Morgunblaðið - 28.11.1997, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 25
ERLEIMT
Lögreglustjóri Washington D.C.
hrökklast frá
Konameð
hreinan skjöld
tekurvið
Washington. Daily Telegraph.
Reuters
Valtað yfir svikna vöru
SONYA Proctor, 43 ára blökku-
kona, hefur verið sett yfirmaður
lögreglunnar í bandarísku höfuð-
borginni, Washington D.C. Er
henni ætlað að koma á röð og
reglu í kjölfar spillingarmála en
borgarbúar lifa í ótta um að of-
beldi fari þar vaxandi þrátt fyrir
að morðum hafi fækkað.
Proctor er fyrsta konan sem
gerð er að yfirmanni borgarlög-
reglunnar í Washington. Hún
þykir hafa hreinan skjöld og er
búist við því að hún gangi hart
fram í því að uppræta spillingu.
Hún tekur við af Larry Soulsby
sem neyddist til að segja af sér
í fyrradag eftir að upp komst að
hann leigði lúxusíbúð og greiddi
aðeins þriðjung af eðlilegri leigu
og deildi henni með undirmanni,
Jeff Stowe, sem kærður hefur
verið fyrir að kúga peninga út
úr kvæntum mönnum sem stund-
uðu vinsælan hommabar, Follies
Theater.
Bjó með fjárkúgara
Stowe var yfir þeirri deild lög-
reglunnar sem rannsakaði fjár-
kúgunarmál en leiddist sjálfur út
í iðju af því tagi. Notaði hann
myndir, sem teknar voru á barn-
um, til að kúga fé út úr viðkom-
andi, m.a. með því að hóta þeim
að þær yrðu sendar eiginkonum
þeirra ef þeir ekki borguðu.
Biekkti Stowe einnig eiganda
lúxusíbúðarinnar til þess að leigja
sér íbúðina á innan við hálfvirði á
þeirri forsendu að hún yrði notuð
undir leynilega lögreglustarfsemi.
Skiptu Stowe og Soulsby leigunni,
650 dollurum á mánuði, á milli sín
en þeir hafa verið góðir vinir og
deildu íbúðinni. Báðir eru nýskildir
við eiginkonur sínar. Aðrir leigj-
endur í húsinu, þeirra á meðal
Janet Reno dómsmálaráðherra,
borga 1.700 til 2.500 dollara á
mánuði fyrir sambærilegar íbúðir.
Konur eru í auknum mæli
fengnar til þess að koma skikk á
málin í Bandaríkjunum er spilltir
lögregluforingjar hafa neyðst til
að segja af sér sakir hvers kyns
hneykslismála. Misjafnt er hversu
vel þær hafa enst í starfi. Proctor
gerir tilkall til þess að hljóta fasta
skipun en hún hefur starfað í lög-
reglu borgarinnar í 24 ár. Ólíklegt
er þó að hún gegni starfinu nema
til bráðabirgða, því nýskipaðir til-
sjónarmenn með fjármálum höfuð-
borgarinnar, sem eru í slæmu
ástandi, vilja að utanaðkomandi
maður verði skipaður lögreglu-
stjóri. Líklegastur til að hljóta
stöðuna þykir Willie Williams, 54
ára blökkumaður sem var lög-
reglustjóri Los Angeles þar til
hann missti starfið fyrir hálfu áru
eftir að hafa orðið fórnarlamb
pólitískrar valdabaráttu.
Morðum fækkar
Morðum hefur fækkað frá fyrra
ári, eru 271 það sem af er ári eða
95 færri en á sama tíma í fyrra.
Áhyggjum veldur hins vegar að
enn hefur lögreglunni ekki tekist
að upplýsa nema tæpan helming
þeirra. Óttast er að raðmorðingi
gangi laus því fimm konur hafa
verið myrtar í sama hverfi með
stuttu millibili.
LÖGREGLAN í Bangkok notaði
valtara til þess að eyðileggja
ókjörin öll af eftirlíkingum er-
lendrar merkjavöru sem fram-
leidd var í leynilegum verk-
smiðjum í Thailandi. Var þar
um að ræða myndbönd, tón-
bönd, geisladiska, fatnað, úr
o.fl. en talið var að verðmæti
fengsins hafi verið 12 milljónir
bat, eðajafnvirði 21 milljónar
króna.
Evans
hættir hjá
Random
House
New York. Reuters.
HAROLD Evans, fyrrverandi rit-
stjóri The Sunday Times og The
Times í Bretlandi, hefur látið af
störfum hjá bandaríska útgáfufyr-
irtækinu Random House, en orð-
rómur er á kreiki í New York um
að dagar hans hjá fýrirtækinu
hefðu brátt verið taldir.
Eigandi Random House, Si
Newhouse, hækkaði nýlega Ann
Godoff í tign og gerði hana að
aðalritstjóra, en þeirri stöðu hafði
Evans gegnt. Þá þótti sýnt að
Evans ætti ekki framtíðina fyrir
sér í fyrirtækinu.
Halla fór undan fæti hjá Evans
er hann keypti útgáfuréttinn að
endurminningum Dick Morris fyrir
tvær og hálfa milljón dala, en þeg-
ar til kom seldist bókin mjög illa.
Morris var ráðgjafi Biils Clintons,
Bandaríkjaforseta, en var síðar
bendlaður við vændiskonu og
kaupin á útgáfuréttinum að endur-
minningum hans urðu ákaflega
umdeild á siðferðisforsendum.
Alnæmis-
smitað blóð
í eiturlyf
Genf. Reuters.
EIN ástæða þess að alnæmi
breiðist út með ógnarhraða í
A-Evrópu og fyrrum Sovétlýð-
veldum kann að vera sú að
framleiðendur eiturlyfja nota
alnæmissmitað blóð í þau.
Þetta kom fram hjá sér-
fræðingum Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar. Telja þeir
illmögulegt að hafa hendur í
hári framleiðendanna til að
upplýsa þá um hættuna sem
af þessu hiýst.
MEÐAN BlfíGÐIR ENDAST
Verslanir Nóatúns eru opnar
til kl. 21, öll kvöld.
NÓATÚN117 • ROFABÆ 39 • LAUGAVEG1116 • HAMRABORG 14 KÓP. • FURUGRUND 3, KÓP.
ÞVERHOLTI 6, MOS. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68