Morgunblaðið - 28.11.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.11.1997, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Harðvítug valdabarátta í íran Dubai, Washington. Reuters. ALI Khamenei erkiklerkur, æðsti leiðtogi Irans, hefur blásið til gagnsóknar gegn andófsmönnum, sem draga í efa að hann sé hæfur til að stjóma landinu, og fréttaskýrendur segja það til marks um harðvítuga valdabaráttu milli afturhalds- samra klerka og hófsamari afla í landinu. Hreyf- ing íranskra útlaga í Bandaríkjunum segir and- stöðuna við erkiklerkinn upphafíð að endalokum íslamska stjómkerfísins í Iran frá byltingunni 1979. Khamenei, eftirmaður byltingarleiðtogans Ru- hollah Khomeinis erkiklerks, sagði í útvarps- og sjónvarpsávarpi á miðvikudag að andófsmennim- ir yrðu sóttir til saka af fullri hörku. Hann lýsti þeim sem „útsendurum óvinarins" og þjóðníðing- um, sem embættismenn dóms- og framkvæmda- valdsins hygðust refsa „án nokkurrar linkindar“. Margir af andófsmönnunum hafa verið banda- menn Mohammads Khatamis forseta, tiltölulega hófsams klerks sem bar sigurorð af forsetaefnum afturhaldssamra klerka í kosningum í maí. „Þetta er sannkölluð valdabarátta," sagði stjómarerindreki í Teheran. „Þessir menn hafa ekki getað sætt sig við Khatami. Þeir leggja mik- ið kapp á að tryggja að ástandið haldist óbreytt." Alireza Jafarzadeh, talsmaður hreyfíngar íranskra útlaga í Bandaríkjunum, sagði að valda- baráttan væri upphafið að endalokum klerka- stjómarinnar. „Þetta er upphaf þróunar... sem á eftir að veikja stjórnina og skapa tækifæri til að steypa henni,“ sagði hann. „Þetta getur aðeins færst í aukana og atburðimir sýna að þróunin er miklu hraðari en við bjuggumst við.“ Götumótmæli gegn andófsmönnum Hossein AIi Montazeri, 75 ára erkiklerkur, hef- ur verið atkvæðamestur andófsmannanna í íran frá því að Khomeini hafnaði honum sem eftir- manni sínum skömmu áður en hann lést árið 1989. Montazeri hafði þá gagnrýnt stefnu klerka- stjómarinnar, meðal annars illa meðferð á póli- tískum fóngum og Khamenei varð æðsti leiðtogi landsins eftir að Khomeini lést. Montazeri hefur dregið í efa að Khameini sé hæfur til að vera trúarlegur leiðtogi allra shíta- múslima í heiminum og æðsti pólitíski leiðtogi írans. Stuðningsmenn Khameinis hafa svarað andóf- inu með daglegum götumótmælum í nokkram borgum til að fordæma Montazeri og stuðnings- menn hans. Lögreglan varð að beita táragasi til að dreifa fylgismönnum Khameinis sem réðust á skrifstofu Mantazeris og annars andófsmanns, Ahmads Azaris erkiklerks, í borginni Qom á föstudag. íslömsk stofnun, sem skipulagði mótmælin, af- lýsti frekari mótmælagöngum að beiðni Khameinis, sem latti írana til að taka lögin í sínar hendur. Réttað yfír bandamanni forsetans Fréttaskýrendur segja að réttarhöld fyrir borgarstjóra Teheran, Gholamhossein Karbaschi, tengist valdabaráttunni. Borgarstjórinn hefur verið ákærður fyrir aðild að fjármálaóreiðu og dómstóll í borginni hefur sett hann í farbann og leyst hann úr fangelsi gegn tryggingu. „Réttarhöldin yfir borgarstjóranum eru einnig réttarhöld yfir forsetanum,“ sagði sérfræðingur í stjórnmálum írans. „Hann var aðalmaðurinn á bak við kosningabaráttu Khatamis. Hann stofn- aði hreyfingu, sem styður Khatami, og verið er að refsa honum fyrir það.“ Khatami forseti hefur þó haldið að sér höndum í valdabaráttunni. Sérfræðingar í málefnum írans segja að valda- baráttan geti varpað skugga á leiðtogafund ríkja múslima í Teheran í næsta mánuði. Khamenei leggi mikla áherslu á að mótmælin verði stöðvuð áður en athygli heimsins beinist að borginni þeg- ar konungar, forsetar og aðrir ráðamenn múslimaríkjanna safnast þar saman. Stjómvöld í íran vonast til þess leiðtogafundurinn sýni að landið njóti virðingar meðal margra ríkja þrátt fyrir tilraunir Bandaríkjastjómar til að einangra það. Reuters Uppgangur í Noregi Ósló. Reuters. Svikalogn á mörkuðum í SA-Asíu Singapore, Ottawa. Reuters. STAÐA flestra gjaldmiðla í Asíu gagnvart Bandaríkjadollar styrktist í gær en þá var almennur frídagur í Bandaríkjunum vegna þakkargjörð- arinnar og margir stærstu kaupa- héðnarnir voru ekki á markaðnum. Sögðu peningamiðlarar að banda- rísk fjármálafyrirtæki hefðu verið umsvifamest í sölu á japanska jen- inu og suður-kóreska woninu und- anfama daga. í gær beindist athyglin fyrst og fremst að aðgerðum sem stjómvöld í Japan, Suður-Kóreu og Malaysíu hafa heitið að grípa til í því augna- miði að lægja öldur á peningamörk- uðum í Suðaustur-Asíu. „Það ríkir einskonar svikalogn á öllu svæðinu,“ sagði Kanika Singh, hagfræðingur í Singapore, við Reuters. „Markaðimir era stilltir á bið, bíða eftir umræðum og tilkynn- ingum um stefnu, bíða eftir að það komi í Ijós hvemig stjómvöld fylgja orðum sínum eftir með athöfnum." Ryutaro Hashimoto, forsætisráð- herra Japans, sagði á fréttamanna- fundi í fyrradag að hann skammað- ist sín vegna gjaldþrots fjórða stærsta verbréfafyrirtækis lands- ins, Yamaichi, um síðustu helgi. Hashimoto lauk lofsorði á þátt al- þjóðlegra markaða í að fletta ofan af Yamaichi-hneykslinu, sem er um- fangsmesta gjaldþrotamál sem komið hefur upp í Japan frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Hashimoto vildi hins vegar ekkert segja um það, til hvaða aðgerða stjómvöld hyggist grípa til þess að leysa þann vanda sem við blasir. FULLTRUAR seðlabanka og at- vinnulífs Grikklands fognuðu í vik- unni áformum hinnar vinstrisinn- uðu ríkisstjómar landsins um að- gerðir til að uppfylla aðildarskilyrð- in að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, en til að það tak- mark náist er að þeirra sögn þörf á frekari kerfisbreytingum og meiri stöðugleika í ríkisfjármálum. „Við eram komnir á endasprett- inn,“ sagði Yannos Papandoniou fjármálaráðherra í ávarpi á ráð- stefnu í Aþenu um efnahagsmál. „Það þjónar hagsmunum okkar allra að leggja harðar af okkur í átt að settu marki, en fremsta takmark þjóðarinnar er aðild að myntbanda- Friður í Beirút NOKKRIR af dýrgripum þjóð- minjasafns Líbanons í Beirút, 27 lfkkistur með úthöggnum andlit- um frá fimmtu öld fyrir Krist, sjást hér til sýnis, en safnið hefur verið opnað á ný eftir að hafa verið lokað í 22 ár vegna borg- arastríðsins í landinu 1975-1990. Safhið, sem var mikið notað af laumuskyttum í stríðinu, hefur verið endurnýjað fyrir um 210 milljónir króna. í landinu niður fyrir 3,0% en í ár er búizt við að hún verði 4,9%. Pap- andoniou sagði að fjárlagahalli árs- ins 1998 ætti að verða 3,0% sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, en væri 4,2% í ár. Með þessu næðist að uppfylla hin efnahagslegu skilyrði fyrir EMU-aðildinni, eins og kveðið er á um í Maastricht-sáttmálanum. SAMKVÆMT nýju mati norsku vinnumálastofnunarinnar mun Noregur þurfa á vinnuafli að minnsta kosti 20.000 erlendra verkamanna að halda á hverju ári frá 1999 ef ekki dregur úr vexti í norsku atvinnulífi. Dagblaðið Dag- ens Næringsliv greindi frá þessu á miðvikudag. Vöxtur í norsku atvinnulífi hefur aldrei verið meiri og er áætlað að fjölgun starfa í Noregi verði allt að skilyrðin. Hvatt til kerfisumbóta En ræðumenn á ráðstefnunni úr hópi iðnrekenda og bankastjóm- enda hvöttu stjórnina til þess að skera niður opinber útgjöld og hrinda nauðsynlegum kerfisumbót- um í framkvæmd til að landið verði 60.000 í ár, samkvæmt frásögn DN. Vinnumálastofnunin gerir ráð fyrir að fjölgun starfa á næsta ári verði í kring um 50.000, eða um 20.000 fleiri en reiknað hafði verið með í fjárlagaáætlun fyrri ríkisstjómar Verkamannaflokksins. Að sögn blaðsins mun þörfin verða mest á læknum, verkfræðing- um og upplýsingafræðingum, auk faglærðra iðnverkamanna og þjón- ustufólks í veitinga- og gistihúsum. hæft til fullrar þátttöku í mynt- bandalaginu. Lucas Papademos, seðlabanka- stjóri Grikklands, nefndi lága verð- bólgu, agaða stjórn ríkisfjármála, kerfisumbætur og stöðugt gengi drökmunnar sem meginþætti sem þyrfti að tryggja áður en af EMU- aðild landsins geti orðið. Það er ríkjandi túlkun innan ESB að galdmiðill tilvonandi aðildarlands EMU verði að sanna stöðugleika sinn með þátttöku í Gengissam- starfi Evrópu, ERM, í tvö ár áður en af fullri EMU-aðild getur orðið. Þessari túlkun hafnar gríska stjóm- in og ætlar ekki að tengja drökm- una ERM. Obreyttur stuðningur í Bretlandi ÞRÁTT fyrir mikla ágjöf síð- ustu vikurnar virðist stjóm Verkamannaflokksins í Bret- landi ekki hafa tapað fylgi, samkvæmt könnun MORI- stofnunarinnar, sem birt er í Times í gær. Nýtur Verka- mannaflokkurinn 56% stuðn- ings í stað 60% fyrir mánuði, íhaldsflokkurinn 24% og Frjálslyndir demókratar 16%. Hóta stjórn- inni í Kairó EGYPSKU samtökin, sem tal- in era bera ábyrgð á fjöldamorðunum í Lúxor mánudaginn í síðustu viku, al- Gama’a al-Islamiya, vöraðu stjórnvöld við því í gær að freista þess að senda herinn gegn öfgamönnum. Sömuleiðis sögðu þau það einungis hafa illt eitt í för með sér yrði her- inn látinn gæta öryggis er- lendra ferðamanna í landinu. Leitað í öðru húsi Pandys UNGVERSKA lögreglan hef- ur hafið leit í öðra húsi sem var í eigu prestsins Andras Pandys til þess að kanna hvort þar kunni að finnast vísbend- ingar um hvarf tveggja eigin- kvenna hans og fjögurra dætra sem hann er sakaður um að hafa myrt. Rússi sakaður um njósnir GRÍGORÍ Pasko kafteinn, blaðamaður við Stríðsvaktina, málgagn rússneska Kyrra- hafsflotans, var handtekinn á sunnudag er hann sneri frá Japan og gefið að sök að hafa afhent japönsku leyniþjónust- unni rússnesk leyniskjöl. Rússneskir umhverfissinnar segja eina afbrot Paskos hafa verið að ljóstra upp um hvar Kyrrahafsflotinn fleygir geislavirkum kjamorkuúr- gangi í hafið. Persson hætt- ir við Ríóför GÖRAN Persson forsætisráð- herra Svíþjóðar hefur aflýst opinberri heimsókn til Brasilíu um áramót af ótta við að hún verði tilefni nýrra deilna um ferðakostnað hans. Persson þykir hafa braðlað með því að ferðast um heiminn á einka- þotum. Samskipti til fyrirmyndar BORÍS Jeltsín Rússlandsfor- seti sagði eftir viðræður við Martti Ahtisaari Finnlands- forseta í Kreml í gær, að batn- andi samskipti og aukin tengsl Finnlands og Rússlands gætu verið skólabókardæmi fyrir önnur ríki, en talið er að hann hafi einkum verið að höfða til Eystrasaltsríkja. „Færa öll önnur ríki í Austur- og Mið- Evrópu að dæmi Finna myndi takast náinn vinskapur með þeim og okkur,“ sagði Jeltsín. Grikkir stefna á EMU-aðild 2001 Aþenu. Reutere. laginu,“ sagði ráð- herrann. Grikkir stefna að því að fá fulla aðild að EMU í ársbyrjun 2001. Til þess að eiga þess kost ætlar Ríkisskuldir era að vísu um 109% af landsfram- leiðslu og því hátt yfir 60% marki sáttmálans, en grísk stjómvöld telja að þær fari ríkisstjórnin sér að koma verðbólgu nægjanlega lækkandi til að uppfylla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.