „Þessu pólitíska markmiði fylgir ekki ástríðufull réttlætiskennd," segir The Times og bætir við að verði Winnie Mandela leidd fyrir rétt megi búast við mörgum spurn- ingum sem geti komið forystu Afríska þjóðarráðsins illa. „Hversu mikið vissi forysta ANC um meinta ógnarstjóm hennar I Sow- eto? Hver ákvað að hún ætti að komast hjá fangelsisdómi fyrir sex ámm? ANC vill að Frú Mandela tapi í næsta mánuði og hverfi síð- an af vettvangi stjórnmálanna. Óvíst er að þeir nái fýrmefnda markmiðinu og mjög ólíklegt er að seinni draumurinn rætist.“ Blóðug átök yfirvofandi París. Reuters
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.